Færsluflokkur: Spaugilegt

Passið ykkur á hvítlauknum

  Hvítlaukur er hollur og skerpir á góðu bragði margra lystugra veislurétta.  Hvítlauksátið verður þó að vera í hófi.  Annars getur farið eins og fyrir þessari konu: 

hvítlaukur


Það er eitthvað skrítið við þessar myndir

11-11-11skrýtin mynd

  Það er eitthvað við þessar ljósmyndir sem einhvernveginn passar ekki alveg.  Hvað er með þennan krana? 

13-13-13skrýtin mynd

  Eða rauða bílinn með kerruna?  Er kerran ekki einkennilega staðsett á akbraut?

15-15-15skrýtin mynd

  Hér er greinilega Jesú með börnum.  En er rofinn ekki staðsettur á sérkennilegum stað?

14-14-14skrýtin mynd

  Jú,  dömurnar taka sig vel út.  En hvað er þetta með bílinn?  Á hann að snúa svona?

17-17-17skrýtin mynd

  Á tækinu stendur að það spóli DVD myndir á byrjunarreit.  Mínar DVD myndir gera það sjálfkrafa án aðstoðar svona tækis.  Engu að síður fylgir sögu að tækið mokseljist.  Þegar horft hefur verið á DVD mynd til enda þarf aðeins að skella því í þetta tæki og ef menn vilja horfa á myndina aftur er diskurinn settur aftur í DVD spilarann og myndin hefst aftur á byrjun.

19-19-19skrýtin mynd

  Til hvers er der á derhúfu?

2222skrýtin mynd

  Ég er fæddur og uppalinn í sveit í útjaðri Hóla í Hjaltadal.  Ég kannast ekki við þennan höfuðbúnað.

21-21-21skrýtin mynd

  Hvað var Einar Jónsson að pæla með þessu höggmyndarlistaverki?  Karlinn virðist liggja nakinn á spena á kúnni.  Ég kannast ekki við svona úr sveitinni.

5555skrýtin myndaugl4

  Á skiltinu er varað við lágflugi.

omg6furðuleg mynd 5


Sprenghlægilegar merkingar

16-16-16skrýtin mynd

  Manneskjan sem vinnur í þessari matvörubúð virðist ekki vita hvað viðkomandi ávöxtur heitir.  Eða hvort manneskjan reiknar með að viðskiptavinirnir viti ekki hvað banani er.  Að minnsta kosti er sérkennilegt að merkja bananana sem "Bogna gula ávöxtinn á 40 cent".

9999skrýtin mynd

  Af lögun þessa umferðarmerkis er næsta víst að um stöðvunarskyldu er að ræða.  Gárungi hefur brugðið á leik vegna snjólagsins sem hylur merkið og skrifað "Halda áfram".

20-20-20skrýtin mynd

  Það er ekki að undra að seljandi þessara sítróna veki athygli á að þær henti fullkomlega í að búa til appelsínusafa.  Hann veit sem er að flestir halda að appelsínur séu heppilegri þegar verið er að búa til appelsínusafa.

101010skrýtin mynd

  Bílnúmer með blöndu af bókstöfum og tölustöfum geta oft myndað skemmtilega útgáfu.  Hér mynda bókstafirnir nafnið Guð og tölustafirnir 666.  Samkvæmt kenningum þeirra sem trúa á guð er 666 tákn djöfulsins.  

12-12-12skrýtin mynd

  Verðmiðinn hefur lent ofan á fremsta staf á nafni framleiðandans á þessum kattamat.  Vegna þess virðist varan heita "Endaþarms draumórar".

18-18-18skrýtin mynd

  Sorgmæddur rúmenskur aðdáandi Michaels Jackssonar hefur brugðið á það ráð að deila harmi sínum með viðskiptavinum.  Til að heiðra minningu Michaels Jacksonar hefur aðdáandinn slegið upp sérstöku tilboði á mið-austurlenskum kjötrétti:  Ef keyptir eru 3 skammtar fylgir sá 4ði með sem kaupauki til minningar um Michael Jackson. 

1111skrýtin mynd

  Á spjaldinu stendur "Ósýnilegt límband".  Vissulega er ekkert límband að sjá.  Ummerki benda þó til að einhver hafi hnuplað límbandinu af spjaldinu.

4444skrýtin mynd

  Ein þekktasta plata rokksögunnar er "Wish You Were Here" (Ég vildi óska að þú værir hér)  með Pink Floyd.  Á skyrtubolnum hefur orðinu "bjór" verið skipt inn í staðinn fyrir "hér".

6666skrýtin mynd

  Nafn bókarinnar er "Lækningamáttur krabbameins".  Höfundurinn er kona sem útlistar í heilli sjálfshjálparbók hvernig krabbameinssjúklingar geta notað meintan lækningamátt krabbameinsins.  Það voru raddir í höfði konunnar sem laumuðu þessum fróðleik að henni.  Hún heldur því fram að sérstök ástæða liggi að baki því að fá krabbamein og því fylgi blessun.  Bókin fæst í búðum sem selja nýaldarvörur.

  Reyndar er ég ekki viss um að myndin sýni umrædda bók.  Undirtitillinn þarna er "Músík til slökunar fyrir líkama og sál" og stærðin á pakkningunni passar við geisladisksumbúðir.  Kannski er kerlingin að fylgja bókinni eftir með geisladisk?

traust efnahagsstjórn Geirs


Hugljúf og örstutt saga af miðaldra manni

áð í fjallgöngu

  Líf Palla var eins og tilvera uppvaknings.  Hann þurfti ekki að hugsa.  Þess vegna sleppti hann því.  Á hverjum degi endurtók hann án hugsunar sömu hluti og hann hafði áður gert í áratugi.  Hann vaknaði á morgnana,  fékk sér kókópöffs á meðan hann renndi í gegnum Fréttablaðið.  Um leið og hann lagði frá sér blaðið var hann búinn að gleyma hvað stóð í því.  Svo var mætt í vinnuna.  Þar stóð Palli við færibandið og endurtók sömu handtökin allan daginn.  Á kvöldin sofnaði Palli yfir heimskulegum þáttum á Skjá 1 sem eru alveg eins og allir hinir þættirnir.

  Um helgar lá Palli yfir myndum sem hann leigði í Skjábíói.  Margar þeirra hafði hann áður séð.  Það skipti ekki máli.  Hann mundi lítið eftir þeim. 
  Tilvera Palla breyttist í haust.  Einn úfinn mánudagsmorgun í miðri viku vaknaði Palli við að hann var orðinn skólataska í ritfangaverslun.  Honum þótti það kjánalegt og skammaðist sín dálítið.  Skömmu síðar kom menntaskólastelpa og keypti töskuna.  Við vinkonur sínar sagði stelpan:  "Djöfull er þetta ljót og asnaleg taska.  Mig hefur alltaf langað að eiga virkilega ljóta tösku."  Palla sárnaði þessi orð.  Á móti kom upp í honum stolt yfir að seljast svona fljótt.  Hann fann til fyrirlitningar í garð skólataskanna sem voru óseldar í búðinni.  Hann sendi þeim tóninn í huganum:  "Þvílíkir lúserar.  Þið seljist sennilega ekki fyrr en á útsölu og þá fyrir einhverja smáaura."
  Síðan Palli var seldur hefur hann komið á marga staði sem hann hafði ekki áður komið á.  Hann hefur hitt miklu fleira fólk en áður.  Og það allra besta er að nú er stöðugt verið að troða í hann námsbókum.  Það hafði ekki tekist áður.   

skólataska1


Bráðskemmtilegar ljósmyndir af rónum

  Margir hafa undrast hvers vegna flestir rónar líta úr eins og nýkomnir úr góðu átaki í líkamsrækt þegar þeir voru í raun bara á nokkurra daga fylleríi.  Nú hefur rannsókn leitt í ljós að þegar langdrukknir menn komast í tiltekið ölvunarástand þá leitar líkami þeirra ósjálfrátt í helstu jógastellingar,  eins og sjá má á meðfylgjandi ljósmyndum.  Manneskjan á myndunum til vinstri er að mestu edrú.  Hún stundar jóga. 

1yoga

Þessi stelling kallast "Savasana" sem þýðir fullkomin afslöppun.  Fólk fer oftast í hana í lok jógatíma eða í lok erfiðs drykkjudags.

 

3yoga

"Balasana" heitir þessi stelling.  Í henni er upplifun á frið og ró sterkust.  Galdurinn er að fótleggir og tær þurfa að snerta gólf eða jörðu.  Höfuð slútir niður en annar hluti búksins er ofar.

 

5yoga

"Setu Bandha Sarvangasana" er nafnið á þessari erfiðu æfingu.  Fótleggir snúa beint niður en læri og magi liggja ofar.  Hendur,  herðar og höfuð þurfa að liggja á gólfi eða jörðu.  Stellingin hvílir þreytt læri um leið og hún róar hugann. 

7yoga

Hér eru kviður og hryggjasúla styrkt með stellingunni "Marjayasana".  Fótleggir liggja samhliða eftir gólfi eð jörðu,  læri eru lóðrétt og bakið er bogamyndað. 

9yoga

Þessi flókna stelling kallast "Halasana".  Hún vinnur gegn bakverkjum og svefnleysi.  Hún er svo öflug að sumir sofna í henni.  Mikilvægt er að höfuð liggi á gólfi eða jörðu og bakið sé þráðbeint upp í loft.

11yoga

Ekki má gleyma að styrkja axlasvæðið og brjósthol.  Það er gert með æfingunni "Dolpin".  Maðurinn framar á myndinni til hægri telur sig vera með svo ágætt brjósthol og axlir að hann sleppir þessari æfingu.

13yoga

Þá er komið að "Salambhasana" til að styrkja mjóhrygg og fætur.  Nauðsynlegt er að hælar séu hæsti punktur og hendur liggi eftir hliðum.  Ef undirlag er gott er æskilegt að höfuð liggi einnig hátt.  Maðurinn á myndinni til hægri fann ekki gott undirlag en gerir sitt besta í þeim aðstæðum.

15yoga

Höfuð og bak þurfa að liggja þétt á gólfi eða jörðu og fætur mynda efsta punkt.  Æfingin,  "Ananda Balasana",  er góð fyrir mjaðmirnar.

17yoga

Í lokaæfingunni er tekið á honum stóra sínum í "Malasana".  Trixið er að fætur standa á gólfi eða jörðu og rass látinn ná næstum því jafn langt niður en má þó ekki snerta undirlagið.  Æfingin styrkir bakvöðva og ökkla.


Kvikmyndarumsögn

RWWM

 - Titill:  Reykjavík whale watching massacre

 - Leikarar:  Helgi Björnsson,  Guðrún Gísladóttir,  fjöldi útlendinga og fleiri

 - Handrit:  Sjón

 - Leikstjóri:  Júlíus Kemp

 - Tónlist:  Hilmar Örn Hilmarsson

 - Einkunn: ** (af 5)

  Ég er rosalega jákvæður þegar ég horfi á nýja íslenska kvikmynd.  Þá sest ég glaður niður,  leiði að mestu hjá mér það sem miður fer en fagna þeim mun meira því sem betur heppnast.  Þegar leið á Reykjavík whale watching massacre fjaraði jákvæðnin út.  Við tóku geispar og andvörp.

  Það hljómar ekki vel að segja þetta.  Og myndin er ekki alvond.  Handritið er klárlega miklu betra en myndin.  Söguþráðurinn er fínn og samtöl vel skrifuð.  Barnalegar ranghugmyndir sumra hvalavina og rasismi eru teygð sundur og saman í háði.  Tónlistin er frábær.  Leikarar standa sig með prýði.  Stjörnurnar eru Guðrún Gísladóttir og Helgi Björnsson.

  Með úrvals leikara,  handrit eftir Sjón og tónlist eftir Hilmar Örn Hilmarsson hefði útkoman átt að verða snilld.  En leikstjóranum,  Júlíusi Kemp,  tekst að klúðra þessu góða hráefni sem hann er með í höndunum.  Júlíus hefur áður afrekað það að leikstýra lélegustu kvikmynd Íslandssögunnar,  Blossa.  Það má nota um Reykjavík whale watching massacre orðatiltækið að góður biti fari í hundskjaft (æ,  þetta hljómar voða ruddalega). 

  Nafnið Reykjavík whale whatching massacre segir um hvað myndin fjallar:  Hvalskoðunarhóp sem lendir í höndum á morðóðri fjölskyldu. 

  Myndin er kynnt sem spennuhrollvekja.  Hún stendur ekki undir þeirri lýsingu.  Margar senur bjóða reyndar upp á spennu og hroll.  En leikstjórinn nær ekki að koma spennunni og hryllingnum til skila.  Áhorfandinn finnur ekki til samúðar með fórnarlömbum ofbeldisins og er sama um örlög þeirra.  Þar fyrir utan eru persónurnar myrtar svo snöggt og fumlaust að morðin verða eins og hálfgerð aukaatriði.  Persónurnar eru kannski á spjalli.  Svo flýgur haus af.  Blóð spýtist í nokkrar sekúndur.  Síðan er klippt yfir í næstu senu.  Þetta er allt eitthvað svo hrátt og nakið.  Það er ekkert skilið eftir fyrir ímyndunaraflið.  Það er engum lúmskum vísbendingum plantað í undirmeðvitund áhorfandans til að framkalla óþægindatilfinningu og vekja upp ugg varðandi það sem mun gerast.

  Þó mikið sé um blóð í myndinni og fjöldi manns meiddur eða drepinn þá er hún grínmynd fremur en annað.  Samt er hún eiginlega ekki nógu fyndin til að vera flokkuð sem grínmynd.    

  Í bíóhléinu var ég alvarlega að íhuga að sleppa því að horfa á seinni hlutann.  Mér leiddist undir myndinni.  Ég harkaði þó af mér og horfði á myndina til enda.  Ég hefði alveg mátt sleppa því.  Í seinni hlutanum leystist myndin einhvernveginn upp.  Eftir hraðann um miðbik myndarinnar hægði klaufalega á og fátt bar til tíðinda.  Enda flestar persónurnar dauðar.

  Mér þykir mjög miður að geta ekki mælt með Reykjavík whale watching massacre sem góðri kvöldskemmtun.           


Frábær myndlistaverk á hrísgrjónaökrum

hrísgrjónaakur1hrísgrjónaakur2

  Í Japan er myndlist í hávegum.  Áhugi Japana á myndlist hefur borist út á hrísgrjónaakrana.  Japanir rækta hrísgrjónaplöntur í mismunandi litum (sjá neðstu mynd) til að búa til þessar glæsilegu risamyndir á ökrum sínum.  Það hefur ekki verið átt við þessar myndir í tölvu af listaverkunum.  Myndirnar sýna raunveruleg listaverk.  Þau eru ekki hönnuð af myndlistahneigðum geimverum heldur metnaðarfullum listrænum hrísgrjónabændum.

hrísgrjónaakur3hrísgrjónaakur4hrísgrjónaakur5hrísgrjónaakur6


Kærar þakkir

bakkabræður

  Þessa hugljúfu kveðju fékk ég senda.  Mér er ljúft að koma henni áfram.  Guðirnir blessi Ísland.  Aðrir gera það ekki.  Nema Færeyingar.


mbl.is Hálfkaraðar glæsihallir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugljúf saga fyrir svefninn

navado kona

  Þessi saga er sögð vera sönn.  Hún segir frá Sallý sem var að keyra heim til sín eftir sölutúr um Norður-Arizona.  Þá kom hún auga á aldraða Navajo-indíánakonu sem gekk hægt eftir vegarkantinum.  Sallý stoppaði bílinn og bauð Navajo-konunni far.  Hún kinkaði kolli án þess að segja neitt og settist þakklát inn í bílinn.

  Sallý reyndi að hefja samræður en sú gamla var ekki ræðin.  Hún svaraði játandi með því að kinka kolli eða neitandi með því að hrista höfuðið.  Hinsvegar virti hún áhugasöm innréttingu bílsins fyrir sér hátt og lágt,  líkast til óvön að sitja í fínum bíl.  Skyndilega varð þeirri gömlu starsýnt á brúnan bréfpoka sem var skorðaður við hliðina á ökumannssætinu.  Forvitni hennar leyndi sér ekki.  Sallý benti á pokann og sagði:  "Þetta er koníaksflaska sem ég fékk fyrir kallinn minn."

  Navajo-konan varð undrandi á svipinn.  Svo kinkaði hún samþykkjandi kolli og sagði:  "Góð skipti."

 


Busavígsla fór úr böndum

nefbrotinn

  Busavígslur framhaldsskólanema eru eitthvað heimskulegasta og hallærislegasta fyrirbæri sem til er.  Busavígslur kitla einungis óþroskuðustu og mestu kjána í hópi eldribekkinga.  Þeir kunna ekki með það vald að fara sem þeir fá við að fá að leika lausum hala við að niðurlægja nýnema.  Mörg dæmi munu þess að busavígsla hafi orðið upphaf eineltis.

  Í áratugi tíðkaðist að eldri nemendur tolleruðu nýnema í upphafi skólaárs í Bændaskólanum á Hólum í Hjaltadal.  Fyrir röskum sextíu árum fór slík tollering úr böndum.  Í hita leiksins tóku menn upp á því að henda nýnemum sem allra hæst upp í loft og reyndu að láta þá snúast í loftinu.  Að því kom að einn nýneminn lenti illa á öxl eldri nema.  Nefið mölbrotnaði og lagðist út á hægri kinn.  Þannig gréri nefið.

  Á þessum árum var óþekkt að svona lýti væru lagfærð.  Maðurinn hafði mikinn ama af þessu áberandi afmyndaða nefi.  Hann fór að taka í nefið og huldi iðulega nefið með vasaklút.  Þóttist þá ætla að snýta sér en lét ekki af því verða heldur hélt vasaklútnum yfir nefið.  Einkum brá hann á þennan leik þegar hann var að kynnast konum sem hann fékk augastað á.  Einhverra hluta vegna hefur engin kona viljað elska þennan nefbrotna mann.  Hann kennir nefbrotinu um.

  Fyrir tæpum fjörtíu árum var maðurinn staddur í Laufskálarétt.  Þar tók hann til hendi við að atast í hrossum.  Í einni viðureigninni sparkaði hestur í andlit mannsins.  Við það brotnaði nefið aftur.  Að þessu sinni lagðist það út á vinstri kinn.  Hnútar á nefinu voru að öðru leyti þeir sömu.

  Mörgum var brugðið sem hittu manninn eftir þetta og vissu ekki af hrossasparkinu.  Það var skrítið að hafa vanist andliti með nef út á hægri kinn en sjá það síðan vera komið út á vinstri kinn.  Sumir áttuðu sig ekki á hver breytingin var.  Þeir áttuðu sig ekki á að þeir voru í raun að horfa á einskonar spegilmynd.

         


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband