Anna á Hesteyri - þegar hún fór í bakarí

  annaáhesteyri - bókarkápa

  Hulda Elma Guðmundsdóttir segir á bloggsíðu sinni frá fyrstu kynnum af Önnu á Hesteyri.  Ég tek mér það bessaleyfi að hnupla sögunni og birta hér örlítið stytta:

  "Ég man það eins og gerst hafi í gær þegar ég átti fyrst orðaskipti við Önnu. Þá var ég 14 ára gömul og vann í bakaríinu hjá Línu og Sigga.

  Þær mæðgur komu í bakaríið, ekki man ég hvað þær keyptu, en Lára fór út á undan Önnu, þurfti að skreppa yfir götuna í SÚN og Anna varð eftir. Hún leit yfir sæta brauðið sem var útstillt á borði bak við afgreiðsluborðið og sagði svo:  "Ég ætla að fá eitt loðið".

  Ég hváði og hún endurtók með niðurbældum hlátri:  "Ég ætla að fá svona, eitt loðið". Ég man að mér var ekki alveg sama, það var ekkert loðið að fá í bakaríinu, svo ég sagði við hana:  "Komdu bara hérna inn fyrir og sýndu mér hvað þú ætlar að fá".

  Anna kom inn fyrir afgreiðsluborðið, það kraumaði í henni hláturinn, hún gekk að borðinu með sætabrauðinu og benti á kókos kúlurnar og sagði:  “Ég ætla að fá eitt svona”. Hún hafði aldrei séð kókos kúlur fyrr og var furða þótt henni hafi fundist þetta vera eitthvað loðið."

  Hulda Elma tók nýverið viðtal við Önnu á Hesteyri.  Það birtist í héraðsblaðinu Austurglugganum á fimmtudaginn.  Blogg Huldar Elmu er á www.heg.blog.is.  Gaman væri að heyra fleiri sögur af Önnu.

.

Hér eru fleiri sögur af Önnu á Hesteyri:

- Gestir
- Slóst við mömmu
- Farandssali
- Sendi lögguna
- Leikur í umferðinni
- Glannaakstur
- Samanbrotinn konfektkassi
- Málað yfir málverk
- Festist í hringtorgi 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband