Þannig lítur heimur konunnar út

  Mér er sagt að heimur kvenna þar sem karlar koma hvergi við sögu sé um margt frábrugðinn þeim heimi sem karlmenn koma við sögu.  Ég hef enga ástæðu til að rengja þessa fullyrðingu.  Enda hef ég komist yfir ljósmyndir sem virðast staðfesta þetta:

konur10konur9konur8konur6konur1konur2konur3konur4  konur7

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Damnh

Ómar Ingi, 26.10.2008 kl. 23:48

2 Smámynd: Einar G. Harðarson

Ómetanlegar.

Einar G. Harðarson, 26.10.2008 kl. 23:51

3 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þarna eru bara hinir þörfustu hlutir. Ertu með umboð?

Helga Magnúsdóttir, 27.10.2008 kl. 00:00

4 Smámynd: Skattborgari

Ég held að mannkynið myndi deyja út ef heimurinn væri svona en það er bara gott mál enda erum við grimmasta dýr jarðarinnar.

Kær kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 27.10.2008 kl. 00:02

5 Smámynd: Anna Guðný

Er sammála Helgu, heldurðu að  umboðið sé á lausu?

Takka annars fyrir að skilja eftir kveðju hjá unglingnum mínum

Anna Guðný , 27.10.2008 kl. 00:07

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 27.10.2008 kl. 00:44

7 Smámynd: Jens Guð

  Ómar og Einar,  takk fyrir innlitið.

  Helga,  það vill reyndar svo til að ég er með heildsölu og umboð fyrir allrahanda snyrtivörur sem konur hamstra.  Ég er ekki að grínast.  Það er með ólíkum kindum hvað konur kaupa mikið af snyrtivörum.

  Skattborgari,  er þetta ekki einmitt það sem heldur heiminum á floti?

  Anna Guðný,  mér þótti við hæfi að bjóða stelpuna velkomna í bloggheim.  Það skiptir máli fyrir unga og efnilega bloggara að fá í startholunum viðbrögð við blogginu sínu.

  Jóna,  takk fyrir innlitið.

Jens Guð, 27.10.2008 kl. 01:01

8 Smámynd: Skattborgari

Nei það eru karlmenn sem gera það en konunar eyða bara pening og búa til börn.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 27.10.2008 kl. 01:32

9 identicon

Ótrúlegt hvað konur og fólk yfirhöfuð getur verið blint á "grín" á borð við þetta sem er í rauninni ekkert annað en dulbúinn áróður og andstyggilegheit. Er ég sú eina sem finnst það niðrandi að gefið sé í skyn að ég sé stórhættulegur ökumaður (farði á stýrinu, bylgjaður vegur), hégómaagjarn heimskingi (háhælaðir gönguskór, blóm í pissuskál) sem lifir fullkomlega innantómu lífi (klukkan með "dagskránni") og ætti í rauninni að hafa stöðu sambærilega fötluðum (bílastæðin)? Og hvað yrði sagt ef Jens hefði verið með "grín og glens" þar sem t.d. svertingjar væru sýndir í svipuðu samhengi með sambærilegum klisjum? Það er því miður heldur fyrirsjáanlegt hvernig fólk kemur til með að svara gagnrýni sem þessari; sumsé með ásökunum um að leiðindapakk eins og ég vilji eyðileggja allan húmor með pólitískri rétthugsun. Slíkar ásakanir eru hins vegar lítið annað en einfeldningsleg afneitun á augljósum staðreyndum. Það er líka skondið að sumt fólk skuli halda því fram að feminisminn hafi náð öllum markmiðum sínum þegar fólk eins og Skattborgari vaða uppi með sitt kjaftæði án þess að nokkuð sé sagt við því.

Dóra Björk Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 07:25

10 Smámynd: Yngvi Högnason

 "Konur og fólk" ?

Yngvi Högnason, 27.10.2008 kl. 10:12

11 identicon

Ég hef oft séð konur vera mála sig undir stýri, og líka út að labba í háhæluðum skóm svo þetta er nú bara eðlilegt að gera grín að því. Eins og því að karmenn geti ekki gert nema eitt í einu,  þekki t.d einn sem ekki getur haft kveikt á útvarpinu ef hann er að keyra í ófærð, því það er svo truflandi         Og Skatti,  karlar búa líka til börn, þið setjið í ofnin og við bökum  .

Mér hafði hins vegar ekki dottið í hug að planta blómum í pissuskálina, hugsa ég geri það bara,  því þið  karlar hittið aldrei  í  hana  hvort  eð er.

(IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 11:05

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Þannig lítur heimur konunnar út."

Hvaða kona er þetta?

Þorsteinn Briem, 27.10.2008 kl. 12:02

13 identicon

Mig langar í sumt af þessu sko!!

Guðrún Hulda (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 13:07

14 Smámynd: Kreppa Alkadóttir.

Þetta er niðrandi færsla en kemur svo sem ekki á óvart komandi frá þér, mín stundaskrá er ekkert í líkingu við þá sem á klukkunni er, né heldur er ég lélegur bílstjóri er mikið betri en margur kallinn og ég hef oftar en einu sinni komist að því að ég er mikið betri en þið karlmenn að leggja í stæði enda þarf ekki annað en að parkera í kringlunni einn daginn og fylgjast með hvernig menn leggja bílum sínum og þá sannast það óumflýjanlega.

Eins mála ég mig aldrei undir stýri ekkert frekar en þið rakið ykkur undir stýri.

Stereótýpurugl sem á ekki við raunveruleikann að styðjast en það sést glögglega hvað konur er enn blindar á hvað svona málflutningur er skemmandi fyrir okkur konur þegar þær flykkjast hingað inn og tísta af hlátri til að þóknast karlpeningnum hérna inni.

Kreppa Alkadóttir., 27.10.2008 kl. 13:30

15 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Má ég! Heimur kvenna þar sem karlar koma við sögu.dæmi auglýsing:"Eiginmenn,kaupið rautt eðalgingseng handa eiginkonunni,það margborgar sig"  Afhverju?

Helga Kristjánsdóttir, 27.10.2008 kl. 14:21

16 Smámynd: Rannveig H

Ja hérna ég tísti ekki einu sinni.    Mér varð það á að skellihlæja

Rannveig H, 27.10.2008 kl. 14:39

17 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Á meðan fólk tekur þetta ekki alvarlega og áttar sig á því að þetta er bara grín um staðalímyndir þá er þetta í lagi ... mér finnst svonalagað yfirleitt aldrei fyndið, og heldur ekki brandarar um að karlar á jeppum séu með lítil typpi .. eða þeir séu allir heimskir, drykkfelldir, pungklórandi fótboltabullur sem geta bara hugsað um eitt í einu milli þess sem þeir hugsa um kynlíf. Mér stökk t.d. ekki bros þegar ég sá Hellisbúann í gamla daga, fannst þetta klisjur og staðalímyndir ... hélt að ég væri bara nöldurskjóða þangað til karlkynssessunautur minn byrjaði að tala um þetta sama.

Jens, þú ert samt snillingur!

Guðríður Haraldsdóttir, 27.10.2008 kl. 14:57

18 identicon

Þarna hittir þú naglann á höfuðið. (Ekki benda á mig, nótar ekki andlitsmálningu eða háhlaða skó. )

heidistrand (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 16:14

19 Smámynd: Sævar Einarsson

RÍFANDI SNILLD ! SEGI ÞAÐ OG SKRIFA ÞAÐ, SGNILLD!

— ICELAND'S MOST WANTED —

GORDON BROWN
Wanted, alive and preferably in working order - for treason and severe plotting against the innocent Icelandic nation. Also wanted for sheep theft, tekið héðan  en myndin er ekki sú sama.

Er að skipuleggja aðgerðina "Víkingur Delta 2" "Operation Viking Delta 2"  Endilega ef þú getur að aðstoða mig með því að smella á linkinn hér fyrir ofan og tilgreina í hvaða hryðjuverkastétt þú ert í, með fyrirfram þökk. Sævarinn hryðjuverkaatvinnulausi.

 

Sævar Einarsson, 27.10.2008 kl. 17:17

20 Smámynd: Skattborgari

Dóra Það hafa allir rétt á því að koma sinni skoðun á framfæri þó að maður þoli ekki skoðanir sumra sem eru mjög öfgakenndir. Ég er mjög hissa á því að hafa ekki fengið þessa femínista kellingar yfir mig kolvitlausar fyrir löngu eins og þegar ég mælti með því að vændi yrði lögleitt á skemmtistöðum.

Sigurlaug. Það er rétt þarf sæði okkar til að frjóvga eggin ykkar þannig að við eigum þátt í að búa þau til.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 27.10.2008 kl. 20:12

21 identicon

Gurrí: Heyr heyr! Það leiðinlega er að stór hluti þjóðarinnar skilur tæplega hugtök á borð við staðalímyndir og tekur svona Hellisbúa rugli sem heilögum sannleik. 

Skattborgari: Ég sagði aldrei að þú mættir ekki koma skoðunum þínum á framfæri; þér er frjálst að þvaðra eins mikið og þú vilt þar sem orð þín dæma sig hvort sem er sjálf. Það vekur hins vegar athygli mína að yfirvöld hér á moggablogginu skuli ekki taka harðar á þér þar sem þú kæmist aldrei upp með að tala um aðra hópa, t.d. svertingja á sama hátt og þú rakka niður kvenfólk og "femínista kellingar". En þú þarft víst ekki að hafa áhyggjur þar sem Frú Blekpenni ku taka fúslega við skríbentum eins og þér á síðunni sinni sem er á hraðri leið með að taka við af huga og barnalandi sem sorphaugur íslensks netsamfélags. 

Dóra Björk Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 20:40

22 Smámynd: Silfurhöndin

Hahahahahah, frábært. Ekii er nú heldur leiðinlegt að lesa kommentin.

Silfurhöndin, 27.10.2008 kl. 20:43

23 Smámynd: Skattborgari

Dóra. Það versta sem er hægt að gera er að loka á aðila sem eru öfgafullir því að það er á því sem að félag nýnasista lifir á í útlöndum. Fólk sem má ekki tala um ákveðin málefni verður mun rótækara og á til að stofna rótæk samtök. Oft á tíðum eru það allra verstu og örgafyllstu aðilanir sem taka yfir þess vegna er nauðsýnlegt að hafa alla umræðu upp á borðinu sama hversu hættuleg manni þykir hún vera. Það á að leyfa öllum að tjá sig um allt því að allir hafa eitthvað til sín máls.

Tökumn hana Sóley sem er öfgafeministi sem bannar öllum að tjá sig því að hún getur ekki rökstutt sitt mál. Ég er með athugasemdakervið hjá mér 100% opið og leyfi öllu að standa þó að mér líki það ekki.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 27.10.2008 kl. 21:10

24 identicon

Ég mundi nú telja að hún Sóley blessunin hafi lokað á athugasemdir þar sem hún var orðin þreytt á hótunum og skítkasti, án þess að ég viti neitt um það

Það má alveg færa rök fyrir því að öfgafullar skoðanir fái byr undir báða vængi þegar þaggað er niður í þeim. Það breytir því samt ekki að Mogginn hefur fullan rétt á að fjarlægja texta sem brýtur í bága við reglur vefsvæðisins í nafni almenns velsæmis. Ég ætla hins vegar ekki að sökkva niður á það level að færa rök gegn fullyrðingum á borð við að karlar haldi heiminum gangandi á meðan konur "eyða bara pening og búa til börn". Mér sárnar einfaldlega svona kjaftæði.

Dóra Björk Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 22:12

25 Smámynd: Jens Guð

  Dóra Björk,  þetta er að hluta rétt hjá þér.  Spurningin er bara hversu langt á að ganga í pólitískri rétthugsun á kostnað grínsins.  Einn fullorðinn frændi minn er mikill "prófessor" (Ath:  Ég er ekki með útpældan áróður gegn prófessorum).  Þegar hann heyrir brandara eru hans fyrstu viðbrögð að velta fyrir sér hvort hitt eða þetta í brandaranum stenst tæknilega.  Sem það gerir sjaldnast og frænda er ekki hlátur í huga.  Hann horfir heldur ekki á grínþætti í sjónvarpinu.  Það er svo margt í þeim sem stenst ekki raunveruleikann og frændi bara pirrast.

  Í nýlegum færslum hef ég gantast með auðmenn,  eldri borgara,  atvinnulausa,  Sjálfstæðisflokkinn,  Bónusfeðga,  bindindismenn,  blinda,  verðbréfasala og marga marga fleiri.  Fólk er ekkert að taka það nærri sér.  Og á ekki að gera það.  Þetta er allt til gamans gert,  kæruleysislega og bara bull út og suður.

  Ingvi,  hvað áttu við?

  Sigurlaug Guðrún,  þó að margar konur keyri óaðfinnanlega þá ætla ég að flestir þekki konur sem eru ótrúlega klaufalegir bílstjórar.  Það þarf ekkert að kryfja til mergjar að þær konur séu einfaldlega óvanar að keyra og leggja í stæði.  Svona bara er það og allt í lagi að brosa að því.

  Ég ætla að allir þekki líka konur sem mála sig undir stýri.  Og vel á minnst,  margir karlar munda rakvélina undir stýri á morgnana.  Munurinn er sá að þeir þurfa ekki á spegli að halda við það.

  Ég vann eitt sinn með konu sem varði heilum klukkutíma á hverjum morgni í að farða sig.  Þetta er satt.  Það kom fyrir að hún svaf yfir sig og þá fór fyrsti klukkutími vinnunar í förðunina.  Það er allt í lagi að brosa að því.

  Tökum tilveruna ekki svakalega hátíðlega.  Það skemmir.

  Steini,  ég hef grun um að hún heiti Bjarnfreður.  Tek þó ekki ábyrgð á því.  

  Guðrún Huld,  þú ert ekki ein um það.

Jens Guð, 27.10.2008 kl. 22:37

26 Smámynd: Jens Guð

  Kreppa Alkadóttir, þó að þú sért eflaust góður bílstjóri og farðir þig ekki undir stýri þá breytir það engu um að sumt annað fólk kann ekki að leggja í stæði og farðar sig undir stýri. 

  Það að þú sért betri bílstjóri en margir karlar segir það eitt að sumir karlar eru lélegir bílstjórar.  Áttu þá við að konur séu góðir bílstjórar en karlar ekki.  Hver er þá steríótýpan?  Eða að þín stundarskrá rímar ekki við klukkuna á myndinni.  Ert þú þá steríótýpan sem er góður kvenbílstjóri og ferð eftir annarri stundarskrá?  Er steríótýpan ekki til?  Er hún bara til í huga fólks?  Kannski.  En af hverju?  Vegna svona grínmynda?  Hvernig varð þessi steríótýpa til?  Án tilvísunar í raunveruleikann?  Kannski.  En hvers vegna?

  Helga,  tilvitnun þín í auglýsinguna um Rautt Eðal Ginseng er rétt.  En hefur þú tekið eftir því að í annarri auglýsingu um Rautt Eðal Ginseng segir:  "Eiginkonur,  kaupið Rautt Eðal Ginseng handa eiginmanninum.  Það margborgar sig."?

  Fyrir nokkrum árum auglýsti útvarpsstöðin X-ið:  "X-ið fyrir konur sem kyngja."  Og einnig "X-ið fyrir karla sem kyngja."   Það var mjög mikið kvartað undan fyrri auglýsingunni en enginn minnstist á þá seinni.  Báðar samt jafn kjánalegar.

  Rannveig,  þú ert húmoristi.

Jens Guð, 27.10.2008 kl. 22:56

27 Smámynd: Jens Guð

  Gurrí,  þú ert flottust!

  Heidi,  þú ert líka flott!

  Sævarinn,  ég þarf að kíkja á þetta og skrá mig.

  Silfurhöndin,  það eru kommentin sem gefa færslunni gildi.

  Skattborgari og Dóra Björk,  Sólveig Tómasdóttir er frábær.  Ég hef fylgst með bloggi hennar frá upphafi.  Gusurnar sem hún fékk yfir sig í athugasemdakerfinu frá nafnleysingjum voru slíkar að það kom ekki á óvart að hún lokaði fyrir dæmið.  Fólk getur enn sem áður tjáð sig um hennar færslur á sínu bloggi

Jens Guð, 27.10.2008 kl. 23:07

28 Smámynd: Skattborgari

Dóra mér sárnar ekkert þegar að það er talað svona um karlmenn og finnst það bara allt í lagi þegar það er skrifað niðrandi um karlmenn. Ef mér ofbýður skrif hjá einhverjum þá les ég það ekki eða svara manneskjunni fullum hálsi og hún mér og þannig á að gera þetta en ekki þagga málin niður þó að sumir séu viðkvæmir.

PS þú hefur sennilega áhuga á að kjósa í nýjustu skoðanakönnunni hjá mér.

Jens. Það er hægt að loka á þá sem eru ekki skráðir inn. Svo ef ákveðinn aðili er með skítkast þá er bara hægt að banna hann.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 27.10.2008 kl. 23:32

29 Smámynd: Jens Guð

  Skattborgari,  það er bara hægt að loka á innskráða bloggara.  Ekki nafnleysinga með IP tölu.  Held ég.  Eða hef ég rangt fyrir mér?  Ég veit ekkert um þetta kerfi.  En ég vind mér í að kjósa hjá þér.    

Jens Guð, 28.10.2008 kl. 00:06

30 Smámynd: Skattborgari

jens þú getur lokað á alla sem eru ekki með bloggsíðu svo geturðu líka haft það þannig að aðeins ákveðnir notendur geti komenntað hjá þér. Það er svo hægt að loka á ákveðna bloggara ef þú telur ástæðu til að gera það á annað borð. Þitt er valið. Þannig að það er hægt að loka á þá sem eru dónalegir og leyft öllum öðrum að tjá sig ef viljinn er fyrir hendi en sumir eins og hún Sóley virðast ekki treysta sér til að svara þeim sem eru með aðrar skoðanir.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 28.10.2008 kl. 00:36

31 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæll!Hef ekki heyrt seinni auglýsinguna sem þú nefnir,en þetta var innlegg hjá mér í grínið.Finnst afar gaman að þessu.Bretar auglýstu á sælgætisverslunum "cry baby cry make mother buy",fannst það í meira lagi skrýtið í den. Les allltaf pistlana þína, grín særir mig aldrei,takk fyrir.

Helga Kristjánsdóttir, 28.10.2008 kl. 00:58

32 Smámynd: Jens Guð

  Skattborgari,  takk fyrir þessar upplýsingar.  Ég hef ekki séð ástæðu til að kynna mér þetta útilokunardæmi.  Hér mega allir ausa yfir mig hverju sem er.  Ég varð reyndar var við hjá Stefáni Fr. að hann þarf að samþykkja athugasemdir áður en þær birtast.  Ég veit ekki af hverju Sóley er ekki með þá uppskrift.  Kannski veit hún ekki af þeim möguleika.  Sjálfur kann ég ekkert á svona síur og hefði kannski farið að dæmi Sóleyjar ef mér væri ekki nákvæmlega sama um hvaða dónaskap er hent í mig. 

  Ég fylgdist með "kommentunum" sem Sóley fékk og sum voru svo ógeðfelld - frá nafnleysingjum - að ég votta henni skilningi á því að hafa lokað fyrir athugasemdakerfið.  Þar fyrir utan:  Hún er dáldið sæt með nýju hárgreiðsluna.

  Þar fyrir utan - almennt talað - þykir mér lélegt af fólki með sterkar skoðanir að bjóða ekki upp á umræðu.  Fyrir minn hatt er umræðan skemmtilegri en bloggfærslurnar.

  Helga,  ef mínar heimildir eru réttar voru báðar auglýsingarnar frá Rauðu Eðal Ginsengi keyrðar jafnt framan af.  Fljótlega kom í ljós að auglýsingarnar sem ávörpuðu karlana skiluðu mun öflugri sölu.  Þær eru þess vegna keyrðar mun oftar í dag.   Svona er þetta.  Markaðurinn ræður burt séð frá pólitískri rétthugsun.  Við getum haft skoðun á málinu en það þarf meira til en okkar viðhorf til að breyta raunveruleikanum.

Jens Guð, 28.10.2008 kl. 02:08

33 Smámynd: Skattborgari

Mér finnst sjálfum miklu skemmtilegra að fá viðbrögð við færslunum sem ég skrifa og svara þeim heldur en að skrifa þær og hef mjög gaman af að kommenta hjá öðrum. Þetta á sérstaklega við þegar að það koma fjörugar umræður upp.

Ég er með mjög sterkar og óvenjulegar skoðanir og ég veit að það er margt fólk sem er ekki ánægt með sumar færslunar hjá mér og það fólk getur kommentað eins og það vill og gerir það stundum sem er bara gott mál.

Kær kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 28.10.2008 kl. 02:16

34 identicon

Jökull Logi Arnarsson (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 22:58

35 Smámynd: Skattborgari

Jökull hvar get ég fengið mér svona bol? Það væri enn betra ef hann væri á Íslensku.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 28.10.2008 kl. 23:02

36 identicon

Haha, við vorum nokkrir (tja, allir á myndinni) sem fórum í bolabúð rétt hjá Ráðhústorginu í Köben og keyptum þetta á tímabili þar sem danskir femínistar voru e-ð að mótmæla, að mér sýndist.

Haha, því miður er ekki meiri hjálp í mér.

Jökull Logi Arnarsson (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 23:21

37 Smámynd: kiza

Það er oft gaman að greina hluti, en það er líka gaman að hlæja að fáránleika tilveru okkur.  Spursmál um að finna jafnvægið á milli.  Ekkert er yfir gagnrýni hafið, og alveg óþarfi að skjóta niður fyrstu rödd sem mótmælir svona húmor.

Persónulega spyr ég sjálfa mig oft að því hvort konur séu í raun og veru (samkvæmt stöðluðum könnunum) svona hræðilegir bílstjórar yfirhöfuð, eða hvort óöryggi sumra kvenna í umferðinni stafi hugsanlega af því að það sé stanslaust hamrað á því að KONUR (yfir höfuð) séu ömurlegir bílstjórar, og að við tökum því sem staðreynd, og förum þá að haga okkur eftir því..? Hummmmm.

Á móti má koma með hina staðalímyndina, sem er að KARLAR GETA EKKI SPURT TIL VEGAR-dæmið.  Þekki þónokkur dæmi af því, og enn önnur sem afsanna það.  Svo eiga bæði kynin það til að éta pulsur eða reykja/blaðra í síma undir stýri.
  Hinsvegar eru persónulegar dæmisögur ekki staðreyndir, og við þurfum að vara okkur á að taka þeim ekki þannig.

Í ÞRIÐJA LAGI, þá er heldur ekki hægt að setja alla feminista undir sama væng.  Hér á Fróni hefur aðallega heyrst í vinstri-sinnuðum róttækum feministum;  kæmi það einhverjum hér á óvart að heyra að það eru t.d. til fullt af feministum úti í hinum stóra heimi sem vilja lögleiða vændi, sem og veita þeim sem vinna innan "kynlífsiðnaðsins" eðlileg mannréttindi og eigin rödd í fjölmiðlum...?
Ótrúlega pirrandi stundum hvað margir hér á blogginu virðast hafa einskorðaða mynd af feministum

-Jóna.
(sem málar sig stundum og stundum ekki og kann að keyra bíl en kýs að gera það ekki )

kiza, 30.10.2008 kl. 00:15

38 Smámynd: kiza

"Þar fyrir utan - almennt talað - þykir mér lélegt af fólki með sterkar skoðanir að bjóða ekki upp á umræðu.  Fyrir minn hatt er umræðan skemmtilegri en bloggfærslurnar."

100% sammála þér þar, Jens.  Hvort sem er í bloggheimum eða kjötheimum, þá vil ég frekar hafa fólk í kringum mig sem segir sína skoðun, hvort sem hún er samþykk minni eður ei.  Þýðir ekkert að hafa endalausan já-kór í kringum sig, þá lærir maður ekki neitt.

"Haltu kjafti kelling"-bolurinn böggar mig ekkert sérstaklega, þar sem karlmenn geta verið alveg jafn miklar (og stundum meiri) kellingar en kvenmenn.  Bara spursmál um FÓLK. 

-Jóna.

kiza, 30.10.2008 kl. 00:21

39 Smámynd: Jens Guð

  Skattborgari,  ég deili með þér því að umræðan er skemmtilegri en sjálfar færslurnar.

  Jökull,  takk fyrir sprellið. 

  Kisa,  meðalvegurinn er vandrataður.  Og þarf ekkert að vera rataður.  Mér þykir allt í lagi að bulla og vera vitlausu megin við strikið af og til.  Ég tel mig dags daglega vera hallan undir pólitíska rétthugsun.  Ég er anti-rasisti,  feministi,  styð öll baráttumál samkynhneigðra og svo framvegis.  Samt sem áður þykir mér allt í lagi að grínast með sitthvað sem snýr að minnihlutahópum.  Svo framarlega sem það er ekki illa meint eða (verulega) rætið.

  Það hlýtur að vera erfitt að vera svo bundin/n af pólitískri rétthugsun að allt grín verði að skoðast út frá ströngustu uppskrift af henni.  Þá erum við orðnir talibanar og það er ekkert gaman. 

Jens Guð, 30.10.2008 kl. 00:50

40 Smámynd: kiza

Jens;  sammála kommenti hér fyrir ofan.    Ef maður væri algjörlega PC allan tímann þá myndum við ekki segja NEITT.  Held það fari líka bara dáldið eftir því í hvaða félagsskap maður er,  t.d. er minn vinahópur þekktur fyrir einstaklega óheflað grín og rugl (þar er gert jafnt grín að öllum), en á sama tíma er enginn okkar hlynntur mannréttindabrotum, rasisma, sexisma eða hvers kyns níði.
Við erum nú þannig gerð flestöll (í vinahópnum) að vera eitthvað 'öðruvísi' (klisja, ég veit), þ.e.a.s. aldrei almennilega fittað inn í eitthvað samfélags-norm, höfum verið 'dissuð' fyrir að líta öðruvísi út eða hafa skoðanir sem brjota á norminu, þannig að maður er alveg farinn að þekkja týpurnar sem hafa sem mest gaman af að níðast á öðrum v/ yfirborðskenndra hluta eins og útlits eða dýpri hluta eins og t.d. kynhneigðar.

Og þær týpur hafa akkúrat ENGAN húmor fyrir neinu :/

Hinsvegar get ég nú ekki annað en hlegið að bleika swiss-army hnífnum þar sem þessi hárþurrka myndi ekki einusinni duga til að þurrka hárin á stórutánni minni OG HVAR FER HÚN Í SAMBAND??? Svo myndi varaliturinn strax klessast í drullu þegar maður smellti honum aftur inn í hólfið og......ARGH þetta bara virkar ekki praktískt séð!

Held ég verði bara að fá mér annan öl og níðast á nágranna mínum með meiri metal

-Jóna.

kiza, 30.10.2008 kl. 01:47

41 Smámynd: kiza

TALI ME BANANA!

ok ekki meiri bjór.

kiza, 30.10.2008 kl. 01:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.