23.6.2013 | 23:44
Mjög örstutt smásaga um bíl
Sólin skín á himni og varpar hlýjum geislum til jarđar. Blessuđ sólin elskar allt. Ţađ er heppilegt ađ hún skíni á himni en ekki einhvers annars stađar. Ţá vćri ekki eins gott veđur. Tóti litli tindilfćtti hefur lokiđ námi í Háskólanum. Hann er staurblankur eftir margra ára nám. Vikum saman voru ađeins kínverskar núđlusúpur í matinn. Ţetta er erfitt. Hann hefur fyrir fjölskyldu ađ sjá. En nú er hann útskrifađur úr sínu fagi, kominn međ vinnu og fastar tekjur. Hann er samt auralaus eftir ţrengingar námsáranna.
Tóti er laghentur. Hann er ţúsund ţjala smiđur. Allt leikur í höndunum á honum. Hann dreymir um ađ eignast stóran alvöru amerískan glćsikagga. Fjármálin leyfa ţađ ekki. Ţennan sólríka dag hittir Tóti frćnda sinn. Sá er ađ láta afskrá gamlan Kadilják sem fékk ekki skođun. Bíllinn er gangfćr. "Boddýiđ" er hinsvegar ónýt ryđhrúga og ađ auki dćldađ á öllum hliđum.
Tóti er snöggur ađ suđa Kadiljákinn út úr frćnda. Hans nćsta verk er ađ taka á leigu bílskúr til fjögurra mánađa. Öll nćstu kvöld og allar helgar fara í ađ gera gamla bílinn upp. Tóti fjarlćgir af bílnum króm, ljós, rúđur og annađ slíkt. Hann fer međ slípirokk yfir ryđblettina, réttir beyglur og ryđbćtir öll göt. Ţađ er sparslađ og grunnmálađ. Ađ nćstum fjórum mánuđum liđnum er bíllinn tilbúinn undir sprautun. Tóti fer í Bílanaust og finnur ţar fallegustu bílamálningu sem hann hefur séđ: Gull-sanserađa málningu í úđabrúsa. Í samráđi viđ sölumann kaupir Tóti ţá spreybrúsa sem til ţarf í verkiđ. Sölumađurinn ráđleggur honum ađ ćfa sig fyrst á ađ spreyja á pappa til ađ fá tilfinningu fyrir fjarlćgđ og ţví hvađ ţarf ađ úđa miklu á fastan flöt bílsins.
Ţetta er á föstudegi. Tóti hefst ţegar handa. Hann byrjar á ađ sprauta bílinn aftan frá. Allt gengur rosalega vel. Tóti nćr ađ mála aftari hluta bílsins eins og best verđur á kosiđ. Vandvirkni rćđur för. Upp úr miđnćtti gerir Tóti hlé á. Hann heldur áfram daginn eftir. Og nćstum líkur verkinu ţegar komiđ er ađ kvöldi. Ţá ţagnar síđasti spreybrúsinn. Bíllinn er allur fagurlitađur gull-sanserađa litnum. Nema frambrettiđ vinstra megin.
Ţegar hér er komiđ sögu var Hvítasunnuhelgi. Tóti er svo spenntur fyrir ţví hvađ bíllinn sé fínn ađ hann dundar sér alla Hvítasunnuhelgina viđ ađ koma aftur fyrir í bílnum rúđum, ljósum og krómi. Á ţriđjudeginum mćtir hann fyrstur manna í Bílanaust til ađ kaupa einn málningarbrúsa til viđbótar svo vinstra frambrettiđ fái sama lit og bíllinn. "Ţví miđur. Ţessi litur er ekki til. Hann er uppseldur," svarar afgreiđslumađurinn.
Tóti biđur hann um ađ panta meira af ţessum lit. Viđ eftirgrennslan kemur í ljós ađ framleiđslu á ţessum lit hefur veriđ hćtt. Góđu fréttirnar eru ţćr ađ ómálađa brettiđ er farţegamegin. Tóti kemst ţess vegna hjá ţví ađ horfa á ţađ. Ađ nokkrum dögum liđnum er hann búinn ađ steingleyma ómálađa brettinu. Ađeins farţegar og ađrir sjá ţađ. Ţeim ţykir ţetta kjánalegt.
Fleiri smásögur og leikrit:
Meginflokkur: Spaugilegt | Aukaflokkar: Lífstíll, Spil og leikir, Viđskipti og fjármál | Breytt 24.6.2013 kl. 20:29 | Facebook
Athugasemdir
Já trúi ţessu alveg. Heyrđi einu sinni sanna sögu um gaur sem átti blásanserađan Ford Pinto, ţađ datt málningardós međ grćnu lakki á húddiđ á bílnum ţar sem hann var inní bílskúr, og opnađist. Hann fékk sér pensil og málađi bílinn grćnan. Heyrđi ţessa sögu fyrir 30 árum og gerđist í Mosfellsssveitinni. Kveđja Eyjaskeggi.
eyjaskeggi (IP-tala skráđ) 24.6.2013 kl. 04:13
Eyjaskeggi, takk fyrir ţessa sögu.
Jens Guđ, 24.6.2013 kl. 22:08
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.