Kennari brýtur stóla og borð

  Mest lesna fréttin á www.dv.is í gær fjallaði um vanstilltan kennara sem braut stóla og borð.  Það fylgdi ekki fréttinni hvaða fag maðurinn kennir.  Deginum ljósara er að það er ekki íslenska,  háttvísi né prúðmennska.  Meðal þess sem kemur fram í fréttinni er eftirfarandi:   

 BRJÁLAÐUR ÚT Í JENS GUÐ

 Helgi Helgason, kennari og umsjónarmaður heimasíðu Frjálslynda flokksins, sendi út tölvupóst til trúnaðaramanna Frjálsynda flokksins þar sem hann lýsti ofsafenginni reiði sinni í garð DV-bloggarans Jens Guð sem upplýsti að Helgi hefði í nokkrum tilvikum dúkkað uppi á athugasemdakerfi bloggara undir fölskum nöfnum.


,,Ég er hér heima að brjóta stóla og borð. Hafið þið séð bloggið hjá jens guð?
ÉG hef ALDREI læðst með veggjum með mínar skoðanir frekar en Jón Magússon eða Kristinn H. Gunnarsson. Jón! Ég ætla þér ekki að vera hinn versti maður, hvað þá að ég ætli að þú hafir vélað JensGuð í þessa færslu. En ég er ofsalega reiður út í þig Jón! Ég ætla að standa með Kristni hverngi sem fer,við Kristinn erum ekki sammála um hin ýmsu mál! En munurinn á honum og yður herra Jón lögfræðingur er sá að Kristinn er HEIÐARLEGUR. Þú ert óheiðarlegur.
sign. Helgi Helgason."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Hlustaði á skemmtilegt viðtal við ykkur Sigga Lee hjá Markúsi í morgun.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 1.10.2008 kl. 14:48

2 identicon

Þú hefur gaman af að velta þér upp úr þessu. Hvílík stjörnublaðamennska.

Varla eru þetta einu "fréttirnar" sem þér dettur í hug að segja.

Vita allir í miðstjórn Frjálslyndaflokksins að þar er að finna skrautlegann hóp eins og síbrotamann sem lætur Árna Johnsen líta út eins og kórdreng?

Eru allir tilbúnir til að líta framhjá gömlum syndum ef allir eru sammála um að henda útlendingum úr landi og þá væntanlega konum einhverra ykkar þar með?

Það held ég að það verði aldeilis vinnufriður núna. Ég tala nú ekki um ef Kristinn nennir ekki að vera í svona þjóðernisflokki. Ekki dettur mér í hug nein rök til að fá hann til að vera áfram.

Óþekkti sendiboðinn (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 15:02

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Mikill stuðbolti hann "óþekkti" hérna að ofan, nema hvað að ég hlustaði ekki á skemmtilegt viðtal við þig og Sigga Lee í morgun.

Hins vegar hlusta ég alltaf eftir skóhljóðinu þínu Jens, sem berst svo ómþýtt landshorna á milli, en hef ekki getað heyrt í Jóni Magnússyni hingað til alla vega, tipla með þér í takt!

Magnús Geir Guðmundsson, 1.10.2008 kl. 15:12

4 Smámynd: Vilberg Helgason

Spurning hvort þú þurfir ekki að sjóða eitthvað gott gerfigrasaseyði handa kennaranum svo hann læri að hafa stjórn á skapi sínu.... Spurning hvort að einhverjar jurtir til slíkra meðferða sé að finna í gerfigrasaflórunni á Íslandi.

Þó ég sé nú ekki atvinnu spunameistari eða PR eins og það kallast í útlöndum þá fer nú ekki framhjá mér að Kennarinn hefur alveg einstakt lag við að koma ílla út úr öllu sem hann hefur sagt og skrifað í fjölmiðlum og á netinu síðan það slettist eitthvað upp á milli ykkar. Spurning hvort hann ætti að fá Eggert Skúlason til að rétta sinn hlut í þessu máli. Eggert gæti þá gerst talsmaður þeirra allra sem voru saman sem einn að brjóta borð og stóla heima hjá þeim öllum.

Vilberg Helgason, 1.10.2008 kl. 15:39

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég prísa mig sælann að vera hvorki stóll eða borð heima hjá þessum skapofsamanni. Ef ég væri í hans  Já, þið voruð flottir í útvarpinu félagarnir.

Sigurður Þórðarson, 1.10.2008 kl. 15:40

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þarna átti að standa: Ef ég væri í hans sporum fengi ég mér stál- eða plasthúsgögn.

Sigurður Þórðarson, 1.10.2008 kl. 15:56

7 Smámynd: Dunni

Það má vel vera að kennarinn sé bara smíðakennari sem hafi hugsað sér að lappa eitthvað upp á húsgögnin sín og byrjað á því að sparka af þeim helstu agnúana.  Hver veit?

Annars renndi ég lauslega yfir þetta blogg hans Helga.  Finnst það hvorki fugl né fiskur en myndi ekki vilja láta hann sjá um heimasíðu flokksins míns

Dunni, 1.10.2008 kl. 16:11

8 Smámynd: Ómar Ingi

Grátbroslegt

Ómar Ingi, 1.10.2008 kl. 18:05

9 identicon

Ég bíð bara spenntur eftir því að sjá hvað allir hinir persónuleikarnir hans  taka  upp á.

Daníel (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 19:03

10 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Mér bara krossbrá þegar ég las fyrirsögnina hjá þér, hélt að kennari hefði sleppt sér svona í kennslustund.

Helga Magnúsdóttir, 1.10.2008 kl. 22:06

11 Smámynd: Jens Guð

  Helga Guðrún,  takk fyrir það.  Ég heyrði líka skemmtilegt viðtal við þig hjá Stormskerinu á Útvarpi Sögu í dag. 

  Óþekk(t)i sendiboðinn,  þetta var eina umfjöllunin sem ég fann um mig í netmiðlum í dag.  Það var eitthvað í útvarpinu og sjónvarpinu en ég næ ekki að endurprenta það. 

  Ég fullyrði að þú farir með rangt mál er þú segir einhvern í miðstjórn FF hafa að baki brotaferil sem lætur Árna Johnsen líta út eins og kórdreng.  Ég tel mig vita hvað þú átt við og undirstrika þess vegna mína fullyrðingu. 

  Það hefur enginn í FF talað um að henda öllum útlendingum úr landi eða neitt í þá átt.  Afstaðan til Kristins og afstaða Kristins til FF snýst ekkert um viðhorf hans til tiltekinni málaflokka. 

  Magnús Geir,  viðtalið í morgun snérist að mestu um músík:  Gamla rokkið,  kántrý og Johnny Cash.  

  Vilberg,  ég er ekki viss um að jurtaseyði dugi.  Vandamálið er stærra en svo. 

  Siggi,  gott að heyra að viðtalið hjá Markúsi tókst vel.  Hann er reyndar svo góður spyrill að það er erfitt að klúðra viðtali hjá honum.

  Dunni,  heimasíðan er búin að vera í klúðri frá því Kristinn fékk yfirráð yfir leyniorði hennar. 

  Ómar,  ég verð að taka undir það.

  Daníel,  það verður gestaþraut.

  Sigurður Helgi,  góð tilgáta.  Þó held ég að HH myndi ekki skrifa Frjálslynda flokkinn í einu orði né tvö n í skrautlegan,  - Nema hann væri klár í að villa um.  Ég held að hann sé það ekki. 

Jens Guð, 1.10.2008 kl. 22:31

12 Smámynd: Jens Guð

  Helga,  hehehe!  Kennarar taka upp á ýmsu utan kennslustofunnar.

Jens Guð, 1.10.2008 kl. 22:50

13 Smámynd: Árni Gunnarsson

Jens: Þá er ég ekki mannþekkjari ef þenna sendiboða langar ekki svolítið að ganga til liðs við okkur þó hann fari svolítið óvenjulegar leiðir. Mér sýnist þetta vera skarpur náungi og með gott pólitískt nef. Auk þess er hann greinilega drjúgur mannþekkjari og veit sínu viti. Vafalaust hinn besti drengur. En eins og stundum var sagt um hlédræga menn; seintekinn.

En þetta með hann Helga á síðunni. Ætli það sé engin von til að hann fáist til að hætta við að hætta ef einhver fengist í að reyna að tala manninn til? Mér kemur þá helst í hug Eiríkur okkar Stefánsson.

Árni Gunnarsson, 1.10.2008 kl. 23:41

14 Smámynd: Jens Guð

  Árni minn,  fyrirgefðu að mér varð á að skella upp úr við lestur á tillögunni um að Eiríkur væri settur í það hlutverk að tala manninn til.  Eiríkur tók mig í kennslustund í afmæli Stormskersins.  Las mér pistilinn með tveimur hrútshornum.  Taldi ég þó að óreyndu að við værum ekki ósammála um annað en ESB.  Mér varð hugsað:  "Það er þó alltaf gott að heyra fólk tjá sig á ómengaðri íslensku."

  Eiríkur er frábær.

Jens Guð, 2.10.2008 kl. 00:01

15 Smámynd: Skattborgari

Þessi maður þarf að leita til geðlæknis eða leggjast inn á geðdeild. Vonum að hann fari úr flokknum áður en hann veldur meiri skaða.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 2.10.2008 kl. 00:29

16 Smámynd: Jens Guð

  Skattborgari,  hann þarf hjálp hvaðan sem hún kemur.  Á www.rannveigh.blog.is hélt hann frammi þeirri kenningu að ég og Rannveig Höskuldsdóttir hefðum tekið við í rúmi hans á Vogi.

  Rannveig bragðar ekki áfengi og ég hef aldrei farið í áfengismeðferð.  Samt þykir mér bjór góður en drekk ekki vín.

  Sigurður Helgi,  hvert getum við þá sent hann?  Þá á ég við í fullri vinsemd. 

Jens Guð, 2.10.2008 kl. 01:45

17 Smámynd: Skattborgari

Hehe á svona hluti benda aðeins þeir sem eiga ervitt. Margir alkar sem eru búnir að drekka allt frá sér eru aðalega í bjórnum.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 2.10.2008 kl. 02:00

18 Smámynd: Jens Guð

  Skattborgari,  ég hef aldrei þurft að pæla í kostum eða ókostum þess að drekka bjór.  Hann er alltaf jafn góður - sé hann þokkalega kældur.  Ég þekki ekki til afvötnunar á Vogi.  Þannig að ég hef aldrei vermt rúm Helga þar.  Ég vona bara að hann hafi það hið besta þar.  Mér skilst að maturinn sé góður á Vogi.

Jens Guð, 2.10.2008 kl. 02:21

19 identicon

Ég braut líka stóla þegar ég reyndi að setjast á þá, en það var alveg óvart. Þessi kennari var þá ekki að gera það óvart?

Brúnkolla (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 11:26

20 identicon

Farðu nú að finna þér þitt eigið líf Jens Guð. áður en það verður of seint.

Auðunn Atli (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 15:58

21 Smámynd: Halla Rut

Er Jens að lifa lífi einhvers annars?

Er það hægt?

Pant vera Paris Hillton.

Hvar skrái ég mig?

Halla Rut , 2.10.2008 kl. 23:26

22 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Halla

Sigurður Þórðarson, 3.10.2008 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.