Snillingarnir toppa hvern annan

  Stundum er sagt um suma ráðamenn að þeir sitji í fílabeinsturni.  Þá er átt við að þeir séu úr tengslum við almúgann.  Þeir lifi í sýndarveruleika.  Þeir raða í kringum sig já-mönnum.  Loka eyrunum fyrir gagnrýnum röddum.

  Á tíunda áratugnum hratt þáverandi heilbrigðisráðherra úr vör verkefninu "Ísland án eiturlyfja 2002".  Ég man ekki hver það var en einhver Framsóknarmaður.  Peningum var sturtað í verkefnið og gæðingum raðað á jötuna;  ótal nefndir og ráð með tilheyrandi fundarhöldum og veisluföngum.   

  Um síðustu aldamót vakti dómsráðherra,  Sólveig Pétursdóttir, athygli fyrir að deila ekki salerni með öðrum starfsmönnum ráðuneytisins.  Þess í stað lét hann innrétta splunkunýtt einkaklósett sem kostaði milljónir króna.  Gékk undir gælunafninu gullklósettið.  Enda var ekki vitað um jafn dýrt og glæsilegt klósett hérlendis.    

  Ráðherrans er ekki síður minnst fyrir skelegg viðbrögð við kröfu um fjölgun lögregluþjóna.  Hann lét fjöldaframleiða pappalöggur!  Þeim var plantað á ljósastaura við Reykjanesbraut.  Pappalöggurnar útrýmdu ekki hraðakstri og öðrum afbrotum á Suð-Vestur horni landsins.  Fjarri því.  Þess í stað var pappalöggunum stolið og vöktu kátínu í partýum út um allt.

  Nokkru síðar fóru utanríkisráðherrann Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og forsætisráðherrann Geir Haaarde á flug við að koma Íslandi í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna.  Tilgangurinn var enginn nema að spila sig stóra/n í útlöndum.  Allir með lágmarksþekkingu á heimsmálum vissu að þetta var meira en út í hött; meira en óraunhæft.  Dæmigert heilkenni íbúa fílabeinsturnsins.  

  Þetta var brandari.  Dýr brandari.  Yfir 1000 milljónum króna var sturtað út um gluggann.  Ísland átti aldrei raunhæfa möguleika á inngöngu í Öryggisráðið.  Því síður erindi.

  Nú reynir fjármálaráðherrann,  Benedikt, að toppa Sólveigu Pétursdóttur,  Ingibjörgu Sólrúnu og Geir Haaarde.  Hann boðar upprætingu svartrar atvinnustarfsemi með því að taka 10.000 kallinn og 5000 kallinn úr umferð.  Þjóðinni og 2,5 milljónum túrista árlega verði skylt að borga fjölskyldufyrirtækjum Engeyinga,  Borgun og Valitor, "kommisjón" af öllum viðskiptum.  

  Rökin eru snilld:  Þeir sem stunda svarta atvinnustarfsemi eru svo vitlausir að ef þeir geta ekki borgað með 5000 kalli þá fatta þeir ekki að það er hægt að borga með 5 þúsund köllum.       

gullklósettið

   


mbl.is 10.000 króna seðillinn úr umferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jens. Þetta var fróðleg upptalning. Ódýrar og launalitlar/launalausar löggur borga sig ekki fyrir neinn. Og enn síður pappa-löggur.

Svo eru það seðlarnir í umræðunni í dag? Það var orðið svo dauft yfir fréttatímunum að það varð að henda inn einni tilraunabombu, eða þannig? Einu sinni voru stresstöskur fylgifiskur skrifstofufólks og annars pappa-starfsfólks á Íslandi. Það var fyrir tíma tölvunnar, og fyrir tíma fyrirferðalitlu auka fölsuðu núllunum við krónuupphæðir sumra. Aðallega þó líklega bankanna og Seðló, og þeirra sem sátu að snæðingi í þeirri gataosta"geymslu". Sáust slíkar töskur reyndar aftur þegar verið var að tæma bankana bakdyramegin kringum síðasta rán kringum 2008, eftir því sem gárungarnir hafa sagt.

Maður verður líklega að fá sér sæmilega peningahelda stresstösku undir öll mánaðarlegu peningalegu "auðæfin", í 1000 köllum. Heilsulitlir öryrkjar og fátækir eldri borgarar þurfa ekki mjög stóra tösku undir auðæfin, enda heilsa margra þeirra örorkandi. (Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott).

Eða kannski Costco opni bankaútibú með reikning í Icesave stíl í Garðabæ, og taki launin bara beint til sín, og svo fær maður bara aða taka út eins og í gömlu kaupfélögunum den? Eða þannig!

Annars skil ég vel að það þurfi einhvern veginn að stöðva mismunun og valdmisbeitandi þjófnað, sem fær að viðgangast hindrunarlaust á Íslandi. En það þarf bara að stöðva mismunun á öllum sviðum, en ekki bara sumum. Hefði maður haldið?

Gott að farið yfir móðuna miklu, þegar þar að kemur, er og verður ókeypis í boði góðu Guðslukkunnar í alheimsgeimi:)

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.6.2017 kl. 20:23

2 Smámynd: Jens Guð

Anna Sigríður,  ævinleg bestu þakkir fyrir þín skemmtilegu og umhugsunarverðu innlegg.   

Jens Guð, 22.6.2017 kl. 20:29

3 identicon

Sólveigar verður helst minnst fyrir að mala gull undir eigin rasskynnar. Ingibjörg Sólrún og Geir Haarde eru talin best geymd ( gleymd ) erlendis. Benedikt Engeyingur sér um sig og sína og allir sjá í gegn um plottið.

Stefán (IP-tala skráð) 22.6.2017 kl. 22:38

4 identicon

Athyglisvert skref fjármálaráðherra.

Bitcoin og aðrir gjörsamlega órekjanlegir dulmálsgjaldmiðlar eru öllum aðgengilegir þessa dagana í gegnum tölvuna eða snjallsímann.

Þessar aðgerðir íslenskra stjórnvalda eru alls ekki að fara að gera út af við svart fé. Það eina sem þær munu gera er að gera íslensku krónuna úrelta fyrir þennan tiltekna tilgang og gera svarta markaðinn enn öruggari og órekjanlegri fyrir þá sem það vilja.

Fyrir þetta á fjármálaráðherra lof skilið.

Næsta skref er vonandi að leggja niður Seðlabanka Íslands og íslensku krónuna og leyfa fólki að nota þá gjaldmiðla sem því sýnist.

Næsta skref þar á eftir er vonandi að lækka alla skatta niður í nánast 0% þannig að það borgi sig ekki lengur fyrir neinn að vera á svarta markaðinum til að byrja með.

Gunnar (IP-tala skráð) 22.6.2017 kl. 23:10

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Heyrði fyrst um gjörninginn á útvarpi Sögu og núna tilgang fjármálaráðherra með þessu.Leitaði að bloggfærslum um þetta mál fann 1 áður en ég las þessa,þótt fyrirsögnin gæfi ekki vísbendingu. Frábært! 

Helga Kristjánsdóttir, 23.6.2017 kl. 00:59

6 identicon

Aágæt umræða en hvernig væri að byrja fyrst á kennitöluflakkinu?

Skarfurinn.

Sigurður Bjarklind (IP-tala skráð) 23.6.2017 kl. 15:12

7 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  einhverjir verða að sjá um Engeyjarættina.

Jens Guð, 25.6.2017 kl. 17:10

8 Smámynd: Jens Guð

Gunnar, góðar tillögur!

Jens Guð, 25.6.2017 kl. 17:11

9 Smámynd: Jens Guð

Helga,  þetta hefur farið dálítið hljótt.

Jens Guð, 25.6.2017 kl. 17:13

10 Smámynd: Jens Guð

Sigurður,  of margir áhrifaríkir þurfa á kennitöluflakkinu að halda.

Jens Guð, 25.6.2017 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband