Íslenskar og fćreyskar plötur áberandi í áramótauppgjöri

  Netmiđillinn All Scandinavian hefur birt uppgjör sitt fyrir áriđ 2011.  Íslenskar plötur vega ţungt á listanum.  Fjórar slíkar eru í 18 efstu sćtunum.  Ţar af ein í 2. sćti og önnur í ţví fjórđa.  Ţetta er óvenju hátt hlutfall íslenskra platna ef tekiđ er miđ af ţví ađ Skandinavar eru nćstum 30 milljónir og Íslendingar ađeins um 1,2% af hópnum. 

  Ennţá betri er árangur fćreyskra platna á listanum.  Ţćr eru 2 af 19 efstu.  Fćreyingar eru 0,17% af Skandinövum. 

  Samtals eiga Íslendingar og Fćreyingar fjórđung bestu platna sem út komu í Skandinavíu 2011 (ţar af 3 af 4 í efstu sćtunum) en eru innan viđ 2% af íbúafjöldanum.  Djöfulsins snillingar!

  Svona er listinn:

1

Jonathan Johansson (sćnskur)
Klagomuren

  Klagemuren ţýđir grátmúrinn. 

2

Sólstafir (íslensk)
Svartir Sandar

  Svartir sandar  međ Sólstöfum á svo sannarlega ađ vera í ţađ minnsta önnur tveggja bestu platna 2011.  Hún var ţađ á mínum áramótalista.  Ţađ kom ekki á óvart ađ sjá ţessa plötu tróna í efstu hillum finnskra plötubúđa um jólin.

  Ţannig er plötunni lýst í All Scandinavian:  "The whole album, in fact, is brilliant and trying to describe it with words is really a pointless exercise. It’s weird, dark, unpredictable, psychedelic and full of agony, yearning, amazing vocals and stuff that will make you go “What the hell was that?!”

3

ORKA (fćreysk)
Óró

  Ţetta er önnur plata Orku.  Hljómsveitin brúkar ekki hefđbundin hljóđfćri heldur ţau verkfćri sem hendi eru nćst á sveitabć rétt hjá Götu á Austurey í Fćreyjum.  Orka hefur tvívegis haldiđ hljómleika í Norrćna húsinu á Íslandi.  Ţađ er meiriháttar upplifun ađ sjá Orku á hljómleikum.  Á plötu hljómar hún í ćtt viđ ţýskt krautrokk (Einsturzende Neubauten) en á sviđi er eins og ađ fylgjast međ iđnverkstćđi.  Strákarnir spila á slípirokk,  olíutunnur,  hamar,  sög,  kađalspotta og svo framvegis. 

4

Dead Skeletons (íslensk)
Dead Magick

  Ég er ekki vel kunnugur ţessari hljómsveit Jóns Sćmundar (Nonni Dead,  ţekktur fyrir fatahönnun og ađ vera eyđnismitađur),  Henriks Björnssonar (Singapore Slim) og Ryans Carlsons Van Kriedt.


5

Regina (finnsk)
Soita Mulle

6

Siamese Fighting Fish (dönsk)
We Are The Sound

7

Kaizers Orchestra (norsk)
Violeta Violeta Volume 1

8

Klak Tik (dönsk)
Must We Find A Winner

9

Honningbarna (norsk)
La Alarmane Gĺ

10

K-X-P (sćnsk)
K-X-P

11: I’m From Barcelona (sćnsk) – Forever Today

12: Kvelertak (norsk) – Kvelertak

13: Apparat Organ Quartet (íslensk) – Pólýfónía

  Ţessi plata var ofarlega á listum í uppgjöri íslenskra fjölmiđla fyrir áriđ 2010.  Hún hefur veriđ eitthvađ seinna í umferđ í hinum Norđurlöndunum. 

14: When Saints Go Machine (dönsk) – Konkylie

15: Lykke Li (sćnsk) – Wounded Rhymes

16: Einar Stray (norskur) – Chiaroscuro

17: The Interbeing (dönsk) – Edge Of The Obscure

18: Dad Rocks! (íslenskur) – Mount Modern

 

  Ég er ekki alveg klár á ţví en held ađ Dad Rocks sé allt ađ ţví sólóverkefni Snćvars Njáls Albertssonar.

19: Petur Pólson (fćreyskur) – Transit

  Pétur Pólson er mikill snillingur.  Hann er margverđlaunađur í bak og fyrir í Fćreyjum sem söngvahöfundur og söngvari.  Hann var í fćreysku súper-grúppunni Clickhaze ásamt Eivöru,  Jóni Týril,  Mikael Blak,  Jens L. (forsprakka Orku),  Högna Lisberg og Boga gítarhetju.  Clichaze hélt nokkra frábćra hljómleika á Íslandi 2002.  Pétur Pólson endurtók leikinn hérlendis í fyrra. 

  Ég nota tćkifćriđ og minni á hljómleika fćreysku djasshljómsveitarinnar Yggdrasil í Norrćna húsinu í Reykjavík á laugardaginn.  Ţar spilar Mikael Blak á bassa.  Eivör var söngkona Yggdrasil um tveggja ára skeiđ í upphafi síđasta áratugar.  Meira um ţađ á morgun.  Og einnig um hljómleika Eivarar í Langholtskirkju á sunnudaginn.  Fćreyska bylgjan,  Fairwaves,  sem skall af fullum ţunga á Íslandsstrendur 2002 gengur ennţá á međ háöldum.

20: Dead By April (sćnsk) – Incomparable


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband