Fćrsluflokkur: Samgöngur

Ósvífin sölubrella

  "Hvenćr drepur mađur mann og hvenćr drepur mađur ekki mann?" spyr Jón Hreggviđsson í Íslandsklukkunni.  Eđlileg spurning sem margir hafa spurt sig.  Og ađra.  Ennţá brýnni er spurningin:  Hvenćr er dýrari vara ódýrasta varan? 

  Í Fréttablađinu í dag er heilsíđu auglýsing í rauđbleikum lit.  Ţar segir í flennistórum texta:  "LĆGSTA VERĐIĐ Í ÖLLUM LANDSHLUTUM". 

  Í litlum og illlćsilegum neđanmálstexta má međ lagni stauta sig framúr fullyrđingunni:  "Orkan býđur lítrann á lćgsta verđinu í öllum landshlutum - án allra skilyrđa." 

  Auđséđ er á uppsetningu ađ auglýsingin er ekki hönnuđ af fagmanni.  Líka vegna ţess ađ fagmađur veit ađ bannađ er ađ auglýsa međ hćsta stigs lýsingarorđi.  Líka vegna ţess ađ ekki má ljúga í auglýsingum. 

  Ég átti erindi um höfuđborgarsvćđiđ.  Ók framhjá nokkrum bensínstöđvum Orkunnar (Skeljungs).  Ţar kostađi bensínlítrinn kr. 216,80,-  Nema á Reykjavíkurvegi.  Ţar kostađi hann kr. 188.8,-.  Sú stöđ var merkt í bak og fyrir textanum:  "Ódýrasta eldneytisverđ á landinu". 

  Ég var nokkuđ sáttur viđ ţađ.  Ţangađ til ég ók framhjá Costco.  Ţar kostađi bensínlítrinn kr. 180.9,-  


Gangbraut, strćtóskýli, kyrrstćđir bílar, sektir...

  Margt er brogađ hér í borg;

ég bévítans delana ţekki.

  Hagatorg er hringlaga torg

en hringtorg er ţađ samt ekki!

   Fyrir ţá sem ţekkja ekki til:  Hagatorg er hringlaga torg fyrir framan Hótel Sögu.  Bílar mega ekki stöđva ţegar ekiđ er í kringum torgiđ.  Sá sem stöđvar er umsvifalaust sektađur.  Viđ torgiđ stendur veglegt strćtóskýli.   Vandamáliđ er ađ strćtó má ekki stöđva viđ skýliđ - ađ viđlagđri sekt.  Sama á viđ um bíla sem ţurfa ađ stöđva fyrir aftan ef strćtó stoppar.  Sjaldnast stoppar hann viđ skýliđ.  Ţar híma viđskiptavinir bláir af kulda dögum saman og horfa upp á hvern strćtóinn á fćtur öđrum aka hjá án ţess ađ stoppa.  

  Ţvert yfir torgiđ liggur gangbraut.  Bílstjórar mega ekki stöđva til ađ hleypa gangandi yfir.  Stöđvun kostar fjársekt.  Hinsvegar er refsilaust ađ keyra gangandi niđur.  Einhverjir embćttismenn halda ţví ţó fram ađ gangbrautin eigi réttinn.  Hringtorgiđ sé nefnilega ekki hringtorg. 


Smásaga um bíleiganda

  Jóhann og frú Ţuríđur eiga gamlan fólksbíl.  Ađ ţví kom ađ ýmislegt fór ađ hrjá skrjóđinn.  Um miđjan janúar gafst hann upp.  Ţuríđur fékk kranabíl til ađ drösla honum á verkstćđi.  Ţar var hann til viđgerđar í marga daga.  Bifvélavirkjunum tókst seint og síđar meir ađ koma honum í lag.

  Verkstćđiseigandinn hringdi í frú Ţuríđi.  Tilkynnti henni ađ bíllinn vćri kominn í lag.  Ţetta hefđi veriđ spurning um ađ afskrifa bílinn - henda honum ónýtum - eđa gera hann upp međ miklum kostnađi.  

  Verkstćđiseigandinn útlistađi ţetta fyrir frú Ţuríđi.  Sagđi:  "Öll viđvörunarljós lýstu í mćlaborđinu.  Ţú hlýtur ađ vita ađ rautt ljós í mćlaborđi kallar á tafarlausa viđgerđ á verkstćđi.  Annars skemmist eitthvađ."

  Frú Ţuríđur varđ skömmustuleg.  Hún svarađi međ semingi:  "Fyrstu ljósin kviknuđu í október.  Ţau voru appelsínugul.  Svo fjölgađi ljósunum í nóvember.  Ţar bćttust rauđ viđ.  Hámarki náđu ţau í desember.  Okkur Jóhanni ţótti ţetta vera í anda jólanna, hátíđar ljóss og friđar.  Ţetta var eins og jólasería.  Viđ erum mikil jólabörn.  Viđ ákváđum ađ leyfa ţeim ađ lýsa upp mćlaborđiđ fram á ţrettándann ađ minnsta kosti.  Blessađur bíllinn stóđ sína plikt og rúmlega ţađ.  Ekki kom á óvart ađ hann reyndi sitt besta.  Viđ gáfum honum nefnilega ilmspjald í jólagjöf."

ađvörunarljós   


Álit ferđamanns

  Oft er gaman ađ heyra eđa lesa hvernig útlendir ferđamenn upplifa Ísland.  Á netmiđlinum quora.com spyr ung kona frá Singapore í fyrirsögn:  "Hve dýrt er Ísland?"  Hún svarar sér:  "Stutta svariđ er mjög."

  Hún fór í 8 daga hringferđ um Ísland.  Kíkti á Vestfirđi í leiđinni.  Hún var í 5 manna hópi sem tók jeppa á leigu.  Leigan var 134.200 kall.  Hún hvetur ađra túrhesta á Íslandi til ađ ferđast saman í hópi til ađ halda kostnađi niđri.  Jafnframt hvetur hún til ţess ađ keypt sé bílatrygging.  Framrúđan í bílnum sprakk vegna steinkasts.

  Bensínkostnađur var 48.800 kr.  Á veitingastöđum kostar ađalréttur um 3660 kr. Á móti vegur ađ bensínsjoppur selja heitt ruslfćđi á borđ viđ pylsur, hamborgara og franskar.  Kostnađur er á bilinu 976 til 1220 kall.  Mín athugasemd:  Hiđ rétta er ađ pylsa kostar víđast á bilinu 400 - 450 kall. Kannski ţarf 2 pylsur til ađ teljast vera máltíđ?

  Daman bendir á ađ hćgt ađ kaupa samlokur í Bónus-verslunum.  Sumar álíka verslanir selji líka heitan mat.  Sennilega er hún ađ vísa til Krónunnar sem selur heitan kjúkling, sviđakjamma og ţurusteik.

  Gistikostnađur hverja nótt á mann var 9760 kall á mann. Notiđ greiđslukort,  segir hún.  Íslenskar krónur eru verđlausar utan Íslands.    

  Niđurstađa hennar:  Já, Ísland er dýrt.  En hverrar krónu virđi!  

kerry teo        

  

   


Örstutt smásaga um bílaverkstćđi

  Stelpurnar á bílaverkstćđinu Ţrjú hjól undir bílnum rađa sér í kringum eldhúsborđiđ.  Ţađ er kaffitími.  Sigga "litla" brestur í grát.  Hún grćtur međ hljóđum eins og kornabarn.  Hinar stelpurnar ţykjast taka ekki eftir ţessu.  Ţetta gengur vonandi fljótt yfir.  Svo reynist ekki vera.  Hún gefur í.  Korteri síđar spyr Sigga "sprettur":  "Hvađ er ađ?  Meiddir ţú ţig í tánni?"

  "Ég fékk uppsagnarbréf áđan,"  upplýsir Sigga "litla".  "Mér er gert ađ rýma skrifborđiđ mitt fyrir klukkan fimm."  Henni er eins og smávegis létt.  Nokkuđ slćr á grátinn.

  "En ţú ert sú eina sem kannt á kaffivélina,"  mótmćlir Sigga "stóra".  Hún fćr ţegar í stađ kvíđakast.  Sigga "litla" róar hana:  "Ţiđ getiđ notađ hrađsuđuketilinn og skipt yfir í te."

  "Kakómjólk er líka góđ," skýtur Sigga "sćta" ađ.  "Hún er sérlega góđ međ rjómatertu sem er skreytt međ jarđaberjum og kíví.  Ég hef smakkađ svoleiđis.  Ég hef líka smakkađ plokkfisk."

  Kaffispjalliđ er truflađ ţegar inn ţrammar stór, spikfeitur og tröllslegur mađur.  Hann hefur rakađ af sér vinstri augabrúnina.  Fyrir bragđiđ er léttara yfir ţeim hluta andlitsins.  "Ég ţarf ađ láta stilla bílinn minn," segir hann.

  "Stilla vélina?" spyr Sigga "litla" kjökrandi.

  "Nei, útvarpiđ.  Ţađ er stillt á Rás 2.  Ég vil ađ ţađ sé stillt á rás 1."

  "Ekkert mál.  Ţú mátt sćkja bílinn á föstudaginn í nćstu viku."

  "Frábćrt!  Lániđ ţiđ manni bíl á međan?"

  "Nei,  en viđ getum leigt ţér reiđhjól.  Reyndar er ţađ í barnastćrđ.  Á móti vegur ađ leigan er lág.  Ađeins 7000 kall dagurinn."

  "Ég hef prófađ ađ setjast á reiđhjól.  Ţá datt ég og fékk óó á olnbogann.  Kem ekki nálćgt svoleiđis skađrćđisgrip aftur.  Ég kaupi mér frekar bíl á međan ţiđ dundiđ viđ ađ stilla á Rás 1." 

  "Ţú getur líka keypt pylsuvagn.  Hérna neđar í götunni er einn til sölu."

  "Takk fyrir ábendinguna.  Ţetta lýst mér vel á.  Ég skokka ţangađ léttfćttur sem kiđlingur."  Hann kjagar umsvifalaust af stađ.  Í vitlausa átt.

  Andrúmsloftiđ er léttara.  

  "Eigum viđ ekki ađ syngja kveđjusöng fyrir Siggu "litlu?",  stingur Sigga "sprettur" upp á.  Ţví er vel tekiđ.  Fyrr en varir hljómar fagurraddađ  "Éttu úldinn hund kona,  éttu úldinn hund". 

  Ţetta er svo fallegt ađ Siggu "litlu" vöknar enn og aftur um augu.  Hún hugsar međ sér ađ úldiđ hundakjöt ţurfi ekki endilega ađ vera síđra en ţorramatur.  Kannski bara spurning um rétt međlćti.

   Er síđustu söngraddirnar fjara út grípur Sigga "sprettur" tćkifćriđ og biđur Siggu "litlu" um ađ tala viđ sig undir fjögur augu.  Ţćr ganga út á mitt gólf. 

  "Hvađ er máliđ međ ţennan brottrekstur?"

  "Ég fékk formlega viđvörun fyrir 3 mánuđum.  Mér var hótađ brottrekstri ef ég bćtti ekki mćtinguna.  Ţú veist ađ ég sef of oft yfir mig.  Vekjaraklukkan er til vandrćđa.  Hún gengur fyrir rafmagni.  Ţegar rafmagni slćr út ţá fer klukkan í rugl."

  "Ţú fćrđ ţér ţá bara batterísklukku."

  "Ég get ţađ ekki.  Ég á ekkert batterí."

  "Ţađ er einhver skekkja í ţessu.  Ţú stofnađir verkstćđiđ.  Ţú ert eini eigandi ţess og rćđur öllu hérna.  Hvernig getur ţú rekiđ sjálfa ţig?"

  "Ađ sjálfsögđu hvarflar ekki ađ mér ađ mismuna fólki eftir ţví hvort ađ um eiganda eđa óbreyttan launţega rćđir.  Annađ vćri spilling.  Svoleiđis gera Íslendingar ekki.  Hefur ţú ekki lesiđ blöđin?  Ísland er óspilltasta land í heimi."

verkstćđi 


Bestu og verstu bílstjórarnir

  Breskt tryggingafélag,  1st Central,  hefur tekiđ saman lista yfir bestu og verstu bílstjórana,  reiknađ út eftir starfi ţeirra.  Niđurstađan kemur á óvart,  svo ekki sé meira sagt.  Og ţó.  Sem menntađur grafískur hönnuđur og skrautskriftarkennari hefđi ég ađ óreyndu getađ giskađ á ađ myndlistamenn og hverskonar skreytingafólk vćru öruggustu bílstjórarnir.  Sömuleiđis mátti gefa sér ađ kóksniffandi verđbréfaguttar vćru stórhćttulegir í umferđinni,  rétt eins og í vinnunni.   

Bestu bílstjórarnir

1.  Myndlistamenn/skreytingafólk

2.  Landbúnađarfólk

3.  Fólk í byggingariđnađi

4.  Vélvirkjar

5.  Vörubílstjórar

Verstu bílstjórarnir

1.  Verđbréfasalar/fjármálaráđgjafar

2.  Lćknar

3.  Lyfsalar

4.  Tannlćknar

5.  Lögfrćđingar 


Íslandsvinur hannar neyđarhjálpardróna

  Á fyrri hluta aldarinnar var breski olympíuskylmingameistarinn og rokksöngvarinn Bruce Dickinson međ annan fótinn á Íslandi.  Hann var flugmađur hjá Iceland Express og söng - og syngur enn - međ ţungarokkshljómsveitinni Iron Maiden.

  Heimsathygli vakti um áriđ ţegar Iron Maiden var ađalnúmer á Hróarskeldurokkhátíđinni í Danmörku.  Ađdáendur Iron Maiden frá Ameríku og víđar tóku framhaldsflug frá Keflavík.  Andlitiđ datt af ţeim viđ flugtak ţegar flugmađurinn kynnti sig í hátalarakerfi:  Bruce Dickinson.   

  Brúsi er um margt ólíkur rokkstjörnuímyndinni.  Hann hefur aldrei notađ vímuefni.  Ţess í stađ lćrđi hann sagnfrćđi; hefur skrifađ sagnfrćđibćkur.  Söngtextar hans bera merki áhuga hans á sögunni.  A sviđi er hann engu ađ síđur rokkstjarnan sem gefur allt í botn.  Hann segist vera rosalega ofvirkur.  Sú er ástćđan fyrir ţví ađ hann sniđgengur vímuefni - vitandi ađ annađ hvort er í ökkla eđa eyra.  Aldrei neitt ţar á milli.

  Ađ undanförnu hefur Brúsi unniđ ađ hönnun neyđarhjálpardróna;  flygildis sem getur boriđ hjálpargögn til fólks á hamfarasvćđum ţar sem öđrum leiđum verđur illa viđ komiđ.  Uppskrift hans gengur út á ađ koma hjálpargögnum til 50 manns á einu bretti.  Ţar á međal vatni, mat og sjúkravörum.  

  Útgangspunkturinn og sérstađa í hönnun Brúsa er ađ flygildiđ sé kolefnafrítt.  Jafnframt svo ódýrt í innkaupum og ódýrt í rekstri ađ hjálparsveitum muni ekki um ađ bćta ţví í búnađ sinn.  

  Brúsi er 60 ára og hefur selt yfir 100 milljónir platna. 

   


Ísland í ensku pressunni

 

  Á fyrri hluta níunda áratugarins vissi almenningur í heiminum ekkert um Ísland.  Erlendir ferđamenn voru sjaldgćf sjón á Íslandi.  50-60 ţúsund á ári og sáust bara yfir hásumriđ.

  Svo slógu Sykurmolarnir og Björk í gegn.

  Á ţessu ári verđa erlendir ferđamenn á Íslandi hátt í 3 milljónir.  Ísland er í tísku.  Íslenskar poppstjörnur hljóma í útvarpstćkjum um allan heim.  Íslenskar kvikmyndir njóta vinsćlda á heimsmakađi.  Íslenskar bćkur mokseljast í útlöndum.

  Ég skrapp til Manchester á Englandi um jólin.  Fyrsta götublađiđ sem ég keypti var Daily Express.  Ţar gargađi á mig blađagrein sem spannađi vel á ađra blađsíđu.  Fyrirsögnin var:  "Iceland is totally chilled" (Ísland er alsvalt).  Greinin var skreytt ljósmyndum af Gođafossi í klakaböndum, norđurljósum,  Akureyri og Hótel KEA.  

  Greinarhöfundur segir frá heimsókn sinni til Akueyrar og nágrennis - yfir sig hamingjusamur međ ćvintýralega upplifun.  Greinin er á viđ milljóna króna auglýsingu.

  Nćst varđ mér á ađ glugga í fríblađiđ Loud and Quiet.  Ţađ er hliđstćđa viđ íslenska tímaritiđ Grapevine.  Ţar glennti sig grein um Iceland Airwaves. Hrósi hlađiđ á íslensk tónlistarnöfn:  Ţar á međal Ólaf Arnalds, Reykjavíkurdćtur, Ham, Kríu, Aron Can, Godchilla og Rökkva. 

  Í stórmarkađi heyrđi ég lag međ Gus Gus.  Í útvarpinu hljómađi um hálftímalöng dagskrá međ John Grant.  Ég heyrđi ekki upphaf dagskrárinnar en ţađ sem ég heyrđi var án kynningar.  

  Á heimleiđ frá Manchester gluggađi ég í bćkling EasyJets í sćtisvasa.  Ţar var grein undir fyrirsögnini "Icelanders break balls, not bread".  Hún sagđi frá Ţorra og íslenskum ţorramat.  Á öđrum stađ í bćklingnum er nćstum ţví heilsíđugrein undir fyrirsögninni "4 places for free yoga in Reykjavik".

go_afoss.jpg


Flugbílar ađ detta inn á markađ

  Lengst af hafa bílar ţróast hćgt og breyst lítiđ í áranna rás.  Ţađ er ađ segja grunngerđin er alltaf sú sama.  Ţessa dagana er hinsvegar sitthvađ ađ gerast.  Sjálfvirkni eykst hröđum skrefum.  Í gćr var viđtal í útvarpinu viđ ökumann vörubíls.  Hann varđ fyrir ţví ađ bíll svínađi gróflega á honum á Sćbraut.  Skynjarar vörubílsins tóku samstundis viđ sér: Bíllinn snarhemlađi á punktinum, flautađi og blikkađi ljósum.  Forđuđu ţar međ árekstri.

  Sífellt heyrast fréttir af sjálfkeyrandi bílum.  Ţeir eru ađ hellast yfir markađinn.  Nú hefur leigubílafyrirtćkiđ Uber tilkynnt um komu flugbíla.  Fyrirtćkiđ hefur ţróađ uppskriftina í samvinnu viđ geimferđastofnunina Nasa.  Ţađ setur flugbílana í umferđ 2020.  Pćldu í ţví.  Eftir ađeins 3 ár.  Viđ lifum á spennandi tímum.

   


Hjálpast ađ

  Ég var á Akureyri um helgina.  Ţar er gott ađ vera.  Á leiđ minni suđur ók ég framhjá lögreglubíl.  Hann var stađsettur í útskoti.  Mig grunađi ađ ţar vćri veriđ ađ fylgjast međ aksturshrađa - fremur en ađ lögreglumennirnir vćru ađeins ađ hvíla sig í amstri dagsins.  Á móti mér kom bílastrolla á - ađ mér virtist - vafasömum hrađa.  Ég fann til ábyrgđar.  Taldi mér skylt ađ vara bílalestina viđ.  Ţađ gerđi ég međ ţví ađ blikka ljósum ótt og títt.  

  Skyndilega uppgötvađi ég ađ bíllinn sem fór fremstur var lögreglubíll.  Hafi ökumađur hans stefnt á hrađakstur er nćsta víst ađ ljósablikk mitt kom ađ góđum notum.  


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband