Fćrsluflokkur: Viđskipti og fjármál

Skattabreyting hefur ţveröfug áhrif

  Fyrir tveimur árum var virđisaukaskattur á bćkur hćkkađur;  úr snautlegum 7% upp í virđuleg 11%.  Bók sem áđur kostađi 4999 kr. kostar nú 5199 kr.  Skattahćkkunin var liđur í átaki til ađ efla bóklestur.  Ekki síst bóklestur ungs fólks.  Ţetta átti ađ vera kröftug vítamínssprauta inn í íslenskar bókmenntir.  Bóksala myndi glćđast sem aldrei fyrr.  

  Taliđ var fullvíst ađ fólki ţćtti óţćgilegt ađ borga rćfilslegt verđ fyrir veglega bók.  Fólk hafi metnađ til ađ greiđa međ reisn ríflega fyrir hana.  Einkum vegna ţess ađ bókin hefur veriđ ein vinsćlasta gjafavara á Íslandi til áratuga.  Gefandi vill láta spyrjast út ađ hann borgi smáaura fyrir bókagjöf.  

  Einhver skekkja er í dćminu.  Í fyrra hrundi bóksala um 11%.  Í ár er samdrátturinn ađ nálgast 8%.  Áköfustu talsmenn skattahćkkunarinnar kenna komu Costco um.  Ţeim er bent á ađ einungis röskir 2 mánuđir séu síđan ţađ ágćta kaupfélag var opnađ í Garđahreppi.  Ţví er svarađ međ ţjósti ađ vćntanleg koma Costco hafi fariđ ađ spyrjast út í fyrra.  Einmitt um svipađ leyti og bóksalan tók ţessa rokna dýfu sem hvergi sér fyrir enda á.  Ađ minnsta kosti ekki á međan Costco varir.

  Er ţetta ekki svipađur samdráttur og hjá íslenskum tómatrćktendum, jarđaberjasölum og klósettpappírsframleiđendum? spyrja ţeir drjúgir og bćta viđ:  Ţetta er allt á sömu bókina lćrt.  Helst allt í hendur.

  Ég ţekki manneskju sem var vön ađ kaupa árlega um 10 bćkur til jólagjafa.  Ađrar 10 til afmćlisgjafa.  Líka 5 handa sjálfri sér.  Pakkinn kostađi um 125 ţúsund kall.  Eftir skattahćkkunina kostar sami pakki 130 ţúsund.  Eldri borgara munar um 5000 kr.  Ríkissjóđi munar einnig um skattpeninginn sem hann tapar á lestrarátakinu.  Samdrátturinn er mun meiri en skattahćkkunin.  Tap ríkissjóđs á ţví er nćstum fimmfalt.  Í stađ ţess ađ skila stórauknum tekjum - eins og ćtlađ var, vel ađ merkja.

  Ráđamenn - gapandi af undrun - hafa tilkynnt ađ sett verđi saman (hálauna elítu)nefnd.  Hennar hlutverk verđur ađ komast ađ ţví hvers vegna lestrarátakiđ mistókst svona hrapalega.  Ţađ ţarf marga fundi, mikiđ kaffi og gott međlćti til ađ finna orsökina.   

         


mbl.is Algert hrun í bóksölu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Broslegar hliđar Costco

  23. maí verđur í framtíđinni haldinn hátíđlegur sem íslenski samkeppnisdagurinn.  Ţann dag á ţessu ári hélt alvöru samkeppni í verslun innreiđ sína í formi Kaupfélags Garđahrepps.  Snilldar verslun sem býđur upp á verulega miklu lćgra verđ á mörgum vörum en áđur hefur sést hérlendis.

  Búđin hefur ekki ţurft ađ eyđa peningum í auglýsingar.  Fagnandi viđskiptavinir sjá um ókeypis auglýsingar á samfélagsmiđlum.  Vinsćlasta ađdáendasíđan á Fésbók telur 88 ţúsund félagsmenn.  Á ţeirri síđu og fleiri álíka má rekast á sitthvađ til gamans og gagns.

  Sumir kaupa köttinn í sekknum.  Eins og gengur.  Til ađ mynda hafa margir auglýst eftir tilteknum skóm fyrir hćgri fót.  Ástćđan er sú ađ eitthvađ er um ţađ ađ í nýkeyptum skókassa leynist skópar fyrir vinstri fót.  Allt sama tegund af skóm sem eru bara seldir fyrir vinstri fót. Ţađ er ástćđa til ađ kíkja ofan í skókassann áđur en hann er keyptur.  Samt engir fordómar gagnvart vinstri skóm.  Bara dálítiđ kjánalegt ađ ţramma um allt í einungis skóm fyrir visntri fót.

skópar á vinstri fótskópar á vinstri fót askópar á vinstri fót b  Vandamáliđ er ekki stćrra en svo ađ hćgt er ađ skila öllum keyptum vörum (gegn kassakvittun).  Verra er ađ iđulega uppgötvast svona ekki fyrr en heim er komiđ - í tilfellum ţar sem kaupandinn hefur gert sér bćjarferđ frá Bolungarvík eđa Vopnafirđi og á ekki aftur erindi suđur á ţessu ári.

  Önnur dćmi eru um fólk sem hugđist kaupa lítinn garđskúr undir sláttuvélina.  Ţegar hann er settur saman kemur í ljós ađ um er ađ rćđa stćđilegan bílskúr sem breiđir sig yfir allan garđinn.  Góđu fréttirnar eru ađ ţá er enginn grasblettur eftir til ađ slá.

   Kunningi minn keypti forláta ósamsettan skrifstofustól.  Ţegar á reyndi er bakiđ ekki stillanlegt.  Ţađ er í lćstri stöđu sem vísar fram.  Vinurinn situr í keng fyrir framan borđtölvuna.  

  Dálítiđ er um ađ fólk haldi ađ öll matvara í búđinni sé framleidd erlendis.  Hinu og ţessu er hćlt á hvert reipi sem miklu betra en íslensk framleiđsla.  Svo kemur í ljós ađ um íslenska framleiđslu er ađ rćđa.  Nákvćmlega sömu vöru og hefur veriđ seld í árarađir í íslenskum búđum.  Nema ađ núna er hún töluvert ódýrari.

    

 

       

       


Ábúđafullir embćttismenn skemmta sér

  Ţađ er ekkert gaman ađ vera embćttismađur án ţess ađ fá ađ ţreifa á valdi sínu.  Helst sem oftast og rćkilegast.  Undir ţessari fćrslu er hlekkur yfir á frétt af enskum lögreglumönnum sem sektuđu 5 ára telpu fyrir ađ selja á götu úti límonađidrykk sem hún lagađi.  Af hennar hálfu átti ţetta ađ vera skemmtilegt innlegg í Lovebox-hátíđina í London.  Sektin var 20 ţúsund kall.

  Seint á síđustu öld fór Gerđur í Flónni mikinn í ađ lífga upp á miđbć Reykjavíkur.  Henni dettur margt í hug og framkvćmir ţađ.  Ţađ var hugsjón ađ lífga upp á bćinn.

pönnukökur  Eitt af uppátćkjunum var ađ bjóđa upp á nýbakađar pönnukökur úti á Hljómalindarreitnum.  Deigiđ hrćrđi hún á efri hćđ Hljómalindarhússins.  Ekki leiđ á löngu uns ábúđarfullir starfsmenn Heilbrigđiseftirlitsins mćttu á svćđiđ.  Ţeir drógu upp tommustokk og mćldu lofthćđina á efri hćđinni.  Ţá hleyptu ţeir í brýnnar.  Stöđvuđu umsvifalaust starfsemina ađ viđlögđum ţungum sektum.  Ţađ vantađi 6 cm upp á ađ lofthćđin vćri nćg til ađ löglegt teldist ađ hrćra pönnukökudeig ţarna.  

kleinur  Fyrr á ţessari öld voru konur á Egilsstöđum í fjáröflun fyrir góđgerđarfélag.  Ţćr seldu heimabakađar kleinur og randalínu.  Eins og ţćr höfđu gert í áratugi.  Í ţetta sinn mćtti heilbrigđisfulltrúi í fylgd lögregluţjóna og stöđvađi fjáröflunina.  Konunum var tilkynnt ađ til ađ mega selja heimasteiktar kleinur verđi - lögum samkvćmt - ađ hafa fyrst samband viđ embćttiđ.  Ţađ ţurfi ađ mćla hvort ađ lofthćđ eldhússins sé lögleg. 


mbl.is 5 ára sektuđ fyrir límonađisölu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ringulreiđ á Íslandi

  Ţađ er óreiđa í íslenska matvöru- og veitingahúsageiranum.  Koma Kaupfélags Garđahrepps inn á markađinn í sumarbyrjun hefur sýnt og sannađ ađ verđlagning á ýmsum vörum - ţar á međal matvöru - getur veriđ lćgri en hún var fyrir ţau tímamót.  

  Ţađ dugir skammt ađ vísa til ţess ađ Kaupfélagiđ starfi í mörgum löndum og geti gert magninnkaup.  Jú, vissulega er ţađ rétt ađ hluta.  Á móti vegur ađ verulegur hluti af matvörum og drykk í búđinni er framleiddur hérlendis, einungis fyrir íslenskan markađ.  Hún er međ flata 14% álagningu.  Lífeyrissjóđir krefjast mun hćrri álagningar hjá sínum stórmarkađskeđjum.  Stjórnarmenn ţurfa há laun og góđa bónusa. 

tepoki  Á sama tíma og Íslendingar eru ađ kynnast áđur óţekktu lágu verđi í Kaupfélagi Garđahrepps berast skemmtilegar fréttir af hátt verđlögđum veitingum úti á landi.  Ómerkileg smá hveitibrauđsbolla er seld á 500 kall.  Stakur tepoki er seldur á 400 kall (án vatns og án ţjónustu).  Rúnstykki međ skinkusneiđ og osti á 1200 kall.  Rćfilsleg kleina á 980.  Hamborgari á 3000.  Plokkfiskur á 4500 kall.  Kjötsúpa á 4500 kall.

  Ferđaţjónustuokrarar undrast ađ útlendir túrhestar hiksti yfir verđlagningunni.  Ţeir stytta ferđir og eru teknir upp á ţví ađ smyrja sér nesti.  Viđbrögđin eru ađ bćta viđ skál viđ hliđina á peningakassanum.  Skálin er kyrfilega merkt "TIPS".  Forsendur eru ţćr ađ uppistađan af útlendum túrhestum í lausagöngu á Íslandi er vanur ađ borga ţjórfé heimafyrir.  Ţeir vita ekki ađ ţađ er ekki vani á Íslandi.  Samt.  Ţađ er reisn yfir ţví ađ ná ţjórfé af túrhestunum ofan á 500 króna hveitibollu.    

brauđbolla tips a                  

   

  

     


Tćmdi úr kampavínsglösum í flösku

  Rússneskur mađur sat grandalaus í flugvél á leiđ til Dubai.  Farţegar keyptu sér kampavín í glösum.  Eins og gengur.  Ţađ er hressandi ađ súpa á kćldu freyđandi kampavíni í hitamollu á langri flugleiđ.  Ţegar flugţjónar síđar söfnuđu saman rusli var eitthvađ um ađ kampavínsglösin hefđu ekki veriđ tćmd í botn.  

  Rússanum til nokkurrar undrunar sá hann flugţjón aftast í vélinni hella leifunum úr glösunum í kampavínsflöskur.  Ţađ er til fyrirmyndar.  Sóun á mat og drykk er böl.

  

 


Nýr flötur á okri í ferđaţjónustu

  Íslensk ferđaţjónusta er á miklu flugi um ţessar mundir.  Enda háannatími ársins.  Hver sem betur getur reynir ađ toppa sig í okri á öllum sviđum.  Einn ómerkilegur Lipton tepoki er seldur á 400 kall á hóteli á Egilsstöđum.  Bara pokinn einn og sér.  Ekki međ vatni eđa í bolla.  Samskonar poki kostar um 20 kall út úr búđ.  

  Á Húsavík er rúnstykki međ skinku og osti selt á 1200 kall.  Erlendir ferđamenn eru í öngum sínum yfir íslenska okrinu.  Viđbrögđin eru fálmkennd.  Ţeir reyna ađ sniđganga veitingahús sem frekast er unnt.  Kaupa ţess í stađ brauđ og álegg í matvöruverslunum.  Út um holt og hćđir má sjá erlenda ferđamenn smyrja sér samlokur á milli ţess sem ţeir ganga örna sinna úti í grćnni náttúrunni.  Ţađ er gott fyrir gróđurinn.

  Sjálfsbjargarviđleitnin fór á nýtt stig í gćr ţegar níu bandarískir ferđamenn eltu uppi lamb,  stálu ţví og skáru á háls.  Brotaviljinn var einbeittur, eins og sést á ţví ađ ţeir voru vopnađir stórum hnífi,  sveđju,  til verksins.  Nćsta víst er ţetta hafi ekki veriđ fyrsta né síđasta lambiđ sem ţeir stálu.  Mánađargamalt lamb er ekki kjötbiti sem mettar níu Bandaríkjamenn.  Frekar ađ ţađ ćsi upp í ţeim sultinn.  

  Refsing var ótrúlega mild.  Ţeir voru látnir borga markađsverđ fyrir lambiđ og vćga sekt fyrir eignarspjöll og ţjófnađ.  Ţeir voru ekki kćrđir fyrir dýraníđ.  Né heldur fyrir ađ brjóta gróflega lög um sláturleyfi, ţar sem gerđar eru strangar kröfur um eitt og annađ.  Til ađ mynda hvernig lóga skuli dýrum og standa ađ hreinlćti.  Ţess í stađ voru ţeir kvaddir međ óskum um góđa ferđ.  Ekki fylgir sögunni hvort ađ ţeir fengu ađ halda drápstólinu.

  Ţessi viđbrögđ verđur ađ endurskođa í snatri áđur en allt fer úr böndum.  Ferđamennirnir eru áreiđanlega búnir ađ hlćja sig máttlausa á samfélagsmiđlum yfir aulagangi íslensku lögreglunnar.  Jafnframt ţví sem ţeir gćta sín á ţví ađ rćna lömbum úr augsýn annarra.  Ţeir hafa veriđ orđnir kćrulausir vegna ţess hve auđvelt var ađ stela sér í matinn.

  Hugsanlega ćtti ađ senda erlenda sauđaţjófa rakleiđis úr landi og gera ökutćki ţeirra upptćk. Ađ minnsta kosti sekta ţá svo rćkilega ađ ţeir láti sér ţađ ađ kenningu verđa og skammist sín.    

 


mbl.is Á ađ vera refsađ fyrir dýraníđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Snillingarnir toppa hvern annan

  Stundum er sagt um suma ráđamenn ađ ţeir sitji í fílabeinsturni.  Ţá er átt viđ ađ ţeir séu úr tengslum viđ almúgann.  Ţeir lifi í sýndarveruleika.  Ţeir rađa í kringum sig já-mönnum.  Loka eyrunum fyrir gagnrýnum röddum.

  Á tíunda áratugnum hratt ţáverandi heilbrigđisráđherra úr vör verkefninu "Ísland án eiturlyfja 2002".  Ég man ekki hver ţađ var en einhver Framsóknarmađur.  Peningum var sturtađ í verkefniđ og gćđingum rađađ á jötuna;  ótal nefndir og ráđ međ tilheyrandi fundarhöldum og veisluföngum.   

  Um síđustu aldamót vakti dómsráđherra,  Sólveig Pétursdóttir, athygli fyrir ađ deila ekki salerni međ öđrum starfsmönnum ráđuneytisins.  Ţess í stađ lét hann innrétta splunkunýtt einkaklósett sem kostađi milljónir króna.  Gékk undir gćlunafninu gullklósettiđ.  Enda var ekki vitađ um jafn dýrt og glćsilegt klósett hérlendis.    

  Ráđherrans er ekki síđur minnst fyrir skelegg viđbrögđ viđ kröfu um fjölgun lögregluţjóna.  Hann lét fjöldaframleiđa pappalöggur!  Ţeim var plantađ á ljósastaura viđ Reykjanesbraut.  Pappalöggurnar útrýmdu ekki hrađakstri og öđrum afbrotum á Suđ-Vestur horni landsins.  Fjarri ţví.  Ţess í stađ var pappalöggunum stoliđ og vöktu kátínu í partýum út um allt.

  Nokkru síđar fóru utanríkisráđherrann Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og forsćtisráđherrann Geir Haaarde á flug viđ ađ koma Íslandi í Öryggisráđ Sameinuđu ţjóđanna.  Tilgangurinn var enginn nema ađ spila sig stóra/n í útlöndum.  Allir međ lágmarksţekkingu á heimsmálum vissu ađ ţetta var meira en út í hött; meira en óraunhćft.  Dćmigert heilkenni íbúa fílabeinsturnsins.  

  Ţetta var brandari.  Dýr brandari.  Yfir 1000 milljónum króna var sturtađ út um gluggann.  Ísland átti aldrei raunhćfa möguleika á inngöngu í Öryggisráđiđ.  Ţví síđur erindi.

  Nú reynir fjármálaráđherrann,  Benedikt, ađ toppa Sólveigu Pétursdóttur,  Ingibjörgu Sólrúnu og Geir Haaarde.  Hann bođar upprćtingu svartrar atvinnustarfsemi međ ţví ađ taka 10.000 kallinn og 5000 kallinn úr umferđ.  Ţjóđinni og 2,5 milljónum túrista árlega verđi skylt ađ borga fjölskyldufyrirtćkjum Engeyinga,  Borgun og Valitor, "kommisjón" af öllum viđskiptum.  

  Rökin eru snilld:  Ţeir sem stunda svarta atvinnustarfsemi eru svo vitlausir ađ ef ţeir geta ekki borgađ međ 5000 kalli ţá fatta ţeir ekki ađ ţađ er hćgt ađ borga međ 5 ţúsund köllum.       

gullklósettiđ

   


mbl.is 10.000 króna seđillinn úr umferđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bensínsvindliđ

  Margir kaupa eldsneyti á bílinn sinn hjá Kaupfélagi Garđahrepps - heildverslun.  Bensínlítrinn ţar er ađ minnsta kosti 11 kr. lćgri en á nćst ódýrustu bensínstöđvum.  Dćlt á tóman 35 lítra tank er sparnađurinn 385 kr.  Munar um minna.  Annađ hefur vakiđ athygli margra:  Bensíniđ er ekki einungis ódýrast heldur miklu kröftugra og endingarbetra.  

  Fjöldinn hefur upplýst og skipst á reynslusögum á Fésbók, tísti og víđar.  Gamlar kraftlitlar druslur breytast í tryllitćki sem reykspóla af minnsta tilefni.  Rólegheitabílstjórar sem voru vanir ađ dóla á 80 kílómetra hrađa á ţjóđvegum eiga nú í basli međ ađ halda hrađanum undir 100 km.  

  Einn sem átti erindi úr Reykjavík til Sauđárkróks var vanur ađ komast á einum tanki norđur.  Ţađ smellpassađi svo snyrtilega ađ hann renndi ćtíđ á síđasta lítranum upp ađ bensíndćlu Ábćjar.  Ţar keypti hann pylsu af Gunnari Braga.  Nú brá svo viđ ađ međ bensín frá KG á tanknum var nóg eftir ţegar hann nálgađist Varmahlíđ.  Hann beygđi ţví til hćgri og linnti ekki látum fyrr en viđ Glerártorg á Akureyri.  Samt gutlađi enn í tanknum.

  Hvernig má ţetta vera?  KG kaupir bensíniđ frá Skeljungi.  

  Skýringin liggur í ţví ađ Skeljungur (eins og Neinn og Olís) ţynnir sitt bensín međ etanóli á stöđvunum.  Ţetta er gert í kyrrţey.  Ţetta er leyndarmál.  Hitt er annađ mál ađ Costco blandar saman viđ sitt bensín efni frá Lubisol.  Ţsđ hreinsar og smyr vélina.     

 

     

   


Costco veldur vonbrigđum

  Ég átti erindi í Hafnarfjörđinn.  Um leiđ var bíllinn ađ suđa um ađ fá bensín.  Af ţví ađ ég er töluvert á rúntinum um allt höfuđborgarsvćđiđ ţá var upplagt ađ virkja gömlu kaupfélagshugsjónina og gerast félagsmađur í breska útibúi Costco í Garđabć (sem er útibú frá bandarísku demókratamóđurfélagi).  Ég sé í hendi mér ađ til lengri tíma er sparnađur ađ kaupa bensínlítrann ţar á 170 (fremur en 186 í Orkunni).   

  Allt gekk ţetta hratt og vel fyrir sig. Allir sem ég átti samskipti viđ voru Bretar (allt í góđu.  Ţađ er ekkert atvinnuleysi á Íslandi.  En eitthvađ atvinnuleysi í Bretlandi). Frekar fáir á ferli - miđađ viđ ađ ţađ er 2. í Costco.  Ég rölti hring inni í búđinni.  Einsetumađur sem eldar ekki mat ţarf ekki ađ fínkemba matvörubretti.  Ţó sá ég út undan mér ađ flest allt er selt í miklu stćrri pakkningum en íslenskir neytendur eiga ađ venjast.  Einnig ađ ekki er hćgt ađ kaupa staka flösku af hinu eđa ţessu.  Ađeins 20 - 40 flöskur í einingu.  Enda heitir Costco fullu nafni Costco heildverslun.  Fjölmennir vinnustađir og stćrri mötuneyti geta gert hagstćđ kaup.  Einnig stórar fjölskyldur.  Ýmislegt er á hćrra verđi en fyrst var slegiđ upp.  Til ađ mynda kranavatn.  Ţađ er á 11 krónur en ekki 6.  Ađeins í 30 flaskna pakkningu.  Sem svo sem eru ekki vond kaup - nema í samanburđi viđ ókeypis kranavatn. 

  Ég skimađi vel um fatadeildina.  Rúmfatalagerinn er töluvert ódýrari.  Hvort sem um er ađ rćđa gallabuxur, skyrtur, nćrföt eđa sokka.

  Bónus, Krónan, Kostur, Nettó, Iceland og Elkó ţurfa ekki ađ óttast flótta á sínum viđskiptavinum yfir til Costco.  Ađ ţví leyti olli Costco mér vonbrigđum.  Verđlagningin ţar er ekki sú róttćka bylting sem lá í loftinu - og var bođuđ.

  Ég keypti ekkert í Costco nema bensín.  Ég skráđi ekki hjá mér  verđ sem ég sá.  Ég man ađ kílóverđ á Prince Póló er um 1100 kall.  Svipađ og í Bónus.  Heitur kjúklingur er á 1300 kall.  Er ţađ ekki svipađ og í Krónunni?  Kókómjólkin er á 230 kall.  Er ţađ ekki svipađ og í Bónus?  Kellog´s kornflögur á 475 kall.  Sama verđ og í Bónus.  Pylsa og gosglas kostar 400 kall í Costco en 195 kall í Ikea (hinumegin viđ götuna). 

  Ég fagna innkomu Costco alla leiđ.  Undanfarnar vikur hafa íslenskar verslanir lagt sig fram um ađ lćkka verđ til ađ mćta samkeppninni.  Ekki ađeins íslenskar verslanir.  Líka erlendir framleiđendur og heildsalar.  Margir ţeirra hafa skilgreint Ísland sem hálaunasvćđi; dýrt land og verđlagt sínar vörur hátt til samrćmis viđ ţađ.  Nú ţurfa ţeir ađ endurskođa dćmiđ til ađ mćta samkeppninni.

  Annađ gott:  Costco selur ekki innkaupapoka.  Viđskiptavinir verđa ađ taka poka međ sér ađ heiman.  Eđa fá hjá Costco pappakassa - ef ţeir eru til stađar í ţađ skiptiđ.  Ég sá fólk draga upp úr pússi sínu platspoka frá Bónus og Hagkaupum.  

  Ástćđa er til ađ taka međ í reikninginn ađ viđskiptavinir Bónus, Krónunnar, Kosts, Iceland, Nettó og Elkó ţurfa ekki ađ borga 5000 kall međ sér til ađ spara aurinn og henda krónunni.  Eđa ţannig.

ez túpupressan

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Túpupressan fćst nú í Skagafirđi

  Túpupressan vinsćla fćst ekki í Costco.  Hinsvegar fćst hún núna á Sauđárkróki.  Nánar tiltekiđ hjá Nudd & trimform,  Skagfirđingabraut 6.  Listi yfir ađra sölustađi má finna međ ţví ađ smella HÉR      

        


mbl.is Ódýrara í Costco en hann bjóst viđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hversu hćttulegir eru "skutlarar"?

 

 

  Á Fésbókinni eru svokallađir "skutlarar" međ nokkrar síđur.  Sú vinsćlasta er međ tugi ţúsunda félaga.  "Skutlarar" eru einskonar leigubílstjórar á svörtum markađi.  Ţeir eru ekki međ leigubílstjóraleyfi.  Ţeir eru hver sem er;  reiđubúnir ađ skutla fólki eins og leigubílar.  Gefa sig út fyrir ađ vera ódýrari en leigubílar (af ţví ađ ţeir borga engin opinber gjöld né fyrir félagaskráningu á leigubílastöđ).

  Leigubílstjórar fara ófögrum orđum um "skutlara".  Halda ţví fram ađ ţeir séu dópsalar.  Séu meira ađ segja dópađir undir stýri.  Séu ekki međ ökuleyfi.  Séu ţar međ ótryggđir.  Vísađ er á raunverulegt dćmi um slíkt.  Séu dćmdir kynferđisbrotamenn.  Hafi međ í för handrukkara sem innheimti í raun mun hćrri upphćđ en venjulegir leigubílar.  

  Ég veit ekkert um "skutlara" umfram ţessa umrćđu.  Ćtli ţeir séu svona hćttulegir?  

tanngómur í goggi fugls


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband