Fćrsluflokkur: Tónlist
25.6.2018 | 22:11
Afleiđing lagastuldar
Í annars bráđskemmtilegum og fróđlegum útvarpsţćtti á dögunum barst tal ađ laginu "Come Together". Ţađ er opnulag síđustu hljóđversplötu Bítlanna, "Abbey Road". Flott lag ţar sem Bítlarnir fara á kostum í söng og hljóđfćraleik.
Í umrćđunni um lagiđ var nefnt ađ lagiđ vćri stoliđ úr lagi Chucks Berrys "You Can´t Catch Me". Ţađ hafi hinsvegar ekki haft neinar afleiđingar.
Hiđ rétta er ađ ţađ hafđi miklar afleiđingar. John Lennon samdi lagiđ og textann. Sem ákafur ađdáandi Chucks Berrys vildi hann heiđra hann međ tilvísun í bćđi áđurnefnt lag og texta ţess. John var svo mikill ađdáandi ađ rétt áđur en ţeir áttu ađ hittast í fyrsta sinn ţá varđ hann svo stressađur og nervus ađ hann ćldi eins og múkki.
Chuck var ađdáandi Bítlanna og einkum Johns. Enda voru ţeir međ fjölda laga hans á hljómleikaskrá sinni. Mörg ţeirra rötuđu inn á plötur ţeirra.
Chuck áttađi sig á heiđruninni í "Come Together" og var upp međ sér. Plötuútgefandi Chucks sá aftur á móti í hendi sér ađ hćgt vćri ađ gera sér mat úr ţessu. Hann kćrđi John fyrir lagastuld og dró hann fyrir dómstóla. Sátt náđist í málinu. Hún fólst í ţví ađ John myndi senda frá sér plötu međ ţremur lögum sem útgefandi Chucks átti útgáfurétt á. Ţetta voru Chuck Berry lögin "You Can´t Catch Me" og "Sweet Little Sixteen" ásamt laginu "Ya Ya" eftir Lee Dorsey.
Til ađ uppfylla sáttina ákvađ John ađ senda frá sér plötu međ ţessum lögum í bland viđ önnur gömul rokk og ról uppáhaldslög. Plötuna kallađi hann "Rock n Roll". Ţetta var á ţví tímabili sem John kallađi "týndu helgina". Eiginkona hans, Yoko Ono", hafđi hent honum út og hann var hálfur út úr heimi blindfullur samfellt í 18 mánuđi.
Allt gekk á afturfótunum. Upptökustjórinn snarklikkađi Phil Spector (sem nú er í fangelsi vegna morđs) týndi upptökunum af sumum laga rokk-plötunnar og skaut úr byssu kúlu sem nánast strauk eyra Johns. Hann var međ hellu fyrir eyranu ţađ sem eftir lifđi dags. Ţetta varđ til ţess ađ blindfullur Lennon ţjófstartađi sáttinni međ ţví ađ senda frá sér plötudrusluna "Walls and Bridges" međ laginu "Ya Ya". Rokk-platan ţurfti ađ bíđa betri tíma.
Útgefandi Chucks skilgreindi ţetta sem rof á sáttinni. Stefndi Lennoni aftur fyrir dómstóla. Aftur náđist sátt. Svo kom rokk-platan út. Hún hefur vaxiđ í áranna rás. Ţegar hún kom út gáfu gagnrýnendur henni 2 og hálfa stjörnu. Nokkrum árum síđar voru ţađ 3 stjörnur. Síđan 3 og hálf. Í dag fćr platan 4 stjörnur á allmusic.com.
Útgefandi Chucks gaf rokk-plötuna út undir nafninu "Roots". Ţađ kallađi á enn ein málaferlin.
Til gamans: Ýmsar heimildir herma ađ Paul McCartney syngi bakröddina í "Come Together". Međal annars sú vandađa heimildabók "Beatlesongs". Paul hefur ţó upplýst ađ John raddi međ sjálfum sér. Paul hafi bođist til ađ radda en John svarađ Ţví til ađ hann grćji ţetta sjálfur. Paul sárnađi ţetta en var of stoltur til ađ láta John vita af ţví.
Tónlist | Breytt 26.6.2018 kl. 19:04 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (9)
21.6.2018 | 00:04
Ljúf plata
Titill: Ţúsund ár
Flytjandi: Guđmundur R
Einkunn: ****
Guđmundur R. Gíslason varđ fyrst ţekktur sem söngvari hljómsveitarinnar Sú Ellen frá Norđfirđi. "Ţúsund ár" er ný sólóplata međ honum. Hún inniheldur tíu frumsamin lög 0g texta. Lögin eru öll hin snotrustu og notalega söngrćn. Textarnir eru alţýđlegir og ljóđrćnir. Ţađ er ađ segja ortir á venjulegu alţýđumáli án rembings; án stuđla og höfuđstafa en iđulega međ endarím. Yrkisefniđ er samskipti fólks og smá pólitík. Í rokkađasta laginu, "Best í heimi", er deilt á íslensku spillinguna. Fyrir minn smekk er ţađ skemmtilegasta lag plötunnar ásamt lokalaginu, "1974". Ţar segir frá snjóflóđinu sem féll á Neskaupstađ umrćtt ár.
Guđmundur er góđur, blćbbrigđaríkur og lipur söngvari međ breitt raddsviđ. Sveiflar sér léttilega á milli söngstíla. Bregđur jafnvel fyrir sig snyrtilegri falsettu til spari.
Allflest lögin eru á millihrađa. Heildar yfirbragđ plötunnar er milt. Áferđin er mjúk. Allur flutningur er snyrtilegur, fágađur og ađ mestu án eiginlegra klisjusólókafla. Ţađ er kostur.
Tónlist | Breytt 22.6.2018 kl. 00:32 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
18.6.2018 | 10:45
Orđuhafar
Ég er alveg fylgjandi ţví ađ fólki sé umbunađ fyrir gott starf međ fálkaorđu. Ţađ er hvetjandi fyrir viđkomandi. Jafnframt öđrum hvatning til ađ taka orđuhafa sér til fyrirmyndar.
Núna samfagna ég nýjustu orđuhöfunum Andreu Jónsdóttur og Hilmari Erni Hilmarssyni. Bćđi virkilega vel ađ orđu komin. Andrea hefur til nćstum hálfrar aldar veriđ ötul viđ ađ kynna íslenska tónlist í útvarpi, á diskótekum og á prenti.
Hilmar Örn hefur sömuleiđis veriđ duglegur viđ ađ kynna og varđveita gömlu íslensku kvćđahefđina. Međal annars međ ţví ađ blanda henni saman viđ nýrri tíma rapp. Einnig hefur hann fariđ á kostum í eigin músíkstílum. Fyrir ţá fékk hann evrópsku Felix-verđlaunin fyrir tónlistina í "Börn náttúrunnar". Einn merkasti tónlistarmađur heims.
Elsku Andrea og Hilmar Örn, innilega til hamingju međ orđurnar. Ţiđ eigiđ ţćr svo sannarlega skiliđ. Ţó fyrr hefđi veriđ.
![]() |
Fjórtán hlutu fálkaorđuna |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 21:17 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (7)
24.5.2018 | 08:22
Paul Watson leiđir mótmćlastöđu gegn Tý
Fyrir sléttum mánuđi skýrđi ég undanbragđalaust frá ţví ađ fćreyska ţungarokksveitin Týr vćri ađ leggja upp í hljómleikaferđ til Bandaríkja Norđur-Ameríku og Kanada. Um ţađ má lesa međ ţví ađ smella H É R .
Hryđjuverkasamtökin Sea Shepherd blésu ţegar í stađ í herlúđra. Af fullum ţunga hófu ţau öfluga herferđ gegn Tý. Skoruđu á almenning ađ sniđganga hljómleikana međ öllu. Markmiđiđ var ađ hljómleikunum yrđi aflýst vegna drćmrar ađsóknar.
Ef markmiđiđ nćđist ekki ţá til vara myndu samtökin standa fyrir fjölmennri mótmćlastöđu viđ hljómleikasalina.
Svo skemmtilega vill til ađ mćting á hljómleikana hefur veriđ hin besta. Sama er ekki ađ segja um mótmćlastöđuna. Hún er spaugilega fámenn. Auk leiđtogans; Pauls Watsons, er ţetta 8 eđa 9 manns. Eru hljómleikarnir ţó í fjölmennustu borgunum.
Bassaleikari Týs, Gunnar Thomsen, rćddi í smástund viđ Paul fyrir utan hljómleikahöllina í San Diego. Ţeir voru ósammála. Gunnar benti honum á ađ baráttan gegn hvalveiđum Fćreyinga vćri vonlaus og skili engum árangri. Paul sagđist samt ćtla ađ halda baráttunni áfram svo lengi sem hann lifi.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 10:13 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
12.5.2018 | 05:35
Íslenskur kór og fćreyska drottningin
God of War heitir vinsćl tölvuleikjasería. Hún hefur rakađ ađ sér tilnefningum og verđlaunum á verđlaunahátíđum á borđ viđ The Game Awards, Game Critics Awards og IGN´s Best of E3 Awards. Jafnframt slegiđ sölumet út um allan heim.
Á dögunum kom út áttundi leikurinn í seríunni. Fyrri leikir fjalla um grísku gođafrćđina. Ţessi gerir út á norrćna gođafrćđi. Sögusviđiđ er Miđgarđur, Álfheimar, Hel, Jötunheimar, Niflheimur, Ásgarđur, Yggdrasil, Bifröst o.s.frv.
Söguhetjurnar eru feđgar og móđir drengsins. Hún er fallin frá. Feđgarnir leggja upp í mikiđ og viđburđaríkt ferđalag. Tilefniđ er ađ uppfylla ósk móđurinnar um ţađ hvar eigi ađ dreifa öskunni af henni.
Tónlistin í leiknum er samin af Bear McCreary. Hann er best ţekktur fyrir ađ vera h0fundur tónlistar í sjónvarpsseríum, svo sem The Walking Dead og The Battlestar Galactica. Eini flytjandinn sem hvarvetna er nafngreindur er fćreyska álfadrottningin Eivör. Hún syngur ţemasöng móđurinnar og er hlađin lofi fyrir frammistöđuna. Međal annarra flytjenda er ónefndur íslenskur kór.
Allir gagnrýnendur helstu dagblađa og netmiđla gefa útkomunni 5 stjörnur af 5 eđa 10 af 10 međ tveimur undantekningum. Í öđru tilfellinu er einkunnin 9,5 af 10. Í hinu tilfellinu er einkunnin 9,75 af 10.
Eivör hefur átt lög og plötur í 1. sćti vinsćldalista á Íslandi, í Noregi, Danmörku og Fćreyjum. Samanlögđ sala á ţeim bliknar í samanburđi viđ söluna og spilun á God of War. Ţar erum viđ ađ tala um hundruđ milljónir.
Tónlist | Breytt 13.5.2018 kl. 00:55 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
5.5.2018 | 03:44
Gríđarmikill uppgangur í fćreyskri ferđaţjónustu
Lengst af aflađi sjávarútvegur um 97-99% af gjaldeyristekjum Fćreyinga. Svo bar til tíđinda ađ sumariđ 2015 og aftur 2016 stóđ 500 manna hópur hryđjuverkasamtakanna Sea Shepherd vakt í Fćreyjum til ađ hindra marsvínadráp. Ađgerđir ţeirra voru afar klaufalegar. Skiluđu engum árangri nema síđur vćri. Varđ ţeim til háđungar.
500 manna hópur SS-liđanna klaufađist til ađ auglýsa og kynna á samfélagsmiđlum út um allan heim fagra náttúru Fćreyja. Međ ţeim árangri ađ ferđamannaiđnađur tekiđ risakipp. Í dag aflar ferđamannaiđnađurinn 6,4% af gjaldeyristekjum Fćreyinga. Vöxturinn er svo brattur ađ gistirými anna ekki eftirspurn. Ţegar (ekki ef) ţú ferđ til Fćreyja er nauđsynlegt ađ byrja á ţví ađ bóka gistingu. Annars verđa vandrćđi.
Inn í dćmiđ spilar ađ samtímis hafa fćreyskir tónlistarmenn náđ sterkri stöđu á alţjóđamarkađi. Mestu munar um álfadrottninguna Eivöru, ţungarokkshljómsveitina Tý, trúbadúrana Teit, Lenu Anderssen og Högna, pönksveitina 200, kántrý-kónginn Hall Jóensen, heimstónlistarhljómsveitina (world music) Yggdrasil og marga fleiri.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 19:39 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)
26.4.2018 | 21:14
Hryđjuverkasamtök í herferđ gegn rokkhljómsveit
Bandarísku hryđjuverkasamtökin Sea Shepherd eru Íslendingum ađ vondu kunn. Kvikindin sökktu tveimur íslenskum bátum á síđustu öld. Á undanförnum árum höfum viđ fylgst međ klaufalegri baráttu ţeirra gegn marsvínaveiđum Fćreyinga 2015 og 2016. 500 SS-liđar stóđu sumarlangt sólarhringsvakt í fćreyskum fjörđum.
Ţegar Fćreyingar ráku marsvínavöđur upp í fjöru reyndu SS-liđar af spaugilegri vankunnáttu - og ranghugmyndum um hegđun hvala - ađ fćla vöđuna til baka. Ţađ skipti reyndar litlu máli ţví ađ fćreyska lögreglan kippti ţeim jafnóđum úr umferđ. Snéri ţá niđur, handjárnađi og flaug međ ţá á brott í ţyrlu. Gerđu jafnframt báta ţeirra og verkfćri upptćk; myndbandsupptökuvélar, tölvur, ljósmyndavélar o.ţ.h. Sektuđu ađ auki einstaklingana um tugi ţúsunda kr. svo undan sveiđ.
Brölt SS í Fćreyjum misheppnađist algjörlega. Varđ ţeim til háđungar, athlćgis og ađ fjárhagslegu stórtjóni. Fćreyingar uppskáru hinsvegar verulega góđa landkynningu. Hún skilađi sér í túristasprengju sem fćreysk ferđaţjónusta var ekki búin undir. Gistirými hafa ekki annađ eftirspurn síđan.
Eftir hrakfarirnar hafa hnípnir SS-liđar setiđ á bak viđ stein, sleikt sárin og safnađ kjarki til ađ leita hefnda. Stundin er runnin upp.
Forsagan er sú ađ fyrir nokkrum árum náđi fćreyska hljómsveitin Týr 1. sćti norđur-ameríska CMJ vinsćldalistans. Hann mćlir plötuspilun í öllum útvarpsstöđvum framhaldsskóla í Bandaríkjunum og Kanada. Hérlendis er CMJ jafnan kallađur "bandaríski háskólaútvarpslistinn". Ţađ vakti gríđarmikla athygli langt út fyrir útvarpsstöđvarnar ađ fćreysk ţungarokkshljómsveit vćri sú mest spilađa í ţeim.
Fćreyska hljómsveitin nýtur enn vinsćlda í Norđur-Ameríku. Í maí heldur hún 22 hljómleika í Bandaríkjunum og Kanada. Allt frá New York til Toronto.
SS hafa hrint úr vör herferđ í netheimum gegn hljómleikaferđinni. Forystusauđurinn, Paul Watson, skilgreinir hljómsveitina Tý sem hneisu í rokkdeildinni. Hún lofsyngi morđ á hvölum. Forsprakkinn Heri Joensen, söngvari, gítarleikari og söngvahöfundur, hafi ađ auki sjálfur myrt yfir 100 hvali.
SS hafa virkjađ öll sín bestu sambönd og samfélagsmiđla gegn hljómleikaferđ Týs. "Stöđvum Tý! Stöđvum hvaladráp!" hrópar Paul Watson og krefst sniđgöngu. Forvitnilegt verđur ađ fylgjast međ framvindunni. Skipta hvalveiđar norđur-ameríska ţungarokksunnendur miklu máli? Kannski spurning um ţađ hvađ umrćđan verđur hávćr og nćr inn á stćrstu fjölmiđla vestan hafs.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 21:38 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
19.4.2018 | 04:23
Enn eitt fćreyska lagiđ slćr í gegn
Frá 2002 hefur fjöldi fćreyskra tónlistarmanna notiđ vinsćlda á Íslandi. Ţar af hafa margir komiđ lögum sínum hátt á vinsćldalista Rásar 2. Í fljótu bragđi man ég eftir ţessum:
Hljómsveitin TÝR
Eivör
Brandur Enni
Hljómsveitin MAKREL
Högni Lisberg
Jógvan
Boys in a Band
Eflaust er ég ađ gleyma einhverjum. Núna hefur enn eitt fćreyska lagiđ stokkiđ upp á vinsćldalista Rásar 2. Ţađ heitir "Silvurlín". Flytjandi er Marius Ziska. Hann er Íslendingum ađ góđu kunnur. Hefur margoft spilađ hérlendis. Jafnframt flutti hann ásamt Svavari Knúti lagiđ "Ţokan" 2013. Ţađ fór ofarlega á vinsćldalista Rásar 2. Rétt eins og lagiđ "You and I" sem Kristina Bćrendsen söng međ Páli Rózinkrans í fyrra.
"Silfurlín" er í 12. sćti vinsćldalistans ţessa vikuna. Sjá HÉR
Uppfćrt 22.4.2018: "Silfurlín" stökk úr 12. sćti upp í 4. í gćr.
Tónlist | Breytt 22.4.2018 kl. 15:10 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
13.4.2018 | 02:11
Reykvískur skemmtistađur flytur til Benidorm
Um árabil var Ob-la-di Ob-la-da einn áhugaverđasti skemmtistađur landsins. Hann var stađsettur á Frakkastíg. Alltaf trođfullt út úr dyrum. Iđulega komust fćrri inn en vildu. Sérstađa stađarins var ađ ţar spiluđu ţekktir tónlistarmenn lög úr smiđju Bítlanna. Einungis Bítlalög. Ekkert nema Bítlalög. Sjaldnast í upprunalegum útsetningum. Samt stundum í bland.
Bassaleikarinn Tómas heitinn Tómasson hélt utan um dagskrána. Hann var jafnframt fasti punkturinn í hljómsveitunum sem komu fram, hvort sem ţćr kölluđust Bítladrengirnir blíđu eđa eitthvađ annađ. Međal annarra sem skipuđu húshljómsveitina ýmist fast eđa lauslega voru gítarleikararnir Magnús R. Einarsson, Eđvarđ Lárusson, Gunnar Ţórđarson; trommuleikarinn Ásgeir Óskarsson; söngvararnir Andrea Gylfadóttir, Egill Ólafsson og Kormákur.
Ađ degi til um helgar spilađi Andrea Jónsdóttir vel valin Bítlalög af hljómplötum. Alltaf var rosalega gaman ađ kíkja á Ob-la-di. Útlendir Bítlaađdáendur sóttu stađinn. Ţar á međal Mike Mills úr bandarísku hljómsveitinni R.E.M. Hann tróđ upp međ húshljómsveitinni. Mig rámar í ađ Yoko Ono hafi kíkt inn. Líka gítarleikari Pauls McCartneys.
Svo kom reiđarslagiđ. Lóđareigendur reiknuđu út ađ arđvćnlegt yrđi ađ farga húsinu og reisa í stađinn stórt hótel. Ob-la-di var hent út. Um nokkra hríđ stóđ til ađ Ob-la-di myndi flytja upp í Ármúla 5 í húsnćđi sem ţá hýsti frábćran skemmtistađ, Classic Rock.
Leikar fóru ţannig ađ kínverskt veitingahús keypti Classic Rock. Ţá var ekki um annađ ađ rćđa en kanna möguleika á Spáni. Í morgun skrifađi eigandi Ob-la-di, Davíđ Steingrímsson, undir húsaleigusamning í Benidorm. Innan nokkurra vikna opnar Ob-la-di á ný. Ađ ţessu sinni í Benidorm.
Ob-la-di er ekki fyrsti íslenski skemmtistađurinn sem flytur búferlum til útlanda. Fyrir nokkrum árum flutti heimsfrćgur skemmtistađur, Sirkus, frá Klapparstíg til Ţórshafnar í Fćreyjum.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 18:12 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
11.4.2018 | 02:34
Gjaldfrjáls tónlistarkennsla í Fćreyjum
Um síđustu aldamót urđu meiriháttar umskipti í fćreyskri tónlist. Svo afgerandi ađ viđ getum talađ um byltingu. Í stađ ţess ađ herma eftir frćgum útlendum hljómsveitum komu fram á sjónarsviđ hljómsveitir á borđ viđ Ivory, Clickhaze og Yggdrasil, sóló-söngkonan Eivör og Teitur. Ţau spiluđu frumsamda músík á eigin forsendum án eftirhermu. Já, Eivör var reyndar söngkona Ivory, Clickhaze og Yggdrasil. Međ Ivory söng hún djass. Međ Clickhaze söng hún trip-hopp. Međ Yggdrasil söng hún spunadjasskennt heimspopp (world music). Sem sóló söng hún vísnatónlist međ djasskeim og ţjóđlegum fćreyskum kvćđasöng. Fram til ţessa ţótti ungum Fćreyingum gamli kvćđasöngurinn hallćrislegur. En Eivör var svo töff ađ hún gerđi hann töff. Varđ međal annars ţungarokkshljómsveitinni Tý innblástur til ađ dusta rykiđ af hringdanskvćđinu "Orminum langa" og ţungarokksvćđa ţađ. Međ ţeim árangri ađ ţađ varđ vinsćlasta lagiđ í Fćreyjum og á Íslandi 2002.
Fram ađ tónlistarbyltingunni um aldamótin var Fćreyingum fjarlćg hugsun ađ hćgt vćri ađ lifa á tónlist. Ennţá fjarlćgara ađ hćgt vćri ađ spila utan Fćreyja. Kúvending varđ á. Fjöldi fćreyskra hljómsveita og tónlistarmanna er atvinnumenn í faginu í dag. Ţeir selja mun fleiri plötur í útlöndum en í Fćreyjum. Ruđningsáhrif eru töluverđ á ađrar atvinnugreinar. Ekki síst ferđamannaiđnađ. Heimsfrćgđ fćreyskra tónlistarmanna dregur allt upp ađ 7500 á árlega rokkhátíđ, G!Festival, í Götu á Austurey. Einnig á Ólavsvökukonsertinn á Ólavsvöku og fleiri tónlistarhátíđir. Eivör hefur náđ toppsćti á vinsćldalistum í Noregi, Danmörku og Íslandi auk Fćreyjum. Týr náđi 1. sćti norđur-ameríska vinsćldalistans CMJ (mćlir spilun í framahldsskólaútvarpsstöđvum í Bandaríkjunum og Kanada).
Fćreyskir ráđamenn hafa áttađ sig á mikilvćgi fćreyskrar tónlistar. Nú hefur fćreyska ríkiđ gert 3ja ára samning viđ franska nettónlistarskólann Meludia. Allir Fćreyingar fá ókeypis ađgang ađ honum. Ţar lćra ţeir ađ lesa tónlist, skrifa tónlist og skilja tónlist. Jafnt leikmenn sem fagmenn. Allt kennsluefniđ verđur á fćreysku. Sjá: https://www.meludia.com/
Tónlist | Breytt s.d. kl. 15:35 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (7)