Verđlag

vegan_samloka_aktu_taktu_a_1599_kr.jpg

  Á Aktu-Taktu í Garđabć var seld samloka á 1599 kr.  Á milli brauđsneiđanna var smávegis kál,  lítil ostsneiđ og sósa.  Ţetta var kallađ vegan (án dýraafurđa).  Osturinn var ađ vísu úr kúamjólk.  Í sósunni voru einhverjar dýraafurđir líka.  Sennilega eggjarauđa og eitthvađ svoleiđis.

  Vissulega var samlokan ekki upp á marga fiska.  Ég set stćrra spurningamerki viđ ţađ ađ einhver sé reiđubúinn til ađ borga 1599 kr. fyrir samloku.  Ađ vísu...já, Garđabć.

  Til samanburđar:  Í Manchester á Englandi bjóđa matvöruverslanir - nánast allar - upp á svokallađ "3ja rétta tilbođ" (3 meals deal).  Ţađ samanstendur af samlokuhorni, langloku eđa vefju ađ eigin vali (áleggiđ er ekki skoriđ viđ nögl - ólíkt íslenska stílnum) + drykk ađ eigin vali + snakkpoka ađ eigin vali (kartöfluflögur, popkorn eđa eitthvađ álíka).

  Ţessi pakki kostar 3 pund sem jafngildir 429 ísl. kr.  Ég valdi mér oftast samlokuhorn međ beikoni og eggjum (um ţađ bil tvöfaldur skammtur á viđ íslenskt samlokuhorn), ásamt hálfum lítra af ávaxtaţykkni (smoothies) og bara eitthvađ snakk.

  Á Íslandi kostar samlokuhorn um 600 kall.  Kvartlítri af smoothies kostar um 300 kall.  Ţannig ađ hálfu lítri er á um 600 kall.  Ćtli snakkpoki á Íslandi sé ekki á um 300 kall eđa meir. 

  Ţetta ţýđir ađ íslenskur 3ja rétta pakki er ađ minnsta kosti ţrisvar sinnum dýrari en pakkinn í Manchester. 

  Í Manchester selja veitingahús enskan morgunverđ.  Ađ sjálfsögđu.  Hann samanstendur oftast af tveimur saugagest pylsum (veit ekki hvađ ţćr heita á íslensku), tveimur vćnum beikonsneiđum (hvor um sig rösklega tvöföld ađ stćrđ í samanburđi viđ íslenskar. Og međ ađeina örlítilli fiturönd), grilluđum tómat,  bökuđum baunum, ýmist einu eđa tveimur spćldum eggjum, tveimur hasskökum (hash browns = djúpsteiktri kartöflustöppu mótađri í teygđum ţríhyrning),  ristuđum brauđsneiđum međ smjöri;  ýmist einum stórum pönnusteiktum sveppi eđa mörgum litlum.

  Enski morgunverđurinn kostar frá 3,75 pundum (537 ísl. kr.).  Ţetta er sađsöm máltíđ.  Mađur er pakksaddur fram eftir degi.  Nokkrir veitingastađir á Íslandi selja enskan morgunverđ - á 2000 kall. 

  4ra dósa kippa af 5% 440 ml dósum kostar 4 pund (572 ísl kr. = 143 kr.dósin).  Ódýrasta bjórdósin á Íslandi kostar 249 kall (Euroshopper 4,6%).  

 samlokur_e.jpgsmoothie.jpgsnakk.jpgfull-english-breakfast035.jpg

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gráđugir íslendingar eru ađ reyna ađ setja heimsmet í okri á öllum sviđum, hvort sem ţađ er á eldsneyti eđa ómerkilegum ruslfćđistöđum. Ţađ er erfitt fyrir flesta ađ sniđganga eldsneyti og ţađ nýta olíufélögin sér, en ţađ er hćgt ađ sniđganga ruslfćđistađi.

Stefán (IP-tala skráđ) 10.1.2018 kl. 07:10

2 Smámynd: Jens Guđ

Stefán, Ísland er dýrast í heimi í dag. Allt frá hćsta bensínverđi í heimi til hćsta matvćlaverđs.

Jens Guđ, 10.1.2018 kl. 12:47

3 Smámynd: Sigurđur I B Guđmundsson

Guđ blessi Ísland!!!!

Sigurđur I B Guđmundsson, 10.1.2018 kl. 17:24

4 identicon

Ég held ađ guđ hafi gleymt Íslandi ţegar Dónald Trump settist í stólinn. Ţađ ţarf einhver ađ fylgjast međ honum!!!

Sigţór Hrafnsson (IP-tala skráđ) 10.1.2018 kl. 18:25

5 identicon

Ég mynnist ţess ađ hafa borgađ sem samsvarar 500 kr. fyrir stóran bjór í verslun, ekki veitingasta, í Danmörk.

Bjarni (IP-tala skráđ) 10.1.2018 kl. 20:57

6 identicon

Og já, 1500 kr. áá Kastrup.

Bjarni (IP-tala skráđ) 10.1.2018 kl. 20:58

7 identicon

Svona ruslveitingastađir hár á landi sem selja eitthvađ mauk í ódýrum brauđsneiđum virđast helst vera mannađir útlensku afgeiđslu/ţjónustufólki, sjálfsagt vegna ţess ađ launin eru ekki bođleg íslendingum. Ţađ eru gerđar mun minni kröfur hér en í nágrannalöndum okkar varđandi málakunnáttu starfsfólks í svona störfum. Fćst ţetta fólk skilur eđa talar íslensku og margir eru illa mćltir á ensku ađ auki. Í Danmörku t.d. fengi ţetta fólk ekki vinnu fyrr en lágmarksdönskukunnáttu vćri náđ.

Stefán (IP-tala skráđ) 10.1.2018 kl. 21:28

8 Smámynd: Jens Guđ

Sigurđur I B,   ekki veitir af!

Jens Guđ, 11.1.2018 kl. 04:42

9 Smámynd: Jens Guđ

Sigţór,  Trump segir ađ geđlćknirinn sinn fylgist međ sér.  Sá hafi aldrei kynnst geđheilbrigđari manni. 

Jens Guđ, 11.1.2018 kl. 04:44

10 Smámynd: Jens Guđ

Bjarni,  ţađ er nokkuđ vel í lagt. 

Jens Guđ, 11.1.2018 kl. 04:47

11 Smámynd: Jens Guđ

Stefán,  mér skilst ađ starfsmannavelta hjá Foodco - sem á Aktu Taktu og marga fleiri veitingastađi - sé hröđ.  Alltaf ný andlit og nýliđar.  Ég veit ekki hvort ađ ţađ hefur međ launamál ađ gera eđa vinnuálag.  Eđa bćđi. 

Jens Guđ, 11.1.2018 kl. 04:50

12 identicon

Á međan ég verslađi stundum á Subway stöđum, ţá varđ ég var viđ hrađa mannaveltu ţar og margir voru ótalandi á íslensku og illa talandi á ensku ađ auki. 

Stefán (IP-tala skráđ) 11.1.2018 kl. 18:32

13 identicon

Stjórnmálamađur er líklega eitt mesta öfugyrđi á íslenskri tungu.

Ađ ţingrćđi sé finnanlegt á íslandi er ein mesta blekking og lygi ...

Fleyiđ er stjórnlaust ...

Stýrimađur óskast, alţjóđleg réttindi óţörf. ..

L. (IP-tala skráđ) 12.1.2018 kl. 02:12

14 Smámynd: Jens Guđ

Stefán, ég hef ekki stigiđ fćti inn í Subway í mörg ár.  Ţetta hljómar eins og stjórnunarstíllinn sé sá sami og hjá Foodco.

Jens Guđ, 12.1.2018 kl. 16:25

15 Smámynd: Jens Guđ

L,  vel mćlt!

Jens Guđ, 12.1.2018 kl. 16:26

16 Smámynd: Ţorsteinn Siglaugsson

Ef maturinn er svona ómerkilegur er varla hćgt ađ gera ráđ fyrir ađ málakunnáttan sé skárri, hvađ ţá stjórnunarstíllinn. Vandinn á Íslandi er ađ hér er engin menning (jafnvel í samanburđi viđ Manchester) og ţví er enginn metnađur.

Ţorsteinn Siglaugsson, 13.1.2018 kl. 00:10

17 Smámynd: Jens Guđ

Ţorsteinn, ţví miđur er ţetta rétt hjá ţér.

Jens Guđ, 13.1.2018 kl. 16:59

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband