Buxnalaus

  Fyrir nokkrum árum bjó ég í Ármúla 5.  Það var góð staðsetning.  Múlakaffi á neðstu hæð og hverfispöbbinn í Ármúla 7.  Hann hét því einkennilega nafni Wall Street.  Skýringin var sú að í götunni voru mörg fjármálafyrirtæki.  Fyrir daga bankahrunsins,  vel að merkja.  Áður hét staðurinn Jensen.  Síðar var hann kenndur við rússneska kafbátaskýlið Pentagon.  Það var ennþá undarlegra nafn.

  Þetta var vinalegur staður.  Ekki síst vegna frábærra eigenda og starfsfólks.  En líka vegna þess að staðurinn var lítill og flestir þekktust.  Ekki endilega í fyrsta skipti sem þeir mættu á barinn.  Hinsvegar sátu allir við borð hjá öllum og voru fljótir að kynnast. 

  Eitt kvöldið brá svo við að inn gekk ókunnugur maður.  Það var sláttur á honum. Hann var flottari en flestir;  klæddur glæsilegum jakka,  hvítri skyrtu með gullslegnum ermahnöppum,  rauðu hálsbindi og gylltri bindisnælu.  Hann var í dýrum gljáburstuðum spariskóm.  

  Undrun vakti að hann var á brókinni,  skjannahvítri og því áberandi.  Hann bað eigandann um krít.  Hann gæti sett giftingarhring í pant.  Sem var samþykkt en athugasemd gerð við buxnaleysið.  Útskýringin var þessi:  Honum hafði sinnast við eiginkonu sína.  Hún sparkaði honum út.  Þá tók hann leigubíl í Ármúlann.  Á leiðarenda uppgötvaðist að hann var án peninga og korts.  Úr varð að leigubílstjórinn tók buxur hans í pant.  

buxnalaus       


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver hefur ekki lent í þessu?

Bjarni (IP-tala skráð) 7.8.2022 kl. 09:02

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 7.8.2022 kl. 11:15

3 Smámynd: Jens Guð

Bjarni,  maður spyr sig!

Jens Guð, 7.8.2022 kl. 13:37

4 Smámynd: Jens Guð

Þorsteinn,  takk fyrir fróðleikinn.

Jens Guð, 7.8.2022 kl. 13:38

5 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

En íslenskir stjórnarmenn eru með buxurnar niður um sig!!

Sigurður I B Guðmundsson, 7.8.2022 kl. 14:01

6 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  algjörlega!

Jens Guð, 7.8.2022 kl. 14:18

7 identicon

Það eru margir með allt niður um sig, þó það glitti kannski í buxur. Katrín er með allt niður um sig varðandi endalausar og óskiljanlegar skerðingar á ellilífeyri aldraðra á meðan Svandís stendur vörð um óskertan ofurhagnað stórútgerða. Arnar Þór er með allt niður um sig varðandi arfaslakt gengi íslenska karlalandsliðins í fótbolta og það sama má segja um Eið Smára með Fimleikafélag Hafnarfjarðar. Og hver / hverjir eru svo með allt niður um sig varðandi rannsóknir á meintum fjármála glæpum, nefni sem dæmi Skeljungsfléttu og Samherjamál ? 

Stefán (IP-tala skráð) 7.8.2022 kl. 19:23

8 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  góðir punktar - þó ég viti ekkert um boltaleiki. 

Jens Guð, 7.8.2022 kl. 20:40

9 Smámynd: Theódór Norðkvist

Skemmtileg saga, en hvað er rússneska kafbátaskýlið Pentagon? Ég hélt að Pentagon væri í Bandaríkjunum og hefði eitthvað með bandaríska herinn að gera.cool

Theódór Norðkvist, 8.8.2022 kl. 10:59

10 Smámynd: Jens Guð

Theódór,  pentagon þýðir fimmhyrnd bygging.

Jens Guð, 8.8.2022 kl. 13:19

11 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég þóttist vita það, en þú notaðir þetta sem nafn á einhverju rússnesku kafbátaskýli. Þess vegna var ég forvitinn, þar sem Pentagon (sem nafn) er þekktast sem höfuðstöðvar hers BNA.

Ef það er til rússneskt kafbátaskýli að nafni Pentagon, væri gaman að vita það. Fyrir utan ákveðna Moggabloggara, veit ég ekki um nein slík og ekki Wikipedia heldur. cool

https://en.wikipedia.org/wiki/Pentagon_(disambiguation)

Theódór Norðkvist, 8.8.2022 kl. 14:04

12 Smámynd: Jens Guð

Theódór,  ég veit ekkert um þetta - nema að fastakúnnar á hverfispöbbnum kölluðu hann rússneska kafbátaskýlið.  Kannski var það grín.   

Jens Guð, 8.8.2022 kl. 14:32

13 Smámynd: Theódór Norðkvist

Takk, hafði hvarflað að mér að þetta væri eitthvað grínuppnefni. Eða að þú værir svona fróður um rússneska kafbáta (líka grín!)

Theódór Norðkvist, 8.8.2022 kl. 15:55

14 identicon

Það á kannski ekki heima hér í þessari buxnaleysisumræðu að minnast hins frábæra útvarpsmanns Eiríks Guðmundssonar, sem gladdi mig svo oft með frábærum útvarpsþáttum og bókum, en mig langar þó að benda á fallega og faglega minningarumfjöllun Eiríks um David Bowie sem birtist á visir.is þann 11 Janúar 2016 undir fyrirsögninni  ,, Rothögg að spyrja bana Bowies ,,. Eiríkur tók dauða David Bowie nærri sér rétt eins og ég og nú tek ég dauða Eiríks Guðmundssonar nærri mér og hlusta á þætti hans á ruv.is. 

Stefán (IP-tala skráð) 9.8.2022 kl. 18:57

15 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  þetta eru falleg eftirmæli.

Jens Guð, 10.8.2022 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.