Færsluflokkur: Bloggar

4 milljónir flettinga

  Á dögunum brá svo við að flettingar á þessari bloggsíðu minni fóru yfir fjórar milljónir.  Það er gaman.  Flettingar eru jafnan 10 - 15% fleiri en innlit.  Innlit eru sennilega einhversstaðar á rólinu 3,5 milljón.  

  Velgengni bloggsíðunnar kitlar hégómagirnd.  Samt er ég ekki í vinsældakeppni.  Til að vera í toppsæti þarf að hengja bloggfærslur við fréttir á mbl.is og blogga rúmlega daglega.  Ég geri hvorugt.  Ég blogga aðeins þrisvar eða fjórum sinnum í mánuði. Það dugir mér fyrir útrás blaðamannsbakteríu frá því að ég til áratuga skrifaði um popptónlist fyrir allt upp í 12 tímarit þegar mest gekk á.  

  Það er skemmtun að velta vöngum yfir ýmsu í tónlist.  Ekki síst þegar það kveikir umræðu.  Jafnframt er ljúft að blogga um það sem vinir mínir eru að bardúsa í tónlist,  bókmenntum,  kvikmyndum eða öðru áhugaverðu.

  Fyrir nokkrum árum - þegar barnabörn mín stálpuðust og lærðu að lesa - tók ég ákvörðun um að láta af neikvæðum skrifum um menn og málefni.  Núna skrifa ég einungis vel um alla.  Sumir eiga erfitt með að meðtaka það.  Ekki svo mjög á blogginu.  Það er frekar á Facebook.  Þar vilja sumir fara í leðjuslag við mig. Sem var gaman áður en ég hætti neikvæðni.  Nú er runnin upp stund jákvæðninnar.  Og meira að segja stutt í sólrisuhátíðina jól.   


Viðbjóðslegir veitingastaðir

  Til margra ára hef ég stundum horft á sjónvarpsþætti enska matreiðslumannsins  Gordons Ramseys.  Hann heimsækir bandaríska veitingastaði.  Smakkar mat þeirra.  Aldrei bregst að hann lýsir mat þeirra sem mesta viðbjóði er hann hefur séð og smakkað.  Það hlýtur að þýða að bandarísk matreiðsla hrörni stöðugt dag frá degi.  Annars gætu þessir matsölustaðir ekki toppað alla fyrri ógeðslegu matsölustaði ár eftir ár.

  Áhugavert er að hann afhjúpar ætíð í leiðinni rosalegan sóðaskap á matsölustöðunum.  Bandrtíska Heilbrigðiseftirlitið er ekki að standa sig. 

  Svo hundskammar hann alltaf óhæfan eiganda staðarins og kokkinn.  Er mjög ruddalegur og árásagjarn í orðum.  Keyrir þá upp að vegg.  Oftast er tekist hart á í orðum.  Svo gefur hann þeim góð ráð.  Viðkomandi knúsar hann í lok þáttar og allt verður gott. Þetta er ljómandi skemmtilegt sjónvarpsefni.  Eitt það besta er að nægilegt er að horfa á tíunda hvern þátt.  Hinir eru allir eins.


Gleðileg jól!

Heims um ból

halda menn jól;

heiðingjar, kristnir og Tjallar.

Uppi á stól

stendur í kjól

stuttklipptur prestur og trallar.


Minningarorð um Kristínu Guðmundsdóttur

  Í dag er til moldar borin ástkær skólasystir,  Kristín Guðmundsdóttir í Grindavík.  Við vorum samferða í Héraðsskólanum á Laugarvatni á fyrri hluta áttunda áratugarins.

  Allir strákarnir í skólanum nema einn voru skotnir í Stínu.  Ekki aðeins vegna þess að hún var gullfalleg.  Líka vegna hennar geislandi persónuleika.  Hún var glaðvær,  jákvæð, hlý og afskaplega skemmtileg.

  Nemendum á Laugarvatni var mismunað gróflega eftir kynjum.  Drengjaheimavistir og stúlknaheimavistir.  Stranglega var bannað að flakka þar á milli.  Slík ósvífni kostaði brottrekstur úr skólanum.

  Stína bjó á heimavist sem hét Hlíð.  Nauðsyn braut lög.  Reglur viku fyrir ljúfum eftirmiðdögum um helgar.  Fátt var skemmtilegra en að heimsækja Stínu og vinkonur hennar síðdegis um helgar.  Bara að spjalla saman,  vel að merkja.  Ekkert annað.   Það var góð skemmtun.  Þarna varð til sterk lífstíðarvinátta.

  Fyrir nokkrum árum tókum við skólasystkini frá Laugarvatni upp á því að hittast af og til.  Meiriháttar gaman.  Skugga bar á síðasta endurfund er Stína var fjarri vegna baráttu við krabbamein.  Hennar er nú sárt saknað.  Ein skemmtilegasta og indælasta manneskja sem ég hef kynnst.  Ég er þakklátur fyrir frábær kynni.

 

KristínLaugarvatn


Færeyingar innleiða þorrablót

  Þorrablót er gamall og góður íslenskur siður.  Ungt fólk fær tækifæri til að kynnast fjölbreyttum og bragðgóðum mat fyrri alda.  Það uppgötvar að fleira er matur en Cocoapuffs,  Cheerios,  pizzur,  hamborgarar,  djúpsteiktir kjúklingabitar og franskar kartöflur.  Flestir  taka ástfóstri við þorramat.  Þannig berst þorramatarhefðin frá kynslóð til kynslóðar.

  Víða um heim halda Íslendingafélög myndarleg þorrablót.  Í einhverjum tilfellum hefur fámennur hópur Íslendinga í Færeyjum haldið þorrablót.  Nú bregður svo við að Færeyingar halda þorrablót næsta laugardag.  

  Skemmtistaðurinn Sirkus í Þórshöfn,  kráin Bjórkovin (á neðri hæð Sirkuss) og Borg brugghús á Íslandi taka höndum saman og bjóða Færeyingum og Íslendingum á þorrablót.  Allar veitingar ókeypis (þorrablót á Íslandi mættu taka upp þann sið).  Boðið er upp á hefðbundinn íslenskan þorramat, bjórinn Surt, snafs og færeyskt skerpukjöt.

  Gaman er að Færeyingar taki þorrablót upp á sína arma.  Hugsanlega spilar inn í að eigandi Sirkus og Bjórkovans,  Sunneva Háberg Eysturstein,  vann sem dyravörður á íslenska skemmtistaðnum Sirkus við Klapparstíg um aldarmótin.  Hér kynntist hún þorrablótum.

þorramatur 

    


Hátíð ljóss og friðar

  Heims um ból halda menn jól;

heiðingjar, kristnir og Tjallar.

  Uppi í stól stendur í kjól

stuttklipptur prestur og trallar.

 


Jóla- og nýggjársheilsan

Eg ynskir tær og tinum eini gleðilig og hugnalig jól og eitt vælsignað og eydnuberandið nýggjár,  við tökk fyri tað brátt farna.


Karllægt bloggsamfélag

  Þegar ég byrjaði að blogga á Moggabloggi - sennilega um 2008 - voru kvenbloggarar áberandi í efstu sætum yfir vinsælustu blogg.  Þetta voru Jenný Anna,  Jóna Á. Gísladóttir,  Áslaug Ósk,  Ragnhildur Sverrisdóttir,  Gurrí Haralds,  Helga Guðrún Eiríksdóttir,  Ásthildur Cesil,  Salvör Gissurardóttir,  Rannveig Höskuldsdóttir,  Halla Rut,  Heiða B.,  Heiða Þórðar,  Birgitta Jónsdóttir,  Kolbrún Baldursdóttir,  Katrín Snæhólm,  Kristín Björg Þorsteinsdóttir,  Vilborg Traustadóttir,  Hjóla-Hrönn, Sóley Tómasdóttir,  Anna Kristjánsdóttir og margar fleiri sem ég vona að móðgist ekki þó að ég muni ekki eftir í augnablikinu.  

  Nokkru síðar hurfu þessir frábæru kvenbloggarar nánast eins og dögg fyrir sólu af Moggablogginu á sama tíma.  Þeir/þær færðu sig yfir á Fésbók eða á aðrar bloggsíður.  Eftir sátum við karlpungarnir á Moggablogginu.  Nú er svo komið að Moggabloggið er nánast einskorðað við okkar einsleita karlaheim.  Það er miður.  Spurning vaknar um hvað veldur kúvendingunni.  

  Rétt er að halda til haga að Ásthildur Cesil,  Kolbrún Baldursdóttir, Salvör Gissurardóttir og Hjóla-Hrönn eiga það til að henda inn bloggfærslu hér endrum og eins.  Þær fá jafnan góðar viðtökur.  það er alltaf fagnaðarefni.  Eftir stendur að í dag er Moggabloggið karlasamkunda. Öfugt við Fésbók,  twitter og alla þá aðra samfélagsmiðla sem skarta sjónarmiðum beggja/allra kynja í þokkalega jöfnum hlutföllum.         

moggablogg


Alger uppstokkun í bloggsamfélaginu

  Fyrir nokkrum árum var Moggabloggið allsráðandi í bloggi á Íslandi.  Það var langbesta bloggumhverfið.  Bauð upp á persónulegt umhverfi (margir kostir í boði) og marga góða möguleika.  Það var hægt að tengja bloggfærslu við frétt á mbl.is.  Það var hægt að setja inn á plötuspilara uppáhaldslög.  Það var hægt að efna til skoðanakannanna.  Það var hægt að velja letur, leturstærð,  lit á letri.  Það var hægt að pósta inn myndböndum.  Það var hægt að ráða stærð ljósmynda.

  Bloggumhverfi Moggabloggsins var frábærlega vel útfært á heimsmælikvarða.   Tugþúsundir hófu að blogga á Moggablogginu.  Vinsælustu bloggarar fengu 5 - 10 þúsund innlit á dag.  Þeir sem næstir komu fengu 2 - 5 þúsund innlit á dag.  Dagblöðin:  Mogginn, Fréttablaðið, Blaðið og DV, birtu daglega einskonar "best of"  bloggfærslur frá deginum áður.  Ljósvakamiðlar voru sömuleiðis duglegir við að vitna i bloggfærslur.  Til varð frasinn "bloggheimar loga" þegar mikið gekk á.

  Svo breyttist allt á einni nóttu.  Það var þegar Doddsson varð ritstjóri Morgunblaðsins.  Blogginu var sparkað niður í kjallara.  Í forystugrein í Mogganum lýsti Doddsson því yfir að bloggarar væri ómarktækur skríll.  Bara ég og örfáir aðrir væru á hlustandi.  Allir aðrir bloggarar væru fábjánar.

  Nánast allir vinsælustu bloggarar Moggabloggsins færðu sig með það sama yfir á önnur bloggsvæði.  10 þúsund dagleg innlit á Moggabloggið hrundu niður í 500.  

  Moggabloggshrunið skaut styrkum stoðum undir blogg á eyjunni, dv, pressunni og fleiri bloggsvæðum.  Bloggsvæði 365 miðla,  bloggcentral og blogg.visir.is, blómstruðu.  Samt voru stöðug vandræði með þessi bloggsvæði 365 miðla.  Þar var allt í klessu.  Innlitsteljari virkaði nánast aldrei.  Það var ekkert hægt að stjórna leturstærð,  ljósmyndastærð né litum eða öðru.  Það var klúður aldarinnar að 365 miðlar nýttu sér á engan hátt hrun Moggabloggsins.  Þvert á móti þá hefur vísisbloggið alla tíð verð hornreka og meira og minna hálf bæklað fyrirbæri.

  Þrátt fyrir allt var alla tíð góð traffík á bloggsvæði 365.  Nú hefur þeim verið lokað.  365 miðlar hafa stimplað sig út úr bloggheimum.  

  Spurningin er hvaða áhrif þetta hefur á bloggheim.  Mér segir svo hugur að fæstir færi sig yfir á Moggabloggið.  Flestir færa sig væntanlega yfir á Fésbók.  Það er spurning með DV bloggið og Eyjuna.  Þau blogsvæði standa ekki öllum opin.  Aðeins útvöldum er hleypt að.  

  Þá er eftir "kommentakerfi" DV og visir.is. Þangað munu einhverjir færa sig.  Eftir stendur að tveir af helstu bloggvettvöngum Íslands hafa skellt í lás, bloggcentral.is og blogg.visir.is.   Þar er skarð.


Varúð! Úlfur í sauðagæru í bloggheimi

  Undanfarna daga hefur einhver farið mikinn undir nafninu Bjartmar Guðlaugsson í athugasemdakerfi hinna ýmsu bloggvettvanga.  Viðkomandi hefur meðal annars vitnað í þekkt textabrot tónlistarmannsins Bjartmars Guðlaugssonar og segist þá vera að vitna í sína eigin texta.  Málið er að tónlistarmaðurinn Bjartmar Guðlaugsson hefur aldrei skrifað athugasemd við bloggfærslur. 

  Það sem verra er:  Sá sem villir þarna á sér heimildir og þykist vera tónlistarmaðurinn Bjartmar Guðlaugsson er að rífa kjaft í athugasemdakerfinu.  Hann fer í aulalegar ritdeilur við bloggfærsluhöfunda og dregur þannig upp vonda mynd af tónlistarmanninum.  

  Þarna er um lögbrot að ræða.  Það verður kært til lögreglu,  gerandinn leitaður upp,  dreginn fyrir dóm og hýddur.  


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband