Fćrsluflokkur: Menning og listir
23.10.2022 | 09:54
Flott plata
- Titill: Bláturnablús
- Flytjandi: Gillon
- Einkunn: ****
Gillon er listamannsnafn Gísla Ţórs Ólafssonar. Hann er Skagfirđingur, búsettur á Sauđárkróki. Hann hefur sent frá sér fjölda ljóđabóka og hljómplatna. Allt vćnstu verk. Á nýjustu afurđinni, plötunni Bláturnablús, eru öll lögin og ljóđin frumsamin. Gillon syngur ađ venju og spilar á kassagítar og bassa. Hans hćgri hönd er upptökustjórinn Sigfús Arnar Benediktsson. Hann spilar á trommur, rafgítar, gítarlele og ýmis hljómborđ.
Söngstíll Gillons er "spes". Hann er í humátt eins og sitt lítiđ af Megasi, Bjartmari og Birni Jörundi. Stíllinn klćđir söngvana prýđilega. Ljóđin eru í frjálsu formi og súrrealísk. Sparlegu endarími bregđur ţó fyrir í einstaka ljóđi.
Platan er frekar seintekin. Hún ţarf nokkrar spilanir áđur en fegurđ laganna opinberast ađ fullu. Kannski spilađi inn í hjá mér ađ viđ fyrstu yfirferđir var athyglin á hugmyndaríku og skemmtilegu ljóđunum.
Útsetningar og hljóđfćraleikur eru snyrtileg og smekkleg. Enginn brjálađur hávađi og lćti. Lögin flest róleg eđa á hóflegum millihrađa. Ţađ er heldur poppađra yfirbragđ en á fyrri plötum Gillons. Til ađ mynda lýkur plötunni á "sing-along" tralli Gillons og ţriggja kvenna. Gott niđurlag á flottri og skemmtilegri plötu.
Teikning Óla Ţórs Ólafssonar á framhliđ umslagsins er virkilega "töff".
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 14:58 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
18.9.2022 | 09:04
Bestu hljómplötur allra tíma
Bandaríski netmiđillinn Consequence hefur tekiđ saman og birt lista yfir bestu hljómplötur allra tíma. Listinn ber ţess ađ nokkru merki ađ vera tekinn saman af Bandaríkjamönnum. Ég er alveg sáttur viđ valiđ á plötunum. Aftur á móti er ég ekki eins sammála röđinni á ţeim. Til ađ mynda set ég "Abbey Road" í toppsćtiđ. "London Calling" međ The Clash set ég ofar "Rumours". Gaman vćri ađ heyra álit ykkar.
Svona er listinn:
1 Prince - Purple Rain
2 Fleetwood Mac - Rumours
3 Bítlarnir - Abbey Road
4 The Clash - London Calling
5 Joni Mitchell - Blue
6 The Beach Boys - Pet Sounds
7 Kendrick Lamar - To Pimp a Butterfly
8 Radiohead - OK Computer
9 Marvin Gaye - What´s Going On
10 Nirvana - Nevermind
11 Lauryn Hill - The Miseducation of Lauryn Hill
12 Bob Dylan - Blonde on Blonde
13 The Velvet Underground - The Velvet Underground & Nico
14 Bítlarnir - Sgt, Pepper´s Lonely Hearts Club Band
15 David Bowie - The Rise and Fall of Ziggy Stardust
16 Bruce Springsteen - Born to Run
17 Patti Smith - Horses
18 Beyoncé - Lemonade
19 Talking Heads - Remain in Light
20 Kate Bush - Hounds of Love
21 Led Zeppelin - IV
22 Stevie Wonder - Songs in the Key of Life
23 Rolling Stones - Let it Bleed
24 Black Sabbath - Paranoid
25 Public Enemy - It takes a Nation of Millions to Hold Us Back
13.8.2022 | 23:16
Magnađar myndir
Fátt er skemmtilegra ađ skođa en sláandi flottar ljósmyndir. Einkum ljósmyndir sem hafa orđiđ til ţegar óvart er smellt af á réttu augnabliki og útkoman verđur spaugileg. Tekiđ skal fram ađ ekkert hefur veriđ átt viđ međfylgjandi ljósmyndir. Ekkert "fótóshopp" eđa neitt slíkt.
Myndirnar stćkka og verđa áhrifameiri ef smellt er á ţćr.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 23:26 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (18)
24.7.2022 | 00:29
Rekinn og blómstrađi sem aldrei fyrr
Rokksagan geymir mörg dćmi ţess ađ liđsmađur hljómsveitar hafi veriđ rekinn; í kjölfariđ fundiđ sína fjöl og skiniđ skćrar en hljómsveitin. Nei, ég er ekki ađ tala um trommuleikarann Pete Best sem var rekinn úr Bítlunum. Hans ferill varđ klúđur á klúđur ofan.
Eitt frćgasta dćmiđ í íslenskri rokksögu er ţegar söngvarinn Pétur Kristjánsson var rekinn úr Pelican. Ţetta var um miđjan áttunda áratuginn. Pelican var vinsćlasta hljómsveit landsins. Pétur brá viđ snöggt; hafđi samband viđ fjölmiđla sem slógu upp fyrirsögnum um brottreksturinn. Samtímis stofnađi Pétur eldsnöggur nýja og ferska rokksveit, Paradís, međ ungum hljóđfćraleikurum. Ţađ var kýlt á spilirí út og suđur og hent í plötu. Sá sem stýrđi fjölmiđlaumrćđunni var góđvinur okkar, Smári Valgeirsson. Sá hinn sami og á sínum tíma tók sögufrćgt viđtal viđ Hörđ Torfason. Smári spilađi á fjölmiđla eins og á fiđlu. Ég kom smá ponsu viđ sögu; teiknađi myndir af Pétri í auglýsingar, málađi nafn hljómsveitarinnar á bassatrommuna og eitthvađ svoleiđis.
Pétur fékk samúđarbylgju. Rosa öfluga samúđarbylgju. Pelican var allt í einu runnin út á tíma.
Af erlendum dćmum má nefna Jimi Hendrix. Hann var gítarleikari bandarískrar hljómsveitar, The Isle Brothers, undirleikara Little Richard um miđjan sjöunda áratuginn. Rikki var ofurstjarna áratug áđur en mátti á ţessum árum muna sinn fífil fegri. Hendrix rakst illa í hljómsveit. Hann var afar óstundvís og notađi vímuefni. Rikki rak hann. Ári síđar sló Hendrix í gegn međ "Hey Joe" og varđ í kjölfar stćrsta gítarhetja rokksögunnar.
Í fljótu bragđi man ég líka eftir Lemmy. Hann var söngvari og bassaleikari ensku hljómsveitarinnar Hawkwind á fyrri hluta áttunda áratugarins. Allt gekk vel. Nema dópneysla Lemmy ţótti um of. Hann var rekinn. Stofnađi ţá tríóiđ Motörhead. Spilađi ţar á gítar og hljómsveitin sló rćkilega í gegn.
Einnig má nefna enska söngvarann Ozzy Osbourne. Dópneysla hans gekk fram af félögum hans í Black Sabbath. Seint og síđar meir gáfust ţeir upp og spörkuđu honum. Međ dyggri ađstođ konu sinnar snéri hann vörn í sókn og náđi ađ trompa Black Sabbath á mörgum sviđum.
Hér fyrir neđan má heyra Hendrix og Rikka litla spila lag frćnda ţess fyrrnefnda, Woody Guthrie, "Belle Star".
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 15:12 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (17)
10.7.2022 | 06:43
Furđulegar upplifanir á veitingastöđum
Hvers vegna borđar fólk á veitingastöđum? Ein ástćđan getur veriđ ađ ţađ sé svangt. Mallakúturinn gargi á nćringu. Önnur ástćđa getur veriđ ađ upplifa eitthvađ öđruvísi. Eitthvađ framandi og meira spennandi en viđ eldhúsborđiđ heima. Ţó ađ pepperóni-sneiđar séu hversdaglegar má hressa ţćr viđ međ ţví ađ ţrćđa ţćr á skrítna grind.
Forréttur ţarf ekki ađ vera matarmikill. En hann getur orđiđ ćvintýralegur sé honum stillt upp eins og hnöttum himins.
Nokkru skiptir hvernig ţjónninn ber matinn fram. Til dćmis međ ţví ađ skottast međ hann á stórri snjóskóflu.
Sumt fólk er međ klósettblćti. Ţađ fćr "kikk" út úr ţví ađ borđa súkkulađidesert upp úr klósetti.
Annađ fólk er međ skóblćti. Ţá er upplagt ađ snćđa djúpsteiktan ost úr skó.
Hvernig geta beikonsneiđar sýnt á sér nýja hliđ? Til dćmis međ ţví ađ vera hengdar upp á snúru.
Smjörklípa er óspennandi. Nema henni sé klesst á lófastóran stein.
Ţađ er eins og maturinn sé lifandi ţegar hann er stađsettur ofan á fiskabúri.
Međ ţví ađ smella á mynd stćkkar hún.
3.7.2022 | 00:07
Litli trommuleikarinn
Fá hljóđfćri veita spilaranum jafn mikla eđa meiri útrás en hefđbundiđ trommusett. Hann hamast á settinu međ öllum útlimum. Hitaeiningabrennslan er eins og mesti hamagangur á líkamsrćktarstöđvum. Trommuleikarinn ţarf ađ vera taktfastur, nćmur á nákvćmar tímasetningar og samhćfa sig öđrum hljóđfćraleikurum. Einkum bassaleikaranum. Trommuleikur er góđur bakgrunnur fyrir annan hljóđfćraleik eđa söng. Margir af fremstu tónlistarmönnum landsins hófu sinn feril sem trommuleikarar. Í fljótu bragđi man ég eftir ţessum:
Ragnar Bjarnason
Skapti Ólafsson
Óđinn Valdimarsson
Gunnar Ţórđarson
Laddi (Ţórhallur Sigurđsson)
Rúnar Ţór Pétursson
Hilmar Örn Hilmarsson
Geir Ólafs
Friđrik Ómar
Ólafur Arnalds
Bjartmar Guđlaugsson
Jónas Sigurđsson
Smári Tarfur
Krummi Björgvinsson
Friđrik Dór
Menning og listir | Breytt 1.11.2022 kl. 11:13 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
26.6.2022 | 02:27
Bönnuđ lög
Embćttismönnum međ vald ţykir fátt skemmtilegra en ađ banna eitthvađ. Banniđ kitlar og embćttismađurinn fćr ađ ţreifa á valdi sínu. Tilfallandi bönn eldast illa ađ öllu jöfnu. Eitt af ţví sem útvarpsstjórnendur víđa um heim hafa skemmt sér viđ er ađ banna spilun á lögum og jafnvel heilum plötum.
Upp úr miđri síđustu öld urđu íslenskir útvarpsstjórnendur duglegir ađ banna lög. Ţeir héldu ţví áfram alveg fram á miđjan níunda áratuginn.
Međal - á annan tug - bannađra laga var fyrsta íslenska rokklagiđ, "Vagg og velta" (illa ortur texti), svo og "Allt á floti allsstađar" (klám) og "Ég er kokkur á kútter frá Sandi" (heimilisofbeldi). Tvö lög á fyrstu plötu Trúbrots voru bönnuđ. Annađ vegna ţess ađ illa ţótti fariđ međ lag eftir Wagner. Hitt út af ţví ađ orđiđ kýr var rangt fallbeygt. Eins gott ađ Sálin söng ekki fyrr en löngu síđar: "Haltu ekki ađ ţér hönd!".
Fróđlegt er ađ rifja upp nokkur lög sem voru ýmist bönnuđ í Bretlandi eđa Bandaríkjunum:
Mörg Bítlalög voru bönnuđ í Bretlandi. Ţar á međal "Lucy In Sky With Diamonds" (LSD dóp), "A Day In The Life" (hassreykingar), "Happiness Is A Warm Gun" (klám), "I´m The Walrus" (klám), "Back In The USSR" (Sovétáróđur) og "Come together" (Coca Cola auglýsing. "Lola" međ The Kinks var bannađ af sömu ástćđu).
Eftir ađ Bítlarnir héldu í sólóferil var enn veriđ ađ banna lög ţeirra. "Imagine" međ John Lennon (áróđur gegn hernađi) og "Give Ireland Back To The Irish" međ Paul McCartney (áróđur fyrir ađskilnađi Norđur-Írlands og Bretlandi).
Lagiđ "Puff The Magic Dragon" međ Peter, Paul & Mary var bannađ samkvćmt skipun frá ţáverandi varaforseta Bandaríkjanna, Spiro Agnew. Hann sagđi ţetta vera dóplag. Banniđ margfaldađi sölu á laginu. Höfundarnir, Peter og Paul, hafa alltaf fullyrt ađ textinn hafi ekkert međ dóp ađ gera. Hann lýsi bara uppvexti unglings.
"My Generation" međ The Who var bannađ vegna ţess ađ söngvarinn leikur sér ađ ţví ađ stama. Ţađ var skilgreint sem árás á fólk međ talgalla. Ég stamađi mjög sem barn og geri töluvert af ţví enn. Samt í mildari útgáfu međ aldrinum. Ég afgreiđi stamiđ meira eins og hik í dag. Mér ţykir gaman ađ stama og elska lög eins og "My Generation" og "You Ain´t See Nothing Yet".
Upphaflega kom stamiđ hjá söngvaranum, Roger Daltey, óviljandi til af ţví ađ hann kunni ekki textann almennilega. Öđrum ţótti stamiđ setja skemmtilegan svip á flutninginn.
Bandarísku ljúflingarnir í Blondie máttu sćta ţví ađ lagiđ "Atomic" var bannađ. Ţótti vera gegn hernađi.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 20:28 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (14)
19.6.2022 | 02:59
Ţetta vissir ţú ekki um Paul McCartney
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 03:26 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (9)
29.5.2022 | 04:01
Mögnuđ saga á bakviđ smellinn
Paul Simon er í hópi bestu söngvaskálda tónlistarsögunnar. Mörg laga hans hafa trónađ á toppi vinsćldalista út um allan heim. Bćđi í flutningi hans sjálfs sem sólólistamanns, sem og annars helmings dúettsins Simon & Garfunkel; og ennfremur í flutningi annarra.
Frćgasta lag hans er "Bridge over troubled water". Fast á hćla ţess kemur "The sound of silence". Forsaga ţess lags er eftirfarandi:
Gyđingurinn Art Garfunkel fór í Columbia-háskólann í Bandaríkjunum. Herbergisfélagi hans á heimavistinni var Sandy Greenberg. Fljótlega uppgötvađist ađ hann var međ skćđan augnsjúkdóm sem leiddi til blindu. Hann féll í ţunglyndi. Gafst upp á lífinu og einangrađi sig međ sjálfsvíg ađ markmiđi. Hélt heim í föđurhús fullur samviskubits yfir ađ verđa baggi á fjölskyldunni. Hann svarađi hvorki bréfum né símtölum.
Art sćtti sig ekki viđ ţetta. Hann keypti sér flugmiđa á heimaslóđir Sandys. Bankađi upp og sór ţess eiđ ađ koma honum í gegnum háskólanámiđ. Verđa hans augu og námsfélagi. Ekkert vćl um blindu.
Til ađ Sandy upplifđi sig ekki sem einstćđing uppnefndi Art sig "Darkness" (Myrkur). Međ dyggri hjálp Arts menntađist Sandy, kom sér vel fyrir á vinnumarkađi og tók saman viđ menntó-kćrustuna.
Einn daginn fékk Sandy símtal frá Art. Erindiđ var hvort hann gćti lánađ sér 400 dollara (60 ţúsund kall). Hann vćri ađ hljóđrita plötu međ vini sínum, Paul Simon, en vantađi aur til ađ grćja dćmiđ. Svo vildi til ađ Sandy átti 404 dollara. Honum var ljúft ađ lána Art ţá. Platan kom út en seldist slćlega. Ári síđar fór lagiđ "Sound of silence" óvćnt á flug á vinsćldalistum. Texti Pauls Simons byggir á sambandi Arts og Sandys.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 11:31 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (14)
22.5.2022 | 03:58
Félagsfćrni Bítlanna
Félagsfćrni er hćfileiki til ađ eiga samskipti viđ ađra. Ţađ er lćrđ hegđun. Börn herma eftir öđrum. Félagslynt fólk á öllum aldri speglar annađ fólk. Góđir vinir og vinkonur tileinka sér ósjálfrátt talsmáta hvers annars, hegđun, ýmsa takta, húmor, smekk á fatnađi, músík og allskonar.
Á upphafsárum Bítlanna voru ţeir snyrtilega klipptir; stutt í hliđum og hnakka en dálítill lubbi ađ ofan greiddur upp. Svo fóru ţeir ađ spila í Ţýskalandi. Ţar eignađist bassaleikarinn, Stu Sutcliffe, kćrustu. Hún fékk hann til ađ greiđa háriđ fram á enni. Hinir Bítlarnir sprungu úr hlátri er ţeir sáu útkomuna. Ţeir vöndust hárgreiđslunni. Innan skamms tóku ţeir, einn af öđrum, upp sömu greiđslu. Nema trommarinn, Pete Best. Hann hefur alla tíđ skort félags- og trommuhćfileika. Öfugt viđ arftakann, Ringo.
Ţegar fram liđu stundir leyfđu Bítlarnir hártoppnum ađ síkka meira. Ađ ţví kom ađ háriđ óx yfir eyru og síkkađi í hnakka. Svo tóku ţeir - tímabundiđ - upp á ţví ađ safna yfirvaraskeggi. Ţegar ţađ fékk ađ fjúka söfnuđu ţeir börtum. Um leiđ síkkađi háriđ niđur á herđar.
Áđur en ferli hljómsveitarinnar lauk voru allir komnir međ alskegg. Hártíska Bítlanna var aldrei samantekin ráđ. Ţeir bara spegluđu hvern annan. Á mörgum öđrum sviđum einnig.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 14:53 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (14)