Jafnaldrar í góðum gír

  Fátt er skemmtilegra en að fylgjast með fólki fagna afmæli sínu.  Hver afmælisdagur er sigur.  Honum fylgir sigurgleði og þakklæti fyrir að hafa orðið þess aðnjótandi að bæta enn einu árinu í reynslubankann.  Með tilheyrandi allri þeirri skemmtun sem síðasta ár bauð upp á.

  Hér með færi ég Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni,  forsætisráðherra míns og ykkar,  bestu afmæliskveðjur.  Það var ekki seinna vænna að halda upp á afmælið röskum mánuði eftir fæðingardaginn.  Apríl er að mörgu leyti heppilegri til hátíðahalda en mars (sem er frekar dauflegur mánuður).

  Forsætisráðherrann okkar er fertugur.  Ég hef sterkan grun um að hann sé í hópi yngstu forsætisráðherra Íslands.  Og jafnvel þó leitað sé út fyrir landsteina.

  Eitt það skemmtilega við aldur forsætisráðherrans er að hann er á svipuðum aldri og Blaz Roca.  Það telur þó að þeir hafi ekki mætt í fermingarveislu hjá hvor öðrum.

  


mbl.is Stemning í fertugsafmæli Sigmundar Davíðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Það held ég! Fínar bakraddir!

Wilhelm Emilsson, 13.4.2015 kl. 21:14

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Þú hlýtur að hafa séð þetta. 

https://www.youtube.com/watch?v=FltFc7j6QK8

Wilhelm Emilsson, 13.4.2015 kl. 21:16

3 identicon

Forsætisráðherra er að byggja stórt hús á Akureyri og nú vona ég bara fyrir hönd reykvíkinga að hann sé að flytja til Akureyrar. Held að hann eigi líka hús í Skagafirði, höfuðvígi Framsóknarflokksins.  

Stefán (IP-tala skráð) 14.4.2015 kl. 08:46

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hann er bráðungur forsætisráðherrann, en ég held að hann sé ennþá yngri en hann lítur út fyrir :)

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.4.2015 kl. 13:43

5 identicon

Svindl ad halda ekki upp a daginn a afmaelisdeginum.

Sigurdur Hermannsson (IP-tala skráð) 14.4.2015 kl. 16:22

6 Smámynd: Jens Guð

  Wilhelm,  svo sannarlega eru bakraddirnar flottar.  Sem og allur hljóðfæraleikur.  Erpur er líka alltaf töff.  Ég var ekki búinn að sjá myndbandið með þeim SDG.  Takk fyrir það. 

Jens Guð, 14.4.2015 kl. 18:02

7 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  að sjálfsögðu á SDG hús innan innsta radíusar skagfirska efnahagssvæðisins.  Þórólfur passar upp á það.  SDG var plantað niður í Hofsósi.  Þar er flottasta sundlaug landsins.  

Jens Guð, 14.4.2015 kl. 18:04

8 Smámynd: Jens Guð

Ásthildur Cesil,  mér fijnnst einmitt gaman að stilla SDG og Erpi upp hlið við hlið.  Sá fyrrnefndi virðist í háttum, orðfæri,  útliti og og öllu fasi vera af annarri kynslóð en Erpur.  Erpur er reyndar strákslegur í háttum, orðfæri,  útliti og öllu fasi.    

Jens Guð, 14.4.2015 kl. 18:09

9 Smámynd: Jens Guð

Sigurður, orðið strax er teygjanlegt í Framsóknarflokknum.  Afmælisdagur er líka teygjanlegur þar á bæ.

Jens Guð, 14.4.2015 kl. 18:16

10 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir svarið, Jens. Já, mjög áhugaverð pæling að bera þá Sigmund Davíð og Erp saman. Ég veit hvern ég myndi kjósa ef Erpur færi í út í pólitík, þann heim sem er mun harðari en íslenski rappheimurinn.

Wilhelm Emilsson, 14.4.2015 kl. 21:25

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nákvæmlega Jens.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.4.2015 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband