Ókeypis lag (til niðurhals)

 
  Eftir gríðarlega velgengni Fjöru - fyrsta smáskifulags Sólstafa af plötunni Svörtum söndum - hefur bandið nú sent frá sér aðra smáskífu af sömu plötu. Lagið, sem heitir Æra, er aðgengilegt á heimasíðu bandsins Solstafir.net til ókeypis niðurhals.

  Lagið Fjara hefur notið mikilli vinsælda á Íslandi og erlendis.  Það dvaldi lengi á vinsældarlistum rásar 2 og X-ins 977. Myndband við lagið hefur hlotið mikla eftirtekt.  Það vann meðal annars til verðlauna sem besta myndband ársins á hlustendaverðlaunum X-ins. Það hefur fengið um 300.000 heimsóknir á myndbandasíðunni Youtube.

  Sólstafir eru þessa stundina á hljómleikaferðalagi um Evrópu og koma fram á mörgum af helstu þungarokkshátíðum heims.  Bandið hefur spilað á yfir 40 hljómleikum á meginlandinu síðan í mars, auk nokkura vel valdra tónleika á Íslandi.
  Þegar ég var í Finnlandi um jólin sá ég plötuna  Svarta sanda  í öllum plötubúðum.  Afgreiðslumaður í einni þeirra sagði að platan hafi verið á finnska vinsældalistanum.

  Í þakklætisskini fyrir velgengnina bjóða Sólstafir lagið Æru nú aðgengilegt til ókeypis niðurhals af heimasíðu bandsins, Solstafir.net.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband