Fćrsluflokkur: Tónlist

Ljúf plata

  Undanfarna daga hefur platan Songbird rúllađ í spilaranum hjá mér.  Á henni syngur Helga Fanney.  Fađir hennar,  Tómas Malmberg,  spilar snyrtilega undir ýmist á píanó eđa kassagítar.  Hann er jafnframt höfundur gullfallegs lokalags plötunnar,  Ţú lífs míns ljós.  Textinn er eftir Ruth Reginalds Moore.  Hin 9 lögin eru kunnar og sívinsćlar ballöđur.  Allar nema ein engilsaxneskar.  Lagavaliđ hefur kosti og galla.  Kostirnir eru međal annars ţeir ađ lögin eru góđ.  Hlustandinn ţekkir lögin strax viđ fyrstu spilun og kann vćntanlega vel viđ ţau flest. 

  Gallinn er sá helstur ađ ţau hafa veriđ sungin af mörgum bestu poppsöngvurum heims.  Söngvarinn er í ţeirri stöđu ađ vera borinn saman viđ ţá.  Ţađ er ekki auđvelt hlutskipti.  Helga Fanney sleppur nokkuđ vel út úr samanburđinum.  Međal annars vegna ţess ađ söngur hennar er einlćgur, tilgerđarlaus og blćbrigđaríkur.  Söngröddin er hljómfögur og raddbeiting ágćt. 

  Flutningurinn er skemmtilega hrár,  hljóđritađur í einni töku.  Gaman hefđi veriđ ađ heyra íslenska texta sem til eru viđ sum lögin.  Til ađ mynda Imagine eftir John Lennon (Ađ hugsa sér kallast ţýđing Ţórarins Eldjárn),  Arms of an angel eftir Söru Mclachian  (Umvafin englum í ţýđingu Valgeirs Skagfjörđ) og Hallelujah eftir Leonard Cohen (íslenskur texti eftir Jóhönnu F. Karlsdóttur, líka eftir Ragnar Geir Brynjólfsson og eftir Val Gunnarsson,  svo og Stefán Gíslason).

  Af öđrum lögum er vert ađ nefna Make you feel my love eftir Bob Dylan og When I think of angels eftir KK. 

  Helga Fanney er ađeins 14 ára í sumum lögunum en hljómar ekki eins og barn.  Hún er eitthvađ eldri í öđrum lögum.  Ég giska á 16 - 17 ára.  Aldursmunurinn heyrist ekki.

  Songbird er notaleg plata.     

Helga Fanney 


Bestu trommuleikarar sögunnar

  Kanadíska tímaritiđ Drumeo hefur tekiđ saman áhugaverđan lista yfir bestu trommuleikara allra tíma.  Ţeim er rađađ í sćti.   Eflaust geta veriđ skiptar skođanir um sćtaröđina.  En tćplega um ţá sem eru á listanum.

  Svona listi er ekki heilagur sannleikur.  Til ađ mynda einblínir hann á engilsaxneska trommuleikara.  Ţetta er fyrst og fremst skemmtilegur samkvćmisleikur.  Í leiđinni vekur hann athygli á trommuleikurum sem áhugasamir eiga mögulega eftir ađ kynna sér.  Ţessir rađast í efstu sćtin:

1  Buddy Rich

  Hann er ţekktur fyrir kraft, orku, ótrúlegan hrađa, fullkomna tćkni og ýmsar brellur.  Auk ţess ađ vera hljómsveitarstjóri eigin hljómsveitar ţá spilađi hann međ bandarískum samlöndum sínum,  svo sem Louis Armstrong, Ellu Fitzgerald,  Charlie Parker, Frank Sinatra, Count Basie,  Harry James og mörgum fleiri.    

2  Neil Peart

Kanadískur trommari prog-hljómsveitarinnar Rush.  Trommusóló hans voru jafnan hápunktur á hljómleikum tríósins. 

3  John Bonham

Enskur trommuleikari Led Zeppelin.  Besti rokktrommuleikarinn.  Hann var ţó undir miklum áhrifum frá djasstrommuleikurum á borđ viđ Buddy Rich, Max Roach og Elvin Jones.  Ađalsmerki hans var tilfinningahiti,  "grúv" og hrađur bassatrommusláttur međ einu fótstigi.

4  Vinnie Colaiuta

Bandarískt kameljón.  Hóf feril međ Frank Zappa.  Hefur síđan spilađ međ svo ólíkum tónlistarmönnum sem Noruh Jones,  Megadeath,  Sting,  Steely Dan,  Bill Evans,  Ray Charles,  Chick Corea,  Joni Mitchelle og mörgum fleiri. 

5  Tony Williams

Bandaríkjamađur sem vakti 17 ára gamall athygli í hljómsveit Miles Davis.  Hann spilađi af tilraunagleđi og var einn af frumkvöđlum í ađ brćđa saman tónlistarstíla.  Auk ţess ađ halda úti eigin tríói ţá spilađi hann međ Sonny Rollins,  Herbie Hancock,  Ron Carter,  Stanley Clarke,  Chet Baker,  Winton Marsalis og Eric Dolphy.

6  Steve Gadd

Bandarískur djassisti.  Hefur spilađ međ Chick Corea,  Jaco Pastorius,  Steely Dan,  Steve Khan,  Paul Simon,  Paul McCartney,  Frank Sinatra og Weather Report.

7  Ringo Starr

Breskur Bítill.  Hann spilađi ólíkt ţví sem áđur ţekktist.  Hann hlóđ einstaklega vel undir tónlistina og gerđi hana ţannig ađ sterku vörumerki.

8  Billy Cobham

Fćddur í Panama en flutti á barnsaldri til Bandaríkjanna.  Á stóran ţátt í mótun nútíma trommuleiks.  Var frumkvöđull í ađ nota af árásargjörnum krafti tvćr bassatrommur og spila brćđing (fusion). 

9  Max Roach

Bandarískur djassisti.  Spilađi međal annars međ Dizzy Gillespie.  Miles Davis,  Sonny Rollins,  Duke Ellington,  Chet Baker,  Clifford Brown og Charlie Parker.

10 Stewart Copeland

Fćddur í Bandaríkjunum en fjölskyldan flutti til Miđ-Austurlanda ţegar hann var ađeins nokkurra mánađa.  12 ára hóf hann trommunám í Englandi.  Hann er ţekktur fyrir reggískotinn trommuleik međ breska tríóinu The Police. 

Af ofantöldum trommurum eru á lífi ađeins Vinnie Colaiuta,  Steve Gadd,  Ringo Starr,  Billy Cobham og Stewart Copeland. 


Ţegar Harrison hrekkti Phil Collins

 

  Ýmsir tónlistarmenn líta á Phil Collins sem fígúru.  Eđa hafa ađ öđru leyti lítiđ álit á persónunni.  Til ađ mynda Liam Callagher.  Bítlarnir Paul McCartney, Ringo Starr og George Harrison líka.  

  1970 fékk sá síđastnefndi Phil til ađ spila á bongótrommur í laginu "Art of dying" fyrir plötuna flottu "All things must pass".  Hann var ţá í hljómsveitinni Flaming Youth.  Ţetta var nokkru fyrir daga Brand X og Genesis. 

  Ţegar platan kom út var bongótrommuleikur Phils fjarri góđu gamni.  Ţađ var áfall fyrir unga manninn sem dýrkađi Bítlana og hafđi stúderađ trommuleik Ringos út í hörgul.  Hann kunni ekki viđ ađ leita skýringar fyrr en mörgum árum síđar.  Ţá var hann orđinn frćgur og kominn međ sjálfstraust til ţess.

  George brá á leik.  Hann var alltaf stríđinn og hrekkjóttur.  Hann fékk Ray Cooder til ađ koma í hljóđver og spila afar illa og klaufalega á bongótrommur undir lagiđ.  Svo skemmtilega vildi til ađ í lok upphaflegu hljóđritunarinnar á laginu heyrist George kalla:  "Phil,  viđ hljóđritum ţetta aftur og nú án bongótrommuleiks."  

  Ţessa upptöku međ lélega bongóleiknum spilađi George fyrir Phil.  Honum var verulega brugđiđ; miđur sín yfir ţví hvađ bongótrommuleikur "hans" var ömurlegur.  Einnig viđ ađ heyra George í raun reka hann.  

  Phil sá sem George ávarpađi í upptökunni var ekki Collins heldur upptökustjórinn, Phil Spector.   Mörgum árum síđar sagđi George kauđa frá hrekknum.  Ţungu fargi var af honum létt. 


Heilsuátak Stónsara

  Óregluiđnađurinn hefur átt um sárt ađ binda síđustu árin.  Ţetta byrjađi međ ţví ađ gítarleikari The Rolling Stones,  Keith Richards,  hćtti á gamals aldri ađ nota eiturlyf.  Áđur var hann stórtćkur neytandi ţeirra í hálfa öld.  Hann hélt sig ekki viđ eitthvert eitt eiturlyfiđ heldur hellti ţeim öllum í sig sem hann komst yfir.

  Keith gafst upp á dópinu vegna ţess ađ honum ţótti eiturlyfin sem eru í bođi í dag vera léleg.  Útţynnt drasl.

  Ţessu nćst fékk whisky-iđnađurinn kjaftshögg er hann hćtti ađ ţamba daglegan skammt. Hann hćtti ađ drekka áfengi,  ađ eigin sögn.  Hefur síđan ađeins drukkiđ hvítvín og bjór.  Nú er ţađ sígarettuiđnađurinn sem fćr höggiđ.  Í október hćtti hann ađ reykja búđarsígarettur.  Segist vera hćttur ađ nenna ţví.  Ekki hefur komiđ fram hvort eđa hvađ hann reykir í stađinn.  

  Í fréttum er haldiđ fram ađ hann hafi reykt 19 pakka á dag.  Ţađ stenst ekki skođun.  Mestu strompar ná ekki ađ reykja nema 4 eđa 5 pakka á dag.  Hver sem rétt tala er ţá finnur sígarettuiđnađurinn fyrir heilsuátaki Keiths.  Hann segir ađ mun auđveldara hafa veriđ ađ leggja heróínneyslu á hilluna en retturnar.   

 


Ódýrt flug til Kína

 

  Ţađ er margt um ađ vera í Kína ţessa dagana.  Nú er lag ađ skella sér ţangađ - áđur en landiđ verđur of vestrćnt.  Reyndar er gott fyrir íbúa landsins ađ ţađ verđi vestrćnt.  Hinsvegar er ekkert gaman fyrir vestrćna ferđamenn í Kína ađ rölta á milli McDonalds og Burger King.  Ţađ geta ţeir gert heima hjá sér.  Nema á Íslandi.  Íslendingar taka ţorramat framyfir.

  Seint á síđustu öld hélt breska hljómsveitin Wham! hljómleika í Kína.  Skömmu síđar fylgdu Stuđmenn í kjölfariđ - undir dulnefninu Strax.  Ţetta voru fyrstu kynni Kínverja af vestrćnni poppmúsík.  

  Til gamans má geta ađ nokkru áđur komst kínverskur barnakór yfir lag eftir Gísla Helgason.  Barnakórinn fór međ lagiđ inn á Topp 10 kínverska vinsćldalistann.  Svo illa vildi til ađ á ţeim tímapunkti höfđu Kínverjar ekki gengiđ til liđs viđ alţjóđleg höfundarréttarsamtök.  Annars vćri Gísli auđmađur.  Ađeins munađi örfáum árum.

  Í dag tröllríđur vestrćn dćgurmúsík Kína.  Rapp, teknó, píkupopp,  alt-rokk og bara nefndu ţađ. 

  Svo skemmtilega vill til ađ um ţessar mundir er verđ á flugi til og frá Kína í lágmarki.  Hćgt er ađ skjótast ţangađ í menningarreisu fyrir ađeins 88 ţúsund kall (flug fram og til baka) og gćđa sér á djúpsteiktum rottum. 


Hvađa Bítlar voru nánastir?

 

  Svariđ viđ spurningunni er ekki augljóst í fljótu bragđi.  Bítlarnir voru allir afar nánir lengst af.  Ţeir voru bestu vinir hvers annars.  Hnífur gekk ekki á milli ţeirra.  Ţeir heldu hópinn í frítímum;  héngu saman öllum tímum.  Á hljómleikaferđum - eftir ađ ţeir slógu í gegn - fengu ţeir sitthvert hótelherbergiđ en söfnuđust alltaf saman í eitthvert eitt herbergiđ.  Ţar var mikiđ grínast og mikiđ hlegiđ. 

  1957 hélt ţáverandi hljómsveit Johns Lennons,  The Quarrymen,  hljómleika í Liverpool.  Hann var 16 ára.  Paul McCartney var nýorđinn 15 ára.  Hann heilsađi upp á John og spilađi fyrir hann nokkur lög.  John hreifst af og bauđ honum í hljómsveitina.

  Ţeir smullu saman;  urđu samloka.  Hófu ţegar ađ semja saman lög og texta.  Ţeir vörđu öllum tímum saman.  Ýmist viđ ađ semja eđa til ađ hlusta á plötur.  Ţeir voru mestu ađdáendur og fyrirmynd hvors annars.   Áreiđanlega taldi Paul ţá vera nánasta.  Sennilega John líka.

  Áđur en Paul gekk í The Quarrymen var besti vinur hans George Harrison.  Hann var ári yngri og í sama skóla.  Paul suđađi í John um ađ fá George í hljómsveitina.  Lengi vel án árangurs.  George fékk ţó ađ djamma af og til međ.  Ţeir John kynntust,  urđu miklir mátar og hann var fullráđinn í hljómsveitina voriđ 1958.

  Innkoma Pauls og George kallađi á mannabreytingar.  1962 gekk Ringo Starr í hljómsveitina.  Ţá hét hún The Beatles. 

  Ringo yfirgaf vinsćlustu ţáverandi hljómsveit Liverpool er hann gekk til liđs viđ Bítlana.  Ţetta var áđur en ţeir urđu ţekktir og vinsćlir.  Ringó elskađi ađ umgangast ţá og ţeir elskuđu glađvćrđ hans, húmor og trommuleik.

  Af Bítlunum áttu John og Paul mest saman ađ sćlda.  Ţeir sömdu og sungu söngvana,  útsettu tónlistina og réđu ferđinni.  Paul er stjórnsamur, ofvirkur og óţolinmóđur.  Ţađ pirrađi George og Ringo er á leiđ og stjórnsemi Pauls óx.  Hann vildi semja gítarsóló George og átti til ađ spila sjálfur á trommurnar.  1968 gekk Ringo á fund Johns og tilkynnti uppsögn.  Hann upplifđi sig utanveltu.  Ţađ tók John tvćr vikur ađ dekstra hann aftur í bandiđ.  

  Vinátta getur birst í örfínum smáatriđum.  Á myndum standa Bítlarnir jafnan ţétt saman.  Iđulega snertast ţeir međ höndunum.  Ţeir eru svo miklir og nánir vinir ađ ţeir gefa hver öđrum ekki persónulegt rými.  Persónulega rýmiđ nćr ađeins yfir hljómsveitina í heild.  Algengast er ađ John og George séu hliđ viđ hliđ.  Svo sem undantekningar ţar á.  En viđ bćtist ađ ţegar Bítlarnir ferđuđust ţá sátu John og George alltaf saman,  hvort sem var í flugvél, lest eđa bíl.  Er Bítlarnir gistu í 2ja manna hótelherbergjum ţá deildu John og George alltaf saman herbergi.  Eftir ađ Bítlarnir hćttu voru John og George í mestum samskiptum.  Međal annars spilađi George á plötu Lennons Imagine.  Hann lýsti yfir löngun til ađ ţeir John myndu stofna nýja hljómsveit og svo framvegis.

bítlarnir please please mebítlarnir hey judeBítlarnir Rubber soulBítlarnir Ticket to rideBítlarnir helpmeet-the-beatlesbeatles for saleBítlarnir VIbeatles-1962-1966-red-albumBítlar - japanBítlarnir Clus Terfuckthe-beatles. ABítlarnir BBítlarnir cBítlarnir d


Dauđateygjur sekkjapípunnar

  Hljóđfćriđ sekkjapípa á sér langa og flókna sögu.  Hún nćr aftur um aldir.  Í dag er hún einskonar ţjóđarhljóđfćri Skota.  Skotar eru um hálf sjötta milljón.  Ađeins sex ţúsund ţeirra kann ađ spila á sekkjapípu.  Ţeim fćkkar hratt.  Svo hratt ađ reiknađ hefur veriđ út ađ eftir örfáa áratugi heyri sekkjapípan sögunni til.  Til ađ viđhalda ţekkingu á sekkjapípuspili ţurfi 350 ţúsund manns ađ kunna á hljóđfćriđ og kenna komandi kynslóđum á ţađ.  

  Skotar geta tekiđ Grćnlendinga sér til fyrirmyndar.  Fyrir nokkrum áratugum kunni ađeins einn Grćnlendingur grćnlenska trommudansinn.  Hann var sendur ţvers og kruss um Grćnland til ađ endurvekja trommudansinn.  Međ einstaklega góđum árangri.  Áhugi grćnlenskra barna var til stađar.  Í dag blómstrar grćnlenski trommudansinn.   


Gleđilegar vetrarsólstöđur, jól og áramót!

  Kannski fć ég kökusneiđ;

komin eru jólin!

  Nú er allt á niđurleiđ

nema blessuđ sólin.

  Heims um ból höldumn viđ jól;

heiđingjar, kristnir og Tjallar.

  Uppi á stól stendur í kjól

stuttklipptur prestur og trallar.


Sýnishorn úr bráđfyndinni bók

  Bókin heitir "Hann hefur engu gleymt ... nema textunum!"  Gamansögur úr íslenska tónlistarheiminum.  Guđjón Ingi Eiríksson safnađi sögunum saman úr ýmsum áttum og skráđi.  Ţćr eru eins fjölbreyttar og ţćr eru margar.  Í formála segir međal annars:  "Fariđ er yfir holt og hćđir og beygjur teknar - sumar ansi krappar - međ óteljandi hliđarsporum yfir drullupytti og ađrar vegleysur." 

  Hér eru dćmi:

  Eftir ađ hljómsveitin Upplyfting hafđi veriđ ađ spila á dansleik í Miđgarđi fór Kristján Björn Snorrason,  harmóníkuleikari hennar,  út baka til og sá ţar ungan sveitapilt,  sem greinilega hafđi skemmt sér fullvel ţá um nóttina, liggja á grúfu úti undir vegg.

  "Hvern andskotann ertu ađ gera ţarna?"  spurđi Kristján Björn. 

  Eitthvađ lífsmark var greinilega međ pilti sem svarađi ţvoglumćltur: 

  "Ég er ađ rannsaka íslenskan jarđveg."

  *

  Skúli Ágústsson,  bóndi í Auđholti og Birtingaholti,  en lengst af verslunarstjóri hjá Sláturfélagi Suđurlands í Reykjavík,  var góđur bassi og söng lengi međ Karlakór Reykjavíkur.  

  Á efri árum Skúla fékk hann eitt sinn bođ á árshátíđ kórsins.  Hann var ţá hćttur í kórnum og svarađi bođinu međ eftirfarandi vísu:  

Ég held ég láti hófiđ bíđa,

mér hentar ekki ţvílíkt rall.

Hćttur ađ drekka, dansa og ríđa.

Hvern djöfulinn á ég ađ gera á ball? 

*

  Magnús Ţór Sigmundsson söng:

  "Eru álfar kannski menn?"

  Eitthvađ var um ađ ţetta tćki breytingum og yrđi:

  "Eru álfar danskir menn?"

*

  Óskar Pétursson var gestur á hljómleikum Ţuríđar Sigurđardóttur og fór ađ vanda á kostum.  Ţau spjölluđu og grínuđust heilmikiđ á milli laga og međal annars kom Jesú Kristur til tals.  Ţá sagđi Óskar:

  "Ég skil ekkert í mönnum ađ kalla ţađ kraftaverk ţegar hann breytti vatni í vín, hérna á sínum tíma.  Heima í Skagafirđi kallast ţetta nú bara ađ brugga landa!"

Hann hefur engui


Elífđarunglingar

rolling stones

 

  Flestir fagna ţví ađ eldast;  ađ vaxa upp úr galgopalegu útliti ungrar manneskju.  Öđlast ţess í stađ útlit virđulegs eldri borgara. 

  Gríđarlega gaman er ađ fylgjast međ jafnöldrum eldast og ţroskast.  Fyrir mig - fćddan um miđjan sjötta áratuginn -  hefur veriđ góđ skemmtun ađ fylgjast međ guttunum í The Rolling Stones komast til manns.  Ţeir voru vart af unglingsaldri er ţeir fylgdu í fótspor Bítlanna viđ ađ leggja undir sig heiminn. Ég var 8 ára eđa svo.

  Rollingarnir ţóttu ljótir,  klćmnir og ruddalegir.  Bítlarnir voru krútt.  Paul ţeirra sćtastur.  George heillandi dulrćnn. Ringo fyndiđ ofurkrútt.  Lennon bráđgáfađur og leiftrandi fyndinn. 

  Núna,  55 árum eftir ađ Bítlarnir og The Rolling Stones rúlluđu upp vinsćldalistum heims, er forvitnilegt ađ skođa hvernig strákarnir hafa elst. 

  The Rolling Stones og Bítlarnir fylgdust ađ í gríđarlega mikilli eiturlyfjaneyslu og áfengisdrykkju.  Liđsmenn The Rolling Stones náđu ásjónu virđulegra eldri manna á undan Bítlunum.  Samt eru ţeir yngri en Bítlarnir.  Ţar af er Ronnie Wood (sjá mynd efst til vinstri) 5 árum yngri en elstu Bítlar og 7 árum yngri en Harrison.   

  Myndin hér fyrir neđan af Harrison er gölluđ.  Hún er 18 ára gömul (hann dó 2001). 

  Ringo og Paul er ótrúlega unglegir. Myndin af Lennon er keyrđ í gegnum forrit sem uppfćrir hana til samrćmis viđ aldur (hann var myrtur 1980). 

Paul MccartneyringoLennonharrison

     


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband