7.8.2018 | 08:21
Örstutt smásaga um bílaverkstæði
Stelpurnar á bílaverkstæðinu Þrjú hjól undir bílnum raða sér í kringum eldhúsborðið. Það er kaffitími. Sigga "litla" brestur í grát. Hún grætur með hljóðum eins og kornabarn. Hinar stelpurnar þykjast taka ekki eftir þessu. Þetta gengur vonandi fljótt yfir. Svo reynist ekki vera. Hún gefur í. Korteri síðar spyr Sigga "sprettur": "Hvað er að? Meiddir þú þig í tánni?"
"Ég fékk uppsagnarbréf áðan," upplýsir Sigga "litla". "Mér er gert að rýma skrifborðið mitt fyrir klukkan fimm." Henni er eins og smávegis létt. Nokkuð slær á grátinn.
"En þú ert sú eina sem kannt á kaffivélina," mótmælir Sigga "stóra". Hún fær þegar í stað kvíðakast. Sigga "litla" róar hana: "Þið getið notað hraðsuðuketilinn og skipt yfir í te."
"Kakómjólk er líka góð," skýtur Sigga "sæta" að. "Hún er sérlega góð með rjómatertu sem er skreytt með jarðaberjum og kíví. Ég hef smakkað svoleiðis. Ég hef líka smakkað plokkfisk."
Kaffispjallið er truflað þegar inn þrammar stór, spikfeitur og tröllslegur maður. Hann hefur rakað af sér vinstri augabrúnina. Fyrir bragðið er léttara yfir þeim hluta andlitsins. "Ég þarf að láta stilla bílinn minn," segir hann.
"Stilla vélina?" spyr Sigga "litla" kjökrandi.
"Nei, útvarpið. Það er stillt á Rás 2. Ég vil að það sé stillt á rás 1."
"Ekkert mál. Þú mátt sækja bílinn á föstudaginn í næstu viku."
"Frábært! Lánið þið manni bíl á meðan?"
"Nei, en við getum leigt þér reiðhjól. Reyndar er það í barnastærð. Á móti vegur að leigan er lág. Aðeins 7000 kall dagurinn."
"Ég hef prófað að setjast á reiðhjól. Þá datt ég og fékk óó á olnbogann. Kem ekki nálægt svoleiðis skaðræðisgrip aftur. Ég kaupi mér frekar bíl á meðan þið dundið við að stilla á Rás 1."
"Þú getur líka keypt pylsuvagn. Hérna neðar í götunni er einn til sölu."
"Takk fyrir ábendinguna. Þetta lýst mér vel á. Ég skokka þangað léttfættur sem kiðlingur." Hann kjagar umsvifalaust af stað. Í vitlausa átt.
Andrúmsloftið er léttara.
"Eigum við ekki að syngja kveðjusöng fyrir Siggu "litlu?", stingur Sigga "sprettur" upp á. Því er vel tekið. Fyrr en varir hljómar fagurraddað "Éttu úldinn hund kona, éttu úldinn hund".
Þetta er svo fallegt að Siggu "litlu" vöknar enn og aftur um augu. Hún hugsar með sér að úldið hundakjöt þurfi ekki endilega að vera síðra en þorramatur. Kannski bara spurning um rétt meðlæti.
Er síðustu söngraddirnar fjara út grípur Sigga "sprettur" tækifærið og biður Siggu "litlu" um að tala við sig undir fjögur augu. Þær ganga út á mitt gólf.
"Hvað er málið með þennan brottrekstur?"
"Ég fékk formlega viðvörun fyrir 3 mánuðum. Mér var hótað brottrekstri ef ég bætti ekki mætinguna. Þú veist að ég sef of oft yfir mig. Vekjaraklukkan er til vandræða. Hún gengur fyrir rafmagni. Þegar rafmagni slær út þá fer klukkan í rugl."
"Þú færð þér þá bara batterísklukku."
"Ég get það ekki. Ég á ekkert batterí."
"Það er einhver skekkja í þessu. Þú stofnaðir verkstæðið. Þú ert eini eigandi þess og ræður öllu hérna. Hvernig getur þú rekið sjálfa þig?"
"Að sjálfsögðu hvarflar ekki að mér að mismuna fólki eftir því hvort að um eiganda eða óbreyttan launþega ræðir. Annað væri spilling. Svoleiðis gera Íslendingar ekki. Hefur þú ekki lesið blöðin? Ísland er óspilltasta land í heimi."
Meginflokkur: Kjaramál | Aukaflokkar: Samgöngur, Spil og leikir, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 18:27 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 38
- Sl. sólarhring: 56
- Sl. viku: 1056
- Frá upphafi: 4111541
Annað
- Innlit í dag: 34
- Innlit sl. viku: 885
- Gestir í dag: 32
- IP-tölur í dag: 31
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Þessi saga sæmdi sér vel í Dæmisögum Esóps eða Rökkursögum. En til þess að fá gæsalppir niðri þarf bara að halda alt-takkanum niðri og ýta á 0132, „.
Þakka fyrir ánæjulega stund.
Aðalsteinn Geirsson (IP-tala skráð) 7.8.2018 kl. 10:29
Ég verð að viðurkenna að ég átti ekki von á þessum umhugsunarverðu sögulokum.
Sigurður Bjarklind (IP-tala skráð) 7.8.2018 kl. 11:06
Er þetta verkstæði við hliðina á "Hótel California"!!!
Sigurður I B Guðmundsson, 7.8.2018 kl. 13:07
Hefði hún ekki bara átt að REKA verkstæðið? Döö.
Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 7.8.2018 kl. 16:59
Sæll Jens minn. Hver ætli sé munurinn á A-men og A-women?
Hvar ætli siðmenntaðra ríkja jafnréttlætið sé statt hér á eylandinu í norðrinu?
Amen?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 7.8.2018 kl. 20:47
Aðalsteinn, það virkar ekki í minni tölvu eða hvort það sé lyklaborðið.
Jens Guð, 8.8.2018 kl. 09:03
Sigurður Bjarklind, ég sem flestar svona smásögur afturábak. Fæ hugmynd að einhverju sem mér finnst geta verið gott niðurlag. Prjóna svo eitthvað bull út frá því.
Jens Guð, 8.8.2018 kl. 09:09
Sigurður I B, ekki fráleitt.
Jens Guð, 8.8.2018 kl. 09:14
Jósef Smári, það hefði komið til greina.
Jens Guð, 8.8.2018 kl. 09:14
Anna Sigríður, þegar stórt er spurt verður lítið um svör.
Jens Guð, 8.8.2018 kl. 09:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.