Smásaga um ofbeldi

 Mađur á fertugsaldri var í morgun dćmdur í níu mánađa fangelsisvist.  Ţar af átta skilorđsbundna.  Um var ađ rćđa afar gróft og hrottalegt ofbeldi án tilefnis.  Eđa öllu heldur vegna neyđarlegs misskilnings.  Árásarmađurinn réđist fyrirvaralaust á fórnarlambiđ er ţeir mćttust á gangstétt.  Sló hann í andlitiđ međ ţeim afleiđingum ađ hann rotađist.  Ţá stappađi árásármađurinn á höfđi hans og sparkađi víđsvegar í líkamann.  Afleiđingarnar urđu höfuđkúpubrot,  nefbrot,  brotinn kjálki,  brotin rifbein,  varanlegar sjóntruflanir,  ţrálátur höfuđverkur og skemmt bak. 
domari.jpg  Dómarinn er elsti starfandi dómari landsins.  Hann er 72ja ára.  Ţađ voru gerđ viđ hann starfslok fyrir 12 árum.  Hann hélt ţó áfram ađ mćta til vinnu á hverjum virkum degi.  Líka ţegar frídaga ber upp á virka daga.  Ţá mćtir hann á slaginu klukkan 10.  Hann bankar fyrst lengi á dyr og hamast á dyrahúninum.  Ţegar líđur á dag byrjar hann ađ sparka í dyrnar.  Undir lok dags fer hann ađ góla formćlingar ćtlađar meintu starfsfólki innan dyra.  Á slaginu klukkan 15.00 snýr hann heim á leiđ og heldur áfram formćlingum.
  Dómshald vegna líkamsárásarinnar gekk hratt og vel fyrir sig.  Ţađ voru lögđ fram lćknisvottorđ og öllum bar saman um atburđarrás.  Hrólfur hrotti kvađst iđrast gjörđa sinna sárlega og lofađi ađ gera ţetta ekki aftur. Hann hafđi tekiđ feil á Palla pylsu og systur sinni.  Ţau eru nefnilega bćđi ljóshćrđ.  Eini munurinn er sá ađ systirin er međ sítt krullađ hár en Palli pylsa krúnurakađur.  Hrólfur gat ekki vitađ nema systirin hefđi fariđ í klippingu.  Ţar fyrir utan var Palli pylsa í svipuđum jakka og systirin.  Bara smá litamunur.  Jakkinn hans Palla var stuttur og bleikur en jakki systurinnar hvítur frakki. 
  Hrólfur taldi sig eiga óuppgerđar sakir viđ systur sína.  Hún hafđi reynt ađ sannfćra kćrustu Hrólfs um ađ hann vćri rangeygur og međ stór útstćđ eyru.  Ţar fyrir utan skuldađi hún honum tvćr sígarettur.  Hann taldi brýnt ađ kćfa endurgreiđslufćlni hennar á sígarettum niđur áđur en hún yrđi kćkur.  Dómarinn hafđi skilning á ţessu sjónarmiđi.  Hann gćtir ţess vandlega sjálfur ađ láta engan skulda sér neitt.  Hann rifjađi upp fyrir dómsal ţegar skólabróđir hans í barnaskóla skilađi honum ekki snjóbolta sem hann lánađi honum einn daginn.  Skólabróđirinn bar ţví viđ ađ allur snjór hefđi horfiđ af jörđu nóttina eftir lániđ.  Ţess vegna vćru ekki hćgt ađ endurgjalda snjóboltann.  Dómarinn tók fram og lagđi ţunga áherslu á ađ skilvísi ćtti ađ ganga fyrir öllu.  Ađ skýla sér á bak viđ afsakanir vćri ódrengilegt.  Hann hefđi neyđst til ţess ađ beita skólabróđir sinn dagsektum.  Ţćr fólust í ţví ađ borđa nestiđ hans á hverjum skóladegi.  Skólabróđirinn var ósáttur viđ ţetta.  Innheimta dagsekta kostađi fyrir vikiđ fantaleg slagsmál alla dagana.  En undan henni var ekki komist.  Ţađ hjálpađi ađ aldursmunur var á drengjunum.  Sá skuldugi var 3 árum yngri.  Ţađ munar um 3 ár ţegar annar er 9 ára og hinn 6 ára.  Ţetta var eldri drengnum engin skemmtun.  Fjarri ţví.  Ekki nema fyrstu tvćr vikurnar.  Eftir ţađ fékk hann leiđa á einhćfu nesti stráksins.  Alltaf rúgbrauđ međ kćfu.  Hann gaf stráknum ströng fyrirmćli um ađ fá foreldrana til ađ hafa nestiđ fjölbreyttara.  Fyrirmćlin voru virt ađ vettugi.  
  Á međan dómarinn rifjađi söguna samviskusamlega upp eftir bestu vitund myndađist kurr í salnum.          lemstra_ur.jpgFrammíköll og annar hávađi setti dómarann út af laginu.  Hann komst í uppnám og tapađi andlegu jafnvćgi.  Snöfurlega kvađ hann upp dóminn:  "Palli pylsa er dćmdur í níu mánađa fangelsi.  Ţar af átta skilorđsbundna.  Hann skal borga allan útlagđan kostnađ viđ dóm ţennan."  Dómarinn sló hamrinum í borđiđ og hljóp ţegar í stađ út úr dómssalnum.  Hávađinn og köllin í viđstöddum mögnuđust.  Allt rann saman í einn kliđ.  Ţetta var eins og fuglabjarg.  Dómarann langađi til ađ kaupa sér pylsu í Bćjarins bestu og hlakkađi til.  Ţess vegna var asi á honum.
  Áđur en hann slapp úr húsi náđu saksóknari,  lögfrćđingur,  og dómvörđur ađ króa hann af.  Saksóknarinn henti sér á gólfiđ,  hékk í hempu dómarans og hrópađi:  "Ţú dćmdir vitlausan man til fangelsisvistar!"
  "Hann er ekkert svo vitlaus," mótmćlti dómarinn.  "Ég var miklu vitlausari á hans aldri."
  "Palli pylsa er fórnarlambiđ.  Ţú áttir ađ dćma Hrólf hrotta í fangelsi!"  staglađist saksóknarinn á og ađrir tóku undir.
  "Viđ getum ekkert hringlađ međ dóma," útskýrđi dómarinn og bađađi út höndum í ćsingi.  "Ţađ myndi rýra traust almennings á dómstólum landsins. Trúverđugleiki embćttisins er í húfi."
  Viđstaddir sáu í hendi sér ađ ţetta var rétt.  Skođanakannanir sýndu ađ traust almennings á dómstólum stóđ höllum fćti.  Eins og stađan var kom ekki annađ til greina en reyna ađ gera gott úr ţessu.  
  "Viđ sjáumst ţá bara á Frímúrarafundinum klukkan átta í kvöld,"  sagđi saksóknarinn,  snérist á hćl og fór ađ blístra lagiđ um hamingjusamasta hund í heimi..    
----------------------------------------
Fleiri smásögur og leikrit:
 - Hvalkjöt
  - Bílasaga

http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1303801/

 - Barátta góđs og ills
- Skóbúđ
- Rómantísk helgarferđ
- Álfar
.
- Bóndi og hestur
.
.
 - Gömul hjón
http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1098829/
.
 - Hnefaleikakeppni aldarinnar:
.
 - Peysuklúbburinn
.
 - Vinalegur náungi:
.
 - Gamall einbúi
.
- Saga af systrum
.
 - Jólasaga
.
- Á rjúpnaveiđum:
.
- Ólétta nunnan:
.
- Gullfiskur:
.
- Flugvélamódel:
.
- Miđaldra mađur:
.
- Leyndarmál stráks:
.
- Matarbođ í sveitinni:

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur I B Guđmundsson

Jćja Jens, alltaf í boltanum!!!

Sigurđur I B Guđmundsson, 7.10.2013 kl. 19:37

2 identicon

Burt séđ frá ţessari sögu, ţá ćtti alveg ađ banna ţađ ađ frímúrarar séu ráđnir dómarar.  Held ađ ţađ sé ekki bannađ hér, en frímúrarar eru svo steyptir saman ađ dómari sem er frímúrari ćtti klárlega í mesta basli međ ađ dćma annan frímúrara á sanngjarnan hátt. Veit ekki hvernig er međ prestastéttina í dag, en lengi vel var nánast annar hver prestur hér frímúrari. Meistari Mozart var frímúrari og Töfraflautan fjallar svo frjálslega um frímúrara ađ sú saga komst á kreik í Vín á sínum tíma ađ frímúrarar hefđu komiđ Mozart fyrir kattarnef. Persónulega finnst mér fátt jafn hallćrislegt og frímúrarar ađ pukrast um á leynilegum fundum í kjólfötum. Svona leynireglur í vestrćnum lýđrćđisríkjum nútímans eru ađ mínu mati algjör tímaskekkja.       

Stefán (IP-tala skráđ) 8.10.2013 kl. 08:36

3 identicon

Hahahhaha.... Bráđskemmtileg saga!

Ţjóstólfur (IP-tala skráđ) 8.10.2013 kl. 09:37

4 identicon

hehehe snilld

sćunn guđmundsdóttir (IP-tala skráđ) 8.10.2013 kl. 13:04

5 identicon

Félagafrelsi er bundiđ í stjórnarskrá og sjálfsagđur réttur allra ađ stofna félög eđa ađ ganga í félög sem vilja taka viđ ţeim.

Félagafrelsiđ er ekki tímaskekkja, nćr vćri ađ álykta ađ ţeir sem vilji afnema ţađ séu tímaskekkjur.

Ţorgeir Ragnarsson (IP-tala skráđ) 8.10.2013 kl. 13:39

6 Smámynd: Jens Guđ

  Sigurđur I.B.,  ţađ er ekki annađ hćgt.  Boltinn er út um allt!

Jens Guđ, 9.10.2013 kl. 00:07

7 Smámynd: Jens Guđ

  Stefán,  ég held ađ frímúrarar séu á hverfandi hveli.  Einmitt vegna ţess hvađ ţetta er hallćrislegt fyrirbćri. 

Jens Guđ, 9.10.2013 kl. 00:10

8 Smámynd: Jens Guđ

  Ţjóstólfur,  takk fyrir ţađ. 

Jens Guđ, 9.10.2013 kl. 00:11

9 Smámynd: Jens Guđ

  Sćunn,  takk fyrir ţađ.

Jens Guđ, 9.10.2013 kl. 00:11

10 Smámynd: Jens Guđ

  Ţorgeir,  ţú ert sennilega ađ vísa til "komments" Stefáns.  Ég sé samt ekki ađ hann leggist gegn félagafrelsi heldur hvađa skilyrđi hlutlausir dómarar ţurfi ađ uppfylla.  Á ţessu er mikill munur.  Ég er sammála honum um ađ ţađ orki tvímćlis ađ dómari sé í brćđrareglu ţar sem félagar hafa gengist undir heit um ađ gćta hagsmuna hvers annars í hvívetna og setja ţá ofar öllu.  Félagar í Hell Angels eru af sömu ástćđu óćskilegir í dómarasćti viđ hérađsdóm og Hćstarétt.  En mín vegna mega ţeir vera í ţessum mótorhjólaklúbbi. 

Jens Guđ, 9.10.2013 kl. 00:20

11 identicon

Meistari Wolfgang Amadeus Mozart sá greinilega ástćđu til ađ fjalla svolítiđ frjálslega um frímúrara í meistaraóperunni Töfraflautan, honum hefur greinilega blöskrađ ýmislegt ţar.  Rottur rotta sig saman í niđurföllum og undir borgum, en frímúrarar rotta sig saman á leynilegum samkomum í harđlćstum höllum, sem er auđvitađ allt í góđu, en ţeir rotta sig líka saman sem reglubrćđur miklu víđar í ţjóđfélaginu og ţađ getur haft ţau áhrif ađ ţeim sé langt í frá treystandi, ekki frekar en Hells Angels félögum.    

Stefán (IP-tala skráđ) 9.10.2013 kl. 08:16

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband