Klúđur í kosningabaráttu

gingrich_og_the_heavy.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Í útlöndum - ekki öllum,  en sumum - er til siđs ađstjórnmálamenn velji sér einkennislag í kosningabaráttu.  Iđulega er ţetta ţekkt og grípandi lag.  Nafn lagsins og texti í viđlagi er jafnan eitthvađ sem innifelur ćskileg skilabođ.  Einkennislagiđ er spilađ í upphafi og endi frambođsfunda,  í sjónvarps- og útvarpsauglýsingur og hvar sem ţví er viđkomiđ.

  Af hverju fá frambjóđendurnir ekki vinsćla poppara til ađ semja fyrir sig sérstakt kosningalag?  Jú,  ţađ eru til dćmi um slíkt.  Kosturinn viđ hina leiđina er ađ hún gefur útvarpsstöđvum,  plötusnúđum og fleirum möguleika á ađ spila gamla vinsćla lagiđ án ţess ađ ţađ sé skilgreint sem eiginlegur kosningaáróđur.  

  Einhverra hluta vegna hafa íslenskir stjórnmálamenn gert lítiđ af ţessu.  Ég man ţó eftir ţví ađ Alţýđuflokkurinn gerđi út á lagiđ  18 rauđar rósir.  Í ţví tilfelli var ţađ krákađ (cover song) af Stuđmanninum Jakobi Magnússyni og Stebbi Hilmars söng.  Einnig krákađi Ingibjörg Sólrún lagiđ  Borg mín borg  ásamt Ríó tríói.  Egill Ólafsson (og kannski fleiri?) söng eitt sinn frumsamiđ lag eftir Árna Sigfússon,  ţáverandi frambjóđanda í Sjálfstćđisflokksins í Reykjavík.  Framsóknarflokkurinn var í einhverri kosningabaráttunni međ frumsamiđ lag eftir bróđir Magnúsar Kjartanssonar (man ekki nafn mannsins).  Viđ erum best,  söng Besti flokkurinn,  slagara úr smiđju Tinu Turner.

  Margrét Thatcher gerđi á sínum tíma út á lag Johns Lennons,  Imagine.  Yoko brást viđ međ ţví ađ gefa lagiđ til Amnesty International - í međ - til ađ lagiđ vćri ekki notađ af stjórnmálamönnum.

  Bandarískir stjórnmálamenn eru duglegir viđ ađ velja sér einkennislag í kosningabaráttunni.  Einkennislag Bills Clintons var  Don´t Stop Me Now  međ Fleetwood Mac.   Ronald Reagan sótti sitt einkennislag til Brúsa frćnda,  Born in the USA.  Brúsi gaf leyfi til ţess međ ţví skilyrđi ađ Reagan myndi hlusta á plötu hans,  Nebraska,  ţar sem sungiđ er um hlutskipti bandarísks verkafólks.  

  Einhverra hluta vegna hafa ótrúlega margir bandarískir stjórnmálamenn lent í tómu klúđri viđ val á einkennislagi.  Ţeir - eđa starfsmenn ţeirra - hafa ekki gengiđ nćgilega vel frá formlegu leyfi fyrir notkun lagsins.  Plötuútgefandinn hefur kannski gefiđ grćnt ljós en höfundur og flytjandi lagsins veriđ ósáttur ţegar á reynir.  Einkum hefur ţetta komiđ frambjóđendum rebbanna í koll.  En demókratar hafa líka lent í klúđri.

  Núna síđast er forsetaframbjóđandi rebba,   Gingrich,  í klúđri.  Einkennislag hans er  How You Like Me Now  međ bresku hljómsveitinni The Heavy.  Hljómsveitin er afar ósátt og krefst ţess ađ Gingrich hćtti ţegar í stađ ađ nota ţetta lag.  

  Áđur voru Tom Petty og Katrína and The Waves búin ađ stöđva notkun annars frambjóđanda rebba,  Michele Bachman, á sitthvoru laginu međ ţeim.  Gott ef hún datt ekki út úr forvalinu í kjölfar leiđinda vegna ţessa (og einhvers fleira).

  Tom Petty stoppađi á sínum tíma stoppađ notkun Brúsks (Bush yngri) á öđru lagi eftir sig,  I Won´t Back Down.  Ţađ er kannski skiljanlegt ađ svona klúđur komi upp ţegar bandarískir stjórnmálamenn nota bresk popplög međ leyfi frá bandarískum plötuútgefanda ţeirra.  Ţađ er klaufalegra ţegar rebbar nota lög eftir yfirlýstan frjálslyndan,  eins og Toms Pettys.   Tom Petty er mun stćrra nafn í Bandaríkjunum en viđ verđum vör viđ hér á Íslandi.  Hann er svo sem ekki mjög pólitískur en vill ekkert púkka upp á republikana.

  2008 stoppađi hljómsveitin Heart notkun Söru Pálínu á laginu  Barracuda.  Sama ár lenti John McCain í klúđri.  Jackson Browne fékk dómstóla til ađ stöđva notkun hans á laginu  Running On Empty.  Sjaldnast ţarf ţó dómstóla til.  John Mellemcamp dugđi ađ krefjast ţess án atbeina dómstóla ađ stöđva notkun Johns McCains á tveimur lögum eftir sig.  Til gamans má geta ađ lengst af kallađi John Mellemcamp sig John Cougar Mellemcamp.  Liđsmenn Sykurmolanna upplýstu hann um ađ millinafniđ Cougar hljómar illa á íslensku í íslenskum framburđi.  Mellemcamp var svo brugđiđ ađ hann "droppađi" millinafninu međ ţađ sama.

  Ţađ er nánast ţumalputtaregla ađ bandarískir stjórnmálamenn sem lenda í klúđri međ einkennislag tapa slagnum.  Ţeir heltast úr lestinni og verđa ekki forsetar.

  Gaman vćri ađ velta fyrir sér hvađa ţekkt íslensk lög íslenskir stjórnmálamenn geta tekiđ upp sem sitt einkennislag.  Ósmekklegar tillögur:  Silfurskotturnar hafa sungiđ fyrir mig  međ Megasi fyrir Jóhönnu.  Ţrjú hjól undir bílnum  međ Ómari Ragnarssyni fyrir Steingrím J.  Eđa  Taxman  međ Bítlunum?  Er til eitthvađ vafningslag fyrir Bjarna Ben?  Eđa bara  Money,  Money,  Money  međ Abba?  Sveitaball  međ Ómari Ragnarssyni fyrir Sigmund Davíđ?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Einnig krákađi Ingibjörg Sólrún lagiđ Borg mín borg ásamt Ríó tríói."

Hvar er hćgt ađ finna ţá snilld/(vćntanlega)hörmung?

Grrr (IP-tala skráđ) 31.1.2012 kl. 18:46

2 Smámynd: Jens Guđ

  Grrr,  ég bar mig ekki eftir ađ eignast ţetta á plötu međ ISG.  Mig minnir ađ ţađ hafi veriđ gefiđ út á smáskífu.  Kannski slćddist ţađ einnig inn á einhverja safnplötu.  Ég mćli frekar međ ţessu lagi í flutningi Bjarkar og KK eđa Hauks Morthens. 

Jens Guđ, 31.1.2012 kl. 19:27

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband