Neyðarleg húðflúr

  Í útvarpsþættinum skemmtilega,  Harmageddon,  á X-inu var sagt frá manni,  Kristni,  sem fékk sér húðflúr.  Útlendingur sem starfar hérlendis húðflúraði nafnið Kristinn á hann.  Svo klaufalega tókst til að seinna i-ið fylgdi ekki með.  Kristinn situr því uppi með húðflúr sem er stafsett Kristnn.  Honum þykir það ekki flott.

  Það rifjaðist upp fyrir mér hliðstætt dæmi.  Ung kona,  Ingibjörg,  fór í djammferð til Danmerkur ásamt vinkonu sinni.  Vel í glasi ákvað konan að fá sér húðflúr (þetta var áður en húðflúrstofur voru opnaðar á Íslandi).   Merkja sig nafni sínu.  Einn stafur gleymdist.  Ég man ekki hver.  En síðan hefur konan hulið húðflúrið.  Alveg miður sín.

  Gaman væri að heyra ef þið kannist við svona dæmi.

  Myndirnar af húðflúrunum hér fyrir neðan eru sönnunargögn sem lögð hafa verið fram fyrir dómsstólum. Erlendis tengjast húðflúrstofur oft eiturlyfjum.  Í Bandaríkjunum,  til að mynda, hafa margir lært húðflúr í fangelsum.  Þeir eru ómenntaðir og stafsetning ekki þeirra sterka hlið.  Því fer stundum sem fer.

  Þessi hérna er nýleg.  Stúlkan fullyrti að hafa beðið um 3 stjörnur í andlitið.  Síðan hafi hún sofnað og húðflúrarinn farið hamförum.  Hún krafðist þess að húðflúrarinn borgaði leiser-aðgerð þar sem auka stjörnurnar yrðu fjarlægðar.  Húðflúrarinn féllst á það en sagði þó að stúlkan hafi óskað eftir öllum þessum stjörnum.  Það varð dómssátt.  Síðar viðurkenndi stúlkan að hafa í raun beðið um allar stjörnurnar.  Pabbi hennar hafi aftur á móti tryllst er hann sá stjörnuskarann.  Hún hafi þá brugðið á það ráð að skrökva sig út úr klípunni.

húðflúr mistök. A

"Sorg og gleði."  Tragedy - Comedy.  D-ið í tragedy hefur skolast til.

húðflúr mistök tragedy - comedy

Húðflúrarar eru mis góðir teiknarar.  Unga sæta kærastan lýtur út eins og gömul indversk herfa á húðflúrinu.

húðflúr mistök AA

Hann bað um mynd af uppáhalds píkupoppsstjörnunni sinni,  Britney Spears.  Sá sem er svo vankaður á einmitt skilið svona mynd af Britney.  En aulinn var ekki sáttur.

húðflúr mistök AAA

"Allir eru að gera það."  Þarna slæddist auka e inn í orðið else.

húðflúr mistök AB

"Aðeins guð mun dæma mig."  Það er við hæfi að kjáninn sé með orðið judge vitlaust stafsett. 

húðflúr mistök

Það er ekkert töff að vera félagi í illvígu glæpagengi,  Chi-Town,  þegar Town er vitlaust stafsett.

húðflúr mistök - Chi-Town

"Til fjandans með kerfið."  Þetta er ekki nógu "kúl" þegar einu s er ofaukið í orðinu system.

húðflúr mistök - fuck the system

"Ég er æði."  Nei,  þú er bara kjánalegur þegar fyrra e-ið vantar í orðið awesome. 

húðflúr mistök - I´m awesome

Þessi ætlaði að heiðra hljómsveitina Radiohead með tilvísun í plötu hennar,  Heiðrum þjófinn (Hail to the Thief).  Einhverra hluta vegna hafa orðið stafavíxl í orðinu thief.

húðflúr mistök - thief

"Enginn veit hvað morgundagurinn ber í skauti sér."  Það eiga að vera þrjú o í tomorrow.  Ekkert a.

húðflúr mistök - tomorrow...

"Spilin sem þú færð í hendur skipta ekki máli heldur hvernig þú spilar úr þeim."  Kannski ágæt speki.  En ekki ágætt að það vantar a í orðið dealt.

húðflúr mistök - you´re dealt...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hi Jens,

the girl with all the stars is the Flemish (Belgian) girl Kimberley. She claimed the felt asleep while getting 3 stars on her face. 

Now they are busy to remove the stars with a laser. A week days ago, she published a book about here misery life (and family) to finance this procedure. 

She was frontcover news here in Flanders for weeks. Tried to kill herself because of all the media coverage. The internet was full of jokes about the "girl with the stars" (sterrenmeisje).

Kvedjur fra Belgiu,

Wim Van Hooste

wimvanhooste (IP-tala skráð) 24.5.2010 kl. 16:40

2 Smámynd: Jens Guð

  Wimvanhooste,  thank you for this information.

Jens Guð, 24.5.2010 kl. 17:13

3 identicon

Það var líka saga af náunga einum sem var með MA tattóverað á lillann á sér.

Við sérstök tækifæri þá breyttist það í MISTER ALABAMA.

Held reyndar að þar hafi ekki verið um svona mistakadæmi að ræða.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 24.5.2010 kl. 23:38

4 Smámynd: Jens Guð

  Grefill,  hehehe! 

Jens Guð, 24.5.2010 kl. 23:55

5 identicon

Man efir sögu af tveim hjúkkum, sem voru að undirbúa sjúkling fyrir aðgerð. Önnur frekar "óheppinn" með útlit og vöxt en hin bæði sæt og sexý. Sú fyrri hjálpaði sjúklingnum að afklæðast en hin rakaði hann á vissum stað. Að því loknu spurði sú fyrri: Tókstu ekki eftir að það var tattóverað á þann litla á honum: ADAM? Nei, sagði sú sæta.Það stóð skýrum stöfum á honum: AMSTERDAM!!

Djonni (IP-tala skráð) 25.5.2010 kl. 00:03

6 identicon

Sami brandari, minni lilli.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 25.5.2010 kl. 19:06

7 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Jens, það vantar myndina af gaurnum sem flúraði stjörnurnar á snótina.  Þar með varð sagan hálf-ótrúleg hjá stelpunni, hver sofnar í stól hjá manni vopnuðum bleknál og svona útlítandi:

http://hrannsa.blog.is/blog/hrannsa/entry/899037/

Hjóla-Hrönn, 26.5.2010 kl. 17:00

8 identicon

Tekur enginn eftir því að á myndinni hjá þér Jens þá eru stjörnurnar a vinstri vanga stelpunnar en á myndinn hjá Hjóla-Hrönn (#7) eru þær á hægri vanga hennar (ekki nema seinni myndin sé endurspeglun hennar tekin á mynd?).

Gylfi Freyr (IP-tala skráð) 5.6.2010 kl. 12:15

9 Smámynd: Jens Guð

  Hjóla-Hrönn,  takk fyrir hlekkinn.

Jens Guð, 5.6.2010 kl. 23:41

10 Smámynd: Jens Guð

  Gylfi Freyr,  stjörnurnar eru á vinstri vanga stelpunnar.

Jens Guð, 5.6.2010 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband