Brjóstagjöf gegn matvendni

  Því lengur sem börn eru á brjósti þeim mun síður verða þau matvönd.  Þeim mun lystugri verða þau í grænmeti.  Ástæðan er sú að bragðið á brjóstamjólk sveiflast til eftir mataræði móðurinnar.  Brjóstmylkingurinn venst því að matur sé fjölbreyttur.  Þegar mataræði sex ára barna er skoðað kemur í ljós að börn alin á brjóstamjólk sækja í tvöfalt fjölbreyttara fæði en börn alin á vatnsblandaðri þurrmjólk.  Jafnframt eru brjóstmylkingarnir viljugri til að prófa framandi grænmeti.  

matur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyrðu Jens. Leynist ekki örugglega léttsteikt lambalifur á þessu gnægtarborði?

Sigurður Bjarklind (IP-tala skráð) 16.6.2018 kl. 09:28

2 Smámynd: Jens Guð

Sigurður,  léttsteikt lifur með lauk er sérgrein konunnar sem snarar fram svona léttu hlaðborði fyrir sig eina í hverjum matmálstíma.

Jens Guð, 16.6.2018 kl. 14:31

3 identicon

Þarna sé ég mynd af allsnægtarborði íslenskra arðræningja og þeirra sem kjararáð hefur ofskammtað.

Stefán (IP-tala skráð) 16.6.2018 kl. 19:27

4 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  þetta er smá sýnishorn af því.

Jens Guð, 16.6.2018 kl. 22:44

5 identicon

Athyglissjúkur íslenskur smá stjórnmálamaður sem oft hefur fengið ofskammtað á sitt borð ( sinn disk ) þykist nú ætla að gefa Hannesi Þór heimsklasamarkverði fálkaorðu sína sem er löngu orðin verðlaus vegna þess að viðkomandi átti fálkaorðu aldrei skilið.  Nei, meistari Hannes Þór Halldórsson er sko mörgum númerum stærri og merkilegri en allir núverandi stjórnmálamenn á Íslandi til samans. 

Stefán (IP-tala skráð) 17.6.2018 kl. 10:27

6 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Verða þá pelabörn háðari "vasapelum" síðar!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 17.6.2018 kl. 11:30

7 Smámynd: Jens Guð

Stefán (#5),  þú kannt að koma orðum að hlutunum.

Jens Guð, 17.6.2018 kl. 17:47

8 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  ég held að það séu brjóstmylkingarnir sem sækja síðar í fjölbreyttan vasapeladrykk.

Jens Guð, 17.6.2018 kl. 17:53

9 identicon

En hvað í ósköpunum fengu þeir með brjóstamjólkinni sem ríghalda í þennan drepleiðinlega og niðurdrepandi þjóðsöng íslendinga, sem byggður er á 90 Davíðssálmi, biblíutexta ?  Maður vorkennir öllum sem þurfa nú að sitja undir þessum ósköpum á HM.

Stefán (IP-tala skráð) 17.6.2018 kl. 18:01

10 Smámynd: Jens Guð

Stefán (#9),  ég tek undir að þjóðsöngurinn sé einstaklega þunglamalegur og illa sönghæfur.  Einmitt vegna þess syngja Íslendingar hans í stað ungverska slagarann "Ég er kominn heim" og hið ágæta lag Magnúsr Þórs Sigmundssonar "Ísland er land þitt".  

Jens Guð, 17.6.2018 kl. 21:31

11 identicon

,, Ísland er land þitt "  er flott lag, ort við flottan texta og kannanir hafa sýnt að íslendingar vilja það sem þjóðsöng, en ekki virðist mega leiðrétta það frekar en klukkuna sem allir vita að er kolröng á íslandi. Meiri helv íhaldssemin. 

Stefán (IP-tala skráð) 18.6.2018 kl. 07:14

12 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

"Brjóstmylkingar" orðaskýringar takk!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 18.6.2018 kl. 10:01

13 Smámynd: Jens Guð

Stefán (# 11),  ég er sannfærður um að innan fárra ára skapist vaxandi krafa um nýjan þjóðsöng.  Núverandi þjóðsöngur verður jafnt og þétt hallærislegri með hverju árinu.  Jafnframt fækkar þeim hratt sem kunna hann utan bókar.

Jens Guð, 18.6.2018 kl. 18:16

14 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B (# 12),  brjóstmylkingar eru börn sem drekka brjóstamjólk.  

Jens Guð, 18.6.2018 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband