Íslensk hljómsveit komin í undanúrslit einnar stćrstu sönglagakeppni heims

  Íslenska hljómsveitin Soundspell er komin í undanúrslit í alţjóđlegri lagakeppni í Nashville í Bandaríkjunum,  einni ţeirri stćrstu í heiminum.  Keppnin heitir International Songwriting Contest.  Ţađ segir nokkuđ um stćrđ keppninnar ađ međal dómara eru ţungavigtarmenn á borđ viđ Jerry Lee Lewis,  Tom WaitsRobert Smith,  forsprakka The Cure,  og Frank Black,  framvörđ The Pixies.

  Ţađ er lagiđ Pound sem hefur fleytt Soundspell ţetta langt.  Lagiđ er af jómfrúarplötu Soundspell, An Ode to the Umbrella, sem kom út í fyrra.  Tilkynnt verđur um úrslitalögin 4. febrúar.

  Sigurvegarinn fćr nćstum tveggja milljón króna verđlaun.  Athyglin sem fylgir sigrinum er sennilega miklu verđmćtari.  Og jafnvel bara ţađ ađ koma lagi í undanúrslit og vita af Jerry Lee Lewis og Tom Waits hlusta á lagiđ er sigur. 

Hér er umsögn mín um plötuna An Ode to the Umbrella:   http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/312228 

Hér má heyra nokkur lög međ Soundspell:
http://www.myspace.com/spellthesound


Nú er ég svo aldeilis hissa

  22.  janúar 2007 kćrđi Böđvar bílstjóri líkamsárás sem hann varđ fyrir í starfi sínu er hann var staddur á biđstöđ viđ Fjörđ. Hann mundi eftir ţví ađ skömmu áđur ţegar hann var ađ beygja út á götuna hafi bifreiđ komiđ á töluverđri ferđ miđađ viđ ađstćđur og ţeytt bílflautuna en strćtisvagninn var kominn út á götuna og hélt áfram ferđ sinni. Ţegar hann síđan stöđvar á biđstöđinni viđ Fjörđ var bariđ fast á hurđina nćst honum og var ţar komin Olga Soffía  Sergeijsdóttir. Honum leist ekki á ađ hleypa henni inn í vagninn vegna ţess hversu ćst hún var. Hann opnađi ţó ađ lokum hurđina.  Ţá jós Olga Soffía yfir hann svívirđingum og lamdi í mćlaborđiđ. Hann bađ konunni ađ róa sig en hún hlýddi ekki.

  Böđvar vísađi henni ţá út úr vagninum en ţegar hann stóđ upp úr sćti sínu kýldi Olga Soffía hann hnefahögg á vinstri kinn viđ nef. Hann varđist nćsta höggi međ ţví ađ bera fyrir sig vinstri framhandlegg.  Síđan greip hann um hćgri hendi konunnar sem ţá reyndi ađ kýla hann međ vinstri hendi sem hann náđi einnig taki á. Ţannig hélt hann báđum höndum hennar,  setti hana út úr vagninum og sleppti eftir smástund.  Hún hljóp ţá burtu eins hratt og fćtur toguđu. Í framhaldinu fór Böđvar á slysadeild LSH í Fossvogi ţar sem hann fór í lćknisskođun og beiđ ótrúlega lengi eftir röntgenmyndatöku.

  Olga Soffía heldur ţví fram viđ lögreglu ađ Böđvar hafi espađ upp í henni reiđi međ ţeim afleiđingum ađ hún kýldi hann einu höggi á kinnina. Hafi Böđvar ţá tekiđ utan um hana og lyft henni út úr vagninum. Hún kveđst hafa reynt ađ losa sig án árangurs og ađ lokum sagt viđ Böđvar ađ hún ćtlađi ađ kvarta viđ yfirmann hans. Böđvar hafi ţá sleppt henni. Fyrir dómi sagđi Olga Soffía ađ til átaka milli hennar og Böđvars hafi ekki komiđ fyrr en hann var búinn ađ láta hana út úr vagninum og ađ hann hafi byrjađ áflogin.

  Vitniđ Friđrik Stefánsson, sem var annar tveggja farţega sem voru inni í vagninum í umrćtt sinn, kveđst hafa séđ hvar ung kona kom inn í vagninn og fór ađ rífast viđ bílstjórann og síđan slegiđ hann hnefahöggi í andlitiđ. Bílstjórinn hafi ţá tekiđ utanum konuna og boriđ hana út úr strćtisvagninum og sett hana niđur fyrir utan vagninn. Ţegar bílstjórinn kom aftur inn í vagninn sýndi hann vitninu hvar höggiđ lenti í andliti hans. Kveđst Friđrik ekki hafa séđ bílstjórann ýta međ neinum hćtti á konuna eđa hrinda henni áđur en hún sló hann.

  Verjandi Olgu Soffíu heldur ţví fram fyrir dóminum ađ hún sé svo rosalega grönn og afar smávaxin ađ hún hafi ekki líkamsburđi til ađ slá stóran og sterkan. Ekki fellst dómurinn á ađ slíkar vangaveltur hafi viđ nein rök ađ styđjast enda liggur fyrir áverkavottorđ sem lýsir afleiđingum höggsins sem eymslum á vinstri kinn rétt viđ nefiđ og yfir kinnbeinsbogasvćđi, svolítilli bólgu á kinninni og  tannholdi, mari á kinn og kinnbeini vinstra megin. Ţá hefur verjandi byggt á ţví ađ Olga Soffía hafi slegiđ til Böđvars í neyđarvörn og ţví eigi atlaga hennar ađ vera henni refsilaus. Gegn andmćlum Böđvars og framburđi vitnisins Friđriks telur dómari fráleitt ađ halda ţví fram ađ Böđvar hafi veriđ árásarađili sem Olga Soffía hafi ţurft vinna gegn međ neyđarvörn.

  Böđvar lýsti ţví fyrir dóminum ađ hann hafi haft eymsli um alllangt skeiđ ţar sem höggiđ lenti en ţau séu nú horfin og ađ hann telji litlar líkur á ađ hann bíđi varanlegan skađa af högginu sem ákćrđa veitti honum.

  Óumdeilt er ađ Olga Soffía missti stjórn á skapsmunum sínum sem varđ til ţess ađ hún vann verknađ ţann sem hún er ákćrđ fyrir. Ţykir dómara ţví rétt ađ dćma ákćrđu 30.000 ţúsund króna sekt og vararefsingu sektar 4 daga fangelsi.


Plötudómur

  lay low

  Ég var snöggur ađ fá mér í gćr plötuna Ökutíma međ Lay Low.  Hér örfáum fćrslum fyrir neđan sjáiđ ţiđ ástćđurnar.  Nú hef ég rennt plötunni í gegn hátt í 20 sinnum.  Hér kemur umsögn.  Smá hlutdrćg vegna ţess hvađ ég er hlynntur málefninu. En samt marktćk,  svona ađ mestu.

TitillÖkutímar

UndirtitillTónlist úr leikritinu í flutningi Lay Low

FlytjandiLay Low

Einkunn4 stjörnur af 5

  Fyrstu fimm lög plötunnar eru frumsamin af söngkonunni Lay Low.  Ţau lög eru jafnframt bitastćđasti hlutinn.  Lay Low er frábćr söngvahöfundur og túlkandi.  Lögin eru einföld,  falleg,  grípandi og flutningurinn jafn einfaldur.  Áreynslulaust og einfalt gítarpikk.  Söngurinn er raul (croon) í ţess jákvćđustu merkingu.  Einlćgni og innlifun geisla frá hverjum tóni.  Ţessi einlćgni skilar sér í heillandi upplifun hlustandans.  Ţetta er nćsti bćr viđ ađ vera staddur inni í lítilli stofu međ flytjandanum innan um um fámennan kunningjahóp.  Bergmál frá föđur bandarískrar ţjóđlagatónlistar,  Woody Guthrie,  var sterkara á fyrri sólóplötu Lay Low.  En töfrar hans koma einnig upp í huga viđ hlustun á ţessa plötu.

  Stór hluti "sjarmans" er söngrödd Lay Low.  Ţó ađ söngrödd hennar sé á ţessari plötu hvergi hás ţá er eins og stutt sé í smá hćsi.  Samt er söngröddin allstađar hrein og tćr.  En ţađ er ţessi tilfinning fyrir ţví ađ hún verđi hás í nćstu tónum sem er svo hrífandi.

  Upphaflagiđ heitir Ótal minningar.  Falleg og snotur laglína,  kassagítarleikur sem varla er eiginlegt "pikk" er ţó ekki "strömm" heldur. 

  Nćsta lag er Lítiđ lag. Kallar fram "I Ain´t Got No Home" eftir Woody Guthrie. En samt ekki sama lag.  Ţađ er annađ lag af fyrstu plötu hennar sem stendur ţví nćr.

  Ţriđja lagiđ,  Saman,  hefur hljómađ í útvarpinu.  Virkilega fallegt og grípandi lag.  Ţarna nýtur einfalt gítarpikkiđ sín eins og best verđur á kosiđ.

  Fjórđa lagiđ,  Gleđileg jól,  er samsöngslag.  Á áreiđanlega eftir ađ verđa sívinsćlt jólalag.  Ţarna koma fleiri hljóđfćri til sögu en eru samt smekklega sparlega notuđ.

  Fimmta lagiđ er Forbođin ást.  Enn er gert út á einfaldleika og fegurđ.  Ţessi fimm fyrstu lög plötunnar eru 5 stjörnu dćmi af fimm mögulegum.

  Viđ taka lög eftir bandarísku kántrýsöngkonuna Dolly Parton.  Ţá fer lítillega ađ halla undan fćti.  Fleiri hljóđfćri bćtast viđ.  Platan poppast.  Samt ekki til skađa ef viđ bara miđum viđ ţetta fyrsta Dolly Parton lag á plötunni,  "Here I Am". 

  Sjöunda lagiđ er 9 to 5.  Ţarna kemur píanóiđ viđ sögu og er til óţurftar.  Flutningurinn er of nálćgur frumútgáfu Dolly Parton.  Lay Low er flottari söngkona en Dolly og ţarna hefđi mátt sleppa ţykkri hljómsveitarútsetningu.  Ţetta sama á viđ um öll hin 6 lög plötunnar sem ótalin eru.  Lay Low er flottust ţegar hljóđfćri eru sem fćst.  Lay Low er svo hrífandi "spes" ađ ţađ er ekki eins gaman ţegar hún setur sig í ţađ hlutverk ađ vera "venjuleg" poppsöngkona.   

  Ţađ yrđi endurtekningarstagl ađ tíunda Dolly Parton lögin frekar.  Lay Low er ađ sumu leyti betri lagahöfundur og betri túlkandi en Dolly Parton.  Lay Low er ađ taka pínulkítiđ niđur fyrir sig međ ţví ađ flytja lög Dollyar svona nálćgt útsetningum kántrý-drottningarinnar.  Ţessi hluti plötunnar er ţó  ekki vondur.  Alls ekki.  En stendur töluvert ađ baki fyrstu lögum plötunnar.  Dolly er góđur lagahöfundur og fín söngkona.  Samt ekki mín bjórdós.  Ţannig lagađ.  Lay Low sem flytjandi sinnar eigin músíkur er miklu glćsilegri og áhugaverđari en Dolly Parton.

  Seinni hluti plötunnar fer nálćgt 3 stjörnum af 5.  Ţegar allt er lagt í einn pott ţá standa eftir 4 stjörnur af 5.

  Ef textar Dolly Partons hlutar plötunnar hefđu veriđ á íslensku og hljóđfćraleikur skorinn niđur til samrćmis viđ fyrri hluta plötunnar vćrum viđ áreiđanlega ađ tala um 5 stjörnu dćmi.  Samt.  Kaupiđ plötuna,  hafiđ góđa skemmtun af henni og styđjiđ Afliđsystursamtök Stígamóta á Norđurlandi međ ţví ađ kaupa góđa plötu.  Fyrstu 5 lögin eru gullmolar og hin eru alveg allt í lagi.

umslag 8 - ökutímar

  www.aflid.muna.is


Kaupiđ plötuna Ökutíma eđa ég lem ykkur!

  Lay_Low_gefur

  Ć,  nei,  ţessi fyrirsögn er ekki viđ hćfi.  Er algjörlega á skjön viđ ţađ sem ég ćtlađi ađ segja.  Tek ţetta til baka og verđ ađ finna betri ástćđu til ađ hvetja ykkur til ađ kaupa plötuna Ökutíma.  Fyrirsögnin er bara aulahúmor af minni hálfu.

  Platan Ökutímar kom út í dag.  Ég brunađi í Smáralind til ađ kaupa 10 eintök.  En hún var ekki komin í sölu ţar.  Samt sér Sena um dreifingu á henni og Skífan í Smáralind er í eigu sömu ađila (Bónus-feđga).  Hún hlýtur ađ vera komin í sölu á morgun.

  Ástćđan fyrir ţví ađ ţiđ verđiđ ađ kaupa Ökutíma er eftirfarandi:  Ţetta er önnur sólóplata Lay Low-ar.  Fyrri sólóplata hennar var frábćr og Lay Low stimplađi sig inn á kortiđ sem einn merkasti tónlistarmađur landsins.  Hirti öll stćrstu verđlaun Íslensku tónlistarverđlaunanna í fyrra.

  Nýja platan,  Ökutímar,  inniheldur 13 lög úr sýningu LA á samnefndu leikriti.  Ţar af 5 frumsamin lög og hin lögin eru hennar snilldar túlkun á lögum bandarísku kántrý-drottningarinnar Dolly Pardon.  Nei,  nei.  Ekki fara í baklás.  Kántrý Dollyar er ekki ţađ flottasta á markađnum (nema kannski í eyrum Hallbjarnar Hjartar).  En hún er góđur lagahöfundur og í flutningi Lay Low-ar eru lög Dollyar gullmolar.

  Ţađ merkilegasta viđ ţessa plötu er ađ Lay Low hefur ánafnađ Aflinusystursamtökum Stígamóta á Norđurlandi,  allan og óskiptan ágóđa af sölu plötunnar.  Ţetta er ţvílíkt höfđingleg gjöf Lay Low-ar ađ ég er nćstum grátklökkur yfir uppátćkinu.  Ekki einungis vegna ţess ađ ţetta fćrir fjársveltum samtökum sjálfbođaliđa tekjustofn heldur einnig vegna ţess ađ ţetta vekur athygli á mikilvćgri starfsemi Aflsins.

  Lay Low er flottust.  Leikfélag Akureyrar lćtur jafnframt allan ađgöngueyri ađ síđustu sýningu LA á Ökutímum renna óskiptan til Aflsins. 

  Elskurnar mínar,  ekki taka mark á kjánalegri fyrirsögn ţessarar bloggfćrslu.  Sýniđ frekar stuđning í verki gegn barnaníđi og heimilisofbeldi međ ţví ađ kaupa eins mörg eintök af Ökutímum og ţiđ getiđ:  Til ađ gefa í afmćlisgjafir,  tćkifćrisgjafir,  ţess vegna jólagjafir (ţađ eru ekki nema 11 mánuđir til nćstu jóla).

  Ég ákalla jafnframt alla mína góđu bloggvini til ađ taka ţetta erindi upp á ykkar vinsćla bloggi.  Allir saman nú!

  Lögin á plötunni Ökutímar eru:

1. Ótal minningar
2. Lítiđ lag
3. Saman
4. Gleđileg jól
5. Forbođin ást

6.  Here I Am

7.  9 to 5
8.  Fuel to the Flame
9.  Jolene
10.  Ping Pong
11.  Why, Why, Why
12.  I Will Always Love You
13.  Love Is Like a Butterfly

  www.aflid.muna.is 


Frjálslyndur borgarstjóri

  Ólafur F.  Magnússon hefur leikiđ snilldar leik.  Vilhjálmur Ţ.  Vilhjálmsson lék illilega á Ólaf ţegar hann stakk Ólaf í bakiđ og kippti Birni Inga um borđ viđ myndun meirihluta borgarstjórnar eftir síđustu borgarstjórnarkosningar.  Ólafur hefur náđ öllum vopnum á ný og stendur eftir sterkari en nokkurn gat órađ fyrir.  Hann er núna orđinn borgarstjóri Frjálslyndra međ meiri völd en hann hefđi haft viđ myndun meirihluta borgarstjórnar á sínum tíma.  Málefnalisti Frjálslynda flokksins er orđinn málefnalisti borgarstjórnarmeirihlutans.  Núna erum viđ í FF orđin ráđandi afl í borginni.  Nćst tökum viđ ríkisstjórnina.

  Ólafur náđi ađ fella borgarstjórn D og B lista í Reykjavík og mynda meirihluta međ Samfylkingu,  Vinstri grćnum og Framsókn.  Ţar međ var Sjálfstćđisflokkurinn orđinn óvirkur en tilbúinn ađ gefa allt eftir til ađ komast aftur í meirihluta.  Ţetta nýtti Ólafur sér og stendur nú uppi sem sigurvegari. 

  Eđlilega er allt ágćtt fólk í Samfylkingu og Vinstri grćnum spćlt yfir framvindu mála.  Ţví til huggunar má benda á ótvírćđan kost ţess ađ Framsóknarflokkurinn sé kominn út í kuldann.  Ţađ er ekki lítill ávinningur.    

  Ólund Margrétar Sverrisdóttur kemur ekki á óvart.  Hún vill ekki vera bloggvinur minn. 


Hver voru bestu lög Johns Lennons?

imagine-peace-tower 

 Í nýjasta hefti breska tónlistartímaritsins Uncut eru tugir helstu lagasmiđa rokksins fengnir til ađ komast ađ niđurstöđu um ţađ hver eru bestu lögin sem liggja eftir John Lennon.  Ţetta er liđ á borđ viđ Ray Davies (The Kinks),  Brian Wilson (The Beach Boys),  Neil Young,  Mick Jagger,  Billy Bragg,  Frank Black (Pixies),  Roger McGuinn (The Byrds),  Johnny Rotten (Sex Pistols),  Liam Gallagher (Oasis),  Paul Weller o.  fl. 

  Listanum fylgir ítarleg grein ásamt ljósmyndum af Friđarsúlunni í Viđey.  Ţar kemur fram ađ útsendarar Uncut komu til Íslands í tilefni af vígslu súlunnar. 

  Ţannig lítur listinn út yfir bestu lög Johns Lennons:

1.  Strawberry Fields Forever.  Á smáskífa međ Bítlunum,  útg. í febrúar ´67.  Náđi efst í 2. sćti breska vinsćldalistans en toppsćti ţess bandaríska. 

2.  Yer Blues.  Á Hvíta albúmi Bítlanna frá ´68.  Nú er ég hissa.  Ađ vísu held ég mikiđ upp á ţetta hrjúfa og Led Zeppelin-lega blúslag.  En ég hefđi aldrei veđjađ á ţađ sem nćst besta lag Johns Lennons.

3.  Instant Karma.  Á sóló smáskífu ´70.  Komst í 5. sćti breska vinsćldalistans og 3. sćti ţess bandaríska.

4.  All You Need Is Love.  Á smáskífu međ Bítlunum ´67.  Toppađi vinsćldalista út um allan heim og stimplađi orđiđ "love" inn sem lykilorđ hippahreyfingarinnar. 

5.  You´ve Got to Hide Your Love Away.  Á Bítlaplötunni Help frá ágúst ´65.

6.  In My Life.  Á Bítlaplötunni Rubber Soul frá desember ´65.

7.  Give Peace a Chance.  Sólósmáskífa frá ´69.  Lenti hálf neđanjarđar í Bandaríkjunum vegna ţess ađ bođskapurinn passađi ekki viđ stríđsrekstur Bandaríkjanna í Víetnam,  Kambódíu og víđar.  Fjöldi bandarískra útvarpsstöđva,  plötubúđa og tímarita sniđgekk lagiđ.  Lennon var neitađ um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna ţegar platan kom út.  Samt náđi lagiđ 14. sćti bandaríska vinsćldalistans og 2. sćti ţess breska.

8.  Revolution.  B-hliđ smáskífunnar Hey Jude međ Bítlunum frá ´68.  Ţetta lag olli fyrsta alvöru ágreiningi Johns og Pauls McCartneys.  Paul var dauđhrćddur viđ afleiđingar ţess ađ í textanum deilir John harkalega á vinstri róttćklinga hippahreyfingarinnar.   Ţekkjandi sinn gamla vin vissi Paul ađ óvarlegt vćri ađ benda John á ţađ.  Hann hefđi brugđist ţversum viđ og jafnvel umskrifađ textann međ miklu harkalegri gagnrýni.  Ţess í stađ sagđi Paul ađ lagiđ vćri óheppilegt til útgáfu.  Ţađ vćri alltof langt og alltof hćgt.  Paul til vonbrigđa tók John ţessu sem góđri ábendingu.  Hann hljóđritađi lagiđ upp á nýtt í mun hrađari og styttri útgáfu.  Hin útfćrsla lagsins endađi á Hvíta albúminu síđar sama ár.  Ţar mildar Lennon gagnrýnina á róttćku hippana međ ţví ađ lesa lágt orđiđ "in" ofan í orđiđ "out" ţar sem hann syngur um ađ Mao-isminn fćli sig frá (count me out).

9.  Cold Turkey.  Sólósmáskífa frá ´69.  Textinn fjallar um kvalarfull fráhvarfseinkenni heróínneyslu en Lennon hafđi ánetjast heróíni nćstum tveimur árum áđur.  Hart,  ţungt og erfitt lag sem skorađi ekki hátt á vinsćldalistum (#14 í Bretlandi og #30 í Bandaríkjunum).  Enda víđast bannađ í útvarpi vegna reglunnar um ađ ekki megi spila lög sem fjalla um dópneyslu.

10.  I´m the Walrus.  B-lag á smáskífunni Hello Goodbuy međ Bítlunum ´67.  Einnig á Ep-plötunni Magical Mystery Tour sama ár.  Ađ óreyndu hefđi ég haldiđ ţetta lag vera ofar á listanum.  Samkvćmt mínum smekk er ţetta eitt albesta Bítlalagiđ og ţar međ Lennon-lagiđ.  Hefur m.a. veriđ "coverađ" af Oasis

11.  Across the Universe.  Á Let it Be plötu Bítlanna ´70.

12.  Imagine.  Af samnefndri sólóplötu og einnig smáskífu ´71.  Vinsćlasta sólólag Lennons og ţađ lag hans sem oftast hefur veriđ "coverađ" af öđrum flytjendum.  Hefur toppađ vinsćldalista út og suđur.  Alheimskirkjuráđiđ óskađi formlega eftir ţví ađ fá ţetta lag sem einkennislag ásamt ţví ađ fá ađ breyta orđinu "engin" trúarbrögđ í "ein" trúarbrögđ.  Ţví hafnađi Lennon eđlilega ţar sem textinn er upptalning á helstu ástćđum stríđs.  Ef bara vćru ein trúarbrögđ hefđi heimurinn misst af mörgum stríđum.  Seinna gaf Yoko Ono lagiđ til Amnesty International.  Sennilega vegna óánćgju međ ađ hin ýmsu fyrirbćri notuđu lagiđ sem sitt einkennislag.  Međal annars Margret Thatcher í einni af sinni kosningabaráttu og réttlćtti ţađ međ ţví ađ í eina skiptiđ sem John nýtti kosningarétt sinn ţá kaus hann breska Íhaldsflokkinn ţó ađ Bítlarnir styddu opinberlega Verkamannaflokkinn.

13.  Power to the People.  Sólósmáskífa 1971.  Hún var bönnuđ í Bandaríkjunum og Bretlandi vegna klámlags á B-hliđ,  Open Your Box.  Náđi ţó 7. sćti breska vinsćldalistans.

14.  A Hard Days Night.  Smáskífa međ Bítlunum frá ´64 og toppađi vinsćldalista víđa um heim.  Einnig titillag samnefndrar breiđskífu sem jafnframt toppađi vinsćldalista.

15.  Happy Xmas (The War is Over).  Sólósmáskífa 1972.  Sívinsćlt jólalag sem međal annars hefur veriđ gefiđ út međ íslenskum texta.  Vinsćlasta jólalag Bítils.              

16.   Working Class Hero.  Af sólóplötunni Plastic Ono Band frá 1970.  "Coverađ" af Marianne FaithfulGreen DayManic Street PreachersMarlyn Manson og ótal öđrum.

17.  The Ballad of John and Yoko.  Síđasta smáskífulagiđ sem Bítlarnir gerđu ´69. Reyndar sjá John og Paul tveir um allan flutninginn.  1. sćtis lag út um allt.

18.  How Do You Sleep.  Kvikindislegur níđsöngur um Paul McCartney af sólóplötunni Imagine ´71.

19.  Dear Prudence.  Af Hvíta albúmi Bítlanna 1968.

20.  She Said,  She Said.  Á Bítla-plötunni Revolver frá ´66.

21.  Help!  Bćđi á samnefndri smáskífu og breiđskífu međ Bítlunum 1965.  1. sćti vítt og breitt um heiminn.

22.  Jealous Guy.  Af sólóplötu Johns Imagine ´70.  Síđar toppađi ţađ vinsćldarlista í flutningi Roxy Music.

23.  Gimme Some Truth.  Einnig af Imagine plötunni.  Varđ vinsćlt í flutningi bresku pönksveitarinnar Generation X (Billy Idol).

24.  #9 Dream.  Af sólóplötunni slöppu Walls and Bridges frá 1974.

25.  God.  Á sólóplötunni Plastic Ono Band 1970.

26.  I´m So Tired.  Af Hvíta albúmi Bítlanna 1968.

27.  Mother.  Á sólóplötunni Plastic Ono Band 1970.  Eitt af mínum uppáhalds Lennon-lögum. Öskursöngur hans í ţessu lagi er einn sá flottasti í rokksögunni.  Nafn skosku hljómsveitarinnar Primal Scream er skýrt í höfuđiđ á ţessum öskursöng. 

28.  This Boy.  B-lag á Bítla-smáskífunni I Want to Hold Your Hand frá 1963.

29.  Whatever Gets You Through the Night.  Af sólóplötunni leiđinlegu Walls and Bridges 1974.  Flaug í 1. sćti bandaríska vinsćldalistans í flutningi Johns og Eltons Johns. Og varđ til ţess ađ leiđa saman aftur John og Yoko Ono eftir 2ja ára ađskilnađ og rosalegs fyllerís Lennons (kallađ "týnda helgin"). 

30.  Beautiful Boy (Darling Boy).  Af dúettplötu Johns og Yoko-ar Double Fantasy 1980.  Textinn fjallar um son ţeirra,  Sean Lennon.

  Á ţennan lista vantar sárlega Happiness is a Warm Gun af Hvíta albúmi Bítlanna frá 1968.   

peace_welcome 

 

Fćreyskir tónlistarmenn gera ţađ gott

  The Dreams

  Fćreyska pönksveitin The Dreams er ein fjögurra hljómsveita sem komnar eru í lokaúrslit dönsku hljómsveitarkeppninnar Grand Prix.  Ţau fara fram eftir hálfan mánuđ.  Hver sem árangur The Dreams verđur í ţeim er ljóst ađ hljómsveitin fćr góđa kynningu í dönskum fjölmiđlum.  Lag ţeirra "La´ Mig Vćre" er ţegar fariđ ađ hljóma í dönsku útvarpi. 

  Fyrr í vetur sigrađi fćreyska fönkrokksveitin Boys in a Band í fjölţjóđakeppninni Global Battles of the Bands úti í Englandi. Boys in a Band spiluđu á Iceland Airwaves í vor.  Flestir íslenskir fjölmiđlar og margir erlendir nefndu frammistöđu hljómsveitarinnar sem einn af hápunktum Airwaves. 

tyr_cheers_lq

  2002 sigrađi fćreyska víkingarokkbandiđ Týr í dönsku hljómsveitarkeppninni Melody Makers.  Sá sigur varđ til ţess ađ íslenska ríkisútvarpiđ fékk upptöku frá úrslitakvöldi keppninnar.  Guđni Már Henningsson spilađi á rás 2 "Orminn langa" međ og allt varđ vitlaust.  "Ormurinn langi" varđ vinsćlasta lagiđ á Íslandi 2002 og heyrist ennţá í útvarpi af og til.  Týr hefur síđan starfađ á alţjóđavettvangi,  er á samningi hjá ţungarokksplötufyrirtćkinu Napalm Records,  lög međ Tý hafa lent inn á safnplötum hjá Kerrang! og fleiri ţungarokksblöđum og er gerđ skil á stórum netsíđum á borđ viđ www.allmusic.com (sláiđ inn Týr). 

makrel_badge2

  Fćreyska ţungarokkssveitin Makrel vann bronsiđ í íslensku Músíktilraunum 2002 og gítarleikarinn Rasmus Rasmussen var kosinn besti gítarleikarinn.  Makrel hefur margoft spilađ á Íslandi síđan.  Fyrir 2 árum munađi litlu ađ Makrel sigrađi í leit sjónvarpsstöđvarinnar MTV ađ bestu ósamningsbundnu hljómsveitinni.  Makrel sigrađi í öllum ţrepum keppninnar í atkvćđagreiđslu almennings.  Líka í lokakeppninni.  Sérstök dómnefnd kippti hinsvegar annarri hljómsveit framyfir ţegar á reyndi. 

eivor

  Um vinsćldir Eivarar ţarf ekki ađ fjölyrđa.  Hún hefur rakađ ađ sér verđlaunum á Íslandi,  Danmörku og Fćreyjum og er vel kynnt á Norđurlöndunum,  Kanada og víđar.  Teitur er ennţá betur kynntur á alţjóđavettvangi.   

  Auđvelt er ađ ţylja upp fleiri fćreyska tónlistarmenn sem hafa náđ árangri á alţjóđavettvangi,  til ađ mynda Kristian Blak, djasssveitina Yggdrasil, pönksveitina 200,  leikhúsrokksveitina Búdam...  Ţess má geta ađ í versluninni Pier í turninum viđ Smáratorg er gott úrval af fćreyskum plötum og DVD. 


Afi á sjúkrahúsinu á Sauđárkróki - VI

Afi var á sjúkrahúsi á Sauđárkróki síđustu vikurnar fyrir andlát sitt.  Ég var fluttur suđur en gerđi mér ferđ norđur til ađ heilsa upp á hann.  Afi varđ glađur ađ sjá mig.  Hann hringdi strax á hjúkrunarkonu.  Er hún birtist segir afi skipandi viđ hana:
  -  Komdu međ matarbakka og mjólkurglas.
  -  Ţú varst ađ borđa fyrir hálftíma,  segir konan undrandi.
  -  Sérđu ekki ađ ég er kominn međ gest? 
  -  Viđ erum ekki međ mat handa gestum.
  -  Ţađ er til nógur matur á spítalanumEf ţú hlýđir ekki ţá er óvíst ađ ţú haldir vinnu hérna,  hótađi afi og nafngreindi manneskjur sem hann sagđist ćtla ađ tala viđ.  En konunni var ekki haggađ.
  Er hún var farinn hneykslađist afi mjög:  "Ţessar bévítans stelpuskjátur hérna rífa bara kjaft og hlýđa engu."  Ţannig hélt hann áfram í nokkra stund.  Skyndilega glađnađi yfir honum,  hann hnippti í mig og segir í hálfum hljóđum eins og í trúnađi:
  - Ţćr láta svona af ţví ađ lađast ađ mér kynferđislega.
  - Hvernig dettur ţér ţađ í hug?  spurđi ég í forundran.
  - Ég er ekki ađ segja ađ ţađ eigi viđ um ţćr allar.  En sumar ţeirra gefa mér hýrt auga.
  -  Af hverju heldurđu ţađ?
  -  Mađur skynjar ţetta frekar en ađ hćgt sé ađ benda á einhver atriđi.  Ţó tek ég eftir ţví hvernig glađnar yfir sumum ţeirra ţegar ţćr sjá mig.  Sömuleiđis eru ţćr óeđlilega áfjáđar í ađ bađa mig.  Ég verđ var viđ ađ ţađ er eins og ţćr togist á um ţađ hverjar fá ađ bađa mig í ţađ og ţađ skiptiđ.
  Afi fór í feiknagott skap viđ ţetta spjall og tíminn leiđ hratt.  Ţegar heimsóknartíma lauk hringdi afi aftur á hjúkrunarkonu.
  - Fylgdu gestinum út og komdu svo međ svefntöflurnar mínar,  skipađi afi.
  - Gesturinn ratar út og viđ gefum ekki svefntöflur fyrr en klukkan 11.  Ţađ er ekki einu sinni komiđ kvöldkaffi,  útskýrđi konan.
  - Mig varđar ekkert um ţađ.  Ég vil ekki sjá neitt helvítis kvöldkaffi.  Ég vil bara fá svefntöflurnar mínar.
  - Ţú ţarft ekkert ađ drekka kvöldkaffi frekar en ţú vilt.  En svefntöflurnar fćrđu ekki fyrr en klukkan 11.
  - Ef ég fć ekki svefntöflurnar strax ţá sofna ég bara alveg hiklaust án ţess ađ taka ţćr!
  Ađ ţví búnu lokađi afi augunum og gerđi sér upp hrotur.  Svo sannfćrandi var hann ađ ţó ég kyssti hann á kinnina í kveđjuskini ţá sýndi hann engin viđbrögđ og hélt áfram ađ hrjóta.  Er viđ hjúkrunarkonan yfirgáfum herbergiđ hans ţá hćkkađi hrotuhljóđiđ.
   

Söngvar um Elvis Presley

Elvis 1977 

 Í framhaldi af nýlegri fćrslu minni um Elvis Presley - í tilefni ţess ađ hann varđ 73ja ára á dögunum - ţá er gaman ađ rifja upp ađ Elvis hefur orđiđ mörgum frćgum rokkaranum og popparanum yrkisefni.  Ýmsir fleiri en ţeir sem ég tel hér upp hafa sungiđ um Elvis.  Ţetta er bara sýnishorn:

- Grafík:  "Presley"  (1992)

- Frank Zappa:  "Elvis Has Just Left The Building" (1988)

- Joan Baez:  "Elvis Presley Blues" (2003)

- Neil Young:  "He Was The King" (2005)

- Nick Cave & The Bad Seeds:  "Tupelo" (1985)

- Warren Zevon:  "Jesus Mentioned"  (1982)

- Kate Bush:  "King Of The Mountain"  (2005)

- Ray Stevens:  "I Saw Elvis In A UFO"  (1989)

- Spitfire:  "This Ain´t Vegas And You Ain´t Elvis" (2001)

- Jimmy Buffett:  "Elvis Imitators"  (1992)

- Ronnie Elliott:  "Elvis Presley Didn´t Like Tampa"  (2003) 


Ljósmynd sem segir sögu

 eirikur_omega_fatladastaedid

   Ţessi mynd er af 7 milljón króna jeppa sjónvarpspredikarans og -stjórans á Omega.  Myndin stađfestir sögusagnir um ađ sjónvarpspredikarinn telji sig ekki ţurfa ađ taka tillit til fatlađra ökumanna.  Hann leggur hiklaust í bílastćđi merkt fötluđum međ bros á vör og Jesú í hjarta.

   Ţessi mynd á eftir ađ koma upp í hugann ţegar fylgst er međ predikaranum á skjánum.  Hún segir meira en mörg orđ.  Lýsir svo mörgu. 

  Ef smellt er á myndina stćkkar hún og verđur skýrari.


Skemmtileg frásögn

  Í kvöld skrapp ég á bókasafn til ađ lesa hérađsfréttablöđ landsins,  eins og ég geri oft.  Enda áhugsamur landsbyggđarmađur.  Í einu blađinu,  Austurglugganum,  sem gefiđ er út á Austurlandi,  las ég upprifjun manns frá ţví ađ hann sá sem barn í fyrsta skiptiđ geisladisk.  Hann hafđi fariđ međ bróđur sínum í hina merku plötubúđ Tónspili á Norđfirđi.

  Ţar rákust ţeir brćđur á ţennan furđuhlut,  geisladisk.  Hann höfđu ţeir aldrei séđ áđur og spurđu Pétur í Tónspili út í gripinn.  Pétur skýrđi út fyrir ţeim hvađa fyrirbćri ţetta var.  Margar spurningar kviknuđu og Pétur hafđi svör á reiđum höndum.  Eftir ađ hafa upplýst barnunga brćđurna um ađ ekki ţurfi ađ snúa geisladisknum viđ eins og vinylplötum ţví öll músíkin sé bara á annarri hliđ disksins spurđi annar drengjanna í forundran:

  - En af hverju eru ţá tvćr hliđar á honum? 


Kristjana međ Gyllinćđ

  danielivargústimaggi

  Gunnar Hrafn Jónsson,  blađamađur,  bađ mig í athugasemd í gćr um fleiri lög međ Gyllinćđ í tónspilarann minn.  Ţađ er mér ljúft og skylt.  Ţannig ađ núna var ég ađ setja í tónspilarann lagiđ um hana Kristjönu.  Sú merka kona hafđi meiri áhrif á hljómsveitina en hana órađi fyrir.

  Danni gítarleikari og Maggi trommari voru 14 ára og Gústi söngvari 15 ára ţegar ţeir stofnuđu Gyllinćđ voriđ 1999.  Ţeir voru allir í Réttó,  misgóđir vinir og óvinir,  ţegar ţeir komust ađ ţví ađ ţeir hlustuđu allir á sömu hljómsveitirnar.  Ţá ákváđu ţeir ađ stofna hljómsveit međ engum bassaleik.

  Ţegar ţeir löbbuđu á fyrstu hljómsveitarćfinguna pissuđu ţeir utan í húsiđ hennar Kristjönu.  Sennilega voru ţeir ađ djússa.  Kristjana varđ ţeirra vör,  hljóp út og reyndi ađ berja ţá međ kústskafti.  Einhverjar sögusagnir voru um ađ Kristjana ţjáđist af gyllinćđ.

  Strákarnir voru ţví komnir međ efniviđ í fyrsta lagiđ.  Ţeir sömdu lag um Kristjönu.  Ţetta sem nú er komiđ í tónspilarann minn.  Jafnframt skýrđu ţeir hljómsveitina í höfuđiđ á henni.  Eđa rassinn réttara sagt.

  Eins og önnur lög međ Gyllinćđ í tónspilaranum er ţetta lag tekiđ upp á kassettutćki á ćfingu hjá hljómsveitinni.  Hljómgćđi eru ţví ekki upp á marga fiska.  En ţađ er allt í lagi.  Ţetta er dauđapönk eins og ţađ kemur hrátt af skepnunni.  

  Heyra má ađrar upptökur viđ sömu skilyrđi af sömu lögum og einu til á www.myspace.com/gyllinaed.

  Ţađ er broslegt eftir á ađ hyggja ađ ţegar Gyllinćđ var stofnuđ var haldinn foreldrafundur í Réttó međ fulltrúa frá lögreglu og barnaverndarnefnd.  Áhyggjuefniđ var ţađ ađ fyrst ađ ţessir drengir vćru búnir ađ ná saman í hljómsveit gćti ţađ leitt til ţess ađ til yrđi Gyllinćđarklíka sem öđrum nemendum í Réttó gćti stafađ ógn af.  Niđurstađan varđ ţó sú ađ á međan strákarnir fengju útrás í tónlistinni vćru ţeir ekki ađ lemja ađra krakka á sama tíma.

  Eftir ađ Gyllinćđ hćtti hefur Maggi gert ţađ gott međ harđkjarnasveitinni Andláti og Shadow Parade. 


Bob Dylan

 

  Joan Baez og Bob Dylan Í aldamótauppgjöri helstu fjölmiđla heims var John Lennon útnefndur tónlistarmađur síđustu aldar.  Munađi ţar mestu um framlag hans međ hljómsveitinni Bítlunum (hvernig stóđ annars á ţví ađ The Beatles voru strax kallađir Bítlarnir í íslenskum fjölmiđlum?).  Margir fjölmiđlanna létu ţess getiđ ađ val ţeirra á tónlistarmanni síđustu aldar hafi stađiđ naumt á milli Lennons og Bobs Dylans.  Ekki ađ ástćđulausu. 

  Ég var alveg sáttur viđ niđurstöđuna.  Og einnig ađ Bob Dylan hafi vegiđ salt á móti Lennoni.

  Ég geri mér ekki grein fyrir ţví hvenćr ég fyrst heyrđi í Dylani né hvenćr ég varđ ađdáandi hans.  Hef ţó grun um ađ ţađ hafi veriđ ´65.  Ţá var ég 9 ára.  En allavega ţá man ég bara eftir ţví ađ hafa ţótt músík hans flott.

  Svo ég fari ađeins út í sagnfrćđina ţá var Dylan ţađ sem hann sjálfur hefur kallađ "Woody Guthrie jukebox".   Í upphafi gerđi alfariđ út á flutning á söngvum Woodys Guthries,  föđur bandarískrar ţjóđlagatónlistar.

  Eitt sinn sat Dylan ađ sumbli međ ţjóđlagasöngvaranum Richard Farina,  mági skćrustu ţjóđlagasöngkonu Bandaríkjanna á ţeim tíma,  Joan Baez.  Dylan sagđi Richard ađ hann vildi verđa frćgur og spurđi ráđa.  Richard sagđi í gríni: "Ţú ţarft bara ađ sćnga hjá Joan og ţá opnar hún  fyrir ţér dyrnar ađ heimsfćgđ."

  Viku síđar hitti Richard mágkonu sína.  Ţá kynnti hún hann fyrir nýjum kćrsta sínum,  Bob Dylan.

  Joan Baez var mjög frćg söngkona á ţessum tíma,  í upphafi sjöunda áratugarins.  Hún notađi frćgđ sína til ađ kynna Dylan.  Kallađi hann alltaf upp á sviđ á sínum hljómleikum og spilađi lög hans.  Ţar međ varđ Dylan heimsfrćgur.

  Fyrsta plata Dylans kom út 1962,  samnefnd honum.  Enn í dag hefur sú plata ekki selst í nema 70.000 eintökum.  Ţar er óđur hans til Woodys Guthries,  Song to Woody,  sem Dylan endurútgaf fyrir nokkrum árum á smáskífu í hljómleikaútgáfu.  Á sömu plötu syngur Dylan House of the Rising Sun.  Útbreiddur misskilningur er ađ The Animals hafi pikkađ ţađ lag upp af plötu Dylans.  Liđsmenn The Animals byrjuđu ekki ađ hlusta á Dylan fyrr en seinna.  Ţeir pikkuđu lagiđ upp af plötu svarts blúsista,  Josh White (ţekktastur fyrir ađ hafa veriđ í hljómsveitinni The Almanac Singers međ Woody Guthrie,  Leadbelly og Pete Seeger).

  Dylan kom ekki bratt inn á markađinn međ sínum plötum.  Enda ekki "markađsvćnn".  Nefmćltur söngstíll,  falskur munnhörpublástur,  grófgert gítar "strömm"  og ţessháttar.

  Hinsvegar urđu margir til ađ "covera" hans mögnuđu lög:  Joan Baez,  The Byrds,  Cher, The Hollies,  Manfred Mann,  Peter, Paul & Mary,  Joe Cocker,  Judy Collins,  Turtles og ótal fleiri.  Ţetta liđ rađađi sér á vinsćldalista međ lög Dylans.  Ég heillađist af mörgum ţessara laga án ţess ađ vita á ţeim tíma ađ ţau vćru eftir Dylan.

  Ég hef grun um ađ fyrsta Dylan-lagiđ sem ég virkilega féll fyrir međ honum hafi veriđ Like a Rolling Stone.  Ţađ kom út 1965 á plötunni Highway 61 Revisted.  Ţetta magnađa lag er enn í dag "klassík".  Ţađ var alveg nýr og ferskur hljóđheimur.  Á ţessum tímapunkti hafđi Dylan gjörsamlega slátrađ ferli sínum innan órafmögnuđu ţjóđlagasenunnar međ ţví ađ rafvćđa og rokka músík sína.  Hann var púađur niđur á stórri árlegri ţjóđlagahátíđ.  Engu ađ síđur fjölgađi ţeim verulega sem gerđu ţađ gott út á ađ "covera" lög hans.

  Dylan hélt áfram ađ koma á óvart.  1966 sendi hann frá sér fyrstu tvöföldu plötu rokksögunnar,  Blonde on Blonde

  1968 hefur veriđ kallađ áriđ sem hipparokkiđ stimplađi sig inn (en gerđi ţađ í raun 1967).  Ţá brá svo viđ ađ Dylan skellti sér í gamaldags kántrý-gír sem hipparnir höfđu óbeit á.  Dylan hafđi ekki áhuga á hippa-dćminu.  Hann safnađi ekki mjög síđu hári né skeggi (fyrr en ´76 ţegar pönkiđ var gengiđ í garđ) og frábađ sér ađ vera skilgreindur sem hippi.  Á fyrri plötum hafđi hann veriđ pólitískur vinstri sinni í textum en í andúđ á hugmyndafrćđi hippa sniđgekk hann algjörlega ţeirra baráttumál.  Eitt af einkennum hippa-menningarinnar var barátta gegn hernađi Bandaríkjanna í Víetnam.  Ţegar fjölmiđlar reyndu ađ pumpa hann um ţađ af hverju hann notađi ekki músík sína og frćgđ til ađ mótmćla Víetnam-stríđinu svarađi hann:  "Hvađ veistu nema ég sé fylgjandi Vietnam-stríđinu?"

  Dylan sniđgekk hippahátíđir á borđ viđ Woodstock 

  Dylan,  sem mikill ljóđaunnandi,  fór á fyrri hluta áttunda áratugsins ađ spila á píanó undir ljóđalestri Patti Smith,  sem síđar varđ tákngerfingur bandarísku pönksenunnar.  Ég sótti hljómleika hjá Patti Smith á Nasa fyrir tveimur árum.  Ţá "coverađi" hún ljómandi flott lag Dylans,  Like a Rolling Stone.  Sem nokkrum árum áđur trónađi ofarlega á vinsćldalistum í flutningi The Rolling Stones.

  Sennilega var ţađ 1979 sem Patti Smith datt ofan í hljómsveitargryfju,  hálsbrotnađi og lamađist.  Dylan heimsótti hana samviskusamlega á sjúkrahúsiđ og hét ţví ađ gerast kristinn ef hún myndi ná sér.  Fram ađ ţeim tíma var Dylan gyđingtrúar og hafđi gengiđ til liđs viđ hćgri-öfga samtök Gyđinga.

  Patti náđi heilsu og Dylan gerđist heittrúar kristinn.  Hann gerđi 3 gospel plötur í kjölfariđ og gekk eiginlega fram af vinkonu sinni,  Patti Smith,  í Jesú-áhuganum.

  Jesú-bođskapurinn hefur ekki veriđ eins áberandi á plötum Dylans síđan.  Án ţess ađ Dylan hafi skipt um skođun.  Fyrir nokkrum árum spurđi blađamađur tímaritsins Rolling Stone kappann ađ ţví hvar hann vćri staddur í trúmálum.  Dylan sagđist vera í "Churchs of the Evil Mind" og vísađi ţar til vinsćls dćgurlags međ Boy George,  ţar sem deilt er á trúarbrögđ.

  Stađa Bobs Dylans hefur aldrei veriđ sterkari en í dag.  Kvikmynd um hann trónir á toppi yfir bestu kvikmyndir síđasta árs.  Ćvisaga hans hefur selst í bílförmum og fengiđ bestu dóma.  Útvarpsţáttur hans nýtur ţvílíkra vinsćlda ađ bandarísk og bresk poppblöđ keppast viđ ađ gefa út diska međ lögum úr ţćttinum.  Nýrokkarar á borđ viđ Nick Cave dćla á markađ "coverum" af lögum hans.  Síđasta plata Dylans var víđast valin besta plata ársins 2006.  Ţar flytur hann gamaldags rythma-blús. 

   Varđandi frábćra texta Dylans,  ţá bestu í rokksögunni,  er vćgi ţeirra ofmetiđ.  Ég kunni ekki ensku ţegar ég sem barn heillađist af Dylan.  Vinsćldir laga hans eru ekki minni í löndum ţar sem fólk talar ekki ensku.    

    Bara núna ţegar ég er ađ pikka ţetta inn er Snorri Sturluson ađ spila á rás 2  "cover"  Jimi Hendrix á frábćru lagi Dylans,  All Along the Whatctower.Ađ margra mati besta "cover" rokksögunnar.

  Dylan hefur haft djúsptćđ áhrif á íslenska músík.  Alveg frá fyrstu plötu Bubba,  Ísbjarnarblús,  hefur Dylan bergmálađ.  Eitt lag á ţeirri plötu heitirMr. Dylan. Áhrif Dylans eru líka auđheyranleg á plötum Megasar.  Rúni Júl og fleiri hafa sömuleiđis nefnt Dylan sem stóra áhrifavaldinn í sinni tónlist.  Fjölmörg lög Dylans hafa veriđ "coveruđ" af Íslendingum.  Í fljótu bragđi man ég eftir Páli Rósinkranz,  Savanna tríói,  sönghópnum Lítiđ eitt,  Geimsteini,  Kristínu Ólafsdóttur,  Grýlunum...  Á hljómleikadagskrá Utangarđsmanna var I Shall Be Releasedeftir Dylan,  en breska pönksveitin Tom Robinson Band stimplađi ţađ lag inn í bresku pönksenuna. 

  Á síđasta ári eignađist ég tvćr Dylan "tribute" plötur ţar sem ýmsir nýliđar í rokkinu "covera" lög hans.  Vegna ţess ađ ég stóđ í flutningum fyrir nokkrum vikum eru ţćr plötur lćstar ofan í einum af mörgum kössum fullum af plötum.  Ţađ tćki mig langan tíma ađ finna ţćr.  En vissulega vćri gaman ađ telja hér upp ţá flytjendur sem eru ţekkt nöfn.


Ţegar pönkiđ var ekki pönk

  sex pistols

  Ţađ er ekki gott ađ stađsetja nákvćmlega hvenćr saga breska pönksins hófst.  Sex Pistols komu fyrst fram opinberlega í nóvemberbyrjun 1975.  Fleiri sem áttu eftir ađ setja mark sitt á bresku pönkbyltinguna voru farnir ađ hasla sér völl í rokkinu sama ár eđa fyrr.  Til ađ mynda The StranglersUndertonesBoomtown RatsSqueeze og menn sem síđar voru í The ClashThe Damned og Generation X.

  Voriđ 1976 bćttust The Buzzcocks og Slaughter & The Dogs viđ.  Í júlíbyrjun slógust The Clash og The Damned í hópinn.  Eftir ţađ voru ţćr tvćr hljómsveitir í forystu pönkbylgjunnar ásamt Sex Pistols og The Buzzcocks.  Nćstu vikur og mánuđi komu nýjar pönksveitir fram á sjónarsviđiđ eins og á afkastamiklu fćribandi:  Tom Robinson BandWireXTCSiouxie & The BansheesFlowers of RomanceThrobbing GristleThe JamThe VibratorsSham 69Generation XThe Adverts og ótal fleiri sem ekki urđu eins áberandi.

  Ţađ sem fćrri vita í dag er ađ framan af var breska pönkiđ ekki kallađ pönk heldur pöbba-rokk.  Á sama tíma var orđiđ pönk notađ yfir annarskonar fyrirbćri:  Bandaríska músík sem ţótti ekki merkileg ađ gćđum en tilheyrđi ekki einum músíkstíl fremur en öđrum.  Hún var hrá og einföld en átti ekki margt sameiginlegt ţar fyrir utan.  Ţetta var ekkert síđur róleg músík en hröđ.  Ţetta voru flytjendur á borđ viđ Patti Smith,  Blondie,  Television. Talking Heads, Pere Ubu, Residents og Devo. 

  Á forsíđu desemberhefti New York´s Punk tímaritsins 1975 er eftirfarandi nöfnum slegiđ upp:  Brando,  Ramones,  Girls og Lou Reed.  Breska ţungarokksblađiđ Sounds var međ sérstaka "4 Page Punk Special" úttekt á pönki seinni partinn í júlí 1976 og minntist ekki á bresku pönkhljómsveitirnar.  Ţess í stađ snérist greinin um "lélegar" bandarískar hljómsveitir á sjöunda áratugnum.

  Í júlíhefti breska tímaritsins Sniffin´ Glue Fanzine For Punks ţetta sama ár,  1976,  var ekki heldur nein umfjöllun um breska pönkiđ.  Ţar var einungis fjallađ um hljómsveitir á borđ viđ Blue Öyster Cult,  The Flamin´ Groovies og The Hammersmith Gorillas.

  Á ţessum tíma var pönk hugtak yfir gamaldags illa spilađ bandarískt rokk eđa popp af hvađa tagi sem var,  hrátt og einfalt.  Breska pönkiđ féll ekki undir ţennan hatt ţví ađ ţađ var hratt pöbbarokk međ glamrokk keim. 

  Ţessu breytti Caroline Coon,  blađakona hjá breska poppblađinu Melody Maker.  Hún tók eftir ţví ađ nýja breska pöbbarokkbylgjan stóđ fyrir nýrri hugmyndafrćđi og skar sig verulega frá eldri pöbbarokkurum.  Nýja hugmyndafrćđin var byggđ á reiđi út í yfirvöld,  ţjóđfélagiđ,  rasisma,  fegurđardýrkun,  karlrembu,  hommafóbíu og ekki síst hippa og hippahljómsveitir. 

  Caroline bar undir liđsmenn The Clash og The Damned hvort hún mćtti kalla nýju bylgjuna pönk.  Ţeim ţótti pönk hugtakiđ of neikvćtt til ađ byrja međ.  En svo föttuđu ţeir kaldhćđnina í ţessu.

  Í ágúst 1976 notađi Caroline í Melody Maker í fyrsta skipti orđiđ pönk yfir nýju bylgjuna.  Seint í september spiluđu allar helstu nýju hljómsveitirnar á 2ja daga hljómleikahátíđ,  100 Club Punk Festival.  Ţađ var ekki aftur snúiđ.  Eftir ţetta notuđu allir orđiđ pönk yfir nýju bresku bylgjuna. 

  Ţađ ruglađi og ruglar enn marga í ríminu ađ orđiđ pönk skuli fyrst hafa veriđ notađ yfir bandarískar hljómsveitir sem spiluđu innbyrđis ólíka músíkstíla.  Ekki varđ ţađ til ađ auka mönnum skilning ađ ein af bandarísku hljómsveitunum,  Ramones,  spilađi surf-rokk sem hljómađi keimlíkt breska pönkinu og átti eftir ađ laga sig algjörlega ađ ţví.  Patti Smith fćrđi sig sömuleiđis úr ljóđalestri í humátt ađ breska pönkinu.  1976 fór Patti Smith tvívegis í hljómleikaferđ til Bretlands og túrađi í bćđi skiptin međ The Stranglers.      

  Viđ ţetta allt bćtist ađ bandarískir söguskýrendur hafa lagt sig í líma viđ ađ skrifa söguna ţannig ađ pönkiđ hafi orđiđ til í Bandaríkjunum og smitast ţađan yfir til Bretlands og síđan út um allan heim.  Sem er rangt eins og ađ ofan greinir.  Breska pönkiđ tók ekkert miđ af bandaríska pönkinu og var ekki undir neinum áhrifum frá ţví. 

 theclash


Biskupinn leysir frá skjóđunni

  Biskupinn yfir Íslandi,  Karl Sigurbjörnsson,  verđur seint talinn holdgervingur eđa táknmynd karlmennskunnar.  Fólk hefur samt ekkert veriđ ađ velta sér upp úr ţví.  Prestar og biskupar í kjól eru sjaldnast karlmennskan uppmáluđ.  Í jólapostillu sinni vakti biskupinn sjálfur athygli á ţessari stađreynd međ all óvćntum hćtti.  Hann vísađi til tíđarandans.  Sagđi ađ tíđarandinn hafi rćnt sig karlmennskunni.  Ţađ er alltaf gott ađ geta kennt öđrum um.

Skemmtileg fréttagetraun 24 stunda

  b haukdal

  Dagblađiđ 24 stundir hefur stöđugt veriđ ađ sćkja í sig veđriđ.  Í laugardagsblađi 24 stunda er skemmtileg fréttagetraun og veglegum verđlaunum heitiđ fyrir rétt svör.  Ég er öruggur um rétt svar viđ spurningu númer 15.  Ţar segir ađ Jens Guđ hafi gert athugasemd viđ löst í fari Birgittu Haukdal.  Spurt er hvort ađ ţađ hafi veriđ vegna ţess ađ Birgitta vćri a) fölsk,  b) syngi leiđinleg lög,  c) vćri gul á litinn,  d) vćri međ stjörnustćla.

  Mér er ljúft og skylt ađ gangast viđ ađ hafa tekiđ eftir ţví ađ sjálfbrúnka Birgittu eins og birtist í Laugardagslögum var ađeins um of út í gulan lit.  Betur hefđi hún notađ Banana Boat sjálfbrúnku sem aldrei framkallar nema eđlilegan sólbrúnkutón,  skv. vísindalegri samanburđarrannsókn bandaríska tímaritsins Glamour.

  Viđbrögđ Birgittu viđ athugasemd minni voru ţau ađ hún sendi mér einstaklega elskulegar jólakveđjur.  Sló mig ţar međ út af laginu og uppskar verđuga ađdáun fyrir skemmtileg viđbrögđ.  Sólóplata hennar,  Ein, hafđi fram til ţessa selst drćmt en tók vćnan sölukipp.  Flaug upp í 17.  sćti (úr 23. sćti) og ţar međ inn á hinn opinbera Topp 20 lista.  Starfsmađur Skífunnar sagđi mér ađ kaupendur plötunnar hafi margir látiđ ţess getiđ ađ ţeir vćru sérlega ánćgđir yfir ţví hvađ Birgitta tćklađi mig flott.  Svo fjarađi umrćđan út og í nćstu viku ţar á eftir (síđasta vika) dalađi platan niđur í 20.  sćti. 

  Ég er búinn ađ segja blađamanni 24 stunda ađ ég sé reiđubúinn ađ gefa Brigittu alvöru gott sjálfbrúnkukrem svo ađ sömu mistök međ gulleitan sjálfbrúnkutón endurtaki sig ekki. 

 


Afi - V

  Ég geri mér ekki grein fyrir ţví hvort ég var 10 eđa 11 ára.   Veđurspá í Hjaltadal í Skagafirđi síđsumars benti til langvarandi vćtutíđar.  Pabbi vildi koma öllu ţurru heyi í hús áđur en vćtutíđin hćfist.  Til ađ auđvelda löndun á heybólstrum inn í hlöđu voru hurđar teknar af hjörum.  Ţetta voru stórar hurđir.  Hamast var fram í myrkur viđ ađ koma heyi í hús.

  Er heimilisfólkiđ gekk frá heyskap og til náđa ţá dró ég ađra hlöđuhurđina ţétt fyrir glugga á svefnherbergi afa á jarđhćđ.  Morguninn eftir laug ég ţví ađ foreldrum mínum ađ afi ćtlađi ekki ađ mćta til morgunverđar né í mat ţann daginn.  Ţađ var engin nýlunda.  Afi átti ţađ til ađ hafa allt á hornum sér varđandi borđhald  og sniđganga kaffi- og matmálstíma.

  Í sveitinni var niđursetningur,  gamall einstćđingur sem kallađist Siggi póstur.  Honum var skipt á milli bćja í 3 - 4 vikur í senn á hverjum stađ.  Afi neitađi ađ matast samtímis honum.  Taldi ţađ vera fyrir neđan virđingu sína ađ sitja til borđs međ "öđrum eins hálfvita".   Afi tiltók međal annars ađ Siggi póstur sötrađi úr skeiđ ţegar hann borđađi súpu,  "eins og ódannađur útigangsmađur.  Og á engan hátt sambođinn siđuđu fólki."

  Afi sparađi Sigga pósti,  ţeim indćla kalli,  heldur hvergi kveđjur.  Hótađi honum öllu illu og hellti sér yfir hann viđ hvert tćkifćri ţannig ađ foreldrar mínir ţurftu ađ hasta á afa. Sem lét sér ţó hvergi segjast.  Mestan ţann tíma sem Siggi póstur dvaldi heima sniđgekk afi eldhúsiđ.  Ţess í stađ lét hann okkur krakkana lauma inn í herbergi til sín - svo lítiđ bar á - mjólk,  brauđi,  hafragrjónum og fleiru. 

  Sömuleiđis átti afi ţađ til ađ sinnast viđ sumarkrakka sem voru á heimilinu.  Ósjaldan međ ţeim afleiđingum ađ afi hćtti ađ mćta í matmálstíma til ađ ţurfa ekki ađ sitja til borđs međ "kaupstađafíflum".

  Ţađ kippti sér ţví enginn upp viđ ţađ ađ afi mćtti hvorki í mat né kaffi ţann daginn sem hlöđuhurđin var fyrir glugganum á svefnherbergi hans. Hurđin myndađi algjört myrkur í herbergi afa ţann daginn og afi svaf í myrkrinu allan daginn ţví ađ hann hélt ađ enn vćri nótt.  Afi brúkađi hlandkopp og fór ţví ekkert út úr herberginu á međan hann hélt ađ vćri nótt.

  Afi svaf ađ sjálfsögđu alla nóttina en líka allan nćsta dag og ţarnćstu nótt.  Fattađi ekkert ađ dagur kom og önnur nótt.  Ađ morgni annars dags hafđi rigningu slotađ tímabundiđ og ég tók hurđina frá glugga afa og viđ pabbi komum henni fyrir í hlöđudyrunum.  

  Ţegar afi vaknađi til morgunverđar á öđrum degi hafđi hann á orđi hvađ hann hafđi sofiđ illa.  Sagđist ítrekađ hafa vaknađ til ađ pissa.  Foreldrar mínir föttuđu ekki um hvađ afi var ađ tala.  Nćstu daga var afi stöđugt ađ ruglast á dagsetningum.  Á mánudegi stóđ hann í ţeirri trú ađ ţađ vćri sunnudagur og svo framvegis.  Heimilisfólkiđ var alveg undrandi á ruglinu í afa.  En var ţó ýmsu vant í ţeim efnum.

  Eldir sögur af afa: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/389916/


Bestu íslensku plöturnar 2007

  Í Fréttablađinu í dag er birtur listi yfir bestu íslensku plöturnar 2007.  Ţađ kemur ekki á óvart ađ Mugiboogie međ Mugisonsé ţar í 1. sćti.  Dúndurgóđ plata sem selst vel og hefur breiđa skírskotun.  Ég var einn af álitsgjöfum blađsins og setti ţá plötu í 3ja sćti - vitandi samt ađ hún yrđi í toppsćtinu ţegar atvkvćđi annarra vćru lögđ saman.

I Adapt

  Sjálfur setti ég ţó plötuna Chainlike Burden međ I Adapt í 1. sćtiđ.  Sú plata stendur nćr mínum músíksmekk og er einstaklega vel heppnuđ.  Hana vantađi ađeins 1 stig upp á ađ komast inn á lista Fréttablađsins yfir 10 bestu íslensku plötur ársins 2007.

  Í 2. sćtiđ setti ég The Great Northern Whalekill međ Mínusi.  Fyrri plötur Mínusar eru ennţá sterkari.  Engu ađ síđur er ţetta fín plata og Mínus hefur veriđ í miklu uppáhaldi hjá mér frá upphafi.  Ég gaf meira ađ segja út fyrsta lag Mínusar á v-norrćnu safnplötunni Rock from the Cold Seas.  Ég minnist ţess ađ ţegar ég sótti í fyrsta sinn hljómleika hjá Mínusi ađ ég trúđi varla ađ íslensk hljómsveit vćri svona brjálćđislega flott. 

  Í 4. sćtiđ setti ég Hvarf/Heim međ Sigur Rós.

  Í 5. sćti setti ég Frágang Megasar.  Og hefđi viljađ hafa Hold er mold međ honum sömuleiđis á listanum.  En varđ ađ velja á milli 2ja meistaraverka. 

  Einnig langađi mig til ađ hafa á listanum The First Crusade međ Jakobínurínu,  Volta međ BjörkBat out of Hellvar međ HellvarGhosts of the Bollocks to Come međ Skátum, Ferđasót međ HjálmumAn Ode to the Umbrella međ Soundspell,  titillausa plötu Benny Crespo´s Gang og nokkrar fleiri.

  Listi Fréttablađsins yfir 10 bestu íslensku plötur ársins 2007 er ţannig:

  1.  MugisonMugiboogie

  2.  SprengjuhöllinTímarnir okkar

  3.  HjaltalínSleepdrunk Season

  4.  Megas Frágangur

  5.  Benny Crespo´s Gang

  6.  MegasHold er mold

  7.  Gus GusForever

  8.  Páll ÓskarAllt fyrir ástina

  9.  JakobínarínaThe First Crusade

 10.  Hjálmar Ferđasót     

  Gaman vćri ađ hlera viđhorf ykkar til bestu íslensku platna 2007.


Bloggiđ mitt hleypir sölukipp í sólóplötu Birgittu Haukdal

  Ein

  Fyrir hálfum mánuđi eđa svo bloggađi ég í léttum dúr litla fćrslu um Birgittu Haukdal í sjónvarpsţćttinum Laugardagslögin.  Ég sá ađ hún hafđi boriđ á sig sjálfbrúnkukrem.  Mér virtist ţađ framkalla ađeins of gulleitan brúnkulit.  Ţetta var ekki illa meint en vissulega smá grín á kostnađ poppstjörnunnar.

  Ofur vinsamleg viđbrögđ Birgittu slógu mig út af laginu.  Hún snéri gríninu upp á mig međ ţví ađ skrifa mér jólakort.  Ţar óskađi hún mér gleđilegra jóla međ von um ađ ég hafi ţađ yndislegt.  Jafnframt upplýsti hún mig um nafn sjálfbrúnkremsins. 

  Međ ţessu voru öll vopn úr höndum mínum slegin.  Ég lýsti ţví yfir ađ eftir svona elskulegheit vćri mér ómögulegt ađ skrifa styggđaryrđi um Birgittu.  Hún vćri búin ađ girđa rćkilega fyrir allt slíkt í framtíđinni.   

  Hróđur Birgittu í ţessu máli spurđist útfyrir bloggheima.  24 stundir,  mbl.is og fleiri fjölmiđlar báru hann út.  Ţetta var mest lesna fréttin á mbl.is fyrir viku.

  Starfsmađur hjá Skífunni tjáđi mér ađ sólóplata Birgittu,  Ein,  hafi tekiđ vćnan sölukipp viđ umtaliđ.  Jafnframt hafi margir kaupendur plötunnar látiđ hrósyrđi falla um ţađ hvađ Birgitta tćklađi mig snilldarlega. 

  Nú hafa sölutölur stađfest ţennan sölukipp.  Ţađ eru 6 vikur síđan platan kom út.  Salan á henni var ţađ róleg ađ hún náđi ekki inn á opinberan lista yfir 20 söluhćstu plöturnar í viku hverri.  Á listanum sem var gerđur opinber í dag er platan hinsvegar skyndilega komin í 17. sćti (var í 23.  sćti fyrir viku). 

  Ađ komast inn á Topp 20 ţýđir ađ platan fćr betra og meira áberandi hillupláss og uppstillingu í plötubúđum.  Plötuverslanir gćta jafnframt betur upp á ađ eiga nóg af plötunni á lager núna á ţessum mestu plötusöludögum ársins.  Platan mun ţví seljast enn betur og klifra enn hćrra á listann. 

  Ţađ er kannski ekki alveg rétt sem ég segi í fyrirsögninni;  ađ bloggiđ mitt valdi ţessum sölukipp.  Ţađ er öllu fremur afgreiđsla Birgittu á bloggfćrslu minni sem framkallar ţetta jákvćđ viđbrögđ plötukaupenda. 

  b haukdal

 


Bestu íslensku hljómsveitarnöfnin

  Um síđustu mánađarmót óskađi ég eftir tillögum um bestu íslensku hljómsveitarnöfnin.  Mér reiknast til ađ 82 nöfn hafi veriđ nefnd til sögunnar.  Sjálfur átti ég ţá eftir ađ greiđa atkvćđi međ nöfnunum Morđingjarnir,  Ljótu hálfvitarnir,  Gyllinćđ,  Alsćla,  Frostmark og Utangarđsmenn.  Ţau nöfn sem hlutu 3 atkvćđi eđa fleiri voru: 

Trúbrot

Óđmenn

Sagtmóđigur

Kamarorghestar

Ţeyr

Brunaliđiđ

Utangarđsmenn

  Ţessi nöfn set ég í formlega skođanakönnun.  Áđur vil ég ţó kanna viđhorf ykkar til nafna sem hlutu 2 útnefningar.  Ţađ er ađ segja viđhorf ykkar sem ekki tilnefndu ţau nöfn:

Unun

Hljómsveit Ingimars Eydals

Purrkur Pillnikk

Brimkló

Spilverk ţjóđanna

Dátar

Mínus

Búdrýgindi

Hljómar

Súkkat

Mannakorn

Tennurnar hans afa

Sigur Rós

Bara-flokkurinn

Morđingjarnir

  Ef einhver af ţessum nöfnum fá stuđning ţá verđa ţau í formlegu kosningunni. Ţiđ getiđ skođađ tilnefningar og rök fyrir ţeim á http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/379916/

   


Ť Fyrri síđa | Nćsta síđa ť

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband