Fćrsluflokkur: Viđskipti og fjármál
28.1.2019 | 01:21
Ódýr matur
Matarverđ í Toronto í Kanada er töluvert lćgra en á Íslandi. Eins og flest annađ. Ţar ađ auki er skammturinn vel útilátinn. Í stađ ţess ađ leifa helmingnum komst ég upp á lag međ ađ kaupa matinn "take away". Ţannig dugđi hann í tvćr máltíđir. Matarsóun er til skammar. Á veitingastađ sem heitir Caribbean Taste er - á milli klukkan 11.00 - 15.00 - seldur kjúklingur (BBQ eđa karrý) á 610 ísl. kr. Hann er borinn fram međ góđri hrúgu af fersku salati og hrísgrjónum međ nýrabaunum.
Á Caribbean Taste er maturinn afgreiddur í pappabakka međ loki. Ég gat ţví snćtt inni á stađnum og tekiđ afganginn međ mér. Ţađ var ljúft ađ flýta sér hćgt á stađnum. Notaleg ópoppuđ reggí-músík hljómađi á góđum styrk. Á vegg blasti viđ stór mynd af Bob Marley.
Grillađur lax er á 728 kr. Eftir klukkan 15.00 hćkkar verđiđ um 40% eđa meir. Kjúklingurinn er ţá kominn í 855 kr. og laxinn í 1080 kall.
Á nálćgum morgunverđarstađ fékk ég rétt sem heitir "Simple 2 eggs". Spćld egg, beikon, ristađar brauđsneiđar (önnur međ hnetusmjöri, hin međ jarđaberjamauki) og stór plastskál međ blönduđum ávaxtabitum. M.a. ananas, jarđaberjum, appelsínum og bláberjum. Ávextirnir voru heil máltíđ út af fyrir sig. Rétturinn kostađi 837 kr.
Dýrasta máltíđin sem ég keypti var á Eggspectation. 1360 kr. Hún samanstóđ af tveimur lummum (amerískum pönnukökum). Ofan á ţeim var sitthvor stóra og ţykka pönnusteikta skinkusneiđin. Ţar ofan á voru spćld egg. Yfir var heit hollandaise sósa. Međlćti voru djúpsteiktar ţunnt skornar kartöflusneiđar, stór melónusneiđ og tvćr ţykkt ţverskornar appelsínusneiđar (önnur blóđappelsína).
Nćst dýrasta máltíđin sem ég keypti kostađi 1256 kr. Hún var á Maja Indian Cuisine, indverskum veitingastađ. Ţar fćr viđskiptavinurinn ađ velja sér 3 rétti af mörgum úr tveimur hitaborđum. Međlćti er ferskt salat, hrísgrjón og hlussustórt bragđgott nanbrauđ. Ég valdi lamb í karrý, kjúkling í karrý og framandi rétt sem leit girnilega út en var eiginlega eins og ágćt hnausţykk súpa. Indverski pakkinn dugđi mér í 3 máltíđir.
Ég fann matvöruverslun sem selur heitan mat úr hitaborđi. Hćgt er ađ velja úr ţremur-fjórum réttum sem "rútinerast" dag frá degi. Stundum lax. Stundum kjúklingabitar. Borgađ er fyrir réttinn en ekki er rukkađ fyrir međlćti á borđ viđ grćnmeti og steikta kartöflubáta. Verđiđ er 800 - 900 kr.
Algengt verđ á hálfslítra bjórdós er 184 kr.
Viđskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 20:07 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
22.1.2019 | 05:54
Smásaga um ungt fólk
Hann hafđi aldrei fariđ á dansleik áđur. Frá 16 ára aldri hafđi hann ţó nokkrum sinnum fariđ á hljómleika. En nú var hann mćttur á dansleik. Hann var rétt svo búinn ađ koma sér fyrir viđ barinn er ađ honum vék sér gullfalleg dama. Hún spurđi hvort ađ hann vćri til í dans. Hann var til í ţađ. Tók samt fram ađ hann hefđi aldrei dansađ. Hún blés á ţađ: "Ekki máliđ. Viđ reynum bara ađ samhćfa einhvern takt." Ţađ gekk áfallalaust fyrir sig. Hann var nokkuđ sáttur viđ frammistöđu sína. Hafđi reyndar ekki samanburđ.
Ađ dansi loknum spurđi hún: "Ertu til í panta einhverja spennandi kokteila á međan ég skrepp á salerni?" Hann var til í ţađ. Hún yrđi ađ velja. Hann ţekkti enga kokteila. Hún stakk upp á ţví ađ hann léti barţjóninn velja. Hann tók vel í ţađ.
Eftir nokkra framandi og bragđgóđa kokteila lá beinast viđ ađ ţau fćru saman heim til hans. Ţar fćkkuđu ţau fötum ţegar í stađ. Er hún skreiđ undir sćngina til hans hvíslađi hún: "Nú er komiđ ađ fjármálunum. Semjum um greiđsluna." Honum dauđbrá. Varđ afar vandrćđalegur. Hikstandi og stamandi stundi hann upp međ erfiđismunum: "Fjármál eru ekki mín sterkasta hliđ. Púff! Ég ţekki ekki taxtann. Ég hef aldrei lent í ţessari stöđu. Segjum bara ađ ţú borgir mér tíuţúsundkall og máliđ er dautt."
Viđskipti og fjármál | Breytt 24.1.2019 kl. 17:32 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)
10.1.2019 | 00:28
Fátćklegt jólaskraut
Gistiheimili sem ég dvaldi á í Toronto yfir jólin er stađsett í 2ja kílómetra fjarlćgđ frá miđborginni. Engu ađ síđur gat ég ekki ţverfótađ fyrir spennandi veitingastöđum og óspennandi verslunum af öllu tagi. Ég tel mig lánsaman ađ hafa engan áhuga á verslunum - ef frá eru taldar matvöruverslanir sem selja vatn og dagblöđ, svo og búđir sem selja bjór.
Í Toronto er bjór seldur í the Beer Store. Viđskiptavinurinn fćr ekki ađ sjá neinn bjór ţegar mćtt er á svćđiđ. Hann gengur ađ afgreiđsluborđi og tilkynnir afgreiđslumanneskju hátt og skýrt hvađa bjór hann vill kaupa. Afgreiđslumanneskjan bregđur sér ţá bak viđ luktar dyr. Nokkru síđar birtist hún aftur međ bjórkippur í gráum plastpoka.
Mér skilst ađ ađrar verslanir selji annarsvegar léttvín og hinsvegar sterkt vín. Ég átti ekki erindi í ţćr. Sannreyndi ekki dćmiđ.
Í miđbć Toronto var mikill og stórfenglegur jólamarkađur. Yfirgengilegar jólaskreytingar í ýktasta stíl. Ţeim mun merkilegra er ađ ţar fyrir utan fór lítiđ fyrir jólaskreytingum. Á gistiheimilinu sem ég dvaldi á var í setustofu plastjólatré. Um 1,5 metri á hćđ. Um 30 cm ţar sem ţađ var breiđast. Ekkert skraut.
Á rölti mínu um nágrenniđ sá ég inn um glugga ađ sami stíll var í öđrum gistiheimilum og hótelum. Óskreytt jólatré og engar ađrar jólaskreytingar. Gengt gistiheimili mínu er vegleg verslunarmiđstöđ (mall) međ tilheyrandi matsölustöđum og verslunum. Hvergi örlađi á jólaskreytingum.
Í Toronto máttu íbúar henda jólatrénu út á stétt 7. janúar. Um leiđ máttu ţeir henda út á stétt allskonar húsgögnum og tölvum. Sorphirđan er til fyrirmyndar.
Viđskipti og fjármál | Breytt 11.1.2019 kl. 11:51 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (15)
20.12.2018 | 04:06
Veitingaumsögn
- Stađur: Sćgreifinn
- Stađsetning: Geirsgata 8 í Reykjavík
- Réttur: Kćst skata
- Verđ: 2350 kr.
- Einkunn: ****
Sćgreifinn er skemmtilega hrár veitingastađur međ sterkan persónuleika (karakter). Hann er í senn "heimilislegur" og heillandi. Andi stofnandans, Kjartans Halldórssonar, svífur yfir og allt um kring. Hann var bráđskemmtilegur og magnađur náungi sem gustađi af. Féll frá 2015. Í hans tíđ var ánćgjuleg ábót viđ góđa máltíđ ađ rćđa sjávarútvegsmál viđ hann. Alltaf var stutt í húmorinn. Hann sá broslegu hliđarnar í bland viđ annađ.
Eitt af sérkennum Sćgreifans hefur veriđ og er ađ bjóđa upp á kćsta skötu og siginn fisk. Skata er svipuđ frá einum veitingastađ til annars. Hjá Sćgreifanum er hún frekar mild. Međ á disknum eru saltfisksbitar, kartöflur, hamsar og tvćr rúgbrauđssneiđar međ smjöri. Í eftirrétt er hrísgrjónagrautur međ rjóma og kanil, kenndur viđ Steingrím Hermannsson, fyrrverandi forsćtisráđherra.
Einn af mörgum kostum Sćgreifans er hófleg verđlagning. Enginn veitingastađur á höfuđborgarsvćđinu býđur upp á hagstćđara verđ á skötumáltíđ í ár.
Ég geri tvćr athugasemdir viđ skötu Sćgreifans: Annarsvegar er skammturinn alltof ríflegur. Ţađ er ekki möguleiki ađ torga nema helmingi hans. Ţrátt fyrir ađ trođa í sig löngu eftir ađ mađur er orđinn saddur. Hinsvegar sakna ég ţess ađ fá ekki rófubita međ. Í sćlli minningu á ég kćsta skötu á Sćgreifanum međ rófubita.
Viđskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 04:20 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
18.12.2018 | 06:23
Veitingaumsögn
- Veitingastađur: Rakang
- Stađsetning: Hraunbćr 102A í Reykjavík
- Réttur: Tćlenskt hlađborđ
- Verđ: 2000 / 2800 kr.
- Einkunn: ****
Rakang er tćlenskur veitingastađur, stađsettur í sama húsnćđi og áđur hýsti veitingastađinn Blástein. Hann rak Ásgeir heitinn Hannes Eiríksson. Ţetta er rúmgóđur stađur sem skiptist upp í nokkra sali. Á góđum helgardegi var bođiđ upp á dansleiki.
Fyrir ókunnuga er erfitt ađ finna stađinn. Hraunbćr 102 teygir sig yfir nokkur hús í grennd viđ Orku bensínsölu. Til ađ finna 102a ţarf ađ keyra niđur fyrir eitt húsiđ.
Asísk hlađborđ eru hvert öđru lík. Enda eru ţau iđulega blanda af tćlenskum mat, víetnömskum og kínverskum. Hlađborđiđ á Rakang samanstendur af kjúklingabitum í sósu, ţunnt skornu nautakjöti í sósu, djúpsteiktum svínakjötstrimlum, djúpsteiktum fiski, djúpsteiktum vćngjum og tveimur núđluréttum međ grćnmeti. Međlćti eru hvít hrísgrjón, grćn karrýsósa, rauđ karrýsósa og súrsćt sósa.
Maturinn er bragđmikill og góđur. Á borđum eru flöskur til ađ skerpa enn frekar á bragđi. Ţćr innihalda soyja sósu, sterka chilli sósu og sterka mayones sósu.
Enginn laukur er í matnum, ólíkt ţví sem algengt er í asískum mat. Ţeim mun meira er af grćnmeti á borđ viđ gulrćtur, papriku og blómkáli.
Í hádegi er hlađborđiđ á 2000 kr. Á kvöldin er ţađ 2800 kall. Innifaliđ er kaffi og gosdrykkir.
Ljósmyndirnar njóta sín betur ef smellt er á ţćr.
Viđskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 12:16 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
18.11.2018 | 00:01
Uppfinningar sem breyta lífi ţínu
Japanir eru allra manna iđnastir viđ ađ finna upp gagnlega hluti. Ţađ er eins og ţeir geri ekkert annađ allan daginn. Hugmyndaflugiđ er ótakmarkađ. Hér eru nokkur snjöll sýnishorn af vörum sem hafa ekki borist til Evrópu. Bara tímaspursmál um daga fremur en ár.
Sólarorkukveikjarinn sparar bensín og fé. Margnota líftíđareign. Fer vel í stóra vasa.
Augndropar eru til stöđugra vandrćđa. Ţeir hitta ekki á augađ. Lenda upp á enni eđa niđur á kinn. Ţar fer dýr dropi til spillist. Augndropatrektin leysir máliđ. Snilldin felst í ţví ađ trektinni er haldiđ stöđugri međ ţví ađ vera föst viđ gleraugu. Gleraugun tryggja ađ dropinn lendi á mitt augađ.
Banani er hollastur ţegar hann er vel ţroskađur; orđinn mjúkur og alsettur svörtum deplum. Í ţví ástandi fer hann illa í vasa. Klessist og atar vasann. Bananaboxiđ er lausnin. Ţađ er úr ţunnu og léttu plasti og varđveitir lögun ávaxtarins. Algengt er ađ fólki međ mikiđ dót í öllum vösum rugli öllu saman; man ekki stundinni lengur hvađ er hvađ. Bananaboxiđ lítur út eins og banani. Enginn ruglast á ţví.
Vatnsmelónur eru plássfrekar í verslunum og í flutningum. Ţćr staflast illa; kringlóttar og af öllum stćrđum. Japanir hafa komist upp á lag međ ađ rćkta ţćr ferkantađar. Ţćr eru rćktađar í kassa. Ţannig eru ţćr jafnframt allar jafn stórar.
Viđskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:21 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)
2.11.2018 | 07:27
Hvers vegna ţessi feluleikur?
Á níunda áratugnum vann ég á auglýsingastofu. Einn daginn kom Ingvar Helgason á stofuna. Hann rak samnefnda bílasölu. Hann sagđist vera ađ gera eitthvađ vitlaust. Hann vćri búinn ađ kaupa fjölda heilsíđuauglýsinga í dagblöđunum um tiltekinn bíl án viđbragđa.
Ţegar ég skođađi auglýsingarnar blasti vandamáliđ viđ. Í ţeim var bíllinn lofsunginn í bak og fyrir. Hinsvegar vantađi í auglýsingarnar hver vćri ađ auglýsa; hver vćri ađ selja bílinn. Lesandinn gat ekki sýnt nein viđbrögđ.
Ég á fleiri sögur af fyrirtćkjum sem auglýsa hitt og ţetta án upplýsinga um ţađ hver er ađ auglýsa og hvar hćgt er ađ kaupa auglýstu vöruna.
Í vikunni birtist í Fréttablađinu heilsíđuauglýsing undir fyrirsögninni "Combo-tilbođ". Ţar voru myndir af mat og drykk, brauđmeti og allskonar á tilbođsverđi. Ţađ er ađ segja lćkkuđu verđi - ađ ţví er má skiljast.
Undir auglýsinguna er kvittađ "netgíró Kvikk". Ekkert heimilisfang. Engin vísbending um hvort um er ađ rćđa sjoppu á Reyđarfirđi eđa í Keflavík, Stokkseyri eđa Hofsósi.
Ég sló inn netgíró.is. Fyrirbćriđ reyndist vera einhverskonar peningaplottsdćmi. Lánar pening, gefur út greiđslukort og hengir fólk eđa eitthvađ.
Ég sló inn "kvikk.is". Ţar reyndist vera bifreiđaverkstćđi. Eftir stendur ađ ég hef ekki hugmynd um hver er ađ selja pylsu og gos á 549 kall. Ţangađ til ég kemst ađ ţví kaupi ég pylsu og gos í Ikea á 245 kall. Spara 304 krónur í leiđinni.
Viđskipti og fjármál | Breytt 3.11.2018 kl. 18:07 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (10)
25.9.2018 | 04:00
Auglýst eftir konu
Eftirfarandi frásögn svipar til brandara sem fór eins og eldur í sinu á níunda áratug síđustu aldar.
Fćreyskur piltur, Klakksvíkingurinn John Petersen, fékk sér far međ Dúgvuni, farţegabáti sem siglir á milli Klakksvíkur og Leirvíkur. Um borđ keypti hann lakkrís og súkkulađistykki. Sćtaskipan er ţannig ađ allir sitja til borđs međ öllum. Ókunnug stúlka settist viđ sama borđ og John. Skyndilega tekur hún sig til og brýtur vćnan bita af súkkulađinu. Honum ţótti ţetta "ódönnuđ" framkoma. Lét samt eins og ekkert vćri og fékk sér sjálfur vćnan súkkulađibita. Hún braut sér annan bita. Ţá fór ađ síga í John. Til ađ tapa ekki restinni upp í stúlkuna gerđi hann sér lítiđ fyrir og sporđrenndi henni međ látum eins og langsoltinn hundur.
Kominn á land í Leirvík varđ John á ađ fálma í úlpuvasa sinn. Ţar fann hann súkkulađiđ ósnert. Rann ţá upp fyrir honum ađ hann vćri dóninn. Ekki stúlkan. Hann hafđi étiđ súkkulađi hennar. Hún var horfin úr sjónmáli. Ţess vegna hefur hann nú tekiđ til bragđs ađ auglýsa eftir henni. Honum er í mun ađ biđjast afsökunar og útskýra hvađ fór úrskeiđis.
Viđskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 06:58 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (28)
21.9.2018 | 08:11
Bruđlsinnar leiđréttir
Guđmundur Ingi Kristinsson, ţingmađur Flokks fólksins, hefur varpađ ljósi á einn anga bruđls međ fé skattborgara. Hann var sendur til Grćnlands viđ tíunda mann á fund Norđurlandaráđs. Ţar voru samţykktar eldri ályktanir. Snúnara hefđi veriđ ađ samţykkja ţćr rafrćnt. Óvisst er ađ allir kunni á tölvu.
Guđmundi var stefnt til Nuuk tveimur dögum fyrir ráđstefnuna. Ţar dvaldi hann í góđu yfirlćti á dýrasta hóteli sem hann hefur kynnst; 144 ţúsund kall fyrir vikudvöl. Rösklega 20 ţúsund kall nóttin.
Bruđlsinnar vísa til ţess ađ einungis sé flogiđ til Nuuk frá Íslandi einu sinni í viku. Ţess vegna hafi íslenskir ráđstefnugestir neyđst til ađ vćflast í reiđuleysi í einhverja daga umfram ráđstefnudaga.
Vandamáliđ međ dýra hótelgistingu sé ađ einungis eitt hótel finnist í Nuuk.
Hiđ rétta er ađ flogiđ er til og frá Nuuk og Reykjavík ţrisvar í viku. Ađ auki er ágćtt úrval af gistingu í Nuuk. Ekki allt 5 stjörnu glćsihótel; en alveg flott gistiheimili á borđ viđ Greenland Escape Acommodation. Nóttin ţar er á 11 ţúsund kall.
Skođa má úrvaliđ HÉR.
Góđu fréttirnar - sem allir eru sammála um - eru ađ ráđstefnugestir fengu í hendur bćkling prentađan á glanspappír međ litmyndum. Ţar sparađist póstburđargjald.
Viđskipti og fjármál | Breytt 22.9.2018 kl. 10:49 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (13)
3.9.2018 | 23:48
Veitingaumsögn
- Veitingastađur: PHO Vietnam Restaurant, Suđurlandsbraut 6, Reykjavík
- Réttir: Grísakótelettur og lambakótelettur
- Verđ: 1890 - 3990 kr.
- Einkunn: **** (af 5)
Móđir mín á erfitt međ gang eftir ađ hún fékk heilablóđfall. Vinstri hluti líkamans lamađist. Öllum til undrunar - ekki síst lćknum - hefur henni tekist ađ endurheimta dálítinn mátt í vinstri fót. Nćgilegan til ađ notast viđ göngugrind. Henni tekst jafnvel ađ staulast afar hćgt um án grindarinnar.
Ţetta er formáli ađ ţví hvers vegna ég fór međ hana á PHO Vietnam Restaurant. Hún er búsett á Akureyri en brá sér í dagsferđ til borgarinnar. Henni ţykir gaman ađ kynnast framandi mat. Ég ók međ hana eftir Suđurlandsbraut og skimađi eftir spennandi veitingastađ međ auđveldu ađgengi fyrir fatlađa. Vietnam Restaurant virtist vera heppilegt dćmi. Ég ók upp á gangstétt og alveg ađ útidyrahurđinni. Ţar hjálpađi ég mömmu út úr bílnum og sagđi henni ađ ég yrđi eldsnöggur ađ finna bílastćđi.
Mamma var ekki fyrr komin út úr bílnum en ungur brosmildur ţjónn stađarins spratt út á hlađ, studdi hana inn og kom henni í sćti. Ađdáunarverđ ţjónusta. Ţetta var á háannatíma á stađnum; í hádegi.
PHO Vietnam Restaurant er fínn og veislulegur stađur.
Ég fékk mér grillađar grísakótelettur. Mamma pantađi sér grillađar lambakótelettur. Međlćti voru hvít hrísgrjón, ferskt salat og afar mild súrsćt sósa í sérskál. Á borđum var sterk chili-sósa í flösku. Viđ forđumst hana eins og heitan eld. Ţóttumst ekki sjá hana.
Réttirnir litu alveg eins út. Ţess vegna er undrunarefni ađ minn réttur kostađi 1890 kr. en lambakóteletturnar 3990 kr. Vissulega er lambakjöt eilítiđ dýrara hráefni. Samt. Verđmunurinn er ekki svona mikill.
Kóteletturnar litu ekki út eins og hefđbundnar kótelettur. Engin fituarđa var á ţeim. Fyrir bragđiđ voru ţćr dálítiđ ţurrar. Vegna ţessa grunar mig ađ ţćr hafi veriđ foreldađar. Sem er í góđu lagi. Ég var hinn ánćgđasti međ ţćr. Mömmu ţóttu sínar ađeins of ţurrar. Ađ auki fannst henni ţćr skorta íslenska lambakjötsbragđiđ; taldi fullvíst ađ um víetnamskt lamb vćri ađ rćđa. Ég hef efasemdir um ađ veitingastađur á Íslandi sé ađ flytja til Íslands lambakjöt yfir hálfan hnöttinn. Nema ţađ sé skýringin á verđmuninum.
Kóteletturnar, ţrjár á mann, voru matarmiklar. Hvorugu okkar tókst ađ klára af disknum.
Ađ máltíđ lokinni sagđi ég mömmu ađ hinkra viđ á međan ég sćkti bílinn. Er ég lagđi aftur upp á stétt sá ég hvar brosandi ţjónn studdi mömmu út. Annar en sá sem studdi hana inn. Til fyrirmyndar.
Viđskipti og fjármál | Breytt 5.9.2018 kl. 23:17 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (9)