Jón Ţorleifs slátrađi stjórnmálaflokki

jon_orleifs

jakinn

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Jóni Ţorleifssyni,  rithöfundi og verkamanni,  var lítt um Gvend Jaka gefiđ.  Ég hef ţegar sagt sögur af ţví - og hćgt er ađ fletta ţeim upp hér fyrir neđan.  Jón hafđi sínar ástćđur fyrir andúđ á Gvendi Jaka.  Andúđin jókst međ árunum fremur en hitt.

  Einn góđan veđurdag fékk Jón sér hádegisverđ á veitingastađ.  Ţađ var ekkert óvenjulegt.  Ţađ var venjulegt.  Ţar komst hann yfir glóđvolgt eintak af DV ţess dags.  Á baksíđu var lítil frétt um lítinn fund á Akureyri. Fundarefniđ var ţađ ađ ţrjú lítil stjórnmálasamtök (utan fjórflokksins) hugđust kanna möguleika á sameiningu.

  Ţetta var sennilega um eđa eftir 1990.  Mig minnir ađ Borgaraflokkurinn hafi veriđ ţarna um borđ.  Ég man ekki hver hin samtökin voru.  Ég ţigg međ ţökkum ef einhver man eftir ţví hver ţau voru.  Í fréttinni kom fram ađ Gvendur Jaki yrđi fundarstjóri.  

  Jón óttađist ađ Gvendur ćtlađi sér hlutverk í nýju sameinuđu stjórnmálaafli.  Hann brá viđ skjótt.  Vélritađi upp međ hrađi greinargerđ um meintan glćpaferil Jakans.  Hann kunni ekki fingrasetningu lyklaborđs og sóttist verkiđ hćgt.  En fór á flug vegna tímapressunnar.  Ákafinn bar hann hálfa leiđ.  Svo var rokiđ á nćstu ljósritunarstofu og greinargerđin fjölfölduđ.  Ţessu nćst var splćst í leigubíl niđur á Reykjavíkurflugvöll.  Ţađan flogiđ međ nćstu vél til Akureyrar.

  Ţangađ kominn tók Jón leigubíl heim til foreldra minna. Hann vissi ekkert hvar fundurinn var á Akureyri né klukkan hvađ.  Hann bađ pabba um ađ finna út međ ţađ.  Erindi Jóns var ađ slátra ţessu frambođi í fćđingu.

  Pabbi var innvígđur og innmúrađur sjálfstćđisflokksmađur.  Honum ţótti ekki nema gaman ađ leggja Jóni liđ.  Hann hefđi svo sem liđsinnt Jóni međ flest.  

  Pabbi fann strax út hvar og hvenćr fundurinn var.  Hann skutlađi Jóni á stađinn.  Ţađ mátti ekki tćpara standa.  Fundurinn var ađ hefjast.  Jón hóf ţegar í stađ ađ dreifa međal fundarmanna greinargerđinni um Gvend Jaka.  Viđ ţađ kom kurr á fundarmenn.  Einhverjir gerđu hróp ađ Jóni.  Kraftakallar gerđu sér lítiđ fyrir og vörpuđu Jóni á dyr.  Hann streittist á móti.  Nokkrar konur mótmćltu hástöfum viđtökunum sem Jón fékk.  Ţćr fylgdu honum út á stétt og báđu hann afsökunar á framferđi fundarins í hans garđ.  Ađrir ţarna fyrir utan blönduđust í umrćđuna.  Allt fór í havarí.  Jón taldi sig merkja ađ sami ćsingur ćtti sér stađ innan dyra.  Fundurinn leystist upp í hrópum og köllum.  

  Ég hef ađeins frásögn Jóns af ţessu.  Engar fréttir bárust af fundinum í neinum fjölmiđlum.  Jón taldi fullvíst ađ Gvendur Jaki og ađrir sem ađ fundinum stóđu hafi bundist fastmćlum um ađ tjá sig hvergi um skipbrotiđ.  

  Jón var hinn ánćgđasti međ daginn.  Hann lifđi á ţví mánuđum saman ađ hafa slátrađ "bófaflokki" í fćđingu.  Hann sagđi sem rétt var ađ hann hefđi ekkert haft efni á ađ fara í ţessa Akureyrareisu.  En ţarna var um bráđatilfelli ađ rćđa.  Akureyrarreisan var - ađ hans mati - hverrar krónu virđi.

  Er Jón flaug til baka frá Akureyri vildi svo til ađ Gvendur Jaki var í sömu flugvél.  Jón sagđist hafa horft stíft á hann međ svipbrigđum sigurvegarans.  Gvendur hafi hinsvegar veriđ niđurlútur og lúpulegur.  Ţađ hafi veriđ eins og honum hafi veriđ gefiđ á kjaftinn.

-------------------------------------  

  Fleiri sögur af Jóni Ţorleifs:  hér 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ţađ er dásamlegt ađ lesa sögurnar ţínar af Jóni, Lulla frćnka er líka í miklu uppáhaldi hjá mér

Ingibjörg Kr. Einarsdóttir (IP-tala skráđ) 3.5.2015 kl. 00:45

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband