Færsluflokkur: Pepsi-deildin
21.4.2009 | 01:21
Gullkorn Hannesar Hólmsteins
Við þessi gullkorn er engu að bæta. Þau standa fyrir sínu. Það verður trauðlað sagt að málflutningur sé tekinn úr samhengi. Allir vita hvað fjrálshyggjutrúboð Hannesar gengur út á. Hallelúja! Þetta er einfaldlega gott innlegg í umræðuna og má ekki liggja ónýtt hjá garði. Sjálfur hefur ríkisstarfsmaðurinn Hannes hælt sér í erlendum fjölmiðlum af því að hafa hannað módelið er leiddi til fjrálshyggjuhrunsins sem við nú öll súpum seyði af.
Hér er óklippt trúboðsræða: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/855499/
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 20:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
18.4.2009 | 17:38
Svo fárveikur að hann kaus Sjálfstæðisflokkinn
Í nýföllnum dómi yfir geðveikum afbrotamanni eru geðsjúkdómar hans tíundaðir af nákvæmni. Þar segir meðal annars:
"...hann hafi hætt að vinna árið 1978 og þá verið beint inn á við"... byrjað að stunda trúarbrögð og geimvísindi...fengið samband við verndara sinn og gyðjurnar tvær sem hafi þá verið að tala inn á huga hans...hafi hætt að aka bíl árið 1978, en lifað á eignum sínum næstu 10 árin en þá hafi peningarnir verið búnir. Þá hafi helgistjórnin sent hann á geðsjúkrahús, hann hafi skotið á mann en verið handleiddur til að gera það, allt gert í þeim tilgangi að koma honum á örorku...þetta hafi verið nágranni hans og...að hann hafi verið innblásinn til að drepa nágranna sinn en hann hafi verið heppinn að það hafi ekki tekist...hafa verið lagður inn á geðdeild í tengslum við þessa skottilraun og hafi fengið sprautur einu sinni í mánuði í mörg ár eftir það...sé innblásinn af guðunum og guðirnir hafi fengið hann til að gera þetta til að reyna hann sjálfan...sé undir eftirliti tveggja gyðja, Sollu og Geraldine, og hafi verið undir vernd þeirra í 20 ár. Solla sjái um hann á daginn en Geraldine á nóttunni en undanfarin 20 ár hafi hann verið í stöðugu sambandi við þessar gyðjur og ræðir um að sambandið sé huglægt...gyðjurnar yfirtaki huga hans og stjórni honum alveg. Á köflum píni þær hann og píski. Yfir þessum gyðjum sé helgistjórn jarðar sem veiti honum innblástur og stýri þessu öllu. Það séu sex guðir og sex gyðjur sem myndi helgistjórnina og aldur þeirra sé 4-8 milljarða ára...verndari hans hafi sagt honum að hætta á lyfjum og líklega hafi það verið Solla sem hafi sagt honum það...hann sé undir sérgæslu guðanna. Guðirnir hafi ákveðið að láta reyna á ákærða sérstaklega, meðal annars með því að láta hann léttast, en verndararnir hefðu komið inn og séð að hann hafi nú byrjað að borða...hafi verið látinn komast í samband við dópista og hann látið dópistann hafa peninga reglulega alla tíð síðan. Tilgangurinn væri sá að gera ákærða að öreiga eins og Krist og spámennina...í innlögn ákærða á geðdeild 1987 hafi hann fengið sjúkdómsgreininguna paranoid schizophrenia (aðsóknargeðklofi)...miklar ofsóknarhugmyndir um skipulagðar aðgerðir gagnvart misindismönnum og kenndi þá meðal annars guðunum um tvö vélhjólaslys sem höfðu orðið ári áður...aftur verið lagður inn á geðdeild 2008 og þá fengið sömu sjúkdómsgreiningu...miklar ranghugmyndir af sama toga og í fyrri innlögn...flókið fast ranghugmyndakerfi sem einkennist af trúarhugmyndum og segist fyrir nokkrum árum hafa verið innblásinn til að hengja sig en ekki gert það...hafi lesið Morgunblaðið reglulega, lesi Fréttablaðið af og til en fylgist hvorki með útvarpi né sjónvarpi. Hann hafi kosið Sjálfstæðisflokkinn alla tíð en hætt því fyrir nokkrum árum því Solla hafi verið á móti því. Hlutverk hans í lífinu sé að leysa lífsgátuna með því að opinbera líf og tilveruna. Hann sé langt kominn með að leysa þessi mál og kveðst ætla að birta grein um þetta síðar á árinu í Morgunblaðinu. Sjúkdómsgreiningin er Paranoid schizophrenia...alvarlegan geðklofasjúkdóm að stríða um áratuga skeið. Sjúkdómurinn einkennist af miklum og flóknum ranghugmyndakerfum, en þau kerfi séu að megninu til af trúarlegum toga. Hann telji sig vera undir stjórn æðra máttarvalds og eftir því sem best verði séð hafi þessi einkenni verið stöðug í að minnsta kosti 20-30 ár."
Þarf að vinna litla sigra á hverjum degi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 22:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
16.4.2009 | 23:29
Húrra! Nú ætti að vera ball!
Við þennan frábæra útlistann Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar á frjálshyggjuuppskrift Sjálfstæðis-FL-okksins sem nú hefur kollsteypt íslensku þjóðfélagi er engu við að bæta. Nema kannski mútugreiðslunum frá FL-Group og Landsbankanum. Eins og segir í gömlum slagara: "Húrra, nú ætti að vera ball!" Takið eftir því að trúboðinn virkilega trúir því sem hann er að segja.
Merki ránfuglsins er útfært að Guðsteini Hauki Barkarsyni.
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 23:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
15.4.2009 | 23:30
Undarleg uppákoma á matsölustað
Ég átti erindi á matsölustað. Ekki til að fá mér að borða heldur í öðrum erindagjörðum. Þegar ég vatt mér þangað inn sátu fjórir miðaldra menn saman að snæðingi við eitt borðið. Ég þekkti engan þeirra. Ég staðnæmdist við afgreiðsluborð með smurbrauði, samlokum og öðru slíku. Einhverra hluta geng ég aldrei framhjá slíku borði án þess að skoða hvað er í boði. Þó ég sé ekki svangur.
Skyndilega var einn mannanna komin upp að hlið mér. Hann segir í hálfum hljóðum - sennilega til að afgreiðsludaman heyri ekki:
- Djöfulsins okurbúlla sem þetta er. Þetta er viðbjóður.
Hann benti á svokallaðar samlokuhyrnur sem voru verðmerktar á 450 kall og sagði:
- Sjáðu þetta. 500 kall fyrir eina helvítis samloku. Maður fær samloku á næstu bensínstöð fyrir 300 kall. Það kostar ekki meira en 100 kall að smyrja svona samloku heima hjá sér. Bara kaupa dollu af rækjusalati eða túnfiskssalati á 200 kall og skella á milli tveggja brauðsneiða. Maður nær alveg 3 - 4 samlokum út úr því.
Ég nennti ekki að benda manninum á að samlokuhyrnur kosta 520 kall á bensínstöðvum. Þar fyrir utan hefði ég ekki komist að. Maðurinn var óðamála og ákafur. Næst benti hann á diska með matarmiklu smurbrauði. Heldur stærri skammt en venja er. Það var ýmist verðmerkt á 890 eða 950 krónur.
- Sjáðu hérna, maður. Ein andskotans örþunn brauðsneið með gumsi er seld á 1000 kall. Pældu í því. 1000 kall fyrir auma brauðsneið. Maður fær sjóðheita 16" pizzu beint úr ofninum fyrir 4ra manna fjölskyldu á sama verði hjá Dominós. Gott ef 2ja lítra kók og brauðstangir fylgja ekki með í því dæmi. Þetta er viðbjóður.
Svo nafngreindi hann mann sem er líkast til kokkurinn á staðnum eða eigandi. Ég nota hér tilbúið nafn:
- Jón Jónsson er þvílíkur óþverra svíðingur. Hann er að eyðileggja allt. Hugsaðu þér aumingja bændurna sem koma glorhungraðir langt utan af landi og lenda í höndunum á svona óþokka. Þeir fá áfall; halda að Reykjavík sé ein allsherjar okurbúlla. Það ætti að læsa manninn inní fangelsi ásamt útrásarvíkingunum og henda lyklinum.
Þegar hér var komið sögu bjóst ég til farar. Maðurinn gekk aftur til sætis hjá félögum sínum. Um leið og ég gekk út í nóttina sá ég út undan mér hvar hann gekk með súpudiskinn sinn til afgreiðsludömunnar og sagði smeðjulega:
- Get ég fengið smá ábót, elskan mín. Hún er einstaklega góð hjá ykkur súpan í dag.
Pepsi-deildin | Breytt 4.5.2009 kl. 21:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
12.4.2009 | 23:09
Furðulegur bíltúr
Ég kom utan af landi með flugi. Hlaðinn pinklum. Fyrir utan flugstöðina fann ég leigubíl. Mér fannst ég kannast við andlitið. Gott ef hann var ekki til umfjöllunar í blöðum fyrir nokkrum árum ákærður og dæmdur fyrir að plata konur til að skrifa upp á víxla og skuldabréf sem hann lét síðan falla á þær.
Jæja, ég bið bílstjórann um að skutla mér á tiltekið gistiheimili. Leiðin þangað frá flugvellinum er stutt og afskaplega einföld. Ég var ekkert að fylgjast með akstrinum til að byrja með heldur hélt áfram að lesa músíkblað sem ég tók með mér í flugið. Skyndilega tók ég eftir því að leigubíllinn var kominn langt af leið og þræddi einstefnuakstursgötur í miðbænum. Ég kallaði til bílstjórans:
- Hvað er í gangi? Veistu ekki hvar gistiheimilið er?
- Jú, jú. Ég er á leiðinni þangað, svaraði bílstjórinn ofurhægt.
- Ég pantaði ekki útsýnisferð um miðbæinn. Ég borga ekki fyrir þennan aukakrók.
- Nei, nei. Ég slekk á mælinum. Þú borgar ekkert meira en það sem stendur núna á mælinum, útskýrði bílstjórinn skilningsríkur. Hann hætti þegar að aka krókaleiðir og keyrði stystu leið að gistiheimilinu. Um leið og ég yfirgaf leigubílinn sagði leigubílstjórinn:
- Ég ætla að biðja þig um að hringja ekki á stöðina og segja frá þessum aukakrók. Það kostar alltaf leiðindi og vesen. Málið er að ég er með athyglisbrest. Þess vegna bar mig örlítið af leið.
Pepsi-deildin | Breytt 23.5.2009 kl. 14:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
11.4.2009 | 14:11
Ljósmyndir
Þessar undarlegu ljósmyndir fékk ég sendar og trylltist úr hlátri. Hvað í ósköpunum gengur þessu fólki til? Hvað er það að pæla? Áttið þið ykkur á hvað er í gangi? Eða er þetta bara fyndið? Fólkinu á efstu myndinni virðist ekki vera hlátur í huga. Þvert á móti. Þeim virðist vera fúlasta alvara með að það allra fínasta sé að vera með gúmmíhjólbarða um hálsinn.
Pepsi-deildin | Breytt 23.5.2009 kl. 14:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (34)
6.4.2009 | 16:33
Blóð
Ég er ennþá í pönkstellingum eftir pönkveislu ársins á Grand Rokk um helgina. Um hana má lesa í nýlegum færslum hér örlítið fyrir neðan. Til að teygja á stemmningunni held ég áfram að velta mér upp úr pönkinu. Pönkið lifir og blómstrar sem aldrei fyrr. Ein af nýlegri pönksveitum heitir Blóð og var að senda frá sér Ep plötu.
Liðsmenn Blóðs eru Björn Gunnlaugsson gítarleikari, Björn Kristjánsson trommuleikari og Þráinn Árni Baldvinsson bassaleikari.
Á myndbandinu kastar tríóið kveðju á Geir Haaarde í laginu Vélinda.
Fleiri upplýsingar um Blóð má finna á www.myspace.com/blodblodblod.
3.4.2009 | 13:09
Saga breska pönksins - IX
Í næstu færslu hér fyrir neðan er sagt frá pönkveislu ársins sem fer fram á Grand Rokk annað kvöld. Það er við hæfi að skerpa á stemmningunni með því að hita upp og halda hér áfram að rifja upp sögu bresku pönkbylgjunnar.
Í maí 1977 sendi bandaríska hljómsveitin The Ramones frá sér fyrstu smáskífuna í Bretlandi um leið og hún hóf hljómleikaferð í Bretlandi. A-hliðar lag smáskífunnar var Sheena is a Punk Rocker. Það er á myndbandinu hér fyrir ofan. 12.000 eintök voru pressuð á 12" og fyrstu 1000 eintökunum fylgdi T-bolur í kaupauka. Sheena is a Punk Rocker náði 22. sæti breska vinsældalistans.
Nokkrum dögum síðar komu samdægurs út smáskífan God Save the Queen með The Sex Pistols og Remote Control með The Clash. Pönkið var þess vegna verulega plássfrekt og áberandi síðustu vikuna í maí.
Sá hængur var á að plöturisinn CBS gaf Remote Control út í óþökk The Clash. Liðsmenn The Clash töldu lagið gefa kolranga mynd af hljómsveitinni. Þetta væri popplag sem hafði það hlutverk að létta og brjóta upp stemmninguna á stóru plötunni. Strákarnir urðu svo æfir yfir uppátæki CBS að þeir hvöttu aðdáendur sína til að kaupa ekki plötuna, útvarpsmenn til að spila ekki lagið og blaðamenn til að fjalla ekki um smáskífuna. Sjálfir fóru liðsmenn The Clash í verkfall sem stóð í marga mánuði. Meira um það síðar. Flestir sem The Clash ákölluðu hlýddu kallinu. Remote Control seldist ekki neitt. God Save the Queen fór aftur á móti í 2. sæti breska vinsældalistans. Þar með var pönkið komið á toppinn.
Lagið á B-hlið Remote Control var London´s Burning.
Fyrri færslur um bresku pönkbylgjuna
Fyrsta breska pönklagið: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/743999
Næst - II: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/744949
III: http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/746033/
IV: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/747161
V: http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/750862/
VI: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/753972/
VII: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/791397
VIII: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/820922
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 13:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
31.3.2009 | 18:18
Hundaníðingar á krossara
Ég var beðinn um að vekja athygli á framferði þessa 19 ára hafnfirska pilts sem myndirnar eru af og vinar hans. Eftirfarandi texti um atburðarrás fylgdi myndunum. Þar segir frá konu sem fór að venju með hundana sína tvo (rottweiler og íslenska fjárhundsblöndu) og var svo yndæl að taka Heru (blanda) hundinn með sér.
Konan lagði bílnum á vanalegum stað, um 400m frá fjörunni, tók hundana út úr bílnum í taum og gekk að fjörunni. Þar voru drengir að leika sér á krossara og fjórhjóli, en fjórhjólsmaðurinn hvarf fljótlega af vettvangi.
Konan gekk framhjá drengjunum og lengst eftir fjörunni áður en hún ákvað að sleppa hundunum.
Hundarnir skiptu sér ekkert af drengjunum á krossurunum og leika sér, þefa og pissa hér og þar, eins og hundum er lagið.
Gamanið fékk snöggan endi þegar drengirnir á krossurunum óku greitt í áttina að þeim, augljóslega til að ögra hundunum sem æstust allir upp og hófu að elta hjólin. Þeir stoppuðu hjólin, biðu þangað til að hundarnir voru komnir nálægt (þöndu vélina til að vekja athygli og æsa hundana) og gáfu að lokum allt í botn og spændu af stað.
Konan reyndi og reyndi að vekja athygli strákanna og biðja þá um að stoppa svo hún gæti náð hundunum en allt kom fyrir ekki!
Það þarf varla að nefna hversu hættulegt er að keyra á ofsa hraða á krossara með ÞRJÁ hunda allt í kring. Hundar eru ekki fyrirsjánlegir, og það er ALDREI hægt að fara of varlega þegar þeir eru annars vegar. Tek það líka fram að konan þurfti sjálf að snúa sér undan þegar ökumenn krossaranna spýttu sandi og sjó yfir hana sjálfa.
Ég vil ekki hugsa dæmið til enda hefði annar hvor drengjanna keyrt á einhvern hundinn og skotist af krossaranum.....
Loks urðu hundarnir þreyttir og gáfust upp á þessum hættulega leik og eltu konuna í bílinn.
Hún átti svo langt samtal við drengina tvo (19 ára frá Hafnarfirði - megið lesa yfir þeim ef þið þekkið þá) sem virtust engan veginn gera sér grein fyrir því hversu hættulegt athæfið var. Konan var mjög reið.
ÞAR AÐ AUKI hafa þessir drengir eyðilagt mikla og erfiða þjálfun sem það er að fá hunda OFAN AF þeirri hugsun að elta ökutæki á fullri ferð. Flestum hundum er eðlislægt að elta það sem hratt fer, hægja á því, leika við það eða róa niður. Núna þurfum við að byrja upp á nýtt að kenna hundinum sjálfstjórn í svona kringumstæðum.
Þvílíkt ÖMURLEGT þegar sú mikla vinna sem maður hefur lagt í þjálfunina er eyðilögð af einhverjum bjánum á krossara.
Drengirnir sögðust hafa verið ÍTREKAÐ KÆRÐIR fyrir vítaverðan akstur en ALDREI neitt verið gert í málunum!
Lést eftir rifrildi í umferðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 21:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (47)
28.3.2009 | 01:18
Ný skoðanakönnun - takið þátt
Nú óska ég eftir tillögum um bestu smáskífur íslensku rokksögunnar. Þær einar koma til greina sem innihalda lög er hafa ekki verið kynningarefni fyrir stórar plötur, Lp. Smáskífurnar sem flestar tilnefningar fá set ég síðar upp í formlega skoðanakönnun.
Í fljótu bragði dettur mér í hug Fyrsti kossinn með Hljómum, Gvendur á eyrinni með Dátum, Glugginn með Flowers, False Death með Fræbblunum, Rækjureggí með Utangarðsmönnum, Kristjana með Gyllinæð (sjá tónlistann hjá mér), Ég er frjáls með Falcon...
Komið með fleiri tillögur.