Enn eitt færeyska lagið slær í gegn

  Frá 2002 hefur fjöldi færeyskra tónlistarmanna notið vinsælda á Íslandi.  Þar af hafa margir komið lögum sínum hátt á vinsældalista Rásar 2.  Í fljótu bragði man ég eftir þessum:

Hljómsveitin TÝR

Eivör

Brandur Enni

Hljómsveitin MAKREL

Högni Lisberg

Jógvan

Boys in a Band

  Eflaust er ég að gleyma einhverjum.  Núna hefur enn eitt færeyska lagið stokkið upp á vinsældalista Rásar 2.  Það heitir "Silvurlín".  Flytjandi er Marius Ziska.  Hann er Íslendingum að góðu kunnur.  Hefur margoft spilað hérlendis.  Jafnframt flutti hann ásamt Svavari Knúti lagið "Þokan" 2013.  Það fór ofarlega á vinsældalista Rásar 2.  Rétt eins og lagið "You and I" sem Kristina Bærendsen söng með Páli Rózinkrans í fyrra. 

"Silfurlín" er í 12. sæti vinsældalistans þessa vikuna.  Sjá HÉR  

Uppfært 22.4.2018:  "Silfurlín" stökk úr 12. sæti upp í 4. í gær.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Víkingarokk hljómar lang best á færeysku, það hefur einhvað með styttri athvæði í hljóðfallinu gera, finnst mér. Ég styð færeyjinga ef þeir taka einkaleifið á vikingarokkinu ala HÚ gaurinn.

Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 20.4.2018 kl. 02:02

2 Smámynd: Jens Guð

Sigþór,  ég er þér algjörlega sammála.

Jens Guð, 20.4.2018 kl. 11:12

3 identicon

Nokkrir færeyingar hafa slegið í gegn á Íslandi, en svo mikið er víst að það hefur hinn færeyki forstjóri Skeljungs / Orkunnar ekki gert, heldur þvert á móti. Ekki nóg með að honum hafi tekist að flæma viðskiptavini frá eldsneytisdælum og misst stór fyrirtæki úr viðskiptum, heldur tókst honum líka að reka besta og reynslumesta starfsfólkið frá fyrirtækinu. Nema að það kallist að slá í gegn ?

Stefán (IP-tala skráð) 20.4.2018 kl. 20:59

4 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  hann náði þó að selja lífeyrissjóðunum hlutabréfin sín á uppsprengdu yfirverði.  Reyndar kannski ekki mikil kúnst.

Jens Guð, 22.4.2018 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband