Veitingahússumsögn

beniz1benzin2 
.
  - Réttur:  Steikarsamloka,  franskar og gos
  - Veitingastaður:  Benzin Café,  Grensásvegi 3
  - Verð: 2050 kr.
 - Einkunn: *** (af 5)
.
  Nafnið Benzin hljómar ekki aðlaðandi fyrir veitingastað.  Ég hef grun um að staðurinn hafi áður verið kenndur við kebab.  Þetta er sportbar með fjölda pool-borða og sjónvarpsskjáa. 
  Steikarsamloka staðarins er veglegur baguette bátur fremur en samloka.  Í hann er troðið 150 gr af þverskornu nautakjöti ásamt smjörsteiktum lauk,  ostsneiðum,  sýrðum gúrkum og dijon sinnepi.  Kjötið er gott.  Laukurinn passar vel við og var í hæfilegu magni.  Sýrðu gúrkusneiðarnar voru aðeins þrjár og allar smáar.  Þær hefðu mátt vera fleiri.  Sömuleiðis hefði mátt vera aðeins meira af sinnepinu.  Báturinn var frekar þurr.  Það kom þó ekki að sök.  Gosdrykkur er innifalinn í máltíðinni,  svo og franskar kartöflur. 
  Í auglýsingu eru sveppir taldir með.  Ég varð ekki var við þá. 
.
benzin-steikarsamloka
.
Fleiri nýlegar veitingahússumsagnir: 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ef "nautakjötið" var gott hefur það klárlega ekki verið beljukjöt, líklegast hestur úr Húnavatnsýslum eða Skagafirði.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.2.2013 kl. 07:54

2 identicon

Ef bátarnir eru of þurrir í hálsinn og erfitt er að kyngja, þá er greinilega handhægt að teigja sig i pool-kjuða til aðstoðar og smyrja þá fyrst með sinnepinu sem vantar í bátana

Stefán (IP-tala skráð) 26.2.2013 kl. 08:42

3 Smámynd: Jens Guð

  Axel Jóhann,  þetta var ekki kjöt af skagfirskum hesti.  Ég hefði þekkt það.

Jens Guð, 26.2.2013 kl. 23:28

4 Smámynd: Jens Guð

  Stefán,  ég man eftir því næst - ef ég fer aftur þangað,  sem ég dreg í efa.

Jens Guð, 26.2.2013 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband