Fćrsluflokkur: Bćkur

Smásagan Veiđiferđ. Bönnuđ börnum!

  Hvađ er betra í heiminum en ađ vera aleinn uppi í óbyggđum í heila viku;  međ veiđistöng og nóg af köldum bjór?  Ţetta hugsar Brandur um leiđ og hann sporđrennur ljúffengri nýgrillađri bleikju.  Klukkutíma áđur synti hún hamingjusöm í nálćgum lćkjarhyl ásamt nánustu ćttingjum og ćskuvinum.

  Brandur stendur upp, ropar og skolar mataráhöld í hylnum.  Hann gengur frá grillinu og kemur ţví fyrir í farangursgeymslu húsbílsins.  Ţađ fer ađ rökkva innan skamms.  Ţrátt fyrir bjór í maga ţá sest hann undir stýri og ekur af stađ.  Hann verđur hvort sem er ekki kominn til byggđa fyrr en upp úr miđnćtti.

  Ferđin gengur eins og í sögu.  Hann leggur í bílastćđiđ fjarri húsinu.  Konan er greinilega sofnuđ.  Myrkur grúfir yfir.  Hann vill ekki vekja hana.  Lćđist hljóđlega inn,  afklćđist og leggst upp í rúm ţétt viđ frúna.  Svefninn sćkir strax á.  Hjónarúmiđ er miklu mýkra og betra en beddinn í húsbílnum.  Í ţann mund sem hann er ađ svífa inn í draumaland ţá vaknar lostakústur.  Eftir vikufríiđ vill hann sitt.  Í svefnrofanum hlýđir Brandur kallinu og bregđur sér á bak.  Ţađ er hvorki tölt né brokkađ heldur ţeysireiđ á harđastökki međ kröftugum rykkjum og hnykkjum í allar áttir.  Hamagangurinn er slíkur ađ stćđilegt rúmiđ leikur á reiđiskjálfi.

  Ađ leik loknum leggst Brandur á bakiđ og blćs eins og hvalur.  Hann er alveg búinn á ţví.  Munnurinn er ţurr og ţorsti sćkir á.  Hann lćđist fram í eldhús og fćr sér vatnssopa.  Út undan sér tekur hann eftir veikum bláum bjarma í hálflokuđum stofudyrunum.  Hann lćđist ađ og stingur höfđi varlega inn um dyragćttina.  Viđ stofuborđiđ situr eiginkonan.  Hún er međ fartölvu fyrir framan sig.  Hún kemur strax auga á Brand, rífur af sér heyrnartól og kallar hálf hvíslandi:  "Hć, elskan!  Ég heyrđi ţig ekki koma.  Amma í Kanada kom áđan í heimsókn.  Hún ćtlar ađ vera hjá okkur í nokkra daga áđur en hún fer norđur.  Hún er orđin svo hrum,  97 ára,  skökk og stirđ og bakveik ađ ég leyfđi henni ađ sofa í hjónarúminu. Viđ sofum bara í gestaherberginu á međan." 

blerikja

 

 

 

 

 

 

 

 

 

_______________________

  Fleiri smásögur HÉR.

   

              


Kynslóđabil forsetaframbjóđenda

  Ţegar allt er saman taliđ voru nöfn um ţađ bil fimmtíu einstaklinga orđuđ viđ frambođ til embćttis forseta Íslands í komandi kosningum í sumar.  Ţetta er álíka fjöldi og sćkir um ţegar auglýst er eftir starfsmönnum í sendlastarf hjá Dominos pizzum og Subway.  Munurinn er sá ađ ţeir sem sćkjast eftir embćtti forseta lýđveldisins ţurfa ađ framvísa undirskrift fleiri međmćlenda.  Ţađ er ţröskuldur sem reynist mörgum erfiđur ljár í ţúfu.

  Alveg eins og ég spáđi fyrir um eru frambjóđendur til forsetaembćttis rétt undir tug ţegar til alvörunnar var komiđ.  Eftirsjá er af sumum sem sprungu á limminu á lokaspretti.  

  Áđan sýndi Sjónvarpiđ (RÚV) áhugaverđa heimildarmynd um forsetakosningarnar 1980.  Ţá var Vigdís Finnbogadóttir kjörin forseti Íslands. Hún atti kappi viđ ţrjá miđaldra karlmenn.  Alla hina vćnstu menn og góđan kost.  Ađ undanskildu ţví ađ ţeir höfđu hlálega forpokuđ viđhorf til embćttisins.  Ţeir sáu alla vankanta á ţví ađ einstćđ móđir gćti veriđ forseti. Forseti yrđi ađ vera karlmađur;  vel giftur konu sem yrđi í hlutverki gestgjafa.  Myndi bjóđa gestum forsetans upp á kaffisopa og skera handa ţeim sneiđ af randalínu.

  Ţessi viđhorf karlpunganna voru komin fram yfir síđustu dagsetningu ţegar landsmenn gengu í kjörklefann.  Unga kynslóđin gaf frat í úrelt karlrembuviđhorfin og tryggđi Vigdísi glćsilegan sigur. Forsetaferill hennar var farsćll og til fyrirmyndar í flesta stađi.  Međal annars keypti hún eintak af bók sem ég skrifađi 1983,  Poppbókina.  Bókin er reyndar svo vond ađ ég afneita henni í dag.  En samt.  Flott hjá forseta ađ kaupa hana í fárviđri pönkbylgjunnar.

  Vigdísi ţekki ég ekki persónulega. Ţó hef ég skrautskrifađ ýmis plögg fyrir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í Háskólanum. En ţađ er afgreitt af öđrum starfsmönnum.  Hinsvegar var ég staddur á Pósthúsi á Eiđistorgi fyrir nokkrum árum.  Sem sveitastrákur frá útjađri Hóla í Hjaltadal í Skagafirđi hef ég aldrei lćrt biđrađamenningu.  Ég tók ekkert eftir öđrum viđskiptavinum Pósthússins. Tróđst bara framfyrir eins og ég vćri Palli einn í heiminum. Bar upp erindi viđ afgreiđsludömuna.  Ţá heyrist í konu sem ég hafđi trođist fram fyrir:  "Mikiđ er gaman ađ heyra skagfirskan framburđ."  Ég leit viđ. Ţetta var Vigdís.

  Hún er vissulega tungumálafrćđingur.  Gegnir einhverju slíku embćtti eđa titli hjá Sameinuđu ţjóđunum.  En mikiđ rosalega er hún nćm.  Ţó ađ ég sé fćddur í Skagafirđi og alinn ţar upp til unglingsára ţá hélt ég ađ hálfrar aldar dvöl í Reykjavík vćri búin ađ ţurrka út skagfirskan framburđ. Og hver er munur á honum eđa húsvískum framburđi?  Eđa vopnfirskum?

  Vigdís er frábćr!  Hún var glćsilegur fulltrúi ungu kynslóđarinnar,  nýrra og ferskra tíma,  frjálslyndis og framtíđarinnar.  

  


mbl.is Maggi Texas er bara mannlegur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hver eru elstu tungumál heims?

  Eitt af mörgum vandamálum tungumáls er ađ ţađ breytist mjög hratt.  Svo hratt ađ nútímamađur á í erfiđleikum međ ađ lesa 100 - 200 ára gamlan texta.  Ennţá eldri texti er honum lokuđ bók.  Ađeins örfá tungumál í öllum heiminum eru undantekning frá reglunni.  Ţá er átt viđ ađ nútímamađurinn lesi sér til gagns fornhandrit á sínu tungumáli án ţess ađ blása úr nös.

  Netmiđillinn Culture Trip hefur tekiđ saman lista yfir elstu tungumál heims.  Ţau eru ţessi:

  Hebreska er mörg ţúsund ára gömul.  Hún er töluđ af gyđingum dreifđum víđa um lönd.  Ţeir lesa léttilega jafn eldgamlar ţjóđsögur og Gamla testamentiđ.

  Tamílska er opinbert tungumál Indlands,  Sri Lanka og Singapúr.  Hún er ađ minnsta kosti mörg ţúsund ára gömul.    

  Litháíska er sömuleiđis mörg ţúsund ára gömul.

  Persneska (einnig kölluđ farsi) er töluđ í Íran, Afganistan og Tajikistan.  Nútíma persneska er yfir 1200 ára gömul.

  Íslenska er nćstum ţví jafn gömul nútíma persnesku.  Hefur haldist óbreytt frá ţví ađ norskir landnemar settust ađ á Íslandi 874.  Ţó ađ landiđ vćri dönsk nýlenda frá fimmtándu og fram á síđustu öld ţá hafđi ţađ óveruleg áhrif á íslensku.  

Ísland

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Ţetta skemmtilega kort fylgir samantekt Culture Trip.   


Smásaga um vinnustađaglens

pylsa

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Ţetta er fyrsti dagur Tóta í pylsuvagninum.  Hann er búinn ađ hlakka til í marga daga.  Ţar áđur átti hann sér langţráđan draum um ađ afgreiđa pylsur - eins og algengt er međ ungt fólk.  Vinnufélagi hans er Ása,  boldangshnáta á sjötugsaldri međ sólgleraugu og fjölda húđflúra.  Tóti hefur oft fylgst međ henni úr fjarlćgđ afgreiđa pylsur.  Hann hefur stundum undrast hvađ vinnufélagar hennar stoppa stutt viđ í vagninum.    

  Tóti heilsar og kynnir sig međ handabandi.  Ása kynnir sig ekki heldur svarar glettnislega:  "Tóti, já.  Ég ćtla ađ kalla ţig Tóta ljóta til ađgreiningar frá öđrum Tótum."

  "Ţekkir ţú ađra Tóta?" spyr Tóti undrandi.

  "Ekki ennţá," svarar Ása.  "Kannski síđar."

  Lengra er samtaliđ ekki í bili.  Ása bendir Tóta ţegjandi á ađ taka af sér jakkann.  Um leiđ bendir hún á kaffikönnu međ nýlöguđu kaffi.  Hún bendir honum líka á ađ fá sér sćti.  Hann lćtur ekki benda sér á ţađ tvisvar.  Sjálf hellir hún sér kaffi í plastmál.  Međ vönum handbrögđum gusar hún eldsnöggt úr ţví ofan í hálsmáliđ á Tóta.  Hann öskrar af sársauka undan brennandi heitu kaffinu,  sprettur á fćtur og rífur sig úr bolnum.  Hann horfir undrandi og ásakandi á Ásu.  Hún heldur um magann í hláturskrampa.

  "Vinnustađagrín,"  útskýrir hún skellihlćjandi og sćkir handklćđi.  Hún vćtir ţađ í köldu vatni og leggur samanbrotiđ yfir brunasáriđ á öxlinni.  

  "Farđu í bolinn yfir,"  skipar hún og hjálpar honum ađ trođast í kaffiblautan bolinn.

  Tóti reynir ađ taka gríninu vel.  Hann brosir vandrćđalega.  Brosiđ verđur einlćgt ţegar Ása bćtir viđ:  "Ég ćtla ađ skjótast í ísbúđina viđ hliđina og kaupa handa okkur ís í brauđformi.  Ţá fyrirgefur ţú mér gríniđ.  Er ţađ ekki?"

  Hún býđur ekki eftir svari heldur snarast út.  Ađ vörmu spori kemur hún til baka međ tvo barnaísa.  Annar er súkkulađiís.  Hinn jarđarberja.  Hún réttir súkkulađiísinn ađ munni Tóta og segir:  "Vittu hvorn ţér ţykir betri."

  Tóti er viđ ţađ ađ narta í ístoppinn ţegar Ása ţrykkir ísnum ţéttingsfast framan í hann.  Ísinn klessist upp á nef og út á kinnar.  Hún fylgir ţví eftir nógu fast til ađ brauđformiđ maskast.

  Tóti tekur andköf.  Hann skefur međ höndunum ísinn framan úr sér.  Hann sullast niđur bringuna og litar bolinn.  

  "Vinnustađagrín!"  hrópar Ása sigri hrósandi.  Um leiđ og orđinu sleppir ţrykkir hún jarđarberjaísnum á sama hátt í andlitiđ á Tóta.  

  "Ć,  ţetta fór úr böndunum,"  játar hún og horfir á Tóta ţrífa á sér andlitiđ.  "Fyrirgefđu. Ég sá ţetta fyrir mér miklu fyndnara.  Ég hélt ađ ţú myndir líta út eins og Gosi spýtukall:  Ađ brauđformiđ myndi standa út í loftiđ á nefinu á ţér.  Ţađ hefđi veriđ fyndiđ.

  Tóta fyrirgefur Ásu í huganum.  Hann vorkennir henni fyrir aulalegan húmor.  Ţađ geta ekki allir veriđ gordjöss.  Hún vill vera skemmtileg.  

  "Ég skal vera almennileg,"  lofar Ása.  "Ég er búin ađ biđjast fyrirgefningar.  Ég skal hringja í konuna sem á pylsuvagninn og óska eftir ţví ađ ţú verđir fastráđinn."

  Orđum sínum til áréttingar hringir hún og segir í tóliđ: "Ţú ćttir ađ fastráđa Tóta.  Hann ţarf bara ađ taka međ sér hreinan aukafatnađ.  Núna er hann útatađur í kaffisulli og ís.  Bćđi súkkulađiís og jarđarberja.  Ţetta er ógeđslegt fyrir kúnna ađ horfa upp á.  Ég er viss um ađ hann er ömurlegur fađir.  Ţađ kemur vinnunni ekkert viđ.  Ég ţarf bara ađ tala viđ Barnaverndarnefnd.  Láta dćma af honum börnin.  Viltu ađ ég komi eftir vinnu og nuddi á ţér bakiđ?  Ég get einnig gefiđ ţér fótanudd.  Ég hlakka til,  yđar hátign."

  Ása leggur símann frá sér og segir:  "Ţú heyrđir ţađ sjálfur,  Tóti ljóti,  ađ ég mćli međ ţér.  Ég rćđ töluverđu um fastráđningar.  Ég sef nefnilega stundum hjá hennar hátign."  

ís

 

 

 

 

 

 

 

  Fleiri smásögur og leikrit HÉR.


Jólaleikrit - hugljúft og hjartnćmt

hestur og mađur

 

 

 

 

 

 

 

 

 Á sviđinu stendur aldrađur mađur viđ risastóran skífusíma.  Hann tekur ofursmátt tól af og snýr skífunni nokkrum sinnum.  

Rödd í símanum:  Jónmundur Sighvatur Ingólfur Sigurđar- og Guđbjargarson í Stóra-Lágholti á Snćfellsnesi hér.

Gamli mađurinn:  Sćll bróđir.  Langt síđan ég hef heyrt í ţér.

Rödd í símanum:  Já, nćstum ţví klukkutími.  Hvađ er í gangi?

Gamli mađurinn:  Heyrđir ţú útvarpsfréttirnar í hádeginu?

Rödd í símanum:  Nei,  ég er í fréttabanni samkvćmt lćknisráđi; út af kvíđakastinu.  

Gamli mađurinn:  Hjón í Hollywood eru ađ skilja.

Rödd í símanum:  Hvađa hjón?

Gamli mađurinn:  Mér heyrđist karlinn heita Hann og konan Hún.  Hugsanlega er Hún af kínverskum ćttum.  

Rödd í símanum:  Ţađ setur ađ manni ónot viđ svona tíđindi.  Hvađ verđur um börnin?  

Gamli mađurinn:  Ţađ fór framhjá mér.  Ég dottađi áđur en fréttinni lauk.  Ţegar ég vaknađi aftur var komiđ kvöld og ég búinn ađ týna dagatalinu mínu.  Ţessu sem ég erfđi um áriđ ţegar afi var drepinn.  Hvenćr eru jólin?   

Rödd í símanum:  Ţađ er 13. janúar.  Ţađ er ekki seinna vćnna fyrir ţig ađ halda upp á jólin.  Ţú ćttir ađ halda upp á ađfangadag strax í kvöld.

Gamli mađurinn:  Snilld.  Ég var einmitt byrjađur ađ hlakka til.

Rödd í símanum:  Ţetta er nćr lagi núna en ţegar ţú hélst upp á jólin í apríl. 

Gamli mađurinn:  Ţađ hefđi sloppiđ betur til međ betri nágrönnum.  Ţeir hringdu stöđugt í lögguna og kvörtuđu undan jólalögunum sem ég spilađi úti í garđi.  Ég átti bara ekki betri jólalög.  

Rödd í símanum:  Ekki lög.  Ţú spilađir einungis eitt lag og ţađ um Jólaköttinn.  Ţú hefđir betur látiđ vera ađ spila ţađ úti í garđi allan sólarhringinn.  

Gamli mađurinn:  Betra er ađ deila en drottna.  Ég tel ţađ ekki eftir mér ađ deila jólagleđi međ öđrum.  Hinsvegar verđ ég ađ biđjast velvirđingar á ţví ađ ţú fáir ekkert jólakort frá mér í ár.

Rödd í símanum:  Ekki fremur en áđur.

Gamli mađurinn:  Ţađ er ekki viđ mig ađ sakast.  Ég póstlagđi kort til ţín og fjölda pakka međ jólagjöfum;  svo dýrum og glćsilegum ađ ég varđ ađ taka bankalán og veđsetja hús nágrannans án hans vitneskju.  Mađur blađrar ekki um svona hluti viđ Pétur og Pál.  Ađ minnsta kosti ekki Pál.  Hann kjaftar öllu.  Meira ađ segja í ókunnugt fólk úti á strćtóstoppustöđ.  Hann hefur elt ókunnuga heim til ţeirra til ađ kjafta frá.  

Rödd í símanum:  Hvađ varđ um jólapakkana?

Gamli mađurinn:  Pósturinn reiđ međ ţá yfir á í vexti.  Skyndilega sökk hann á kaf í hyl.  Síđan hefur ekkert til hans spurst.

Rödd í símanum:  En hesturinn?  Ég hef mestar áhyggjur af honum.

Gamli mađurinn:  Hann slapp án reiđtygja og pósts.  Hljóp allsnakinn í ójafnvćgi yfir tvö fjöll og stoppađi ekki fyrr en uppi á ţaki á 2ja hćđa húsi.  Ţar var bóndi ađ sjóđa saltfisk og kartöflur.

Rödd í símanum:  Uppi á ţaki?

Gamli mađurinn:  Nei,  upp á palli inn í tjaldi út í fljóti illa drukkinn inn í skógi.  Vonandi skemmti hann sér vel.  

Rödd í símanum:  Brćddi hann hamsatólg međ matnum?

Gamli mađurinn:  Nei, en fékk sér grjónagraut í eftirrétt međ rúsínum, kanil og rjómarönd.  Ţrátt fyrir ţađ harma ég örlög jólapakkanna til ţín.  Á jólum á mađur ađ muna eftir sínum minnsta bróđir.  Ţú ert minnstur okkar brćđra.

Rödd í símanum:  Ţađ munađi skósóla pabba ađ ég yrđi dvergur.  En ţađ getur átt eftir ađ togna úr mér.  Enginn veit sína ćvi fyrr en öll er.  Né ćvi sumra annarra.  

Gamli mađurinn:  Ég má ekki vera ađ ţví ađ masa lengur.  Jólaskrautiđ kallar.  Ekki hengir ţađ síg sjálft upp.  Síst af öllu ljósaseríurnar.  

Gamli mađurinn skellir á án ţess ađ kveđja.  Hann klórar sér ringlađur í höfđinu og segir viđ sjálfan sig:  Ţetta er ljóta rugliđ alltaf međ jólin.  Ţađ eru ekki nema tuttugu dagar síđan ég hélt upp á ađfangadag.  Og nú er hátíđin  skollin  á strax aftur.  Ţađ tekur ţví ekki ađ rífa niđur skraut á milli jóla á međan ţau hellast svona ört yfir.

Tjaldiđ fellur. 

Fleiri leikrit og smásögur HÉR


Ný bók frá Helga Seljan

helgi-seljan  Fyrir fimm árum kom út bókin 1001 gamansaga eftir Helga Seljan.  Hún naut mikilla vinsćlda.  Enda sögurnar 1001 hver annarri hnyttnari.  Allar meira og minna sannar.  

  Eftir helgi kemur út ný og stórskemmtileg bók frá Helga,  Ljósbrot liđinna stunda.  Hún inniheldur gamansögur, glettna bragi,  smásögur,  kvćđi,  ćviţćtti og fleira.  

  Helgi var kennari,  skólastjóri,  svo alţingismađur,  síđar frćđslustjóri Öryrkjabandalagsins og loks framkvćmdastjóri ţess.  Jafnframt kom hann fram um áratugi međ gamansöng og sögur.  LjosbrotForsida

 


Orđaleikir Jóns Ţorleifssonar - framhald frá í gćr

 

  1988 hófust útsendingar Útvarps Rótar.  Ţetta var merkileg útvarpsstöđ.  Hún var starfrćkt til 1991.  Uppskriftin var almannaútvarp.  Allskonar félög og einstaklingar stóđu ađ stöđinni.  Dagskrá var fjölbreytt.  Međal ađstandenda og dagskrárgerđarfólks voru allt frá trúfélögum og stjórnmálahreyfingum til rokkmúsíkunnenda og allskonar.  Gott ef Öryrkjabandalagiđ og ég man ekki hverjir komu ađ borđinu.

  Rótin var fjármögnuđ međ hlutabréfum og auglýsingum.  Fólk og félagasamtök keyptu ódýr hlutabréf í stöđinni og áttu ţá greiđa leiđ ađ dagskránni.  Ţetta voru skemmtilegir tímar.  Margir sem hófu feril sinn á Útvarpi Rót hafa síđar haslađ sér völl í öđrum fjölmiđlum.  Dćmi um ţađ eru Stjáni stuđ,  Jóhannes K. Kristjánsson tćknitröll 365 miđla,  Andrés Jónsson almannatengill og vinsćll álitsgjafi,  Guđlaugur Falk ţungarokksgítarleikari,  Sveinn H. Guđmarsson (RÚV),  Kristinn Pálsson (Rás 2),  Guđrún Ögmundsdóttir síđar alţingiskona,  Ragnar "Skjálfti" veđurstofustjóri og Soffia Sigurđardóttir sem síđar rak Útvarp Suđurlands.  Mig minnir ađ Kiddi Rokk í Smekkleysu og Kiddi kanína í Hljómalind hafi einnig komiđ viđ sögu.

  Nema hvađ.  Ţegar unniđ var ađ undirbúningi Útvarps Rótar birtist Jón Ţorleifsson,  rithöfundur og verkamađur,  heima hjá mér.  Hann veifađi hlutabréfi í Útvarpi Rót.  Ţađ kom mér á óvart í ađra röndina.  Ég spurđi:  "Hvađ kemur til ađ ţú kaupir hlutabréf í útvarpi Rót?"

  Jón svarađi:  "Ţetta er samkvćmt lćknisráđi.  Ég hef veriđ heilsulítill ađ undanförnu.

  Viđ frekari eftirgrennslan svarađi hann áfram í dularfullum útúrsnúningum.  Ađ lokum upplýsti Jón ađ hann hefđi heimsótt heimilislćkni sinn,  Svein Rúnar Hauksson.  Sá hefđi bent honum á ađ kaupa sér ađgang ađ Útvarpi Rót.  Ţar gćti hann komiđ á framfćri gagnrýni á verkalýđshreyfinguna.  Sem reyndi svo aldrei á.  Jóni varđ fljótlega uppsigađ viđ Útvarp Rót.  Fyrst út af ţví ađ Samtökin 78 (samtök samkynhneigđra) komu ađ dagsrká stöđvarinnar.  Fleira í dagskránni lagđist illa í Jón.  Eins og gengur.  Ég var međ rokkmúsíkţátt á Útvarpi Rót.  Alveg burt séđ frá hlutabréfi Jóns í stöđinni ţá skreytti ég dagskrána stundum međ ţví ađ lesa upp eitt og eitt ljóđ eftir Jón í bland viđ pönkrokk.   

Útvarp Rót

Fleiri sögur af Jóni HÉR

jon ţorleifsson 1


Jón Ţorleifs og arfur

  Hér fyrir neđan má finna hlekk á fyrri bloggfćrslur mínar um Jón Ţorleifsson,  rithöfund og verkamann.  Ţar er tíundađ ósćtti Jóns viđ ćttingja sína.  Ţađ var einhliđa af hálfu hans.  Á síđustu ćviárum sniđgekk hann ćttingja sína međ öllu.

  Svo gerđist ţađ ađ bróđir hans féll frá.  Jón taldi ţađ ekki koma sér viđ.  Ţađ olli vandrćđum varđandi dánarbúiđ.  Bróđirinn var einhleypur og barnlaus.  Jón var einn af hans nánustu ćttingjum og erfingjum.  Jón vildi ekkert af dánarbúinu vita.  Ţađ var sama hvort ađ ćttingjar eđa skiptastjóri dánarbúsins hringdu í Jón.  Hann skellti tólinu á ţá um leiđ og ţeir kynntu sig.

  Ţetta tafđi um margar vikur ađ hćgt vćri ađ ganga frá dánarbúinu.  Ađ lokum bankađi upp hjá Jóni ungur mađur giftur frćnku Jóns.  Hann var međ lausnir á vandamálinu sem Jón sćttist á.  Tilbúna pappíra um ađ Jón afsalađi sér sínum hluta af arfinum.  Gott ef ekki var framsali til einhvers tiltekins góđgerđarfélags.  

  Ţegar Jón sagđi mér frá ţessu - alvarlegur á svip - orđađi hann ţađ ţannig:  "Ég gat ekki annađ en tekiđ vel í erindi ţessa unga manns.  Hann virtist vera nokkurn veginn í lagi.  Enda er hann ekkert skyldur mér."

------------------------------------------------------------------------------

  Tekiđ skal fram ađ ég ţekki til margra ćttingja Jóns.  Ţeir eru mikiđ úrvals fólk í alla stađi.

  Fleiri sögur af Jóni HÉR

jón ţorleifs 2  

 


Jón Ţorleifs um Rússlandsforseta

jón ţorleifs 3 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Ég hef af og til rifjađ upp sögur af Jóni heitnum Ţorleifssyni,  rithöfundi og verkamanni.  Hann átti auđvelt međ ađ setja saman vísur af hvađa tilefni sem var.  Oft sátum viđ og fylgdumst međ sjónvarpsfréttum eđa öđru sjónvarpsefni.  Ţá hrökk eldsnöggt upp úr Jóni vísa um eitthvađ sem ţar kom fram.

  Jón skráđi ţćr ekki niđur hjá sér á stađnum.  Mörgum gleymdi hann.  Sumar mundi hann áfram og hélt ţeim ţá til haga.

  Ef mér ţótti vísa fyndin ţá átti ég til ađ punkta hana niđur - ef penni og blađ voru í seilingarfjarlćgđ.

  Í dag rakst ég á gamlan miđa međ vísu. Mér hefur láđst ađ skrá höfund. En dagsetning er skráđ 6. nóv. 1996.  Ég er handviss um ađ höfundur sé Jón Ţorleifs.  Vísan er í hans stíl.  Mér er ljúft og skylt ađ varđveita hana međ ţví ađ birta hana hér:

 

  Af fáu vaknar fögnuđur

sem forsjón okkur gefur.

  Boris Jeltsin bölvađur

batalíkur hefur.  

 

 

  Sögur af Jóni má finna međ ţví ađ smella hér 


Uppfćrđ Orđabók Menningarsjóđs

  Fyrir alla sem hafa gaman af blćbrigđum og fjölbreytileika íslenskrar tungu eru Vigdís Hausdóttir og Bibba á Brávallagötu himnasending.  Jafnvel í fleirtölu og nefnifalli.  Báđar hafa dágóđa kímnigáfu fyrir ţví ađ skirpla á svellinu.  Ţađ er allt annađ en vefjast tunga um fót.      

  Nýjasta dćmiđ er gagnrýni Vigdísar á Hildi Sverrisdóttur fyrir ađ hafa,  ja,  ađ mati Vigdísar, fundiđ upp orđskrípiđ skrýtilegt.

  Kannski er notkun orđsins landshlutabundin.  Ég veit ţađ ekki.  Ég er fćddur og uppalinn í Skagafirđinum.  Ţar er ţetta orđ brúkađ daglega athugasemdalaust.  

  Ég á Orđabók Menningarsjóđs, útg 1988.  Ţar stendur:

  skrýtilegur L kátlegur  skrýtinn.  

  Í nćstu prentun á Orđabók Menningarsjóđs má bćta viđ

  skrýtilegt L Vigdís 

   

     


mbl.is Vigdís vandar um viđ Hildi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband