Verstu lönd fyrir konur

 

  548 sérfræðingar á snærum Thomson Reuters Foundation hafa tekið saman lista yfir verstu lönd heims fyrir konur að búa á.  Ekki kemur á óvart að Indland sé allra landa verst.  2016 voru 40 þúsund nauðganir kærðar þar.  Þrátt fyrir að lítið komi út úr kærunum.  Kærðar nauðganir eru aðeins lítið brot af ástandinu.  Hátt hlutfall nauðgana eru hópnauðganir.  Hátt hlutfall nauðgana er gegn barnungum stelpum.  Ennfremur er algengt að fórnarlömb séu myrt í kjölfar nauðgunar.  

  Verst er staða svokallaðra stéttlausra stelpna á Indlandi.  Nánast er almennt viðhorf að þær séu réttlausar með öllu.  Þær eiga á hættu að vera lamdar eða nauðgað á ný á lögreglustöð ef þær kæra nauðgun.  Allra síst geta þær búist við að kæra leiði til refsingar.    

  Þetta eru 10 verstu lönd fyrir konur:

1.  Indland

2.  Afganistan

3.  Sýrland

4.  Sómalía

5.  Sádi-Arabía

6.  Pakistan

7.  Kongó - Kinsasa

8.  Jemen

9.  Nígería

10. Bandaríkin

  Eflaust er óverulegur stigsmunur á milli allra efstu löndunum.  Sláandi er að af 193 löndum Sameinuðu þjóðanna sé Sádi-Arabía í flokki með 5 verstu löndum fyrir konur.  Þökk sé Bretum sem beittu sér af hörku fyrir því að skipa Sáda yfir mannréttindaráð samtakanna. 

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Ekki árennilegur klúbbur sem BNA er meðlimur í, þó nái aðeins tíunda sætinu. Að hið viðbjóðslega saudaklan skuli hafa setu í mannréttindaráði Afmeinuðu Þjóðanna er "kapítuli" út af fyrir sig og ein opinberasta afhjúpun sem til er um dugleysi og peningasóun þá alla, sem UN er.

 Indland, sem í hugum svo margra er svo "geggjað" með alla sína inn, út og ranghverfuíhugun, reynist þegar upp er staðið eitt ömurlegasta lastabæli veraldar. Fréttir þaðan af nánast óhugsandi grimmd gagnvart lítilmagnanum eru sláandi og ljóst að á bak við alla helvítis heimspekina var fátt annað en girnd, ónáttúra og djöfulskapur dusilmenna og aumingja, gegn lítilmagnanum. 

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 29.6.2018 kl. 04:47

2 identicon

Án þess að vilja vera með trúarfordóma, þá eru íbúar a.m.k. sjö þessara þjóða múslimar að mestu eða miklu leiti. Athuglisvert er líka að Sádi-Arabía með sitt mekka múslima og fleiri múslimaríki virðast ekki taka við flóttafólki frá öðrum múslimaríkjum og því flýr það fólk til Vesturlanda. 

Stefán (IP-tala skráð) 29.6.2018 kl. 08:29

3 identicon

Já. Það væri áhugavert að sjá breyturnar sem settu BNA ofar en til dæmis Sierra Leone, Morocco, Ouargia, Libya, Chard, Palestinía, Congo, Siberia, Oman, Rússland, Sana'a, Iran, Quatar, Filippseyjar, Norður Korea, Kína . Bara til að nefna eitthvað.

Sigurdur Thorolfsson (IP-tala skráð) 29.6.2018 kl. 12:36

4 identicon

Það voru framin 42.628 morð á Indlandi árið 2016.  Af því voru 75-880% karlar sem voru myrtir.

Í því samhengi geta 40.000 nauðgunarkærur varla talist mikið.  En það segir mikið um þã innrætingu sem stunduð er í vestrænum fjölmiðlum þegar nãnast einu fréttirnar sem berast til vesturlanda frá Indlandi eru af nauðgunum.  Ætti raunar frekar að tala um ãrõður frekar en innrætingu.

Hinir stéttlausu eru nánast réttlausir, óháð kyni.  Svo segir það allt sem segja þarf um fávitana sem unnu þessa könnun að bandaríkin séu sett í 10. Sæti.

Bjarni (IP-tala skráð) 30.6.2018 kl. 10:23

5 Smámynd: Jens Guð

Halldór,  eitt af því vonda við að Indland sé versta landið er að þar býr 1/7 af jarðarbúum.

Jens Guð, 30.6.2018 kl. 12:10

6 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  femínismi á undir högg að sækja í íslam.

Jens Guð, 30.6.2018 kl. 12:12

7 Smámynd: Jens Guð

Ziggy,  er það ekki augljóst.  Af 193 löndum Sameinuðu þjóðanna eru Bandaríkin í 3ja sæti yfir tíðni kynferðisofbeldis og áreitni.  #metoo hreyfingin undirstrikar það.  Jafnframt eru Bandríkin í sjötta sæti yfir annað ofbeldi (barsmíðar, morð...).  Á ósköp hefðbundnu föstudagskvöldi í gær settist ég fyrir framan sjónvarp.  Horfði á þátt Dr. Phils.  Í fyrri hluta þáttarins var fjallað um unglingsstúlku.  Henni var rænt úti á götu í Bandaríkjunum,  hópnauðgað, seld mansali, lamin og myrt.  Í seinni hlutanum var rætt við konu sem slapp naumlega úr höndum raðmorðingja.  Að þættinum loknum skipti ég yfir í sjónvarpsfréttir.  Þar sagði frá manni sem skaut 7 starfsmenn bandarísks dagblaðs.  Þar af drap hann 5 þeirra.  Eins og gengur.

Jens Guð, 30.6.2018 kl. 12:23

8 Smámynd: Már Elíson

Sjá þennan mann.."Bjarni" - Hann réttlætir viðbjóðinn með uppdiktuðum heimatilbúnum tölum og dáist að USA, sem eru ýfirlýstir með klám, skotárarir, morð, heimsku og nauðganir í hæstu hæðum. - Skömm að þú skulir leyfa svona manneskju á bloggið hjá þér Jens átölulaust og án svara. - Þessi "maður" veður um blokkin með sínar ógeðslegu hugsanir, neikvæðni og sóðaskrif.

Már Elíson, 30.6.2018 kl. 12:28

9 Smámynd: Jens Guð

Bjarni,  þetta eru assgoti háar tölur yfir morð og nauðganir á Indlandi.  Verra er að glæpir færast í aukana þarna:  https://www.financialexpress.com/india-news/crimes-in-india-rise-in-2018-as-compared-to-last-year-murder-rapes-see-a-spike-says-this-report/1080222/

Jens Guð, 30.6.2018 kl. 12:34

10 Smámynd: Jens Guð

Már,  ég hef ekki lagt í vana minn að ritskoða kommentakerfið.  Hinsvegar hef ég lagt í vana minn að svara kommentum.

Jens Guð, 30.6.2018 kl. 12:37

11 identicon

Vá hvað þessi vesalingur Már er illgefinn, illa innrættur og illa upplýstur.

Bjarni (IP-tala skráð) 30.6.2018 kl. 13:46

12 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Sammála þér Jens. Þetta er skelfileg staðreynd með 1/7 mannkyns. Varla að maður trúi þessu, en svona er þetta nú samt. Nöturleg staðreynd og mannkyni síst til sóma, frekar en indverjum.

Halldór Egill Guðnason, 1.7.2018 kl. 04:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband