Paul McCartney á flesta peninga

  Margir höfđu gríđarlega miklar áhyggjur af lausafjárstöđu breska tónlistarmannsins Pauls McCartneys fyrir örfáum árum.  Ţá stóđ hann í illvígum skilnađi viđ einfćtta konu,  Heather Mills.  Hún er barnsmóđir hans og stóđ ekki höllum fćti í kröfum sínum til bankabókar heimilisins.  Leikar fóru ţannig ađ Heather náđi ađ skrapa bankabókina.  Í kjölfariđ keypti hún gervifót frá Össuri.  Búin ađ smella honum undir fór hún ađ dansa.  Ţađ gustađi af henni og fćtinum frá Össuri.  

  Paul var svo illa haldinn eftir skilnađinn ađ hann lifđi á grasi í langan tíma ţađan í frá.  

  Nú hefur bankabók Pauls braggast á ný.  Hún geymir 730 milljónir sterlingspunda (sinnum 208 krónur = 152 milljarđar).  Ţađ gerir kauđa ađ ríkasta tónlistarmanni Bretlands.  Íslendingar hafa löngum spreytt sig á ađ syngja í sjónvarpsţáttum söngva eftir Paul.  Ţađ fćrir honum feitar höfundarréttargreiđslur.  

  Söngleikjahöfundurinn Andrew Loyd-Webber er í 2. sćti.  Hann á ekki nema 650 milljón pund,  rćfils tuskan.

  Í 3ja sćti er írska hljómsveitin U2.  Hún er rekin eins og fyrirtćki.  Fjármál liđsmanna eru sameiginleg.  Sjóđurinn telur 431 milljón punda.  

  Elton John er í fjórđa sćti.  Hann á 270 milljónir.  Söngvari The Rolling Stones,  Mick Jagger, á 225 milljónir punda.  Ţađ setur hann í fimmta sćtiđ.  Félagi hans,  gítarleikarinn Keith Richards,  er međ svipađa innkomu en eyđslusamari.  Ţess vegna á hann ekki nema 210 milljónir undir koddanum.  

  Í sjöunda sćtinu er írski margverđlaunađi flautuleikarinn Michael Flatley.  Hans helsta tekjulind er fyrir dansútsetningar.  Frćgastur er Riverdansinn.  Einnig sá hann um dansa í Lord of the Rings og allskonar.  Hann á 195 milljónir punda.

  Ringo Starr og Sting eiga sitthvorar 180 milljónir punda.  Fyrrum bassaleikari Pink Floyd,  Roger Waters,  vermir 10. sćtiđ međ 160 milljón pund.   

Af hverju geta ţessir menn ekki fengiđ sér vinnu eins og annađ fólk? 


mbl.is Len Blatvatnik ríkasti mađur Bretlands
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Ţađ er von ţú spyrjir Jens:)

Jónas Ómar Snorrason, 26.4.2015 kl. 19:41

2 Smámynd: Jens Guđ

  Jónas Ómar,  ţingmađur af Snćfellsnesinu spurđi ţessarar spurningar í umrćđu um listamannalaun.  Mig minnir ađ hann heiti Ásmundur eđa Ásgrímur.  Á sama tíma gaf unglingahljómsveitin Of Monsters And Men barnaspítala Hringsins 110 milljonir króna.  Ţađ fór hljótt.  Líka ţegar Lay Low gaf Aflinu,  systursamtökum Stígamóta á Norđurlandi,  alla innkomu af sölu plötunnar "Ökutímar".  Stefgjöld og allt.  

Jens Guđ, 26.4.2015 kl. 20:05

3 Smámynd: Sigurđur I B Guđmundsson

Hvernig ćtli íslenski listinn líti út???

Sigurđur I B Guđmundsson, 26.4.2015 kl. 22:13

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband