27.7.2018 | 21:43
Rokkhljómsveit er eitt æðsta form vináttu
Flestar rokkhljómsveitir eru stofnaðar af vinahópi. Bestu vinir með sama músíksmekk, sömu viðhorf til flestra hluta og sama húmor taka vinskapinn á hærra stig með því að stofna hljómsveit.
Þegar hljómsveitin nær flugi taka hljómleikaferðir við. Langar hljómleikaferðir. Vinirnir sitja uppi með hvern annan dag eftir dag, mánuð eftir mánuð. Jafnvel árum saman. Iðulega undir miklu álagi. Áreitið er úr öllum áttum: Svefnröskun vegna flakks á milli tímabelta; flugþreyta, hossast í rútu tímum saman...
Er gítarleikarinn Gunni Þórðar stofnaði Hljóma - eina merkustu hljómsveit íslensku tónlistarsenunnar - þá réð hann besta vin sinn, Rúna Júl, á bassagítar. Rúnar hafði fram að því aldrei snert hljóðfæri. Vinirnir leystu það snöfurlega: Gunni kenndi Rúna á bassagítar - með glæsilegum árangri.
Bresku Bítlarnir eru gott dæmi um djúpa vináttu. Forsprakkinn, John Lennon, og Paul McCartney urðu fóstbræður um leið og þeir hittust 16 ára. Þeir vörðu öllum stundum saman alla daga til fjölda ára. Þeir sömdu saman lög á hverjum degi og stússuðu við að útsetja þau og hljóðrita. Sólógítarleikari Bítlanna, George Harrison, var náinn vinur Pauls og skólabróðir. Í áranna rás varð hann reyndar meiri vinur Johns.
Hvað um það. Frá fyrstu ljósmyndum af Bítlunum á sjötta áratugnum og myndböndum fram til 1968 þá eru þeir alltaf brosandi, hlæjandi og hamingjusamir. Vinskapur þeirra var afar sterkur. Þegar hljómsveitin tók frí þá fóru þeir saman í fríið. Hvort heldur sem var til Indlands eða Bahama.
Þessi hugleiðing er sprottin af hljómleikum Guns ´n´ Roses í Laugardal í vikunni. Liðsmenn hljómsveitarinnar eru ítrekað sakaðir um að stússa í hljómleikahaldi einungis vegna peninganna. Ég hafna því ekki alfarið að liðsmenn hljómsveitarinnar kunni vel að meta að vera næst tekjuhæsta hljómleikahljómsveit rokksögunnar (á eftir the Rolling Stones). Bendi þó á að á rösklega þriggja áratuga löngum ferli hefur hljómsveitin selt vel á annað hundrað milljón plötur. Liðsmenn hljómsveitarinnar eru auðmenn. Ég veit ekki til að neinn þeirra hafi dýrt áhugamál. Ja, ef frá er talið að framan af ferli voru allir liðsmenn stórtækir harðlínudópistar og drykkjuboltar.
Hljómleikaferð Gunsara lauk hérlendis eftir að hafa varað frá 2016. Hljómleikarnir stóðu í hálfan fjórða tíma. Það er tvöfaldur tími hefðbundinna rokkhljómleika. Áheyrendur skynjuðu glöggt að hljómsveitin naut sín í botn. Liðsmenn hennar hefðu komist léttilega frá því að spila aðeins í tvo tíma. En þeir voru í stuði og vildu skemmta sér í góðra vina hópi.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, Menning og listir | Breytt 28.7.2018 kl. 14:41 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 13
- Sl. sólarhring: 35
- Sl. viku: 821
- Frá upphafi: 4111632
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 668
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Innskráning
Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.
Athugasemdir
Vinátta innan rokkhljómsveita er að mörgu leiti álíka brothætt og hjónabönd. John Lennon lagði hatur á sinn ,, gamla góða vin " Paul McCartney eftir að Bítlarnir hættu. Svo mjög að Paul náði aldrei til hans aftur. Vinslit urðu á milli æskuvinanna Gunnars Þórðarsonar og Rúnar Júlíussonar í einhver ár og söng Gunnar um það á sólóplötu sinni árið 1978. Mikil og oftar en ekki opinber illindi hafa verið á milli æskuvinanna Mick Jagger og Keith Richards í áratugi. Það er eins og Rolling Stones þrífist að einhverju leiti á opinberum illindum þeirra á milli, sem blossa upp á milli þess sem hljómsveitin tekur upp plötur og túrar. Þeir Kinks bræður Ray og Dave Davies töluðu ekki saman í áratug og hver veit hvenar Oasis bræður Noel og Liam ná saman, eða hvort það einhverntíma verður ? Ég held þó að Oasis munu koma saman á ný fyrst að Axl Rose og Slash náðu svona líka glimrandi vel saman á ný. Það skeður líka stundum að hjónabönd eru endurnýjuð. Elizabeth Taylor og Richard Burton giftust jú tvisvar og skildu jafn oft.
Stefán (IP-tala skráð) 27.7.2018 kl. 23:40
Svo geta menn orðið "blogg" vinir!!
Sigurður I B Guðmundsson, 28.7.2018 kl. 09:02
Stefán, góður punktur.
Jens Guð, 28.7.2018 kl. 16:18
Sigurður I B, svo sannarlega!
Jens Guð, 28.7.2018 kl. 16:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.