Svíakonungur fer á kostum - spaugilegar myndir

kalli_hufa_k.pngkalli_hufa_l.jpg

  Sérkennileg kímnigáfa Karls Gústafs Svíakonungs birtist á fleiri vegu en í sérkennilegum orðatiltækjum og tilsvörum.  Illar tungur - sem ég tek ekkert mark á - segja að Kallinn sé einfaldlega nautheimskur en ekki húmoristi.  Hann bulli út í eitt sem nævisti.  Sé hinn raunverulegi Forrest Gump.    

  Kalli er sjúklega sólginn í höfuðföt af öllu tagi.  Honum þykir ekki verra að þau séu undarleg.  Kallinn má hvergi rekast á kjánalegan höfuðbúnað án þess að festa kaup á honum.  Síðan verður hann viðþolslaus að viðra sig með húfuna á opinberum vettvangi.

  Inn á milli bráir galsinn af kallinum og hann setur upp virðulegar húfur eða kórónur.  Á heimasíðu konungs,  annarra í konungsfjölskyldunni og konungsembættisins má finna margar skemmtilegar myndir af húfusnatanum.

kalli_hufa_a.jpgkalli_hufa_c.jpgkalli_huf_y.jpgkalli_hufa_e.jpgkalli_hufa_g.jpg

kalli húfa Pkalli húfa Nkalli_hufa_q.pngkalli_hufa_r.jpgkalli_hufa_h.jpg kalli_hufa_i.jpgkalli_hufa_j.jpg


mbl.is „Hún er svo veik að það þarf að skera af henni eyrun“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sumir vilja nú meina að svíakonungur eigi sér einstakan tvífara á íslandi í Vigdísi Hauksdóttur - Og talandi um framsóknarmenn sem nú eru allsráðandi í þjóðfélaginu, að þá er Kaupfélag Skagfirðinga orðið í forysti með verðhækkanir á matvörum. Kaupfélag Skagfirðinga er sem sé ekki með einokun á öllum sviðum bara í Skagafirði, heldur eru völdin orðin slík að þeir gera út heilan utanríkisráðherra og völd KS teigja sig því orðið út um allan heim.       

Stefán (IP-tala skráð) 9.9.2013 kl. 08:55

2 Smámynd: Hvumpinn

Svíakóngi er vorkunn, fastur í hrútleiðinlegu hlutverki.  Eitthvað verður að gera sér til gamans, þó svo að eitthvað sé búið að doktora við myndirnar að ofan.

Hvumpinn, 9.9.2013 kl. 09:26

3 identicon

Ég sé mikla kaldhæðni og beinskeytni út úr þessu, einkum augljóst á myndinna af múslimunum...í bland við smá geggjun...

Þjóstólfur (IP-tala skráð) 9.9.2013 kl. 10:07

4 identicon

Einhversstaðar las ég að nefndur kóngsi sé lesblindur. Það var hér í eina tíð talið hið mesta heimskumerki að geta ekki lært almennilega að lesa.

ls.

ls (IP-tala skráð) 9.9.2013 kl. 11:12

5 identicon

Að vera konungur á Vesturlöndum er skrítið líf og getur ekki getið af sér annað er skrítnar persónur. Norsk prinsessa spjallar við engla.

Steini (IP-tala skráð) 9.9.2013 kl. 12:26

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

lélegt og ófyndið fótoshop í helmingnum af myndunum

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.9.2013 kl. 16:15

7 Smámynd: Jens Guð

  Stefán,  það er heilmargt skrýtið í gangi hjá KS.

Jens Guð, 9.9.2013 kl. 18:17

8 Smámynd: Jens Guð

  Hvumpinn,  já,  eflaust er þetta leiðinlegt hlutverk.  Á móti kemur að það fylgja því einhver fríðindi.

Jens Guð, 9.9.2013 kl. 18:18

9 Smámynd: Jens Guð

  Þjóstólfur,  það er eitthvað sprell í gangi.

Jens Guð, 9.9.2013 kl. 18:19

10 Smámynd: Jens Guð

  Is,  samkvæmt mínum heimildum er hann ekki beinlínis lesblindur heldur meira það sem kallast leslatur.

Jens Guð, 9.9.2013 kl. 18:20

11 Smámynd: Jens Guð

  Steini,  kosturinn er sá að fólk getur afsalað sér konungstign og því öllu.

Jens Guð, 9.9.2013 kl. 18:20

12 Smámynd: Jens Guð

  Gunnar Th.,  þær eru bara til samanburðar á hinum helmingnum.  Það er hann sem er sá fyndni.

Jens Guð, 9.9.2013 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband