Fćrsluflokkur: Tónlist

Afi og Trúbrot

  Á ćskuheimili mínu,  Hrafnhóli í Hjaltadal,  var hefđ fyrir jólabođum.  Skipst var á jólabođum viđ nćstu bći.  Ţađ var gaman.  Veislukaffi og veislumatur.  Fullorđna fólkiđ spilađi bridge fram á nótt.  Yngri börn léku sér saman.  Ţau sem voru nćr unglingsaldri eđa komin á unglingsaldur glugguđu í bćkur eđa hlustuđu á músík.

  Í einu slíku jólabođi 1969 bar svo viđ ađ í hús var komin splunkuný plata međ hljómsveitinni Trúbroti. Ţetta var fyrsta plata hljómsveitarinnar.  Dúndur góđ og spennandi plata.  Lokalagiđ á henni heitir Afgangar (nafniđ hljómar ekki vel á fćreysku.  Eđa ţannig.  Á fćreysku ţýđir orđiđ brundur).  Ţar er bróđir minn ávarpađur međ nafni - ásamt öllum hans nöfnum.  "Ţarna ertu Stebbi minn / sanni og góđi drengurinn. / Ţú ert eins og afi ţinn / vćnsti kall, já, og besta skinn."

  Viđ brćđur - ég 13 ára - lugum í afa ađ lagiđ vćri um Stebba bróđur og afa.  Afi - alltaf hrekklaus - trúđi ţví.  Hann fékk mikiđ dálćti á laginu og allri plötunni.  Ţó ađ hann ţyrfti ađ staulast kengboginn međ erfiđismunum á milli hćđa ţá lét hann sig ekki muna um ţađ til ađ hlusta enn einu sinni á "lagiđ um okkur".  

  Í jólabođinu safnađist unga fólkiđ saman til ađ hlýđa á Trúbrot.  Grćjurnar voru ţandar í botn.  Bóndinn af nćsta bć hrópađi:  "Ţvílíkur andskotans hávađi.  Í guđanna bćnum lćkkiđ í ţessu gargi!"

    Afi kallađi á móti:  "Nei,  ţetta er sko aldeilis ljómandi fínt.  Ţetta er Trúbrot!"

 

 


Bestu lög síđustu 35 ára

  Bandaríska tónlistartímaritiđ Spin hefur tekiđ saman áhugaverđan lista yfir bestu lög síđustu 35 ára.  Spin er nćst söluhćsta tónlistartímarit heims (á eftir Rolling Stone).  Viđfangsefni ţess er ađ uppistöđu til rokk- og dćgurlagamúsík.  Listann ber ađ skođa međ ţađ í huga.

  Tímaritiđ upplýsir ekki hvernig stađiđ var ađ vali á lögum á listann.  Mér segir svo hugur ađ blađamenn blađsins hafi hver um sig gert lista í númerađri 35 laga röđ.  Svo hafi listarnir veriđ sameinađir í einn lista međ ţví ađ telja saman stigafjölda hvers lags.

  Undirtitill listans er:  "Lögin sem breyttu áferđ tónlistarinnar".  Ćtla má ađ ţetta hafi veriđ útgangspunktur viđ val á lögum - fremur en val á vinsćlustu lögum viđkomandi. Ţarna vegur ţungt á milli og ţarf ađ undirstrika.  

  Ég er nokkuđ sáttur viđ listann.  Vissulega myndi ég skipta út örfáum lögum fyrir nokkur sem ég sakna.  En ég er sérlega ánćgđur međ lagiđ í toppsćtinu. Ţetta er engu ađ síđur fyrst og síđast skemmtilegur samkvćmisleikur.  Jafnframt ítreka ég ađ Spin er bandarískt tímarit.  Útkoman litast töluvert af ţví.  Hún er ţessi:

1.   Public Enemy - Fight the Power (1989). 

2.   Tori Amos - Silent all these years (1992)

3.    Sinead O´Connor - Troy (1987)

4.   N.W.A. - Fuck the police  (1988)

5.   Madonna - Like a prayer (1989)

6.  John Mellencamp - Rain on the Screcrow (1985)

    Mellencamp er dálítiđ eins og nćsti bćr viđ Brúsa frćnda (Bruce Springsteen);  alţýđlegur gallabuxnarokkari.  Frćgastur fyrir lagiđ "Hurt so good".  Framan af ferli gerđi hann út á nnafniđ John Cougar (Jón fjallaljón).  Svo hitti hann hljómsveitina Sykurmolana.  Ţeir upplýstu hann um ađ nafniđ Cougar vćri ekki ađ virka flott á Íslandi.  Töffaranum var svo brugđi ađ hann "droppađi" Cougar-nafninu međ hrađi.

7.  Nirvana - Smells like teenage spirit (1991)

8.  Eminem - Loose yourself (2002)

9.  Radiohead - Creep ((1993)

10. Tracy Chapman - Talking about revoultion (1988)

"Give me one reason" er flottara lag.  En vissulega hefđbundinn blús sem breytti ekki ásjónu rokksins.

  

11. U2 - I still havn´t found what I´m looking for (1987)

12. Lenny Kravits - Let love rule (1989)

13. XTC - Dear God (1986)

14. Butthole Surfars - Pepper (1996)

15. Beasty Boys - Sabotage (1994)

16. Morphine - In spite of mine (1993)

17. The Stone Roses - I wanna be adored (1989)

18. Kate Bush - Running up that hill (A deal with god) (1985)

19. Midnight oil - Beds are burning (1987)

20. Chris Isaac - Wikcked game ( 1989)

21. LL Cool - Mama said knock you out (1990)

22. Beck - Loser (1994)

23. Lana Del Ray - Video games (2011)

24. Run D.M.C. - It´s tricky (1986)

25. Fiona Apple - Criminal (1996)

  Njáll ungi er eini fulltrúi okkar á öldrunrheimilunum á listanum.  Á međan sitjum viđ undir harmónikkuspili,  kórsöng, gömlu dönsunum og skallapoppslögurum. 

26. Neil Young - Fuckin up (1990)

27. R.E.M. - Loosing my religion (1999)

28. Guns ´N Roses - Sweet child o'mine (1987)

29. The white stripes - We are going to be friends (2001)

30. George Michael - Jesus to child (1996)

31. Dr. Dre feutering Smoop Dog - Still D.R.E. (2001)

32. Pearl Jam - Jeremin (1991)

33. Amy Whinehouse (Back to black)

24. Lorde - Royals (2013)

35. Soundgarden - Black hole sun (1994)


Misgóđ plötuumslög

  Breskur netmiđill heitir Loudersound.com.  Hann gerir ţungu rokki af ýmsu tagi góđ skil.  Á dögunum birti hann samantekt á misvel heppnuđum plötuumslögum.  Greinin heitir "Crap 80s Metal Art is our new favourite thing".  Ţađ má hafa gaman af ţessu.  Ţungarokkiđ var í krísu á 8unni (níunda áratugnum).  Nýbylgjan fór mikinn,  einkum nýrómantíkin (sítt ađ aftan).  Í Bandaríkjunum börđust Verndarsamtök foreldra af hörku gegn ţungarokki - meeđ töluverđum árangri. 

  Útvarpsstöđvar veigruđu sér viđ ađ spila ţungarokk af ótta viđ Vrndarsamtökin. 

  Ţungarokksplötuumslög voru mörg hver heimagerđ.  Drátthagur vinur eđa vandamađur var fenginn til ađ henda saman umslagi - án ţess ađ hann hefđi skilning á "semilógíu" (táknmáli myndefnis).  Engu skárri var ţekking og skilningur á leturfrćđi.  Útkoman var tilrćđi viđ dómgreind plötukaupandans.  Ţađ var talađ niđur til hans eins og krakkakjána. 

umslag a

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er nafniđ Sound vćgast sagt illa og hallćrislega handteiknađ.  Ađ auki eru teiknuđu fígúrurnar litlu skárri.

albúm b

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nafn flytjandans er illlćsilegt og óţungarokkslegt.  Mér sýnist ţađ vera Zarpa.  Myndin á ađ vekja óhug og tákna ađ hér sé "brútal" ţungarokk á ferđ.  Til ţess ar hún aftur á móti alltof of aulaleg.  

umslag c

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Önnur teikning sem á ađ vekja óhug og tákna grimmt ţungarokk en er einungis barnalega kjánalegt.

umslag d

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Teikningin er ţokkaleg en gerir illt verra fyrir ţungarokk.  Hún á heima í teiknimyndablađi fyrir krakka. 

umslag e

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Teikningin er ekki vond.  Bara asnaleg.

umslag f

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Teikningin er svo hrópandi and-ţungarokksleg ađ ţađ er vandrćđalegt. 

umslag g


Plötuumsögn

Titill:  Seljan

Flytjandi:  Jóhanna Seljan

Einkunn: ****

  Reyđarfjörđur hefur aliđ af sér fjölda tónlistarmanna - ţó fram ađ álveri hafi ţorpiđ veriđ fámennt.  Nefna má gítarleikarann Andra Frey (Bisund, Botnleđja, Fidel),  trommufeđgana snjöllu og söngvarann Birki Fjalar (Bisund, Stjörnukisi, I Adapt, Celestine, Hellvar) og Viđar Júlí Ingólfsson (Frostmark, Jarlar);  Einar Ágúst (Skítamórall) og fleiri.  Ţar á međal Jóhönnu Seljan Ţóroddsdóttur.  Hún er dúndurgóđ söngkona međ sterka tilfinningu fyrir djassi og blús.  Sveiflast lipurlega á milli blíđra tóna og ţaninna raddbanda.  

  Ţessi fyrsta plata hennar geymir níu lög.  Sjö ţeirra eftir hana sjálfa.  Hin tvö eru annarsvegar eftir Jón Hafliđa Sigurjónsson og hinsvegar Bergstein Ţórsson.  Allt saman flott lög. 

  Sjö textanna eru eftir Jóhönnu.  Hinir eru úr smiđju Helga Ţórssonar og Halldórs Laxness.  Textarnir klćđa lögin vel. Ég tel mig greina ađ lögin séu samin viđ textana.  Ţeir eru ljóđrćnir.  Fjalla um mannlegar tilfinningar:  Söknuđ, vonir, ţrár, einmanaleika, ástarsorg...  Ţeir eru ýmist á íslensku eđa ensku. 

  Jóhanna á ekki langt ađ sćkja skáldagáfuna.  Afi hennar,  Helgi Seljan,  var landsfrćgur hagyrđingur.  Hann skemmti áratugum saman međ söng og frumsömdum gamanvísum. 

  Tónlistin á plötunni er blanda af blús og ljúfum djassi.  Góđ blanda.  Hljóđfćraleikur er eđal.  Valinn mađur í hverju rúmi:  Birgir Baldursson á trommur, Jón Hafliđi Sigurjónsson á bassa,  Jón Hilmar Kárason á gítar og Kjartan Valdemarsson á hljómborđ.  Ţeir fá ađ njóta sín.  Ţeir eru meira eins og hljómsveit heldur en "ađeins" undirleikarar.  Ţegar gítarleikur er á hćsta flugi kemur Gary Moore upp í hugann.

  Platan er pínulítiđ seintekin.  Lögin eu ekki Ob-La-Di barnagćlur.  Ţau eru fullorđins og vinna bratt á viđ hverja spilun.  Ég elska ađ spila ţessa plötu.  Vert er ađ geta ađ hljóđheimur hennar (sánd) er sérlega hreinn og tćr.  Hlustandinn er nánast eins og staddur inni á stofugólfi hjá flytjendum.  Ţetta er í alla stađi afskaplega vel heppnuđ, skemmtileg og notaleg plata.  Hún er fjölbreytt en jafnframt međ sterkan heildarsvip.

    


Söluhćstu lög og plötur í dag

  Sölutölur yfir vinsćl lög og plötur eru í dag dálítiđ flókiđ og margslungiđ dćmi.  Plötur í föstu formi (vinyl,  geisladisk,  kassettur...) hafa fariđ halloka fyrir streymisveitum á netinu.  Höfundaréttarskráning heldur utan um ţetta flókna dćmi.

  Ţetta eru söluhćstu tónlistarmenn fyrri helmings - fyrstu 6 mánuđi - ţessa árs:  

1.  Bítlarnir seldu um 1,1 milljón eintök af sinni afurđ.

2.  The Queen koma nćst međ 780 ţúsund eintök.  

3.  Imagine Dragons 600 ţúsund eintök.

4.  Fleetwood Mac 565 ţúsund eintök. 

5.  Metallica 550 ţúsund eintök.

  Óendanlegar yfirburđa vinsćldir Bítlanna eru ekki óvćntar.  Samt.  Bítlarnir sendu frá sér plötur ađeins um sex ára skeiđ á sjöunda áratugnum (6-unni).  Síđan er liđin meira en hálf öld. 


Vinsćlustu músíkhóparnir

  Á Facebook held ég úti fjölda músíkhópa;  hátt á ţriđja tug.  Flestir voru stofnađir um svipađ leyti.  Ţess vegna hefur veriđ áhugavert ađ fylgjast međ ţeim vaxa og ţróast mishratt.  Ţessir hópar einskorđast ekki viđ Ísland.  Ţađ er dálítiđ spennandi.  Ţeir sem skrá sig í hópana koma úr öllum heimshornum. 

  Margt sem póstađ er í hópana er áhugavert og kynnir mann fyrir ýmsum tónlistarmönnum.  Faldir fjársjóđir kynntir til leiks.  Stundum fylgja međ fjörlegar og fróđlegar umrćđur í athugasemdakerfinu.  Ég hef kynnst hellingi af skemmtilegri músík í ţessum hópum.  Einnig eignast vini;  tónlistarfólk frá flestum nágrannalöndum.  Sumir eru lítt ţekktir er ţeir stimpluđu sig inn en eru í dag stór nöfn.   

  Af listanum yfir fjölmennustu hópana mína mćtti ćtla ađ ég sé fyrst og fremst kántrý-bolti.  Svo er ekki.  Samt kann ég vel viđ margt kántrý.  Sérstaklega frá fyrri hluta síđustu aldar. Líka americana og roots kántrý, svo ekki sé minnst á cow-pönk.

  Einn hópurinn minn var kominn međ nćstum ţví 60 ţúsund félaga.  Ţá stálu vondir menn honum.  Ţeir virtust vera á Filippseyjum.  Ţeir hökkuđu sig inn í hópinn og yfirtóku hann.  Síđan breyttu ţeir nafni hans og eru eflaust ađ herja á liđsmenn hópsins međ gyllibođum um peningalán og eitthvađ svoleiđis.

  Ţetta eru vinsćlustu hóparnir.  Fyrir aftan er félagafjöldinn.

1.  The best country and western songs ever 19.904

2.  The best international country and western music 1559

3.  Country & western music 1069

4.  Alternative rock jukebox 941

5.  Fćreyskir tónar - Faroese music 832

6.  Blues, jazz 701

7.  Country music, folk, blues 632

8.  Best of Icelandic rock music, jazz, reggae, country   584

9.  Classic rock 544

10. The Byrds family 461

  Félagafjöldinn segir ekki alla söguna.  Í sumun fámennari hópum er ekki síđra líf og fjör.  Í fjölmennustu hópum vill brenna viđ ađ innlegg séu kaffćrđ helst til fljótt af nýrri póstum.

 

 


Var John Lennon góđur gítarleikari?

  Gróf skilgreining á rhythma-gítarleik er sú ađ hann haldi utan um takt og hljómagang í dćgurmúsík.  Slái takt međ trommaranum og "strömmi" samtímis hljómaganginn á međan sólógítarleikarinn leikur lausum hala.  Eđa einhver annar í sólóhlutverki.  Gott dćmi er Addi Sigurbjörns í Glugganum međ Flowers.

  Ţrátt fyrir mikilvćgi rhythma-gítarleikara stendur hann jafnan í skugga ţeirra sem spila sóló.  Sólógítarleikari fćr ađ trođa sér framarlega á sviđiđ á međan hann afgreiđir sólóiđ.  Jafnvel trođast fram fyrir söngvarann (ég hef lent í ţessu).

  John Lennon var rhythma-gítarleikari Bítlanna. Hann var aldrei í skugga vegna ţess ađ hann samdi flest lög Bítlanna,  söng mörg ţeirra og var í huga margra - ţar á međal annarra Bítla - forsprakki hljómsveitarinnar.  Ţar ađ auki einn besti söngvari og textahöfundur rokksögunnar.  Margt fleira gott mćtti segja um hann annađ en ađ hann lamdi fyrri eiginkonu sína,  einnig bassaleikara sína,  Paul og Stu Sutcliffe,  trommuleikarann sinn í Querrymen og marga fleiri.

  Flottur sólógítarleikari Bítlanna var George Harrison.  Paul McCartney var einnig góđur gítarleikari.  Í upphafi ferils Bítlanna kom til ágreinings um hvor ćtti ađ afgreiđa sólógítarinn.  Ţađ var ţegar Stu helltist úr lestinni.  Leikar fóru ţannig ađ Paul varđ ađ sćtta sig viđ ađ George vćri betri sólógítaleikari.  

  John Lennon fór ekki trođnar slóđir í gítarleik fremur en öđru.  Í einu af fyrstu Bítlalögum,  All My Loving,  stelur hann senu međ óvćntu og nýstárlegu gítarspili.  Ţar hamrar hann hratt í gegnum lagiđ - eins og í kapphlaupi - í stađ ţess ađ fylgja trommutaktinum. 

  Blessunarlega voru Bítlarnir - allir - lausir viđ sólórembing.  Bassaleikarinn Paul trommađi í stöku lagi.  Ekki til ađ gera betur en Ringo.  Bara halda takti.  John og Paul tóku mörg gítarsóló á síđustu plötum Bítlanna.  Ţar á međal spilađi John sólógítar lagsins Get Back á lokakonserti Bítlanna á Abbey Road.  Síđar sagđist hann hafa fariđ í hlutverkaleik,  eins og ţeir Paul gerđu svo oft.  Í ţessu tilfelli ţóttist hann vera George.  Spilađi sólógítarleik eins og George hefđi gert. 

  John var meiriháttar flottur kssagítarplokkari. Fór samt einkennilega sparlega međ ţađ.  Hann var meira í rokkinu.

.

  John var eldfljótur ađ lćra á hvađa hljóđfćri sem var.  Hann var dúndurgóđur munnhörpuleikari.  Alls spilađi hann á fast ađ tuttugu hljóđfćri.  Vegna óţolinmćđi og athyglisbrests nennti hann aldrei ađ ćfa hljóđfćraleik.  Hann glamrađi oft á hljómborđ - bćđi međ Bítlum og ennfremur á sólóferli - en vissi aldrei hvađ hljómarnir hétu sem hann spilađi. 

  John var uppátćkjasamur frá fyrstu tíđ.  Hann var knúinn áfram af takmarkalausri sköpunargleđi. Til ađ mynda notađi hann endurkast sem inngang í I Feel Fine.  1964 hafđi svoleiđis ekki heyrst áđur.  Sömuleiđis samdi hann gítar-riffiđ sem gengur í gegnum lagiđ.

  Mestu varđađi ađ gítarleikur Johns skipti iđulega sköpum fyrir stemmningu lagsins. 

   Hér má heyra hvađ gítarleikur Johns vó ţungt í flutningi Bítlanna.  Á mínútu 2:58 hleypur áheyrandi upp ađ honum.  Hann fipast og sleppir úr nokkrum töktum.  Viđ ţađ fellur krafturinn og botninn úr flutningnum.

            


Áhrifarík plata

 - Titill:  Sameinađar sálir

 - Flytjandi:  Guđmundur R. Gíslason

 - Einkunn: ****

  Mér telst til ađ ţetta sé ţriđja sólóplata Guđmundar Rafnkels Gíslasonar.  Hann er einnig ţekktur fyrir ađ hafa veriđ söngvari hljómsveitarinnar Sú Ellen í Norđfirđi. Söngstíll hans er snyrtilegur, mildur og notalegur.  Engin öskur eđa lćti.  Sama má segja um lög hans, sem og Guđmundar Jónssonar og Jóns Ólafssonar.  Ţau eru snotur, söngrćn og hafa eiginleika til ađ lifa lengi (verđa sígild).

  Textar Guđmundar vega ţungt.  Ţeir vekja til umhugsunar.  Eru blúsađir.  Ţeir fjalla margir hverjir um sársaukafullar ađstćđur:  Eiturlyfjafíkn, dauđsföll, alzheimer og ađra erfiđa lífsreynslu.  Margt er ţađ haganlega ort.  Innihalda gullkorn á borđ viđ:

"Ég veit ţú rćđur ekki yfir ţér;

ţú meinar ekki hvert orđ.

 Menn geta drepiđ

ţótt ţeir fremji ekki morđ!"

  Sérkennilegt er ađ á milli laga bregđur fyrir talbútum.  Fyrst hélt ég ađ ţeir myndu eldast illa.  Svo er ţó ekki.  Ţvert á móti.  Ţeir dýpka heildarsvip plötunnar og gera mikiđ fyrir stemmninguna ţegar á reynir.

  Útsetningar eru látlausar og smekklegar.  Músíkin er fjölbreytt nett nýbylgjukennt popp-rokk.   Mestu skiptir ađ platan er öll hin áheyrilegasta.   

Guđm r


Vinsćlustu lögin

  Á Fasbók hef ég til nokkurra ára haldiđ úti grúppu sem heitir "Fćreyskir tónar - Faroese music".  Ţangađ inn pósta ég fćreyskri tónlist (myndböndum) - eins og titillinn bendir sterklega til.  Fylgjendur  síđunnar eru 831 og "lćkarar" 824.  Flestir Íslendingar.  Líka nokkrir útlendingar. 

  Forvitnilegt og áhugavert er ađ fylgjast međ ţví hvađa lög eru oftast spiluđ.  Ég veit ađ sama fólkiđ spilar iđulega aftur lög sem heilla.  

  Ţetta eru vinsćlustu lögin.  Innan sviga er hvađ ţau hafa oft veriđ spiluđ á síđunni:

1.  "Dreymurin" međ Alex heitnum Bćrendsen (449 sinnum).  Hann kom fram á hljómleikum í Laugardalshöll í byrjun ţessarar aldar.  Dóttir hans,  Kristína Bćrendsen, söng nokkrum sinnum hérlendis á hljómleikum.  Tók međal annars ţátt í söngvakeppni sjónvarpsins, júrivisjon.  Hún býr núna á Íslandi.

2.  "Hon syndrast" međ dómdagshljómsveitinni Hamferđ (doom metal) (326 sinnum).  Hamferđ hefur túrađ međ Skálmöld bćđi hérlendis og erlendis.

3.  "Tú er min spegil" međ Jórunni (219 sinnum).  Sjaldgćft er ađ sjá í fćreysku 2 n í röđ. 

 

4.  "Brotin" međ Eivöru (215 sinnum)

5.  "Langt burt frá öđrum löndum" međ Eivöru (209 sinnum)

6.  "Fćreyingur á Íslandi" međ Árna Tryggvasyni (184 sinnum).  Ţađ er ađeins ađ finna á Fasbók (ekki youtube):  https://www.facebook.com/plotuskapurinn.glymskrattinn/videos/140518442709494/

7.  "Aldan" međ Anniku Hoydal (175 sinnum)

8.  "Dansađu vindur" međ Eivöru (172 sinnum)

 

9-10.  "Ólavur Riddararós" međ Harkaliđinu (168 sinnum)

 

9-10.  "Vilt tú at Jesus skal koma tćr nćr" međ Manskór úr Rituvík (168 sinnum).  Lagiđ er ekki til á youtube.  Bara á Fasbók.  https://www.facebook.com/sjomansmissionin/videos/213463456262854/


Vigdís

  Nei,  ekki Vigdís Hauks.  Nú snýst allt um Vigdísi Finnbogadóttur út af afmćli hennar.  Ég ţekki hana ekki neitt.  Samt hef ég skrautskrifađ á ótal skjöl fyrir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur.  Ađrir starfsmenn stofnunarinnar hafa séđ um samskiptin viđ mig.  Sem er hiđ besta mál. Ég á ekkert vantalađ viđ Vigdísi.  Áreiđanlega er hún ţó viđrćđugóđ.

  Dorrit Moussaieff segir Vigdísi vera besta forseta Íslands.  Dáldiđ vandrćđalegt fyrir Ólaf Ragnar.  

  1983 var ég beđinn um ađ skrifa bók um íslenska rokkmúsík.  Sem ég gerđi.  Bókin,  Poppbókin, hefur fylgt mér eins og skuggi og virđist - ţví miđur - ekki falla í gleymskunnar dá.  Árlega hringja í mig ungir námsmenn sem eru ađ skrifa ritgerđ um íslenska rokkmúsík.  Sömuleiđis hitti ég stöđugt rokkáhugafólk sem segist hafa veriđ ađ lesa hana núna nćstum fjórum áratugum eftir útkomu hennar.

  Ég frétti af tveimur mönnum sem toguđust á um hana í Góđa hirđinum.  Ţađ urđu ekki slagsmál en nćsti bćr ţar viđ.  

  Víkur ţá sögu ađ útgáfuári Poppbókarinnar.  Skyndileg birtist Vigdís Finnbogadóttir á skrifstofu Bókaútgáfu Ćskunnar. Erindiđ var ađ kaupa bókina. 

  Ţarna var Vigdís rösklega fimmtug.  Hún hafđi eitthvađ sungiđ međ hjómsveitum.  Ţví kom áhugi hennar á Poppbókin ekki á óvart.  Jú,  reyndar kom ţađ starfsmönnum Ćskunnar á óvart.  Ţeir höfđu ekki vanist ţví ađ vera međ forseta Íslands inni á sínu gólfi.

  Á ţessum árum var forsetaembćttiđ hágöfugt og sveipađ dýrđarljóma.

  Nćst gerđist ţađ ađ ég átti leiđ í Pósthús á Eiđistorgi.   Ţetta var áđur en númerakerfi var tekiđ upp.  Viđskiptavinir tróđust.  Ađallega ég.  Ruddist međ frekju framfyrir ađra.  Var í tímahraki.  Ég komst fram fyrir virđulega konu.  Einhver orđskipti átti ég viđ afgreiđsludömuna.  Í kjölfar segir virđulega konan viđ mig:  "Afskaplega er gaman ađ heyra skagfirsku."  Ég sá ţá ađ ţetta var Vigdís.   Ég flutti úr Skagafirđi til Reykjavíkur 16 ára.  Ég hélt ađ nćstum ţremur áratugum síđar vćri ég búinn ađ tapa niđur allri norđlensku.  En Vigdís er tungumálaséní umfram flesta ađra. 

Heyra má Vigdísi syngja međ ţví ađ smella á HÉR 

vigdís og bill

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Myndin er ekki af Bill Clinton og Monicu Lewinsky.  Jú,  reyndar af Bill. 

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband