Ný verslun, gamalt verð

  Í vikunni hafa stórar tveggja blaðsíðna auglýsingar birst í dagblöðum.  Þar er boðað að splunkuný verslun verði opnuð með stæl í dag (laugardaginn 1. september).  Gefin eru upp skapleg verð á skóm og fleiri vörum.  Svo skemmtilega vill til að einnig eru gefin upp önnur og hærri verð á sömu vörum.  Fyrir framan þau segir: Verð áður.  Hvernig getur búð vitnað í eldra verð sem gilti áður en hún var opnuð?  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þekki ekki þetta dæmi, en íslenskir kaupmenn eru slóttugir refir og oftar en ekki ósvífnir okrarar, sem draga íslendinga sem og túrista á asnaeyrum. Okrið á Íslandi hefur þó spurst svo rækilega út að túristar halda að sér höndum og kaupmenn kvarta og væla. Peningagræðgi þeirra og ferðaþjónustunnar er að koma rækilega aftan að þeim. 

Stefán (IP-tala skráð) 1.9.2018 kl. 13:35

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Þetta er bara tær snilld!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 1.9.2018 kl. 17:26

3 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  því miður er þetta rétt lýsing hjá þér. 

Jens Guð, 2.9.2018 kl. 19:18

4 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  með þessum sömu orðum lýsti Sigurjón Árnason Icesave í Bretlandi - korteri áður en allt fór í klessu og Bretar skilgreindu Íslendinga formlega sem hryðjuverkamenn. 

Jens Guð, 2.9.2018 kl. 19:21

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

"Það sem hefur aldrei gerst áður, getur alltaf gerst aftur" er greinilega "mottó" þessarar nýju verslunar, hver svo sem hún er. 

 Jaðrar þetta ekki annars alveg við það að vera heimska, að auglýsa svona? Kúnnin er í það minnsta ekki talinn beittasti hnífurinn í skúffunni af verslunareigandanum.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 3.9.2018 kl. 18:12

6 identicon

Jú Halldór Egill, ég minnist einmitt orða stjórnarmanns hjá Olís, sem skrifaði um viðskiptavinina ,, fólk er fífl " Það skrifaði hann til stjórnarmanns hjá Skeljungi þegar verðsamráð olíufélaganna stóð sem hæst - eða, ætli það hafi eitthvað breyst ?

Stefán (IP-tala skráð) 3.9.2018 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.