Hver er uppáhalds Bítlaplatan?

  Hér til vinstri á bloggsíðunni hef ég stillt upp nýrri skoðanakönnun.  Hún mun standa þangað til 1000 atkvæði hafa skilað sér í hús.  Reynslan hefur þó kennt að línur skýrast strax með fyrstu 100 - 200 atkvæðum.  Samt.  1000 atkvæði eru trúverðugri.

  Varast ber að taka svona skoðanakönnun of hátíðlega.  Þetta er fyrst og fremst skemmtilegur samkvæmisleikur.  Úrslitin  mæla ekki smekk þverskurðar af þjóðfélaginu.  Þau túlka einungis smekk lesenda bloggsíðunnar.  Þeir eru að uppistöðu til karlmenn komnir af léttasta skeiði og nokkrar konur á sama aldri.  

  Takið endilega þátt í könnuninni.  Spurt er um uppáhalds Bítlaplötu.  Ekki bestu Bítlaplötu.  Á þessu er munur.  Pavarotti er betri söngvari en Megas.  Megas er skemmtilegri.   

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Nú ertu aldeilis búinn að setja mig í vandræði. Á erfitt að gera upp á milli þeirra. Þarf að hugsa málið. Held að það sé Revolver en .......

Sigurður I B Guðmundsson, 4.7.2021 kl. 09:11

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég tek alveg undir með Sigurði.  Nú er ég í slæmum málum,ég á mjög erfitt með að gera upp á milli þeirra því allar hafa þær sinn "sjarma"......

Jóhann Elíasson, 4.7.2021 kl. 10:07

3 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  ég kannast við vandamálið.  Stundum spila ég eina B´þitlaplötu og þykir hún vera flottust.  Daginn eftir spila ég aðra Bítlaplötu og hún tekur hinni fram. 

Jens Guð, 4.7.2021 kl. 11:04

4 Smámynd: Jens Guð

Jóhanhn,  þetta kallast lúxus-vandamál. 

Jens Guð, 4.7.2021 kl. 11:05

5 identicon

Var að vinna á síldarplani á Seyðisfirði, hjá Óla Óskars, þegar ég heyrði fyrst Revolver. Sú plata hafði mestu áhrifin á mig og alltaf verið mín uppáhalds síðan. Hvort hún var best er önnur umræða. Læt Bítlafræðingum hana eftir.

Gunnlaugur Baldvin Ólafsson (IP-tala skráð) 4.7.2021 kl. 11:57

6 identicon

Það var í rauninni Taxman sem hreif mig fyrst og mest á éirri skífu.

Gunnlaugur Baldvin Ólafsson (IP-tala skráð) 4.7.2021 kl. 13:46

7 identicon

"á þeirri skífu" átti þetta að vera. Kann ekki að leiðrétta ef það er þá hægt á þessu bloggi.

Gunnlaugur Baldvin Ólafsson (IP-tala skráð) 4.7.2021 kl. 13:50

8 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég kýs frekar að raða tónlist Bítlanna í gæðaflokka eftir lögunum, frekar en plötunum í heild. Það eru góð lög á öllum plötunum, mismörg þó. Ef ég verð að velja einhverja plötu, þá er það Abbey Road og Revolver og White Album myndu deila öðru sætinu - get ekki gert upp á milli tveggja síðustu.

Það eru bara svo mörg góð lög á Abbey Road, Something, Maxwells Silver Hammer, Here Comes The Sun og fátt jafnast á við syrpuna á hlið B. Something er næst mest krákaða Bítlalagið, aðeins Yesterday hefur getið af sér fleiri cover. Frank Sinatra sagði það vera besta ástarlag síðustu 50 ára og gaf það út sjálfur.

Theódór Norðkvist, 4.7.2021 kl. 13:59

9 identicon

Sgt. Peppers Lonely Hearts Club Band er ekki bara mesta tímamótaverk Bítlanna, heldur er þetta meistaravek þeirra mesta tímamótaplata rokksins. 

Stefán (IP-tala skráð) 4.7.2021 kl. 14:28

10 Smámynd: Jens Guð

Gunnlaugur,  viðhorf til platna Bítlanna litast áreiðanlega af því hvernig við kynntumst þeim í samtíma.  Á mínu heimili var Sgt. Peppers fyrsta Bítlaplatqan.  Hún var spiluð svo mörg hundrað sinnum að líkja má við heilaþvott.

Jens Guð, 4.7.2021 kl. 14:37

11 Smámynd: Jens Guð

Gunnlaugur (#6),  Gunnar Salvarsson er þér sammála;  þessi sem um þessar mundir er með frábæra þáttaseríu á Rás 1,  Bítlatíminn. 

Jens Guð, 4.7.2021 kl. 14:38

12 Smámynd: Jens Guð

Theódór,  ég vissi ekki að Something væri næst mest krákaða lag Bítlanna.  Takk fyrir það.  Hinsvegar rámar mig í að Frank Sinatra hafi á hljómleikum talað um það sem besta lag Lennons.  Glottu þá margir sem vissu að þetta væri Harrison-lag.  Á einhverjum minningartónleikum um John Lennon kynnti Ray Charles tiltekið lag sem besta Lennon-lagið.  Mig minnir Hey Jude - sem er reyndar alfarið McCartney-lag.  Til gamans má geta að Lennon taldi Hey Jude vera besta og ljóðrænasta texta Pauls.  Jafnframt túlkaði Lennon textann sem að stórum hluta væri ávarp til sín (ekki bara Julians).  Til að mynda væri Paul að leggja blessun yfir samband Johns og Yoko þar sem segir:  You have found her, now go and get her. /
Remember to let her into your heart, /
Then you can start to make it better.

Jens Guð, 4.7.2021 kl. 14:52

13 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  vel mælt.  Annað mál er hvort að einhver önnur Bítlaplata sé ennþá skemmtilegri - án þess að vera jafn mikið tímamótaverk. 

Jens Guð, 4.7.2021 kl. 14:54

14 identicon

Það er rétt Jens. Hughrifin mótast ekki bara af tónlistinni heldur líka þeim tíma, því umhverfi, aldri og hugarástandi sem maður er í þegar tónlistn birtist og hvernig það fellur allt saman á sama tíma - eða ekki.

Gunnlaugur Baldvin Ólafsson (IP-tala skráð) 4.7.2021 kl. 14:58

15 identicon

Síðan líður tíminn og ég er í allt annarri tónlist núna. og eflaust fleiri. Bítlarnir þó alltaf í myndinni og minningunni og í minni mynd koma Ringó og ekki síður Harrison sífellt sterkar inn eftir að hafa skoðað þeirra flutning og lagasmíð betur.

GunnlaugurBaldvin Ólafsson (IP-tala skráð) 4.7.2021 kl. 15:06

16 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Mjög erfið en skemmtileg spurning. Rubber soul er oft sett á fóninn, hún er létt en metnaðarfull í senn. Abbey Road er líka bæði skemmtileg og metnaðarfull. Erfitt að gera upp á milli. Rubber soul gæti verið uppáhaldið, eftir það urðu Bítlarnir framúrstefnutónlistarmenn, en samt ennþá skemmtilegir. Á Rubber soul voru þeir á mörkunum, vildu þeir vera bara skemmtikraftar eða eitthvað meira?

Ingólfur Sigurðsson, 4.7.2021 kl. 15:15

17 Smámynd: Theódór Norðkvist

Jens, það er vel að verki staðið hjá okkur að vita betur en goðsagnirnar Ray Charles og Frank Sinatra, um Bítlana.cool Annars verð ég að leiðrétta, eða a.m.k. setja fyrirvara við þetta með næst mest krákaða lagið. Á Wikipedia segir:

"Something" received the Ivor Novello Award for the "Best Song Musically and Lyrically" of 1969. By the late 1970s, it had been covered by over 150 artists, making it the second-most covered Beatles composition after "Yesterday"

https://en.wikipedia.org/wiki/Something_(Beatles_song)

Sem sagt í lok áttunda áratugarins var Something í öðru sæti á eftir Yesterday, hvað eftirhermur varðar. Sú staða gæti hafa breyst að 40-45 árum liðnum síðan þá, en þetta segir samt mikið um álit tónlistarheimsins á þessu frábæra lagi eftir George Harrison.

Theódór Norðkvist, 4.7.2021 kl. 15:23

18 Smámynd: Jens Guð

Ingólfur,  takk fyrir áhugaverðar pælingar. 

Jens Guð, 4.7.2021 kl. 15:27

19 identicon

Ps. Fyrst að ég er farinn að blaðra hér á síðunni hjá heiðursmanninum Jens Guð vil ég koma eftirfarandi á framfæri: Ég skráði mig upphaflega hjá blog.is með fullu nafni (Gunnlaugur Baldvin Ólafsson)og mynd. Hins vegar bregður þannig við, eftir því hvar ég set inn athugasemdir, að ég kem ýmist fram sem Gunnlaugur kennitala skráð, án myndar; Gunnlaugur Baldvin Ólafsson kennitala skráð, án myndar; eða Gunnlaugur Baldvin Ólafsson með mynd (sömu og á facebook síðu minni). Þannig hef ég komið með athugasemdir hjá Jens Guð (og fleirum) ýmist sem Gunnlaugur eða Gunnlaugur Baldvin Ólafsson Ég kann ekki skýringu á þessu og finn ekki leið til að laga þetta. Bið Jens og aðra afsökunar á þessu. Hef engan áhuga á að koma fram undir ýmsum nöfnum eða sigla undir fölsku flaggi á nokkurn hátt.

GunnlaugurBaldvin Ólafsson (IP-tala skráð) 4.7.2021 kl. 15:29

20 Smámynd: Jens Guð

Theódór,  bestu þakkir fyrir fróðleikinn.  Ég hef sterkan grun um að Something sé enn í dag næst mest krákaða Bítlalagið. 

Jens Guð, 4.7.2021 kl. 15:30

21 Smámynd: Jens Guð

Gunnlaugur (#14),  tíðarandinn telur og sveiflar músíksmekk til og frá.  Ég hlustaði lítið sem ekkert á Bítlana frá miðjum áttunda áratug (7-unni) fram undir níunda áratuginn (8-unni).  Svo bara allt í einu fóru8 þeir að koma aftur sterkir inn um 1990 og hafa ekki yfirgefið mig síðan. 

Jens Guð, 4.7.2021 kl. 15:34

22 Smámynd: Jens Guð

Gunnlaugur (#19),  þetta er skemmtilegt tvist!

Jens Guð, 4.7.2021 kl. 15:35

23 Smámynd: Theódór Norðkvist

Vann meiri rannsóknarvinnu, eftirfarandi grein var gerð í desember í fyrra um 50 mest krákuðu lög allra tíma eftir alla höfunda, ekki bara Bítlana. Hún getur samt þjónað því hlutverki að skera úr um málið, því Bítlarnir eiga hvorki meira né minna en 21 lag af 50 á listanum! Something er í 11. sæti ef ég taldi rétt afturábak og Harrison á þrjú lög á listanum.

https://stacker.com/stories/3975/most-covered-songs-all-time

Þessi listi var búinn til með svokallaðri data mining tækni sem þýðir að önnur síða og risastór gagnagrunnur í tónlist var ryksugaður - ef svo má að orði komast - til að fá þessar tölur fram. Listinn ætti því að vera nokkuð traust heimild.

Theódór Norðkvist, 4.7.2021 kl. 15:50

24 identicon

Já, eða óskemmtilegt.

Gunnlaugur (IP-tala skráð) 4.7.2021 kl. 15:51

25 Smámynd: Theódór Norðkvist

Something er í 11. sæti ef maður tekur bara með Bítlalögin svo það sé á hreinu og í 18. sæti á heildarlistanum.

Theódór Norðkvist, 4.7.2021 kl. 15:52

26 Smámynd: Jens Guð

Theódór (#23 og #25),  góðar þakkir fyrir fróðleiksmolana. 

Jens Guð, 4.7.2021 kl. 16:31

27 Smámynd: Jens Guð

Gunnlaugur (#24),  já eða svona í bland!

Jens Guð, 4.7.2021 kl. 16:32

28 identicon

Þegar maður skoðar þennan stacker.com lista, sem Theódór Norðqist setur inn hér að ofan yfir mest coveruðu lögin, þá vekur það mikla athygli hjá mér hversu yfirburðir Paul McCartney eru afgerandi á listanum. Paul er höfundur eða aðalhöfundur að flestum mest coverðu lögunum, s.s. Yesterday nr 1 - Eleanor Rigby nr 2 - And I Love Her nr 3 - Michelle nr 5 - Blackbird nr 7 - Here, There and Everywhere nr 8 - Let It Be nr 12 - Hey Jude nr 13 - The Fool On the Hill nr. 23 - Whith a Little Help From my Friends nr 25. Vááá, ekki skrítið að Paul er lang ríkasti tónlistarmaðurinn. Annað sem vekur athygli mína á þessum lista að Eric Clapton er þar nefndur meðhöfundur kviðmágs síns George Harrison að laginu Here Comes the Sun. 

Stefán (IP-tala skráð) 4.7.2021 kl. 19:36

29 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  Yoko orðaði það þannig (frekar kuldalega) að Paul hafi verið Mosart Bítlanna (popparinn (Lennon Beethoven.(bitastæðsri).  Ekki alveg út í hött.  Samt.  Ob-La-Di og Yellow Submarine Pauls vógu þungt á móti A Day in A Life.  Paul var smellasmiður Bítlanna og John kom með dýptina.  Samt voru skýrar ekki línur.  John átti til að poppa og Paul laumaði inn dýpri lögum.  Paul hefur sagt frá að þeir tveir hafi verið gengi sem kunni svo vel á hvort annað að þegar annar sagði A þá hrött B upp úr hinum.       

Jens Guð, 4.7.2021 kl. 20:48

30 identicon

Mörg bítlalög eru reyndar tekin að láni. Hey Jude er byggt á Te Deum eftir tónskáldið John Ireland.Come Together er byggt á laginu You can´t catch me eftir Chuck Berry.Revolution á laginu Do Unto Others eftir Peo Wee Clation og Yesterday er reyndar alveg stolið. Upphaflega hét það Answer me, my love og samið af Nat King Cole.Textinn er meira að segja næstum sá sami.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 4.7.2021 kl. 21:02

31 identicon

Rolling Stone 100 greatest songwriters: nr 1 Bob Dylan nr 2 Paul McCartney nr 3 John Lennon .....

Stefan (IP-tala skráð) 4.7.2021 kl. 21:05

32 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Í sambandi við stolin lög og laglínur svipaðar eða eins sem Jósef Smári talar hér um þá er búið að semja slíkt ógrynni af lögum að erfitt er að komast hjá því að endurvinna fortíðina. Jóhann Helgason hefði reyndar átt að vinna dómsmálið um Söknuð, því búið var að rökstyðja hvar hinn höfundurinn heyrði það fyrst. En með Bítlana og hvort þeir hafi stolið lögum, það er ekki lengur hægt að segja að lög séu stolin nema það sannist fyrir rétti. Minnstu breytingar á áherzlum í söng, flutningi og laglínu geta skipt sköpum. Bítlarnir gerðu lögin sín heimsþekkt, þau urðu þjóðlög sem allir þekkja. Sá sem vinnur ómeðvitað við að breyta lagi sem hann heyrði og lagið verður vinsælt hefur eiginlega búið til nýtt lag. Allar minnstu breytingar á texta, lagi og útsetningu eru núorðið flokkaðar sem nýtt lag fyrir dómstólum, miðað við að Jóhann okkar Helgason vann ekki sitt mál, sem búið var að undirbúa vel.

Ingólfur Sigurðsson, 4.7.2021 kl. 23:40

33 identicon

Rétt hjá þér ,Ingólfur, að endurvinnslan er orð dagsins. En það kemur samt út enn í dag efni sem er ekki endurunnið. Sjálfur hef ég haft það að áhugamáli að búa til tónlist frá barnsaldri og ég varð fyrir því í byrjun að fara frjálsi hendi yfir aðrar afurðir, ómeðvitað. Þetta er algengur kvilli hjá þeim sem eru að byrja í þessu. En Bítlarnir ( og reyndar miklu fleiri) gerðu þetta meðvitað og með fullu samþykki brotaþola. Þetta voru jú hippatímar ástar og samlindis þar sem enginn átti neitt. Georg Harrison var sá eini sem lendi í dómsmáli, síðar, vegna My Sweet Lord ef mig misminnir ekki. Og tapaði.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 5.7.2021 kl. 07:08

34 Smámynd: Jens Guð

Jósef Smári (# 30),  Ingimar Eydal hélt því fram að búið væri að semja öll lög í heimi.  Þetta væri bara spurning um útsetningu.  Hann sannaði kenningu síua með skemmtilegum og óvæntum dæmum.

Jens Guð, 5.7.2021 kl. 08:23

35 Smámynd: Jens Guð

Stefán (# 31),  takk fyrir þennan fróðleik.

Jens Guð, 5.7.2021 kl. 08:24

36 Smámynd: Jens Guð

Ingólfur,  er dómsmálið með Söknuð fullreynt?

Jens Guð, 5.7.2021 kl. 08:27

37 Smámynd: Jens Guð

Jósef Smári (# 33),  Lennon þurfti að gera dómsátt vegna lagsins "Come Together".  Hann taldi sig hafa verið að heiðra Chucki Berry með því að vitna í lag hans og texta.  Chuck var upp með sér af því en aðrir sem áttu höfundarrrétt með Chuck sáu leik á borði og fóru í hart. 

Jens Guð, 5.7.2021 kl. 08:35

38 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Nei, samkvæmt fréttum frá 2020 var því vísað frá. Það er það nýjasta, held ég. Ég held að frekar hafi það verið honum í óhag.

Ingólfur Sigurðsson, 5.7.2021 kl. 13:55

39 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Sigfús Halldórs samdi lagið Dominó en svo kom nánast sama lagið út í Frakklandi og sá franski var sagður höfundur, þó það hefði verið sannað að Sigfús hefði samið það á undan þeim franska. Faðir minn samdi texta sem Brynjólfur Jóhannesson fór með þar sem sagði m.a.: Dóminó ertu frönsk eða fædd hér á landi. 

Sigurður I B Guðmundsson, 5.7.2021 kl. 17:49

40 Smámynd: Jens Guð

Ingólfur (# 38),  þetta er ójafn leikur.  Blankur Íslendingur að kljást við risastórt fyrirtæki með aðgang að miklu fjármagni og lögfræðistofum í halarófu.  Plöturisinn má ekki sýna nein veikleikamerki því að allt svoleiðis gefur fordæmi. 

Jens Guð, 5.7.2021 kl. 19:08

41 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B (# 39),  þetta er áhugaverð saga.

Jens Guð, 5.7.2021 kl. 19:29

42 identicon

Það rifjaðist upp fyrir mér einn af hinum frábæru þáttum Flugur á Rás 1 í umsjón Jónatans Garðars. Þessi Fluguþáttur er frá 25 Nóv 2019 og heitir Bítlatónlist á íslensku og ensku, þar sem Jónatan spilar Lennon/McCartney lög flutt af íslensku tónlistarfólki og flest lögin spiluð af plötum. Ég hlustaði aftur á þáttinn í gær og mundi rétt að Jónatan tók þar fram að flest öll lögin væru í raun eftir Paul, þ.e. átta og hálft á móti einu og hálfu eftir John. Ég fór líka að rifja upp og lesa bók sem ég á og heitir Beatlessongs eftir William J.Dowlding. Þar segir Norman Smith engineer bítlanna fyrstu árin og er þarna að fara yfir upphaf á plötuupptökum bítlanna ,, It was nearly always Paul who was the musical director as early as this. Obviosuly John would have quite a lot to say, but overall it was always Paul who was the guv nor. Which is fair, because he was the natural musician, and even at the stage the natural producer. On this sessions Paul was trying to figure out everything we were doing with the controls ,,. Paul er tvítugur þarna við fyrstu plötuupptökur Bítlanna, en átti svo eftir að taka yfir sem sjálfskipaður manager eftir fráfall Brian Epstain í Ágúst 1967. Líklega var Paul alltaf ofvirkur, en líka eins og Norman segir þarna, natural musician ,,. Þessi ofvirkni Pau kom líka aftan að honum á sólóferlinum sem lengst af gaf af sér gífurlegar vinsældir, því að þar var enginn John til að stíga á bremsur og peppa Paul upp til meiri vandvirkni við tón og textasmíðar. Hæfileikar Paul voru alltaf til staðar, en það hefði mátt gera betur við kanski 50 % af lögunum á sólóferlinum eða þá að sleppa því að setja þau á plötur. Þannig var það líka hjá John, að eftir tvær fyrstu sólóplöturnar einhvernveginn fjaraði snilldin út og hvað sólóferil George Harrison, þá átti hann uppsafnaðan lagabunka þegar kom að sólóferli kom og því varð All Things Must Pass frábær plötutvenna, en allt eftir það hljómar ekki vel í mínum eyrum. Sorry Gunnar Salvars ef þú lest þetta, en takk í leiðinni fyrir alla frábæru bítla / bítlatímabils þættina á Rás 1. 

Stefán (IP-tala skráð) 6.7.2021 kl. 13:23

43 Smámynd: Jens Guð

Stefán (# 42),  takk fyrir fróðleikinn.

Jens Guð, 6.7.2021 kl. 18:16

44 Smámynd: Jens Guð

Stefán (# 42),  til að allt sé á hreinu:  Kunningi minn las út úr texta þínum að Paul hafi verið ráðandi lagahöfundur Bítlanna.  Hið rétta er að þú vísar til Bítlalaga sem Íslendingar hafa sungið.  Þar eru lög Pauls ráðandi.  Mjög svo.  Hinsvegar samdi John flest Bítlalög (munar samt ekki miklu á þeim Paul).  Sum þeirra eru og voru ekki tæk til endurflutning annarra,  svo sem "Revolution Number 9" og "A Day in a Live"

Jens Guð, 10.7.2021 kl. 21:54

45 identicon

John kom stundum inn i textagerð i logum hja Paul sem var gott, sem gerir það að verkum að i heild a hann orlitið meira. John a mun meira a plotunum A Hard Days Night og Help, en a moti a Paul meira a plotunum Sgt Peppers ... og Let It Be.

Stefan (IP-tala skráð) 11.7.2021 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband