Hugljúf og rómantísk smásaga um gömul hjón

gömul-hjón 2

  Gömlu hjónin,  Jón og Gunna,  komust hátt á tíræðis aldur.  Þau voru alltaf sammála og samtaka.  Hugsuðu eins og ein manneskja.  Nánast frá 14 ára aldri.  Eða frá því skömmu eftir að Gunna sagði:  "Nonni,  ég er ólétt."

  Jón gat ekki leynt forvitni sinni.  Áður en hann vissi af hrökk upp úr honum:  "Hver er pabbinn?"

  "Þú auðvitað,"  hreytti Gunna hvöss út úr sér.  Svo bætti hún hugsandi við:  "Eða Palli eða Siggi."
  Jón gat ekki ennþá leynt forvitni sinni:  "Varstu að sofa hjá Palla og Sigga?"
  "Nei,  aldrei!"  svaraði Gunna hneyksluð.  "Þeir voru eitthvað að fikta,  strákarnir.  Kannski aðallega hvor í öðrum.  Eða ég veit það ekki.  Hefur þú heyrt að þeir séu hommar?"
  Nei,  Jón hafði ekki heyrt það.  Hann benti Gunnu á að það væru engir hommar á Íslandi (þetta er svo langt síðan).  Gunna hélt áfram frásögn sinni:  "Ég veit það svo sem ekki.  Að minnsta kosti svaf ég ekki hjá þeim.  Ég var ekki einu sinni syfjuð.  Svo kom mamma inn í herbergi til að fara með bænirnar með mér og kyssa mig góða nótt.  Þá henti hún Palla og Sigga út.  Og fötunum þeirra á eftir þeim."
  Það lifnaði yfir Jóni.  "Mamma þín stóð alltaf með mér.  Ég sé eftir því að hafa drekkt henni.  Það var fljótfærni. Ég hélt að hún væri kettlingur.  Það var pabba þínum að kenna.  Ég heyrði hann einu sinni segja að hún væri algjör kettlingur."
  Þetta var löngu fyrir daga DNA.  Á þessum tíma vissi enginn hver var faðir barna.  Nema helst móðirin í einstaka tilfelli.  Gunna dreif þau Jón í hjónaband skömmu áður en barnið fæddist.  Barnið reyndist lélegt svo þau grófu það í fönn.  Um vorið skolaði því burt í leysingunum.
  Allar götur síðan voru Jón og Gunna samtaka í öllu.  Í meira en 3 aldarfjórðunga stunduðu þau kynlíf á sama tíma,  borðuðu á sama tíma og fengu sér kaffi á sama tíma.  Allt á sama tíma.  Þannig spöruðu þau tíma til að sinna betur aðal áhugamálinu:  Að drepa flugur.  Þau héldu meira að segja upp á jólin á sama tíma.
  Síðustu árin þurftu þau ekki að tala saman.  Þau vissu alveg hvað hitt myndi segja og hverju því yrði svarað.  Þess vegna þögðu bara saman.  Kannski orðin heyrnalaus.  Það vissu þau aldrei.  Það reyndi ekki á það.
  Það kom engum á óvart að þau létust á sama tíma.  Meira að segja í sama bílnum.  Einmitt þegar þau bæði reyndu á 150 kílómetra hraða að stýra bílnum framhjá vegatálma lögreglunnar. 
---------------------------------------------------------
Fleiri smásögur og leikrit:
.
 - Hnefaleikakeppni aldarinnar:
.
 - Peysuklúbburinn
.
 - Vinalegur náungi:
.
 - Gamall einbúi
.
- Saga af systrum
.
 - Jólasaga
.
- Á rjúpnaveiðum:
.
- Ólétta nunnan:
.
- Gullfiskur:
.
- Flugvélamódel:
.
- Miðaldra maður:
.
- Leyndarmál stráks:
.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hannes

Skemmtileg saga hjá þér gamli. Mæli með að þú hættir að taka LSD inn.

Hannes, 24.9.2010 kl. 21:40

2 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  takk fyrir það.  Og líka fyrir góða ráðið varðandi LSD.

Jens Guð, 24.9.2010 kl. 22:11

3 Smámynd: Ómar Ingi

Hannes , hann er Jensi er byrjaður að drekka aftur AJAX

Ómar Ingi, 24.9.2010 kl. 22:35

4 Smámynd: Jens Guð

  Ómar Ingi,  Ajax-inn klikkar ekki.

Jens Guð, 24.9.2010 kl. 22:37

5 Smámynd: Hannes

Ómar stíflueyðir er betri upp á bragðið að gera en það er nauðsýnlegt að kaupa mildan.

Hannes, 24.9.2010 kl. 22:39

6 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  Ómar er að vísa í furðulegt viðtal í Kastljósi:  http://www.youtube.com/watch?v=_Ce40ZxflsA

Jens Guð, 24.9.2010 kl. 23:53

7 identicon

Enn ein staðfestingin á því að sveppatímabilið er byrjað

Gsss (IP-tala skráð) 25.9.2010 kl. 02:16

8 Smámynd: Jens Guð

  Gsss,  haustvertíðin er hafin.

Jens Guð, 25.9.2010 kl. 11:27

9 identicon

Hugljúf en hárbeitt saga um hina eilífu innri baráttu og samtakamáttinn sem getur fleytt fólki yfir alla erfiðleika. Hlakka til að sjá myndina.

Hoppandi (IP-tala skráð) 25.9.2010 kl. 14:16

10 Smámynd: Jens Guð

  Hoppandi,  takk fyrir góða greiningu á boðskapnum.  Ég hlakka ennþá meira til að sjá tölvuleikinn.

Jens Guð, 25.9.2010 kl. 14:55

11 identicon

hæ jens

fín saga - gæti verið úr þingeyjasýslu? kv d

doddy (IP-tala skráð) 25.9.2010 kl. 23:57

12 Smámynd: Jens Guð

  Doddy,  sagan er einmitt úr Þingeyjarsýslu.

Jens Guð, 26.9.2010 kl. 00:02

13 identicon

jebbh - ég kannast líka við frásögnina. systur gunnu var drekkt fyrir að leita á þáverandi sýslumann á góugleði. hann náði sér aldrei. kv d 

doddy (IP-tala skráð) 26.9.2010 kl. 00:14

14 Smámynd: Jens Guð

  Doddy,  þetta er alltaf að gerast í Þingeyjarsýslu:  Að konur leiti á sýsló og sé drekkt í kjölfarið.

Jens Guð, 26.9.2010 kl. 00:19

15 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Hee,he dásamlegt.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 26.9.2010 kl. 16:02

16 Smámynd: Jens Guð

  Sigurbjörg,  takk fyrir það.

Jens Guð, 26.9.2010 kl. 16:25

17 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Takk, ég var að leggjast í þunlyndi yfir mótmælendunum á Austurvelli, bílflaut getur verið svolítið þrúgandi og leiðinlegt til lengdar.  Sögurnar þínar bæta, hressa og kæta.  Og nei, ég er ekki alþingismaður.

Hjóla-Hrönn, 28.9.2010 kl. 13:43

18 Smámynd: Jens Guð

  Hjóla-Hrönn,  takk fyrir falleg orð um sögurnar mínar.

Jens Guð, 28.9.2010 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.