Ljótur, ljótari...

  Á dögunum henti það í Norður-Karólínu í Bandaríkjum Norður-Ameríku að maður nokkur lýsti öðrum sem afar ljótum.  Ummælin bárust til viðkomandi.  Hann tók þau nærri sér.  Sameiginlegir kunningjar þeirra hvöttu orðhákinn til að lægja öldur með því að biðjast afsökunar á ummælunum.  Sá svaraði:  "Ef einhver ætti að biðjast afsökunar þá er það sá ljóti fyrir að vera svona ljótur!"

ljótur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Enginn gefur sér útlitið við fæðingu og því er sá, sem særði náunga sinn að ósekju sjálfur hinn ljóti í þessu máli. 

Ómar Ragnarsson, 24.7.2018 kl. 10:52

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Hann mundi skána mikið við að taka lokkinn úr eyranu!!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 24.7.2018 kl. 15:06

3 identicon

Mér finnst fólk sem leggur sig fram um að meiða aðra og gera öðrum illt vera ljótasta fólk verandar.

Anna María Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 25.7.2018 kl. 16:07

4 Smámynd: Jens Guð

Ómar,  ég tek undir það með þér og gef það í skyn með fyrirsögninni "Ljótur, ljótari...".

Jens Guð, 25.7.2018 kl. 18:09

5 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  lokkurinn er algjört stílbrot.

Jens Guð, 25.7.2018 kl. 18:10

6 Smámynd: Jens Guð

Anna María,  ég er þér sammála.

Jens Guð, 25.7.2018 kl. 18:11

7 identicon

Betra er gott innræti en fagurt útlit. 

Sigurður Bjarklind (IP-tala skráð) 26.7.2018 kl. 10:06

8 Smámynd: Jens Guð

Sigurður Bjarklind,  vel mælt!

Jens Guð, 26.7.2018 kl. 10:14

9 identicon

Það ljótasta af öllu á Íslandi er það sem er í Alþingishúsinu hverju sinni. Nýlegt Þingvallabrölt sannar t.d. hvernig alþingismenn vinna alveg úr takti við þjóðina og henda peningum út um glugga án þess að skammast sín - Ljótu fíflin.

Stefán (IP-tala skráð) 26.7.2018 kl. 10:41

10 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  svo sannarlega var 80 milljón króna bjánasamkoman á Þingvöllum úr takti við allt og alla. 

Jens Guð, 26.7.2018 kl. 22:16

11 identicon

Ég bara vorkenni Ljótu Hálfvitunum, að forseti Alþingis skuli vera sveitungi þeirra.

Stefán (IP-tala skráð) 27.7.2018 kl. 12:50

12 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  sennilega vorkenna þeir sér líka.

Jens Guð, 27.7.2018 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.