Veitingaumsögn

skansabandið

 

 

 

 

 

 

 

 

  -  Réttur:  Íslensk kjötsúpa

  -  Veitingastaður:  Perlan

  -  Verð: 1200 kr.

  -  Einkunn: *

  Kjötsúpan sem seld er á 4ðu hæð Perlunnar er hefðbundin íslensk kjötsúpa.  Hún inniheldur örlítið af rótargrænmeti á borð við gulrætur, gulrófubita og lauk og eitthvað svoleiðis.  En að uppistöðu var hún bara þunnur vökvi með grænmetis- og kjötbragði.  En ekkert kjöt. Ég gerði athugasemd við þetta við kassadömuna.  Hún svaraði því til að svona væri súpan í dag. Það var enginn ágreiningur á milli okkar um það.  

  Til að sanngirnis sé gætt þá get ég upplýst og vottað að ótal sinnum oft hef ég fengið þokkalega matarmikla kjötsúpu þarna.  Með ásættanlegu magni af smátt skornum kjötbitum.  En hér og nú er ég aðeins að gefa lýsingu á súpunni sem ég fékk í gær.  Með súpunni fylgir brauðbolla og smjör.  

  Þessi mynd er ekki af súpuskálinni í Perlunni en svipar til hennar.

kjötsúpa

 

 

 

 

 

 

 

 

Alvöru íslensk kjötsúpa lítur aftur á móti svona út (fleiri veitingaumsagnir má finna hér )ísl kjötsúpa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

 Auðvitað er þetta skömm og ekkert annað Jens. Kjötsúpa án kjöts, er eins sveppasúpa án sveppa, eða þannig!!! 

Jónas Ómar Snorrason, 30.3.2015 kl. 15:53

2 identicon

Var þetta ekki bara kjöt af huldufólksfénaði?

Það er víst ósýnilegt og lúalegt af þeim þarna, í Perlunni, að geta ekki um uppruna ketsins.

 

Guðmundur Bjarnason (IP-tala skráð) 30.3.2015 kl. 17:17

3 Smámynd: Jens Guð

Jónas,  vel mælt!

Jens Guð, 30.3.2015 kl. 20:48

4 Smámynd: Jens Guð

Guðmundur,  þarna hittir þú kannski naglann á höfuðið.  Mér fannst eins og örla á bragði af álfakjöti.  

Jens Guð, 30.3.2015 kl. 20:49

5 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Það hlýtur að vera kominn nýr kokkur þarna, sem kann ekki að elda íslenska kjötsúpu.

En neðri myndin af kjötsúpu lítur girnilega út, og ég sé ekki betur en að þarna glitti í brokkóli.

Ég nota sjálf brokkólí í íslenska kjötsúpu. Er hætt að nota hvítkál í súpuna. F. mörgum árum varð kjötsúpan hjá mér ónýt á 3ja degi. Einhver kona sagði mér að það væri vegna vegna hvítkálsins. Minnir að súpan hefði súrnað, en hún var alla vega óæt.

Mæli með að kjötsúpan innihaldi hefðbundið grænmeti + súpujurtir að ógleymdum kartöflum og lambakjöti og brokkólí (alls ekki hvítkál). Það má líka setja smá af hrísgrjónum eða haframjöli til að þykkja hana, þá verður hún matarmeiri.

Lifi íslenska kjötsúpan!

Ingibjörg Magnúsdóttir, 30.3.2015 kl. 22:13

6 Smámynd: Jens Guð

Ingibjörg,  bestu þakkir fyrir upplýsingarnar og góð ráð.

Jens Guð, 4.4.2015 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband