Fćrsluflokkur: Menning og listir
5.2.2023 | 10:31
Hefur eignast lög sín eftir hálfrar aldar illindi og málaferli
Forsagan er ţessi: Á sjöunda áratugnum haslađi bandarískur drengur, Tom Fogerty, sér völl sem söngvari. Til undirleiks fékk hann "instrúmental" tríó yngri bróđur síns, Johns. Samstarfiđ gekk svo vel ađ Tom og tríóiđ sameinuđust í nýrri hljómsveit sem hlaut nafniđ Creedence Clearwater Revival.
Framan af spilađi hún gamla blússlagara í bland viđ frumsamin lög brćđranna. Í ljós kom ađ John var betri lagahöfundur en stóri bróđir, betri söngvari og gítarleikari. Ađ auki var hann međ sterkar skođanir á útsetningum og stjórnsamur. Frábćr söngvari og gítarleikari. Frábćr lagahöfundur. Spilađi líka á hljómborđ og saxafón.
Tom hrökklađist úr ţví ađ vera ađalkall í ađ vera "ađeins" rythma gítarleikari á kantinum. Ekki leiđ á löngu uns hann hćtti í hljómsveitinni og hóf lítilfjörlegan sólóferil. Á međan dćldi CCR út ofursmellum. Ađ ţví kom ađ hryn-par (bassi, trommur) hennar bar sig aumlega undan ofurríki Johns og var međ ólund.
Hann bauđ hryn-parinu ađ afgreiđa sín eigin lög á nćstu plötu CCR, "Mardi Grass". Ţađ varđ ţeim til háđungar.
Í framhaldinu vildi John hefja sólóferil. En hann var samningsbundinn plötufyrirtćki sem liđsmađur CCR. Hann reyndi allra leiđa til ađ rifta samningnum. Án árangurs. Hryn-pariđ og Tom stóđu ţétt viđ bak plötufyrirtćkisins. Seint og síđar meir tókst John ađ öđlast frelsi međ ţví ađ framselja til plötufyrirtćkisins höfundarrétt vegna CCR katalógsins. Ţar međ átti hann ekki lengur sín vinsćlustu lög. Allar götur síđan hefur hann barist fyrir ţví ađ eignast lögin sín. Á dögunum upplýsti hann ađ loksins vćri hann orđinn eigandi allra sinna laga eftir langar og strangar lagaflćkjur.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 19:46 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (18)
29.1.2023 | 08:38
Drottning sveitasöngvanna hellir sér í rokkiđ
Dolly Parton er stćrsta nafn kántrý-kvenna. Hún hefur sungiđ og samiđ fjölda sívinsćlla laga. Nćgir ađ nefna "Jolene", "9 to 5" og "I will always love you". Síđast nefnda lagiđ er ţekktara í flutningi Whitney Houston. Fyrir bragđiđ vita ekki allir ađ höfundurinn er Dolly.
Á dögunum fagnađi hún 77 ára fćđingardegi. Ađ ţví tilefni datt henni í hug ađ söđla óvćnt um og hella sér í rokkiđ. Ekki seinna vćnna. Hún ćtlar ađ vanda sig viđ umskiptin. Gćta ţess ađ verđa ekki ađ athlćgi eins og Pat Boone. Sá sćtabrauđskall reyndi um áriđ ađ endurheimta fyrri vinsćldir međ ţví ađ skella sér í ţungarokk. Útkoman varđ hamfarapopp.
Rokkplata Dollyar verđur ekkert ţungarokk. Hún verđur léttara rokk í bland viđ kraftballöđur. Ţetta verđa lög á borđ viđ "Satisfaction" (Rolling Stones), "Purple Rain" (Prince), "Stairway to heaven" (Led Zeppelin) og "Free Bird" (Lynyrd Skynyrd).
Dolly dreifir ábyrgđ yfir á gestasöngvara. Ţeir eru: Paul McCartney, John Fogerty (Creedence Clearwater Revival), Steven Tyler (Aerosmith), Pink, Steve Perry (Journey), Stevie Nicks (Fleetwood Mac), Cher og Brandi Carlili.
Vinnuheiti plötunnar er "Rock star".
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 08:46 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
31.12.2022 | 18:35
Hvađ ef?
Oft er fullyrt ađ Bítlarnir hafi veriđ réttir menn á réttum stađ á réttum tíma. Ţađ skýri ofurvinsćldir ţeirra. Velgengni sem á sér ekki hliđstćđu í tónlistarsögunni. Enn í dag eru ţeir ráđandi stórveldi og fyrirmynd 60 árum eftir ađ ţeir slógu í gegn og 52 árum eftir ađ hljómsveitin snéri upp tánum.
Bítlarnir voru EKKI á réttum stađ ţegar ţeir hösluđu sér völl. Ţeir voru stađsettir í Liverpool sem á ţeim tíma ţótti hallćrislegasta krummaskuđ. Ţetta var hafnar- og iđnađarborg; karlar sóttu pöbbinn á kvöldin, rifust, slógust og konur voru lamdar heimafyrir. Enskuframburđur ţeirra var hlćgilegur. Ţađ voru ekki forsendur fyrir ţví ađ Liverpool guttar ćttu möguleika á frćgđ og frama. John Lennon sagđi ađ ţađ hafi veriđ risapólitík ţegar Bítlarnir ákváđu í árdaga ađ halda Liverpool-framburđinum.
Spurning um tímasetninguna. Hún var Bítlunum í hag. Ţađ var ládeyđa í rokkinu 1963. Hinsvegar hefđu Bítlarnir sómt sér vel á hátindi rokksins 1955-1958, innan um Presley, Chuck Berry, Little Richard, Jerry Lee Lewis, Fats Domino og Buddy Holly.
Bítlarnir hefđu líka spjarađ sig vel 1965 eđa síđar međ Beach Boys og The Byrds.
Ţađ sem skipti ÖLLU máli var ađ Bítlarnir voru réttir menn. Og rúmlega ţađ. Ţeir hefđu komiđ, séđ og sigrađ hvar og hvenćr sem er.
Menning og listir | Breytt 14.1.2023 kl. 22:54 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (12)
3.12.2022 | 23:11
Skemmtisögur
Út er komin sjötta bókin í flokknum Skagfirskar skemmtisögur. Hún er kyrfilega merkt tölunni 6. Undirtitill er Fjöriđ heldur áfram.
Eins og fyrri bćkurnar er ţađ blađamađurinn Björn Jóhann Björnsson sem skráir sögurnar. Ţćr eru á ţriđja hundrađ. Ţćr er ljómandi fjölbreyttar. Sumar međ lokahnykk (pönslćn). Ađrar eru meira lýsing á spaugilegri stemmningu. Svo eru ţađ stökurnar, limrurnar og lengri vísur.
Ţrátt fyrir ađ sögurnar séu um nafngreinda Skagfirđinga ţá er ekki ţörf á ađ vera Skagfirđingur til ađ skemmta sér vel viđ lesturinn. Ég er Skagfirđingur og kannast viđ flesta í bókinni. Ţó ekki alla. Ég skemmti mér alveg jafn vel viđ lestur um ţá ókunnugu.
Hér eru nokkur sýnishorn:
Ađ loknu stúdentsprófi í MA fór Baldur í guđfrćđi í Háskóla Íslands og lauk ţađan cand. theol. prófi áriđ 1956. Á háskólaárunum bjó hann á Nýja stúdentagarđinum. Ţar var ađeins einn sími til afnota fyrir stúdenta, og ţótti ekki vinsćlt ef menn héldu honum mjög lengi, einkum á annatíma.
Eitt sinn hafđi síminn veriđ upptekinn dágóđa stund og voru margir farnir ađ bíđa og huga ađ ţví hver vćri ađ tala. Reyndist ţađ vera Baldur, en hann bandađi mönnum frá sér og kvađst vera ađ tala í landsímann. Vissu menn ţá ađ hann var ađ tala viđ föđur sinn, Vilhelm símstöđvarstjóra. Ţurfti Baldur ţví ekki ađ hafa miklar áhyggjur af kostnađi viđ lengd símtalsins.
Öđru hverju opnuđu samnemendur Baldurs dyrnar á símklefanum, en heyrđu ađeins mas um einskis verđa hluti og ţar kom ađ einhver spurđi Baldur hvort hann vćri ekki ađ verđa búinn.
"Jú," svarađi Baldur, "ég er ađ koma mér ađ efninu." Og í ţví ađ dyrnar á klefanum lokuđust heyrđist Hofsósingurinn segja:
"En án gamans, er amma dauđ?"
Jón Kristjánsson, fv. ráđherra og ţingmađur Framsóknarflokksins, er alinn upp í Óslandshlíđinni. Ungur ađ árum, líklega 16 ára, var hann ađ koma af balli á félagsheimili ţeirra sveitunga, Hlíđarhúsinu. Fékk hann far út á Krók međ Gísla í Ţúfum og Árna Rögnvalds. Var létt yfir mannskapnum og gekk flaska á milli. Árni var undir stýri og heyrđi Jón ţá margar sögurnar fjúka milli hans og Gísla.
Ein sagan hjá Árna var af ónefndum blađamanni sem kom á elliheimili til ađ taka viđtal viđ 100 ára konu. Var hún m.a. spurđ hvađ hún hefđi veriđ gömul er hún hćtti ađ hafa löngun til karlmanns. Ţá mun sú gamla hafa svarađ:
"Ţú verđur ađ spyrja einhverja eldri en mig!"
Guddi var alltaf eldsnöggur til svars og ţurfti aldrei ađ hugsa sig um. Um miđjan áttunda áratuginn kom hann sem oftar í heimsókn í Hrafnhól í Hjaltadal. Ţetta var ađ vori til. Guđmundur bóndi var ađ stinga út úr fjárhúsunum. Guddi greip gaffal og bar hnausana út. Hann keđjureykti en lét ţađ ekki trufla sig viđ vinnuna, sígaretturnar löfđu í tannlausum gómnum. Ungur drengur varđ vitni ađ hamaganginum og spurđi:
"Hvers vegna reykir ţú svona mikiđ, Guddi?"
Hann svarađi um hćl:
"Ţeir sem vinna mikiđ ţurfa ađ reykja mikiđ!"
Eitt sinn bar gest ađ garđi á Silfrastöđum, sem spurđi Steingrím frétta á bćjarhlađinu. Hann var ţá međ eitthvađ af vinnufólki, enda hafa Silfrastađir jafnan veriđ stórbýli.
"Ja, ţađ drapst hér kerling í nótt," svarađi Steingrímur viđ gestinn, og bćtti viđ: "Og önnur fer bráđum."
Margir áttu leiđ í Búnađarbankann til Ragnars Pálssonar útibússtjóra, ţeirra á međal Helgi Dagur Gunnarsson. Eitt sinn hafđi hann veriđ í gleđskap og ţokkalega vel klćddur mćtti hann í bankann og bađ Ragnar um lán. Ragnar sagđist ekki sjá ástćđu til ađ lána mönnum, sem klćddust jakkafötum á vinnudegi! Helgi sagđi ástćđu fyrir ţví.
"Sko," sagđi hann, "ég er svo blankur ađ ég á ekki fyrir gallabuxum og ţetta er ţađ eina sem ég á eftir."
Ragnar tók ţessa skýringu góđa og gilda. Helgi fékk lániđ og daginn eftir mćtti hann til Ragnars í gallabuxum sem hann hafđi keypt sér!"
Mađur einn á Króknum fór í verslunina Gránu í hverri viku og keypti yfirleitt ţađ sama í hvert skipti af helstu nauđsynjum. Í Gránu voru vörurnar keyptar "yfir borđiđ" og fólk lagđi inn lista eđa sagđi afgreiđslufólkinu hvađ ţađ vanhagađi um. Sagan segir ađ hér hafi Jón Björnsson veriđ á ferđ, kallađur Jón kippur, en ţađ hefur ekki fengist stađfest. Einn daginn tók afgreiđslukona hjá Kaupfélaginu eftir ţví ađ mađurinn bađ um tvćr klósettrúllur, en yfirleitt hafđi hann bara beđiđ um eina. "Stendur eitthvađ til?" spurđi konan og mađurinn svarađi:
"Ég ákvađ ađ gera vel viđ mig í ţetta skiptiđ!"
20.11.2022 | 01:52
Gullgrafarar
Fólk sem á rosalega marga peninga á viđ vandamál ađ etja. Fátćkt fólk er laust viđ ţađ vandamál. Ţetta snýst um hvort makinn sé ástfanginn af viđkomandi eđa peningahrúgunni. Líkurnar á ađ síđarnefnda dćmiđ eigi viđ eykst međ hverju árinu sem munar á aldri parsins.
Ţegar bítillinn Paul McCartney tók saman viđ Heather Mills var hann 26 árum eldri. Hún var á aldur viđ börn hans. Ţau mótmćltu. Töldu hana vera gullgrafara. Hún myndi láta hann barna sig og skilja viđ hann. Ţar međ vćri hún komin međ áskrift ađ ríflegu međlagi og vćnni sneiđ af fjármunum hans. Ţetta gekk eftir. Hún fékk 50 milljón dollara í vasann (x 144 kr.).
John Lennon og Yoko Ono er flóknara dćmi. Hún var ekki á eftir peningum er hún tók upp á ţví ađ sitja um hann. Hún var allt ađ ţví eltihrellir (stalker). Hún kemur út auđmannafjölskyldu. Hún var og er framúrstefnu myndlistamađur. Góđ í ţví. En var ekki frćg utan ţess fámenna hóps sem ađhylltist avant-garde. John Lennon var farseđill hennar til heimsfrćgđar.
Yoko er ekki öll ţar sem hún er séđ. Ţegar henni tókst ađ ná John frá ţáverandi eiginkonu hans og barnsmóđur hélt hún ţví fram ađ hún ţekkti lítiđ sem ekkert til Bítlanna. Hún vćri bara í klassískri músík. Eina manneskjan í New York sem vissi ekkert um Bítlana. Hún var ekki fyrr tekin saman viđ John en hún fór ađ dćla frá sér ţokkalegum popplögum.
Dćmi um undirferli Yokoar: Hálfblindur John keyrđi út í móa. Yoko slasađist. Hún var rúmföst og gat sig lítiđ hreyft. Bítlarnir voru ađ hljóđrita Abbey Road plötuna. John plantađi rúmi handa Yoko í hljóđveriđ. Ţannig gat hann annast hana. Svo gerđist ţađ ađ John, Paul og Ringo brugđu sér frá. George Harrison var ađ dunda á annarri hćđ hljóđversins. Ţar voru skjáir sem sýndu úr öryggismyndavélum í byggingunni. Yoko fattađi ţađ ekki. George sá hana tipla léttfćtta ţvert yfir hljóđversgólfiđ og stela frá honum súkkulađikexi.
Anna Nicoli Smith var bandarísk nektarfyrirsćta. Mjög fögur. 26 ára giftist hún 89 ára gömlum auđmanni. Hann dó. Hún fór í mál viđ son hans. Krafđist helming arfs. Ţá dó hún. Einnig sonur hennar sem var eiturlyfjafíkill.
Rachel Hunt var 21 árs sýningardama er hún giftist hálf fimmtugum breskum söngvara, Rod Stewart. Hann hélt ađ hann hefđi tryggt sig gegn gullgrafara. Ţađ reyndist ekki virka. Rachel náđi af honum 35 milljónum dollara.
Svo getur alveg veriđ ađ venjulegt blásnautt fólk verđi í alvöru ástfangiđ af vellauđugri manneskju. Peningar skipti ţar engu máli.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 02:04 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
13.11.2022 | 06:58
Ný ljóđabók og hljómplata
Ţađ hefur veriđ afskaplega ánćgjulegt ađ fylgjast međ Ólafi F. Magnússyni eftir ađ hann settist í helgan stein. Reyndar líka áđur. Hann var besti borgarstjóri Reykjavíkur. Eftir ţađ tímabil tók viđ nýr - og kannski óvćntur - ferill. Frjó og farsćl sköpunargleđi fór á flug. Hann yrkir kjarnyrt kvćđi á fćribandi, semur viđkunnanleg söngrćn lög og vex stöđugt sem ágćtur söngvari.
Nú er komin út hans ţriđja ljóđabók, Ég vil bćta mitt land. Eins og í fyrri bókum eru ţetta ćttjarđarljóđ, heilrćđisvísur og allskonar. Međal annars um margt nafngreint fólk. Eitt kvćđiđ heitir Eivör Pálsdóttir:
Holdtekju listar međ háriđ síđa,
hátónagćđi međ fegurđ prýđa.
Sönglóan okkar fćreyska fríđa,
flögrar um eins og sumarblíđa.
Bókinni fylgir 13 laga hljómdiskur. Ţar af eru 9 áđur óútgefin lög. Hin eru sýnishorn af fyrri ţremur diskum Ólafs.
Söngurinn er afgreiddur af Ólafi og Páli Rósinkrans, svo og óperusöngvurunum Elmari Gilbertssyni, Guđlaugu Dröfn Ólafsdóttur og Ingibjörgu Aldísi Ólafsdóttur. Útsetningar og hljóđfćraleikur eru ađ mestu í höndum galdrakarlsins Vilhjálms Guđjónssonar. Gunnar Ţórđarson kemur líka viđ sögu.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 09:46 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (12)
23.10.2022 | 09:54
Flott plata
- Titill: Bláturnablús
- Flytjandi: Gillon
- Einkunn: ****
Gillon er listamannsnafn Gísla Ţórs Ólafssonar. Hann er Skagfirđingur, búsettur á Sauđárkróki. Hann hefur sent frá sér fjölda ljóđabóka og hljómplatna. Allt vćnstu verk. Á nýjustu afurđinni, plötunni Bláturnablús, eru öll lögin og ljóđin frumsamin. Gillon syngur ađ venju og spilar á kassagítar og bassa. Hans hćgri hönd er upptökustjórinn Sigfús Arnar Benediktsson. Hann spilar á trommur, rafgítar, gítarlele og ýmis hljómborđ.
Söngstíll Gillons er "spes". Hann er í humátt eins og sitt lítiđ af Megasi, Bjartmari og Birni Jörundi. Stíllinn klćđir söngvana prýđilega. Ljóđin eru í frjálsu formi og súrrealísk. Sparlegu endarími bregđur ţó fyrir í einstaka ljóđi.
Platan er frekar seintekin. Hún ţarf nokkrar spilanir áđur en fegurđ laganna opinberast ađ fullu. Kannski spilađi inn í hjá mér ađ viđ fyrstu yfirferđir var athyglin á hugmyndaríku og skemmtilegu ljóđunum.
Útsetningar og hljóđfćraleikur eru snyrtileg og smekkleg. Enginn brjálađur hávađi og lćti. Lögin flest róleg eđa á hóflegum millihrađa. Ţađ er heldur poppađra yfirbragđ en á fyrri plötum Gillons. Til ađ mynda lýkur plötunni á "sing-along" tralli Gillons og ţriggja kvenna. Gott niđurlag á flottri og skemmtilegri plötu.
Teikning Óla Ţórs Ólafssonar á framhliđ umslagsins er virkilega "töff".
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 14:58 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
18.9.2022 | 09:04
Bestu hljómplötur allra tíma
Bandaríski netmiđillinn Consequence hefur tekiđ saman og birt lista yfir bestu hljómplötur allra tíma. Listinn ber ţess ađ nokkru merki ađ vera tekinn saman af Bandaríkjamönnum. Ég er alveg sáttur viđ valiđ á plötunum. Aftur á móti er ég ekki eins sammála röđinni á ţeim. Til ađ mynda set ég "Abbey Road" í toppsćtiđ. "London Calling" međ The Clash set ég ofar "Rumours". Gaman vćri ađ heyra álit ykkar.
Svona er listinn:
1 Prince - Purple Rain
2 Fleetwood Mac - Rumours
3 Bítlarnir - Abbey Road
4 The Clash - London Calling
5 Joni Mitchell - Blue
6 The Beach Boys - Pet Sounds
7 Kendrick Lamar - To Pimp a Butterfly
8 Radiohead - OK Computer
9 Marvin Gaye - What´s Going On
10 Nirvana - Nevermind
11 Lauryn Hill - The Miseducation of Lauryn Hill
12 Bob Dylan - Blonde on Blonde
13 The Velvet Underground - The Velvet Underground & Nico
14 Bítlarnir - Sgt, Pepper´s Lonely Hearts Club Band
15 David Bowie - The Rise and Fall of Ziggy Stardust
16 Bruce Springsteen - Born to Run
17 Patti Smith - Horses
18 Beyoncé - Lemonade
19 Talking Heads - Remain in Light
20 Kate Bush - Hounds of Love
21 Led Zeppelin - IV
22 Stevie Wonder - Songs in the Key of Life
23 Rolling Stones - Let it Bleed
24 Black Sabbath - Paranoid
25 Public Enemy - It takes a Nation of Millions to Hold Us Back
13.8.2022 | 23:16
Magnađar myndir
Fátt er skemmtilegra ađ skođa en sláandi flottar ljósmyndir. Einkum ljósmyndir sem hafa orđiđ til ţegar óvart er smellt af á réttu augnabliki og útkoman verđur spaugileg. Tekiđ skal fram ađ ekkert hefur veriđ átt viđ međfylgjandi ljósmyndir. Ekkert "fótóshopp" eđa neitt slíkt.
Myndirnar stćkka og verđa áhrifameiri ef smellt er á ţćr.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 23:26 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (18)
24.7.2022 | 00:29
Rekinn og blómstrađi sem aldrei fyrr
Rokksagan geymir mörg dćmi ţess ađ liđsmađur hljómsveitar hafi veriđ rekinn; í kjölfariđ fundiđ sína fjöl og skiniđ skćrar en hljómsveitin. Nei, ég er ekki ađ tala um trommuleikarann Pete Best sem var rekinn úr Bítlunum. Hans ferill varđ klúđur á klúđur ofan.
Eitt frćgasta dćmiđ í íslenskri rokksögu er ţegar söngvarinn Pétur Kristjánsson var rekinn úr Pelican. Ţetta var um miđjan áttunda áratuginn. Pelican var vinsćlasta hljómsveit landsins. Pétur brá viđ snöggt; hafđi samband viđ fjölmiđla sem slógu upp fyrirsögnum um brottreksturinn. Samtímis stofnađi Pétur eldsnöggur nýja og ferska rokksveit, Paradís, međ ungum hljóđfćraleikurum. Ţađ var kýlt á spilirí út og suđur og hent í plötu. Sá sem stýrđi fjölmiđlaumrćđunni var góđvinur okkar, Smári Valgeirsson. Sá hinn sami og á sínum tíma tók sögufrćgt viđtal viđ Hörđ Torfason. Smári spilađi á fjölmiđla eins og á fiđlu. Ég kom smá ponsu viđ sögu; teiknađi myndir af Pétri í auglýsingar, málađi nafn hljómsveitarinnar á bassatrommuna og eitthvađ svoleiđis.
Pétur fékk samúđarbylgju. Rosa öfluga samúđarbylgju. Pelican var allt í einu runnin út á tíma.
Af erlendum dćmum má nefna Jimi Hendrix. Hann var gítarleikari bandarískrar hljómsveitar, The Isle Brothers, undirleikara Little Richard um miđjan sjöunda áratuginn. Rikki var ofurstjarna áratug áđur en mátti á ţessum árum muna sinn fífil fegri. Hendrix rakst illa í hljómsveit. Hann var afar óstundvís og notađi vímuefni. Rikki rak hann. Ári síđar sló Hendrix í gegn međ "Hey Joe" og varđ í kjölfar stćrsta gítarhetja rokksögunnar.
Í fljótu bragđi man ég líka eftir Lemmy. Hann var söngvari og bassaleikari ensku hljómsveitarinnar Hawkwind á fyrri hluta áttunda áratugarins. Allt gekk vel. Nema dópneysla Lemmy ţótti um of. Hann var rekinn. Stofnađi ţá tríóiđ Motörhead. Spilađi ţar á gítar og hljómsveitin sló rćkilega í gegn.
Einnig má nefna enska söngvarann Ozzy Osbourne. Dópneysla hans gekk fram af félögum hans í Black Sabbath. Seint og síđar meir gáfust ţeir upp og spörkuđu honum. Međ dyggri ađstođ konu sinnar snéri hann vörn í sókn og náđi ađ trompa Black Sabbath á mörgum sviđum.
Hér fyrir neđan má heyra Hendrix og Rikka litla spila lag frćnda ţess fyrrnefnda, Woody Guthrie, "Belle Star".
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 15:12 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (17)