Hvađ ef John og Paul hefđu aldrei kynnst?

  1956 var litla enska hafnarborgin Liverpool "slömm".  Margir Englendingar neituđu ađ viđurkenna Liverpool sem hluta af Englandi.  Ţetta ár bankađi 14 ára gutti,  Paul McCartney, hjá 16 ára bćjarvillingnum John Lennon.  Bauđ sig fram sem gítarleikara, söngvara og lagahöfund í hljómsveit Johns,  The Querrymen.  Ţarna varđ til öflugasta tvíeyki sögunnar. Frábćrt söngvapar,  hugmyndaríkir flytjendur og djarfir tilraunakenndir útsetjarar sem toguđu og teygđu tónlist lengra og víđar en áđur ţekktist.

  The Querrymen breyttust í The Beatles.  Á íslensku alltaf kallađir Bítlarnir.  Bítlarnir frá Liverpool rúlluđu heimsbyggđinni upp eins og strimlagardínu.  Allt í einu urđu Liverpool og England ráđandi forysta í dćgurlagamarkađi heimsins. 

  Pabbi Johns,  Freddie Lennon,  var söngvari,  söngvaskáld og banjoleikari.  Mamma Johns var líka banjoleikari og píanóleikari.  John ólst ekki upp hjá ţeim en erfđi frá ţeim tónlistarhćfileika.  Ţegar plötufyrirtćkiđ EMI gerđi útgáfusamnning viđ Bítlana var ţađ munnhörpuleikur Johns sem heillađi upptökustjórann,  George Martin, umfram annađ. 

  Pabbi Pauls lagđi hart ađ honum ađ fara í markvisst tónlistarnám.  Rökin voru:  "Annars endar ţú eins og ég;  ađ spila sem láglaunamađur á pöbbum."  En Paul valdi ađ lćra sjálfur ađ spila á gítar og píanó. 

  Foreldrar George Harrison eru sagđir hafa veriđ góđir söngvarar.  Mamma hans er skráđ međhöfundur "Piggies" á Hvíta albúminu.

  Ringó Starr ólst upp á tónlistarheimili.  Ţar var allt fullt af hljóđfćrum af öllu tagi.  Hann hélt sig viđ trommur en getur gutlađ á píanó og gítar.

  Synir allra Bítlanna hafa haslađ sér völl sem tónlistarmenn.  Zak Starkey,  sonur trommuleikarans Ringos,  hefur vegnađ vel sem trommuleikari The Who og Oasis.  Eldri sonur Johns,  Julian,  kom bratt inn á markađ 1984 međ laufléttu alltof ofunnu reggí-lagi um pabba sinn,  "Too Late for goodbyes".  Ţetta var á skjön viđ vinnubrögđ Johns sem gengu út á hráleika.  Síđan hefur hvorki gengiđ né rekiđ hjá Julian - fremur en hjá öđrum sonum Bítlanna ađ Zak undanskildum.  Vegna frćgđar Bítlanna hafa synir ţeirra forskot á ađra í tónlistarheimi.  Ţrátt fyrir ađ ţeir séu alveg frambćrilegir tónlistarmenn ţá vantar upp á ađ tónlist ţeirra ađ heilli nógu marga til ađ skila lögum ţeirra og plötum inn á vinsćldalista. 

  Niđurstađan er sú ađ ef John og Paul hefđu ekki kynnst ţá hefđu ţeir ekki náđ árangri út fyrir Liverpool-slömmiđ.  Lykillinn ađ yfirburđum ţeirra á tónlistarsviđinu lá í samstarfi ţeirra.  Hvernig ţeir mögnuđu upp hćfileika hvors annars.

  John var spurđur út í samanburđ á Bítlunum og The Rolling Stones.  Hann svarđi eitthvađ á ţá leiđ ađ Rollingarnir vćru betri tćknilega.  Ţeir vćru skólađir.  Bítlarnir vćru amatörar.  Sjálflćrđir leikmenn.  En spjöruđu sig.  Svo bćtti hann viđ:  Ţegar heildarútgáfa á flutningi á Bítlalögum er borin saman viđ flutning annarra ţá hallar ekki á Bítlana.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur I B Guđmundsson

Á ţessum tíma var Liverpool nafli alheimsins og ţess vegna er ég "púllari"!

Sigurđur I B Guđmundsson, 18.8.2019 kl. 06:18

2 Smámynd: Jens Guđ

Sigurđur I B,  ég veit ađ margir hafa orđiđ "púllarar" vegna ađdáunar á Bítlunum.

Jens Guđ, 19.8.2019 kl. 13:16

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband