Hverjir gætu keppt við aðsóknarmet Guns n´ Roses?

  Eins og flestir vita þá sló ensk-bandaríska rokkhljómsveitin Guns n Roses aðsóknarmet á Íslandi í síðustu viku. Mjög svo afgerandi.  Fyrra metið átti dansk-bandaríska þungarokksveitin Metallica.  19 þúsund sóttu hljómleika hennar.  26 þúsund borguðu sig inn á hljómleika Gönsaranna. 

  Bandaríski súkkulaðistrákurinn Justin Timberlake seldi vel yfir 16 þúsund miða,  Roger Watetrs 15 þúsund og þýsku þungarokkararnir Rammstein 12 þúsund.

  Aðsóknarmet Gunsara er ríflegt og eiginlega ótrúlegt.  Íbúar landsins eru 350 þúsund.  Nálægt hálft áttunda prósent mætti á hljómleika þeirra.  Ætla má að sá hópur hafi nánast einungis komið úr röðum fólks á aldrinum 20 - 50 ára.  Fá börn og ellilífeyrisþegar.  Flestir líkast til á fimmtugsaldri eða þar í grennd. 

  Gaman er að velta fyrir sér hver eða hverjir gætu jafnað aðsóknarmet Gunsara.  Eða jafnvel slegið það.  Í fljótu bragði koma aðeins tvö nöfn til greina.  Annars vegar the Rolling Stones.  Hins vegar Paul McCartney. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

Til gamans:  Á myndbandinu með Paul McCartney má sjá Yoko Ono bregða fyrir í áhorfendasal á mín 5:08.  Þau tvö hafa aldrei skipst á vinaarmböndum.  

Jens Guð, 30.7.2018 kl. 00:04

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Kannski líka U2?

Sigurður I B Guðmundsson, 30.7.2018 kl. 08:32

3 identicon

Ég veðja á Paul.Hann höfðar til allra. Hann er óumdeildur. Börn, foreldrar, miðaldra, gamalmenni, allt mannkyn ef út í það er farið hrífst með.

Sigurður Bjarklind (IP-tala skráð) 30.7.2018 kl. 09:09

4 identicon

Ég er bara alls ekki viss um að nokkur nútíma listamaður geti slegið þetta ótrúlega aðsóknarmetmet Guns'N Roses, en auðvitað getur allt slíkt snúist um markaðssetningu, múgæsingu, verðlagningu og slíkt. Paul McCartney og Rolling Stones hafa víða sett aðsóknarmet á hljómleikum og ég myndi í fljótu bragði sjá Paul selja meira en Stones hér á landi. Bandaríska söngkonan Beyonsé Knowles myndi líka klárlega mokselja. Ég var á 15 þúsund manna hljómleikum Roger Waters og 12 þúsund manna hljómleikum Eric Clapton í Egilshöll. Öll eru þessi nöfn lifandi goðsagnir hjúpaðar miklum ævintýrablæ. 

Stefán (IP-tala skráð) 30.7.2018 kl. 12:08

5 identicon

Þetta er mjög áhugaverð pæling, það eru eflaust ekki margir listamenn sem gætu toppað þetta en ég held að listamennirnir sem eru taldir að ofan gætu það með réttri markaðssetningu og líka að margir áttuðu sig á að það er vel hægt að mæta á risaútitónleika á Íslandi.

Það væri nú áhugavert að taka saman hlutfall áhorfenda fædda 1970-79, gæti trúað því að í sumum árgöngum þar hafi hlutfallið verið vel á fjórða tuginn :) Skemmtilegt að sjá að kynjahlutfallið var miklu jafnara en á mörgum rokktónleikum. 

Auðjón (IP-tala skráð) 31.7.2018 kl. 14:29

6 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  já,  hugsanlega gætu U2 náð þetta mörgum.

Jens Guð, 31.7.2018 kl. 16:58

7 Smámynd: Jens Guð

Sigurður Bjarkling,  ég tek undir þín orð.

Jens Guð, 31.7.2018 kl. 17:00

8 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  ég steingleymdi Roger Waters.  Ég þarf að laga það í færslunni.  Hinsvegar segir visir.is að 10 þúsund hafi verið á hljómleikum Claptons.

Jens Guð, 31.7.2018 kl. 17:05

9 Smámynd: Jens Guð

Auðjón,  Gönsarar ná betur til beggja kynja en flestar eða eiginlega allar aðrar þungarokksveitir.

Jens Guð, 31.7.2018 kl. 17:08

10 identicon

Ég taldi ekki fjöldann á hljómleikum Eric Clapton sem ég var á í Egilshöll, en mér taldist til að hann hafi flutt 18 lög þar.  Morgunblaðið og Fréttablaðið ( og ekki lýgur Moggginn ) sögðu 12 þúsund manns hafa verið á þeim hljómleikum.  Varðandi kynjahlutfall á hljómleikum, þá hef ég verið á tvennum Black Sabbath hljómleikum og þar var kvenfólk fámennara en á nokkrum öðrum hljómleikum sem ég hef verið á. Fyrir utan hljómleika Jeff Beck hér og svo á ýmsum jazzhljómleikum. Undanfarna áratugi hafa hljómleikar Rolling Stones verið að breytast að hluta til í fjölskyldusamkomur rétt eins og var á hljómleikaferðalögum Grateful Dead í Bandaríkjunum á sínum tíma, þar sem heilu fjölskyldurnar eltu þá út og suður. 

Stefán (IP-tala skráð) 1.8.2018 kl. 00:25

11 Smámynd: Jens Guð

Umræðan ratar víða:

https://www.frettabladid.is/lifid/oeldungarnir-liklegust-til-a-toppa-guns-nroses

Jens Guð, 1.8.2018 kl. 16:00

12 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  af því að þú nefnir Beyonse (#4) þá er gaman að hún hvetur til sjálfstæðis Grænlands.  Til að skerpa á þeirri afstööu þá letu hún sérhanna á sig klæðnað með grænlenska fánanum. 

Myndaniðurstaða fyrir beyonce in greenlandic cloths

Jens Guð, 1.8.2018 kl. 20:23

13 Smámynd: Jens Guð

Stefán (#10), ég geri ekki ágreining við fréttaflutning Mogga og Fréttablaðsins. 

Jens Guð, 1.8.2018 kl. 20:32

14 identicon

Hvað er það við Guns N Roses sem gerir þá svona áhugaverða og vinsæla. Það eitt út af fyrir sig er svar, að hljómsveitina hafa skipað mjög miklir hæfileikamenn í tónlist. Sérstaklega vil ég nefna þá Axl Rose, Izzy Stradlin og Slash. Þegar bresku hljómsveitirnar Beatles, Rolling Stones, Kinks, Animals, Yardbirds, Manfred Mann, Pretty Things og Them byrjuðu að senda frá sér hljómplötur, voru tökulögin bandarísk. Oft kolsvört tónlist í orðsins fyllstu merkingu frá svörtum bluestónlistarmönnum sem ekki nutu mikilla vinsælda heima fyrir, en þó vissulega virðingar hjá hvítum fordómalausum mönnum eins og t.d. Elvis Presley. Fordómaleysið hjá bretunum gerði það svo að verkum að svartir hæfileikamenn í bluestónlist urðu vinsælir og eftirsóttir í Bretlandi og svo meðal hvítra bandaríkjamanna í framhaldi af því. Sem dæmi um slíka má t.d. nefna Muddy Waters og Willy Dixon. Hver þekkir svo sem ekki lög eins og Hoochie Coochie Man, I Just Want to Make Love to You, Little Red Rooster, My Babe, Spoonful, You Need Loveog Whole Lotta Love, svo einhverjar af tónsmíðum Willy Dixon séu nefndar og breskir tónlistarmenn sóttu í að flytja af mikilli virðingu við upprunann. Eric Clapton og Jimmy Page tóku reyndar slík lög svo langt út fyrir upprunann, að þeir gerðu þau nánast að sínum og Page átti jafnvel til að skrá sig sem höfund, enda sárnaði honum að hafa ekki samið lögin sjálfur að öllu leiti. Það sýnir bara hversu flottar og sterkar tónsmíðar þessara svörtu frumherja í bluestónlist eru. Eftir bresku tónlistarinnrásina í Bandaríkin árið 1964, fóru bandarískir tónlistarmenn að sækja tónlistaráhrif til Bretlands. Þegar metaltónlistin varð til í Birmingham í Englandi undir öruggri forystu Black Sabbath árið 1970, má segja að bresk tónlistarinnrás númer tvö hafi herjað á Bandaríkin. Bandarískir rokkblaðamenn tóku þeirri innrás illa til að byrja með, en æska bandaríkjanna tók þessari tónlistarinnrás númer tvö fagnandi, rétt eins og fyrri innrásinni. Árið 1980 varð til ný metalbylgja í Bretlandi, sem er kölluð New wave of British heavy metal. Bæði það og eldra metalið lagðist vel í þá ungu bandaríkjamenn sem áttu eftir að stofna hljómsveitir eins og Metallica, Guns N Roses og Nirvana, svo nokkur stór nöfn séu nefnd. Bresku metal hljómsveitirnar Budgie og Diamond Head eiga svo flutningi Metallica á tónlist þeirra mikið að þakka. Segja má að Metallica sé hreinræktað metal band á meðan Guns N Roses má frekar flokka sem hard rock band. Ég tel grunninn í tónlist Guns N Roses vera meira breskan en bandarískan, en þeir sækja tónlistaráhrifin svo víða að það gerir þá áhugaverða fyrir flesta ef ekki bara alla sem unna góðri rokktónlist. Þetta er engin harðkjarnatónlist, heldur einstaklega melódískt og vel samið hard rock. Eitthvað sem allir geta hlustað á og sungið með. Izzy Stradlin samdi mikið á meðan hann starfaði með Guns N Roses. Hann kom inn í bandið með augljós Rolling Stones áhrif og þegar hann sendi frá sér sólóplötu var hún sögð vera besta Stones platan í mörg ár. Móðir breska gítarleikarans Slash starfaði sem fatahönnuður og hannaði m.a. búninga á David Bowie. Ungur að árum kom Slash að móður sinni og Bowie saman í rúminu. Hvort það var þá eða ekki sem Slash ákvað að verða tónlistarmaður veit ég ekki. Hitt er nokkuð ljóst og Slash hefur ekki farið leynt með það hvað hann lærði mikið af breskum gítarhetjum eins Jimmy Page,  Jeff Beck, Rory Gallagher, David Gilmore, Mick Taylor og Brian May. Þá nefnir Slash plötur með Rolling Stones, Cream, Led Zeppelin, Black Sabbath, Deep Purple, UFO, Queen og Jeff Beck sem sínar uppáhaldsplötur. Einnig hefur Slash nefnt hljómsveitirnar Beatles, Steppenwolf, Doors, Humple Pie, The Who, Motorhead og Aerosmith sem mikla áhrifavalda. Þá leyna sér ekki Lynard Skynard áhrif í laginu Sweet Child o Mine. Axl Rose nefnir sem áhrifavalda, þá Elvis Presley, Robert Plant, Freddie Marcury og Elton John. Maistaraverk hans November Rain hefði tæplega orðið til nema við hlustun á tónsmíðar Elton John. Duff McKagan hefur hlustað mikið á punk tónlist og nefnir plötur með The Germs, Stooges, Damned og Killing Joke, sem sínar uppáhaldsplötur.  Þessi mjög svo fjölbreytti og víðsýni tónlistarsmekkur meðlima Guns N Roses edurspeglast í tónlist þeirra og gerir hana áhugaverða fyrir alla aldurshópa og líklega bara allt tónlistaráhugafólk. Meðlimir Guns N Roses bera augljósa virðingu fyrir áhrifavöldum sínum og flytja tólist eftir þá af mikilli innlifun. Má þar t.d. nefna tónlist eftir Bob Dylan; Paul McCartney, Black Sabbath, T Rex, Pink Floyd, Soundgarden og flutningur þeirra á Rolling Stones laginu Symphaty for the Devil er virkilega flottur. Endurflutningur Slash á gítarsólóum Keith Richards nánast óbreyttum er gerður af hreinni virðingu við Keith og það er einmitt þessi augljósa virðing meðlima Guns N Roses á áhrifavöldum sínum og öðrum tónlistarmönnum sem fær mig til að bera mikla virðingu fyrir meðlimum Guns N Roses. 

Stefán (IP-tala skráð) 2.8.2018 kl. 14:07

15 Smámynd: Jens Guð

Stefán (# 14),  þetta er góð samantekt.

Jens Guð, 2.8.2018 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband