Tilviljun?

  Listafræðikennarinn minn í Myndlista- og handíðaskóla Íslands á áttunda áratugnum var Björn Th. Björnsson.  Hann var afskaplega skemmtilegur.  Hann hafði sérstæðar kenningar um hitt og þetta og fylgdi þeim eftir af rökfestu.  Ein var sú að ekki væri til neitt sem heiti tilviljun.  Einhverjir mölduðu í móinn og tefldu fram sögur af meintum tilviljunum.  Björn fór yfir dæmið lið fyrir lið.  Ætíð tókst honum að greina fyrirbærið þannig að í raun hefði frekar verið tilviljun að þetta hefði ekki gerst.

  Mér varð hugsað til Björns er ég var í Munchen um páskana.  Þá sat ég á gistiheimilinu á spjalli við tvo aðra gesti; unga dömu frá Indlandi og ungan mann frá Afganistan.  Hann er búsettur í Eistlandi.  Þau höfðu aldrei áður hitts.

  Fljótlega kom í ljós að bæði voru á leið til Írlands með haustinu.  Norður-Írlands eða lýðveldisins?  Dublin.  Hvers vegna Dublin?  Til að fara í skóla þar.  Hvaða skóla?  Þau reyndust vera á leið í sama skóla.  Bæði göptu af undrun áður en þau ákváðu að verða Fésbókarvinir og halda hópinn.  Til að byrja með myndu þau ekki þekkja neina aðra samnemendur skólans. 

   Tilviljun?  Björn Th.  hefði farið létt með að hrekja þá kenningu.  Samt.  Af 7,5 milljörðum jarðarbúa eru tveir unglingar - sem ekki þekktust - frá sitthvoru landinu á leið til Dublin í haust.  Þeir voru samtímis á litlu gistiheimili í Munchen í Þýskalandi í örfáa daga.  Þeir tóku tal saman.  Ég giska á að hvorugur hafi lent á spjalli við fleiri en kannski 10 aðra gesti gistiheimilisins.

        


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Ottósson

Blessaður Jens, les þig reglulega en fyrsta skiptið sem ég kem með athugasemd.

Ég hef oft hugsað um þetta að það sem maður heldur að séu tómar tilviljanir í lífinu reynast síðar passa vel ín stærra pússluspil.

Þetta vekur hjá manni hugsanir um hærri mátt en sem frekar trúlaus maður á ég bágt með að trúa að einhver stýri bakvið. 

En oft virðist það raunar vera svo, tilvinjanir sem passa allt of vel í stærri myndina...

Ívar Ottósson, 27.4.2019 kl. 22:35

2 identicon

Sæll Jens

Og þú þar til að skrásetja, önnur tilviljun?

Þetta er spurning um sjónarhorn eða mið. Big bang var líklega fyrsta tilviljunin, allt sem á eftir kemur má flokka sem röð tilviljanna eins og hvernig atomin hafa raðast upp til að búa til einn stk. Jens.

En hitt sjónarmiðið að ekkert sé tilviljun gengur frekar illa upp, nema að fólk trúi að guð sé að þræða upp öll smáatriðin sem eiga sér stað í heiminum með sinni forskrift. Ef svo, hvers vegna?

Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 27.4.2019 kl. 23:37

3 identicon

Sæll Jens. Vissirðu að The Pogues hét upphaflega: Pogue Ma Hone, sem er gelíska og þýðir: Kysstu minn rass. Þetta þótti of dónalegt á Írlandi og var bannað að spila í útvarpi og auglýsa plötur hóps með slíkt nafn. Þeir tóku því það ráð að breyta því, en þó svo að minnti á fyrra nafnið.

Ingibjörg (IP-tala skráð) 28.4.2019 kl. 00:30

4 Smámynd: Jens Guð

Ívar,  gaman að heyra frá þér.  Mér er minnistætt að skólasystyir mín í MHÍ sagði Birni Th. frá því sem hún kallaði algjörri tilviljun.  Um páska hafði hún brugðið sér til Húsavíkur.  Þar hitti hún fyrir tilviljun aðra skólasystur okkar.  Báðar voru búsettar í Reykjavík.  Björn spurði hver væri besta vinkona hennar.  Hún nefndi stúlku á Húsavík.  Hann spurði hver væri besta vinkona skólasysturinnar sem hún hitti.  Það var önnur stelpa á Húsavík.  Björn spurði hvaða framboð hafi verið á skemmtunum á Húsavík fyrir ungt fólk um páskana.  Það var þessi dansleikur sem þær hittust á.  Þetta er stutta útgáfan af spjallinu en niðurstaðan var sú að það hefði verið meiri tilviljun að skólasysturnar hefðu farið á mis þessa helgi en raun varð á.

Jens Guð, 28.4.2019 kl. 08:51

5 Smámynd: Jens Guð

Sigþór,  já,  það var skemmtileg tilviljun að ég væri viðstaddur til að skrásetja þessa merku "tilviljun".  Okkur varð öllum vel til vina og héldum hópinn það sem eftir var páskadögum.

Jens Guð, 28.4.2019 kl. 08:54

6 Smámynd: Jens Guð

Ingibjörg,  þetta vissi ég ekki.  Er ég þó mikill aðdáandi the Pogues.  Vissi samt að nafnið er gelískt.  Í íslensku dagblaði á sínum tíma var nafn hljómsveitarinnar ranglega þýtt Ælurnar.  Þrátt fyrir að hljómsveitin sé skemmtilega írsk þá er hún frá London.  Ég átti lengi vel eintak af enska poppblaðinu NME sem skartaði forsíðu af Shane McGoven 1977 þar sem vinur hans hafði bitið af honum eyra á hljómleikum The Clash.  Svo skemmtilega vildi til að þegar Shane var rekinn úr The Pogues þá tók söngvari The Clash,  Joe Strummer,  við af honum.  Til gamans má geta að ástæðan fyrir því að Shane var rekinn úr hljómsveitinni var sú að hann datt - blindfullur að venju - út um glugga á hljómsveitarútunni og lenti á sjúkrahúsi. 

Jens Guð, 28.4.2019 kl. 09:05

7 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Við höfum hittst 3 eða 4 sinnum fyrir hreinar tilviljanir ekki satt???

Sigurður I B Guðmundsson, 28.4.2019 kl. 09:45

8 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B, eitt sinn hittumst við á aukasýningu Háskólabíós á fyrstu hljómleikaferð Bítlanna um Bandaríkin.  Við,  rokkunnendur,  vorum næstum því jafn fyrirsjáanlegir þarna og ef John Fogerty hefði troðið upp.  Að auki var það ég sem smalaði inn á þessa aukasýningu.  Svo höfum við hisst í Mosfellsbæ.  Þangað fer ég reglulega með Banana Boat vörur í apótekin.  Þú ert búsettur í Mosfellsbæ þannig að það er gaman að rekast á þig þar.  

Jens Guð, 28.4.2019 kl. 09:54

9 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Er lífið ekki ein tilviljun??

Sigurður I B Guðmundsson, 28.4.2019 kl. 10:18

10 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  jú.

Jens Guð, 28.4.2019 kl. 13:22

11 Smámynd: Ívar Ottósson

Já Jens...allt er tilviljunum háð virðist vera...hrollvekjandi...

Ívar Ottósson, 28.4.2019 kl. 21:54

12 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta er mjög grunsamlegt allt saman Jens. Hlýtur að hafa eitthvað með þriðja orkupakkann og Klausturbarónana að gera. Samt ekki búinn að átta mig á hvernig.

Þorsteinn Siglaugsson, 29.4.2019 kl. 00:15

13 Smámynd: Jens Guð

Ívar,  ekkert gerist af sjálfu sæer. 

Jens Guð, 29.4.2019 kl. 09:52

14 Smámynd: Jens Guð

Þorsteinn,  ég er líka alveg viss um þetta.

Jens Guð, 29.4.2019 kl. 09:55

15 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Tilviljun? Hvað um hana þessa?

Heddpakkning á einni af fyrstu Nissan Laurel dísilvélunum frá því fyrir 40 árum bilar í eldgömlum jeppa, sem ég á af Range Rover gerð, sem Nissan dísilvélin var sett í.

Áratugir eru síðan heddpakkningar af þessari gerði voru fáanlegar hér á landi. 

Ég fer inn í Kistufell og þeir ætla að plægja netið og finna pakkningu. Eftir nokkra mánaða leit gefast þeir upp og segja að vélin sé svo gömul, að engar pakkningar séu til í viðri veröld. Biðja mig um að fjarlægja jeppann. Ég hringi í Vöku og panta bíl til að flytja jeppann á leið hans til förgunar. 

Þegar búið er að krækja í jeppann í portinu fyrir aftan Kistufell til að draga hann upp á vagn, kemur eins jeppi, gamall Range Rover, niður götuna. Bílstjórinn stoppar og kallar út um gluggann: "Hvað er að gerast?"

Ég svara: Ég þarf að henda bílnum. Heddpakkningin ónýt og hvergi neina að finna í staðinn. 

"Jú," svarar bílstjórinn. "Ég á heddpakningu handa þér." 

"Ha?" svara ég. "Hvað kemur til að þú dúkkar hér allt í einu upp?"

"Ég veit það ekki", svarar hinn óvænti eigandi heddpakkningar, sem fannst ekki í nokkurra vikna leit sérfræðinga um víða veröld. 

"Ég ætlaði ekkert hingað," bætir bílstjorinn við. "Ég er að villast." 

Nú væri gaman að vita hvernig Björn Th. myndi afgreiða þetta mál ef hann væri á lífi. 

Sagan er dagsönn og vitni að þessu atviki Í portinu á bak við Kistufell eru á lífi. 

P.S. Nei, halló, hættið þið nú alveg. Ég er að skrifa þennan blogpistil núna, og á meðan ég er að skrifa hann hringir náunginn, sem lét mig hafa heddpakkninguna, án þess að hann hafi haft hugmynd um hvað ég er að skrifa, því að ég var ekki búinn!  

Ómar Ragnarsson, 29.4.2019 kl. 15:23

16 Smámynd: Jens Guð

Ómar,  takk fyrir skemmtilega sögu.

Jens Guð, 29.4.2019 kl. 15:48

17 identicon

Er það tilviljun hverskonar fólk hópast saman í Miðflokknum ?  Fólk segir mér reyndar að það sé engin tilviljun þar sem algengt sé að furðufuglar hópi sig saman, að þarna sé samankomið allt sérkennilegasta fólkið í íslenskri pólitík í dag. Ég ætla bara að trúa því og að þarna sé þá líka um einskonar skammarkrók að ræða.  

Stefán (IP-tala skráð) 29.4.2019 kl. 19:23

18 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  Kleppur er víðar en á Kleppi,  sagði einhver í "Englum alheims". 

Jens Guð, 29.4.2019 kl. 20:13

19 identicon

Í Englum Alheimsins eru aðalpersónunar skemmtilega ruglaðar og fyndnar, en í Miðflokksruglinu eru aðalpersónurnar leiðinlega ruglaðar og raunar sorglegar, sumir segja illgjarnar. 

Stefán (IP-tala skráð) 29.4.2019 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband