Fćrsluflokkur: Ferđalög
3.4.2016 | 06:50
Páskar í Amsterdam
Ég fagnađi frjósemishátíđ vorsins fyrir austan haf. Hún er kennd viđ vorgyđjuna Easter. Í ţjóđsögum gyđinga er frjósemishátíđin kölluđ páskar. Ţá snćđa ţeir nýfćtt páskalamb.
Leiđ mín lá til Amsterdam í Hollandi. Sennilega er áratugur eđa svo frá síđustu dvöl minni ţar. Margt hefur breyst. Til ađ mynda eru allar geisladiskabúđir horfnar nema tvćr. Ţađ er rýrt í borg sem telur hátt í milljón íbúa (og annađ eins ţegar allt stór-Amsterdamsvćđiđ er saman taliđ). Til viđbótar tekur Amsterdam árlega viđ mörgum milljónum ferđamanna.
Önnur geisladiskabúđin er hluti af stćrri verslun, Media Markt. Henni má líkja viđ Elkó hvađ vöruúrval varđar. Hin er stór og mikil plötubúđ. Hún heitir Concerto. Ţar er gríđarmikiđ og gott úrval af geisladiskum af öllu tagi. Heill salur lagđur undir djass og klassík. Annar salur lagđur undir ţjóđlagatónlist og blús. Ţriđji salurinn lagđur undir vinylplötur. Ţannig mćtti áfram telja.
Í Concerto er einnig ađ finna fjölda tónlistarbóka og -tímarita. Ţessi búđ er gullnáma fyrir músíkdellufólk.
Ţrátt fyrir fáar geisladiskabúđir í Amsterdam ţá eru margar búđir sem selja ađeins vinylplötur. Ekkert annađ. Kannski er ţađ tímanna tákn.
Til samanburđar viđ Ísland er frambođ á páskaeggjum í Amsterdam snautlegt. Ađeins ein stćrđ. Hún jafngildir stćrđ 3 eđa svo. Svo er ađ vísu líka hćgt ađ fá pínulítil páskaegg á stćrđ viđ brjóstsykursmola.
Meira fer fyrir súkkulađikanínum. Ţćr fá betra hillupláss en eggin og eru glenntar framan í viđskiptavini matvöruverslana. Enda breytti vorgyđjan Easter á sínum tíma uppáhaldsfuglinum sínum í kanínu. Kanínan gladdi svo börn á öllum aldri međ ţví ađ gefa ţeim páskaegg.
Ferđalög | Breytt s.d. kl. 09:39 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
9.3.2016 | 09:33
Útlendir ferđamenn á Íslandi éta ekki hvađ sem er
Í ár koma hátt í tvćr milljónir erlendra ferđamanna til Íslands. Ţeir eru ekki í leit ađ alţjóđlegum skyndibitastöđum á borđ viđ McDonalds, Burger King, Subway, KFC, Dominos eđa Taco Bell. Ţessa stađi finna ţeir heima hjá sér. Ör fjölgun túrista á Íslandi skilar sér ekki í kaupum á ruslfćđi samkvćmt alţjóđlegum stöđlum. Ţvert á móti. Ţađ ţrengir ađ ţessum stöđum. Gott dćmi um ţađ er ađ Subway á Ísafirđi gaf upp öndina á dögunum. Einmitt í kjölfar túristasprengju á Vestfjörđum.
Útlendir ferđamenn á Íslandi vilja smakka eitthvađ nýtt og öđruvísi. Ţeir prófa kćstan hákarl, hangikjöt, sviđ, lifrarpylsu og ýmsa spennandi sjávarrétti. Nú er lag fyrir veitingastađi ađ bjóđa upp á íslenskan heimilismat: Kjötsúpu, plokkfisk og sveitabjúgu. Svo ađ ekki sé minnst á grillađ lambakjöt, kótelettur (án rasps!) og lambalćri međ brúnni sósu, Ora grćnum og rauđkáli. Íslenska lambakjötiđ er best í heimi (á eftir fćreyska skerpikjötinu). Viđ eigum ađ fóđra túrista á ţví. Svo vel og rćkilega ađ ţeir verđi háđir ţví. Ţađ styrkir útflutning á kjötinu.
Á spjalli mínu viđ erlenda ferđamenn hef ég uppgötvađ undrun ţeirra yfir ţví ađ Íslendingar borđi heita sósu međ flestum mat. Ţeir eiga öđru ađ venjast.
![]() |
Ferđafólki bođiđ lambakjöt |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Ferđalög | Breytt 10.1.2017 kl. 18:01 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (13)
7.3.2016 | 22:44
Auđleyst vandamál
Ég var vestur á fjörđum. Sem oft áđur. Í gamla daga var hálf einmanalegt utan vinnutíma í vinnuferđum úti á landi. Ég var oftast eini gestur á gistiheimilum og hótelum. Ţađ var nćstum ţví óţćgilegt. Starfsmenn kannski ţrír eđa fjórir. Gistikostnađur minn stóđ ekki undir launakostnađi ţeirra. Á móti kom ađ um sumariđ mćttu ferđamenn til leiks og bćttu upp taprekstur vetrarins.
Nú er öldin önnur er Sveinbjörn stökk á stöng. Nú er ekki ţverfótađ fyrir útlendum ferđamönnum á öllum tímum árs. Jafnframt hefur frambođ á gistirýmum vaxiđ ćvintýralega. Ţađ er skemmtileg tilbreyting frá ţví sem áđur var ađ lenda í ţvögu af ferđamönnum frá öllum heimsálfum. Líka vitandi ađ ţeir skilja eftir sig hérlendis í ár 500 ţúsund milljónir króna í gjaldeyri. Ţeir togast á um alla mögulega leigđa bíla, fjölmenna á matsölustađi, kaupa lopapeysur og ađra minjagripi. Og ţađ sem telur einna mest: Taka ljósmyndir og myndbönd af norđurljósunum, skíđabrekkum og allskonar. Ţetta póstar liđiđ á Fésbók og Twitter út um allan heim. Viđ ţađ ćrast vinir og vandamenn. Verđa friđlausir í löngun til ađ koma líka til Íslands. Margfeldisáhrifin eru skjótvirk og öflug.
Hitt er annađ mál ađ ástćđa er til ađ taka snöfurlega á glannaskap túrista. Ţeir átta sig ekki á ađ hćttur leynast í íslensku landslagi. Bćđi viđ fossa og í fjöru. Túristarnir taka ekkert mark á vel merktum lokunum á gönguleiđum eđa vegum. Ţađ ţarf ađ glenna framan í ţá merkingum um ađ brot á banni á ţessum svćđum varđi háum fjársektum. Ţá finna ţeir til í buddunni. Ţađ virkar.
Ferđalög | Breytt 9.1.2017 kl. 17:34 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
29.2.2016 | 19:04
Rottukjöt í matinn
Ţrátt fyrir allskonar niđurgreiđslur, styrki, ívilnanir, fyrirgreiđslur, klíkuskap og annađ kunnuglegt freistast margir matvćlaframleiđendur til ţess ađ svindla á viđskiptavinum. Líklegt er ađ ţú eđa einhver sem ţú ţekkir hafi borđađ rottukjöt án ţess ađ vita ţađ. Taliđ sig vera ađ japla á kjúklingakjöti.
Ţetta hendir ţegar snćtt er í Bandaríkjum Norđur-Ameríku. Ţađ stađfestir matvćlaeftirlitiđ vestra. Milljónir kílóa af rottukjöti er selt sem beinlaust kjúklingakjöt, hvort heldur sem er á veitingastöđum eđa í matvöruverslunum.
Ađ sögn kunnugra er rottukjöt lakara en kjúklingakjöt. Međ réttum kryddum má fela muninn. Ađ minnsta kosti upp ađ ţví marki ađ villa um fyrir grunlausum.
Ferđalög | Breytt s.d. kl. 22:47 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
1.2.2016 | 07:23
Hćttulegustu borgir heims
Ţegar land er lagt undir fót er ástćđa til ađ huga ađ öryggi. Í sumum útlendum borgum er mannslíf til fárra fiska metiđ. Ađrir grófir ofbeldisglćpir og glćpir af öllu tagi eru fylgifiskar. Margir eru svo fátćkir ađ ţeir hafa engu ađ tapa.
Hér er listi yfir varasömustu borgir heims. Hann spannar einungis borgir sem hafa ađ lágmarki íbúafjölda Íslands, 300.000.
1 Caracas, Venezuela
2 San Pedro Sula, Hondúras
3 San Salvador, El Salvador
4 Acapulco, Mexíkó
5 Maturin, Venezuela
6 Distrito Central, Hondúras
7 Valencia, Venezuela
8 Palmira, Colombíu
9 Höfđaborg, Suđur-Afríku
10 Cali, Colombíu
11 Ciudad Guayana, Venezuela
12 Fortaleza, Brazilíu
13 Natal, Brazilíu
14 Salvador, Brazilíu
15 St. Louis, Bandaríkjum Norđur-Ameríku
16 Joao Pessoa, Brazilíu
17 Culiacan, ekki í Skeifunni heldur Mexíkó
18 Maceio, Brazilíu
19 Baltimore, Bandaríkjum Norđur-Ameríku (beint flug frá Íslandi)
20 Barquisimeto, Venezuela
21 Sao Luis, Brazilíu
22 Cuiaba, Brazilíu
23 Manaus, Brazilíu
24 Cumana, Venezuela
25 Guatemala, Guatemala
26 Belem, Brazilíu
27 Feira de Santana, Brazilíu
28 Detroit, Bandaríkjum Norđur-Ameríku
29 Colania y Aparecida de Colania, Brazilíu
30 Teresina, Brazilíu
31 Vitoria, Brazilíu
32 New Orleans, Bandaríkjum Norđur-Ameríku
33 Kingston, Jamaíka
34 Gran Barcelona, Venezuela
35 Tijuna, Mexíkó
![]() |
Fjöldamorđ í 15 ára afmćli |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Ferđalög | Breytt 20.11.2016 kl. 13:29 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
30.1.2016 | 15:40
Fćreyskt veitingahús á Íslandi
Eftir röskan mánuđ, í mars, munu Fćreyingar opna nýjan veitingastađ hérlendis. Hann verđur í fimm kílómetra fjarlćgđ frá miđbć Reykjavíkur. Nánar tiltekiđ á Grensásvegi 10. Súper stađsetning.
Ţetta er ekki í fyrsta skipti sem Fćreyingar koma nálćgt matseld á Íslandi. Marentza Poulsen (systir Elisar Poulsen) hefur í áratugi fóđrađ svanga Íslendinga. Frá ţví á síđustu öld hefur hún rekiđ af rausnarskap Flóruna, veitingastađ í Grasagarđinum í Laugardal.
Á Laugavegi 170 er rekin fćreyska Smurbrauđsstofa Sylvíu. Árlega er ţar bođiđ upp á fćreyska viku. Ţá er á borđum bragđsterk og matarmikil fćreysk rćstkjötsúpa ásamt brauđi međ ýmiskonar fćreysku áleggi. Ţar á međal skerpukjötinu góđa.
Af og til eru spennandi fćreyskir dagar í Fjörukránni. Ţá kokkar einn af heimsins bestu kokkum, Birgir Enni, fćreyskar krćsingar af einskćrri snilld. Birgir er föđurbróđir tónlistarmannanna vinsćlu Brands Enni og Tróndar Enni.
Fćreyingarnir sem blanda sér í veitingahúsaflóruna á Íslandi í mars opnuđu í fyrra veitingastađinn Angus Steakhouse í Ţórshöfn í Fćreyjum. Frá fyrsta degi hefur veriđ trođiđ út úr dyrum. Ţar á međal hafa íslenskir túristar fjölmennt, tekiđ hraustlega til matar síns og komiđ dag eftir dag. Fá aldrei nóg af ţví góđa.
Eđlilegt nćsta skref til ađ koma til móts viđ íslenska ađdáendur er ađ opna útibú í Reykjavík.
Angus Steakhouse tilheyrir samnefndri enskri matsölukeđju. Enskir kokkar hafa almennt ekki hrifiđ Íslendinga. Öfugt viđ fćreyska kokka. Í ţví liggur stóri munurinn. Fćreyingar kunna ţetta.
Ferđalög | Breytt 5.2.2016 kl. 11:05 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
29.1.2016 | 10:26
Ţorir ţú ađ kaupa bíl af ţessum manni?
Ţannig er oft spurt ţegar heiđarleiki og trúverđugheit einhvers eru til umrćđu. Nú er spurt svona ađ gefnu tilefni. Fíat páfans er til sölu ţessa dagana. Um er ađ rćđa smábílinn Fiat 500L. Hann er skráđur á götu 2015 og nánast ekkert keyrđur; bara í rólegheita vikurúnt um New York, Fíladelfíu og Washington DC. Hvorki hefur veriđ reykspólađ á bílnum né brunađ á ofsaakstri yfir hrađahindranir.
Fullyrt er ađ páfi hafi gengiđ vel um bílinn. Hvorki reykt inni í honum né djammađ ađ ráđi.
Númeriđ er SCV 1.
Ferđalög | Breytt s.d. kl. 10:31 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
10.1.2016 | 22:22
Hvert skal halda 2016?
Breska dagblađiđ Daily Mail hefur tekiđ saman lista yfir heitustu stađina til ađ heimsćkja 2016. Heitustu í merkingunni girnilegustu, ćtla ég. Listinn spannar tíu stađi. Hver um sig er kynntur međ fögrum orđum. Sannfćrandi rök eru fćrđ fyrir veru ţeirra á listanum. Ţađ er ekki gert upp á milli áfangastađa í uppröđun í sćti.
Ađ sjálfsögđu trónir Ísland á listanum. Fyrirsögnin er Iceland´s Warm Front (Íslands heita framhliđ). Landinu er lýst sem afar framandi undri. Ţar megi finna stađi sem gefi ţá upplifun ađ mađur sé staddur á tunglinu. Höfuđborgin, Reykjavík, sé umkringd töfrandi fossum, jöklum, eldfjöllum og norđurljósum.
Mćlt er međ ţví ađ ferđamenn tjaldi úti í íslenskri náttúru. Ţeir skuli ţó einnig gefa sér góđan tíma til ađ rćđa viđ innfćdda. Viđhorf Íslendinga til lífsins og tilverunnar séu "ja, öđruvísi" (well, different).
Vísađ er á tilbođsferđ til Íslands međ Easy Jet. Flug og vikudvöl á 3ja stjörnu Bed & Breakfast kosti rösklega 77 ţúsund kall (412 pund). Ţađ er assgoti girnilegur pakki. Geta Wow og Icelandair ekki bođiđ betur?
Daily Mail klikkar á ađ nefna goshverina, álfabyggđir og Bláa lóniđ. Alveg á sama hátt og í annars ágćtu myndbandi, Inspired by Iceland, vantar sárlega álfa og norđurljós.
Hinir stađirnir sem Daily Mail mćla međ eru: Noregur, Ţýskaland, Bali, Sri Lanka, Ibiza, Perú, Verona, Mozambik og Bequia. Enginn jafn spennandi og Ísland.
Ferđalög | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
8.1.2016 | 21:59
Fólskuleg árás
Sólin skein samviskusamlega upp á hvern dag í Alicante. Ţađ var hlýtt og notalegt. Ţađ var ljúft ađ sitja úti á gangstétt međ einn til tvo kalda á kantinum. Njóta sólarinnar og hugsa til Íslands. Sjá fyrir sér íslenska snjóskafla, hrímađar bílrúđur og frostbarđa Íslendinga.
Ég sat aldrei á sjálfri gangstéttinni heldur á stól. Síđdegis ţrengdust kostir. Verslunum og veitingastöđum var lokađ hverjum á fćtur öđrum í tvo til ţrjá klukkutíma í senn. Sumum klukkan eitt. Öđrum klukkan tvö. Ţá voru Spánverjar ađ taka sinn reglubundna síđdegislúr. Svokallađan "síesta". Mér varđ ađ orđi:
Spánverjar spígspora um götur
og spjalla um allt ţađ besta
sem á dagana hefur drifiđ
og dorma svo í síesta.
Rannsóknir hafa sýnt ađ síđdegislúrinn sé hollur. Í honum hleđur líkaminn batteríin svo munar um minna. Ţetta vissu íslenskir bćndur fyrr á tíđ.
Fyrstu nóttina í Alicante varđ ég fyrir fólskulegri árás. Ég varđ ţó ekki var viđ neitt fyrr en ađ morgni. Ţá sá ég ađ moskítóflugur höfđu bitiđ mig. Fyrst voru bitsárin varla sýnileg. En ţeim fylgdi kláđi. Á nćstu dögum urđu ţau sýnilegri: Dökknuđu, stćkkuđu, urđu dökkrauđ og upphleypt. Kláđinn jókst og bitsárum fjölgađi á hverri nóttu.
Moskítóflugan er lúmsk. Hún felur sig. Bíđur eftir ljósaskiptum og ţví ađ fórnarlambiđ sofni. Ţá fer hún á stjá. Í svefnrofanum má heyra lágvćrt suđ frá henni á flugi. Hún notar deyfiefni til ađ fórnarlambiđ verđi einskis vart er hún sýgur úr ţví blóđ.
Til ađ alhćfa ekki í óhófi ţá er rétt ađ taka fram ađ karlflugan áreitir enga. Einungis kvenflugan.
Á heimleiđ var ég alsettur bitförum. Húđin líktist yfirborđi pizzu. Ţađ neyđarlega er ađ ég rek litla heildsölu og sel apótekum öfluga bitvörn í nettu úđaspreyi, Aloe Up Insect Repellent. Ég hafđi enga rćnu á ađ grípa hana međ mér til Spánar. Í apótekum í Alicante fann ég "roll on" sem átti ađ gera sama gagn. Ţađ gerđi ekkert gagn. Nema síđur sé. Sólvarnarkrem í ţarlendum apótekum eru sömuleiđis algjört drasl.
Ég ráđlegg vćntanlegum Alicante-förum ađ grípa međ sér frá Íslandi góđar sólarvörur og bitvörn. Ekkert endilega Aloe Up, Banana Boat eđa Fruit of the Earth. Eđa jú.
Ferđalög | Breytt 9.1.2016 kl. 09:16 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
7.1.2016 | 19:19
Ćvintýri í Suđurhöfum
Fyrir jól var veđurspá kaldranaleg. Vetrarhörkur voru bođađar; hörkufrost á fróni. Viđbrögđ mín voru ţau ađ flýja suđur um höf. Veđurspá fyrir Alicante á Spáni var notaleg, 16-20°. Í ţann mund er ég hélt upp á flugvöll rćddi ég viđ systir mína, búsetta á Spáni. Hún benti mér á ađ hitatalan segi ađeins hálfa sögu. Vegna loftraka sé kaldara en ćtla megi. 16-20° hiti í Alicante bjóđi ekki upp á stuttbuxur og hlýrabol.
Ég skellti ţegar á mig hnausţykkri prjónahúfu, vafđi trefli um háls, tróđ mér í lopapeysu, föđurland og fóđrađa leđurhanska. Kuldaúlpa međ lođfóđrađri hettu tryggđi ađ ekki myndi slá ađ mér.
Á flugvellinum í Alicante var ég best dúđađur af öllum. Enginn var léttklćddur. Enda gustur úti. Verra var ađ enginn talađi ensku. Hinsvegar hefur fólkiđ ţarna náđ tökum á spćnsku. Sérlega var ađdáunarvert ađ heyra hvađ ung börn tala góđa og fumlausa spćnsku. Ţađ kom mér ekki ađ gagni. Ég kann ekki spćnsku.
Vandrćđalaust fann ég strćtó sem samkvćmt korti átti leiđ ađ hlađvarpa gistiheimilis míns. Ţegar á reyndi stoppađi hann fjarri áfangastađ. Allir farţegar yfirgáfu vagninn möglunarlaust. Nema ég. Bílstjórinn talađi ekki ensku fremur en ađrir. Hann brá sér í hlutverk ágćts látbragđsleikara ţegar ég kvartađi undan ţví ađ vagninn vćri ekki kominn á áfangastađ. Um leiđ ýtti hann lauslega viđ mér til ađ koma mér út úr vagninum. Ţađ gekk treglega framan af. Svo var eins og skepnan skildi. Ljóst var ađ vagninn fćri ekki lengra. Kannski var ţetta síđasti vagn leiđarinnar. Klukkan nálgađist miđnćtti.
Ég skimađi ţegar í stađ eftir stóru hóteli. Ţar er yfirleitt hćgt ađ finna leigubíl. Sem gekk eftir. Leigubíllinn kostađi 700 ísl. kr. Ég hefđi alveg eins getađ tekiđ leigubíl frá flugstöđinni. Strćtóinn kostađi 540 ísl. kr.
Innritunarborđ gistiheimilis míns lokar á miđnćtti. Ég rétt slapp inn í tćka tíđ. Fyrsta fólkiđ sem ég hitti á gistiheimilinu var ungt íslenskt par, Ásthildur og kólumbískur Íslendingur. Einu Íslendingarnir sem ég hitti á Alicante.
Meira á morgun.
Ferđalög | Breytt s.d. kl. 19:34 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)