Ekkert rugl hér!

  Í gær kom ég við á bókasafni.  Þar hitti ég Skagfirðing.  Við hófum umsvifalaust að skrafa saman.  Á borðinu fyrir framan okkur lágu dagblöð og tímarit.  Bar þá að roskna konu sem haltraði til okkar.  Hún spurði hvort að við værum með laugardags-Moggann.  Skagfirðingurinn greip upp blað,  rétti að konunni og sagði:  "Nei,  en hérna er Sunnudags-Mogginn."

  Konan tók - eins og ósjálfrátt - við blaðinu.  Í sömu andrá var líkt og hún brenndi sig.  Hún þeytti blaðinu eldsnöggt á borðið,  hnussaði og hreytti með hneykslunartóni út úr sér um leið og hún strunsaði burt:  "Ég ætti nú ekki annað eftir en fara að lesa blöðin í vitlausri röð!"

alkahólfrír vodki

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jens, telur thu markad fyrir 0 procent vodka?

Sigurdur Hermannsson (IP-tala skráð) 2.3.2016 kl. 13:37

2 Smámynd: Jens Guð

Sigurður,  það hefur verið fullreynt að spurn eftir alkólfríum vodka er engin.  

Jens Guð, 2.3.2016 kl. 16:10

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Var þetta Þórólfur Gíslason sem þú hittir á bókasafninu???

Sigurður I B Guðmundsson, 2.3.2016 kl. 19:39

4 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B, nei,  þetta var ekki Þórólfur sem öllu ræður um skagfirska efnahagssvæðið.  Hann hefur öðrum og dýrari hnöppum að hneppa en blanda geði við lágmenningarskrílinn sem slæðist inn á bókasöfn.  

Jens Guð, 2.3.2016 kl. 20:23

5 identicon

Satt er það Jens, að við búum nú um stundir við skagfirskt efnahagssvæði og einræði framsóknarflokksins sem kaupir sér atkvæði út og suður með bitlingum sem aldrei fyrr.

Stefán (IP-tala skráð) 4.3.2016 kl. 10:27

6 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  svo rétt.

Jens Guð, 7.3.2016 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband