Klaufalega uppstoppuð dýr

  Að stoppa upp dýr er list.  Að mörgu þarf að hyggja.  Til að mynda þarf listamaðurinn að þekkja vel til dýrsins.  Þekkja svipbrigði þess,  augnsvip,  munn og tennur og hreyfingar og stellingar dýrsins.  Til viðbótar felst listin í því að koma þessu öllu til skila.  Þegar vel tekst til er uppstoppað dýr nánast alveg eins og lifandi dýr.  Áhorfandinn upplifir uppstokkaða dýrið eiginlega eins og raunverulegt dýr.

  Í fámennum þjóðfélögum,  eins og því íslenska,  komast fúskarar í faginu ekki langt.  Í fjölmennum þjóðfélögum,  aðallega í útlöndum,  eru kröfurnar ekki allsstaðar miklar.  Fúskarar komast upp með að skila af sér verulega gölluðu verki.  Hér er þekkir fúskarinn ekki tanngarð rándýrsins.  Rándýr eru með vígtennur en ekki sléttan tanngarð. 

 uppstoppaður ísbjörn

  Þessi hundur er óþægilega tileygur.  Munnsvipurinn er algjört klúður.  Búkurinn er alltof smár í samanburði við höfuð og háls.  Höfuðið virðist vera bólgið og hálsinn í yfirstærð.

uppstoppaður hundur 

  Munnsvipur hreindýrsins er gallaður.  Hugsanlega hefur eitthvað dottið af snoppunni.  Nefið og hakan benda til þess. 

uppstoppað hreindýr 

  Fætur hlébarðans eru einskonar staurfætur.  Þær eru beinar og að því er virðist liðamótalausar.  Þær eru líka útskeifar.  Læri vantar á afturfætur.  Búkurinn er allur úr lagi.  Og höfuðið einnig.   

uppstoppaður hlébarði 

  Kálfurinn er eiginlega líkari hundi en kálfi.  Eyrun lafa og eru síð eins og á hundi.  Kálfar liggja heldur ekki með fætur beina eins og hundar.  Kálfar beygja hné og setja fætur undir sig

uppstoppaður kálfur 

  Refir sitja ekki með upprétt bak.  Nefið er of flatt.  Munnur skrítinn og augnsvipur ótrúverðugur. 

 

uppstoppaður refur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Að síðustu “lady gaga"

Helga Kristjánsdóttir, 8.4.2014 kl. 23:42

2 identicon

Þessi uppstoppuðu kvikindi minna mig á suma framsóknarmenn sem læðast um í allra kvikinda líki.

Stefán (IP-tala skráð) 9.4.2014 kl. 09:53

3 identicon

Eftir að hafa séð þessi listaverk, þá furða ég mig á því að menn séu yfirleitt að vanda sig.

Þetta hefur töluvert meira skemmtanagildi.

Uppstoppun er kjánaleg til að byrja með, af hverju ekki að nýta hana til hins ýtrasta?

Grrr (IP-tala skráð) 9.4.2014 kl. 18:59

4 Smámynd: Jens Guð

Helga, góður punktur.

Jens Guð, 9.4.2014 kl. 23:43

5 Smámynd: Jens Guð

Stefán, það er margt til í því.

Jens Guð, 9.4.2014 kl. 23:44

6 Smámynd: Jens Guð

Grrr, ég kvitta undir það.

Jens Guð, 9.4.2014 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband