Merkileg saga eins smells undur - klassķskur rokkslagari

  Nśna er veriš aš sżna bandarķsku kvikmyndina  Lokasprett  (The Longest Yard) ķ sjónvarpinu meš Adam Sandler.  Žar hljómar lagiš  Spirit in the Sky  meš Norman Greenbaum.  Žetta lag er merkilegt um margt.  Žaš kom fyrst śt į plötu 1969.  Žaš sló rękilega ķ gegn.  Nįši toppsęti vinsęldalista vķša um heim og 3ja sęti bandarķska vinsęldalistans.

  Hljótt hefur veriš um Norman Greenbaum frį žvķ aš lagiš sló ķ gegn.  Hinsvegar hefur lagiš lifaš.  Žaš hefur veriš krįkaš (cover song) meš góšum įrangri af mörgum og skżtur reglulega upp kolli ķ kvikmyndum,  sjónvarpsžįttum og sjónvarpsauglżsingum.

  Texti lagsins hefur kristilega skķrskotun.  Fyrir bragšiš fór af staš kjaftasaga um aš Norman hafi dregiš sig ķ hlé frį skarkala poppstjörnulķfs og įnetjast Jesś-söfnuši.  Kjaftasagan er kjaftęši.  Norman er gyšingur og var aš hęšast aš Jesś-börnum hippahreyfingarinnar.

  Įstęšan fyrir žvķ aš Norman hvarf śr svišsljósinu er žessi:  Hann įttaši sig fljótlega į aš hann gęti ekki endurtekiš leikinn meš öšrum eins ofursmelli.  Lagiš smellpassaši inn ķ tķšaranda hippastemmningar og į žeim tķma ferskum gķtarleik.  Gķtarleik sem Norman segir aš hafi ašeins veriš einföld eftiröpun į einhverju sem hann hafši heyrt Jimi Hendrix gera.

  Norman įkvaš aš gera aš fullu starfi aš gera śt į  Spirit in the Sky  žaš sem eftir vęri.  Ķ staš žess aš tśra endalaust,  gefa śt ótal "Best of" plötur meš laginu og spila žaš į pöbbum og öšrum minni stöšum žį hefur hann einbeitt sér aš žvķ aš koma laginu inn ķ kvikmyndir,  sjónvarpsžętti og sjónvarpsauglżsingar. 

  Klukkan 9 į hverjum morgni mętir Norman į skrifstofuna sķna og fer yfir fréttir af undirbśningi nżrra kvikmynda,  sjónvarpsžįtta og herjar į vęntanlegar auglżsingaherferšir ķ sjónvarpi.  Norman vinnur fullan vinnudag viš aš koma laginu aš į öllu vķgstöšvum.

  Įrangurinn er góšur.  Norman hefur komiš laginu inn ķ fjölda kvikmynda,  sjónvarpsžįtta og auglżsinga.  Žar į mešal hljómar žaš ķ kvikmyndum į borš viš  Apollo 13,  Wayne“s World II,  Forrest Gump,  Superstar og svo framvegis.  Einnig ķ sjónvarpsžęttinum   Supernaturals og allskonar.

  Sķšustu tölur sem ég las um lagiš hljóšušu upp į aš lagiš hafi veriš selt ķ yfir 70 kvikmyndir,  sjónvarpsžętti og auglżsingar.  Žaš eru sennilega um 3 įr sķšan ég las um žessa tölu.  Ętla mį aš eitthvaš hafi bęst viš eftir žaš.  Fyrir bragšiš er  Spirit in the Sky  aš öllum lķkindum žaš eins smells undur sem bestum įrangri hefur nįš.

  Norman hefur góšar og sķvaxandi tekjur af laginu.  Hann er hįlaunamašur śt į žetta lag.  Žaš er gefiš śt į safnplötum meš hljóšrįs kvikmyndanna og hinum żmsu safnplötum sem kallast "Classic Rock" eša hipparokk,  blómabarnarokk og svo framvegis. 

 


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Žetta lag er algjör hittari og viršist ekkert eldast.

Nśmi (IP-tala skrįš) 8.10.2011 kl. 23:54

2 Smįmynd: Jens Guš

  Nśmi,  žetta er flott lag.

Jens Guš, 9.10.2011 kl. 00:33

3 Smįmynd: Jóna Kolbrśn Garšarsdóttir

Frįbęrt lag!!

Jóna Kolbrśn Garšarsdóttir, 9.10.2011 kl. 01:38

4 Smįmynd: Jens Guš

  Jóna Kolbrśn,  žetta er notalegt lag.

Jens Guš, 9.10.2011 kl. 18:34

5 Smįmynd: Įsdķs Siguršardóttir

Rifjar upp margar skemmtilegar stundir :):)

Įsdķs Siguršardóttir, 9.10.2011 kl. 19:09

6 Smįmynd: Jens Guš

  Įsdķs,  žaš fylgir svona upprifjun skemmtilegar minningar.

Jens Guš, 9.10.2011 kl. 20:31

7 Smįmynd: Ómar Ingi

Frįbęr pistill , takk fyrir žetta , ég var alveg hooked į laginu vegna Doctor and the Medics krįkunnar.

Ómar Ingi, 9.10.2011 kl. 22:44

8 Smįmynd: Jens Guš

  Ómar Ingi,  žetta lag fangar mann.  Ekki ašeins laglķnan heldur einnig gķtarleikurinn sem gerir mjög mikiš fyrir žaš.

Jens Guš, 9.10.2011 kl. 23:05

9 Smįmynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 10.10.2011 kl. 16:13

10 Smįmynd: Jens Guš

  Ómar Ingi,  takk fyrir žetta.  Leoncie er ROSALEG.

Jens Guš, 10.10.2011 kl. 23:18

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.