Ég festist í lyftu

hópmynd af slökkviliðsmönnum

  Í gær rétt slapp ég við að festast í lyftu.  Ég var ekki jafn heppinn kvöldið áður.  En í gær tókst ungri systurdóttur minni með snarræði að forða mér frá því að lenda í sömu vandræðum.  Hún fylgdi mér snöfurlega niður á jarðhæð í lyftunni og passaði af samviskusemi upp á að allt gengi fyrir sig á besta veg.  Forsagan er sú að kvöldið áður heimsótti ég systir mína og hennar fjölskyldu í orlofsíbúð bænda í fjölbýlishúsi í Reykjavík.  Þau eru utan af landi.  Þegar ég yfirgaf partýið hjá þeim í fyrrakvöld festist ég í lyftunni.  Ég fór í lyftuna og beið eftir að lyftan skilaði mér á jarðhæð.  Ég beið og beið í lyftunni.  Stóð þar aleinn og lyftan skilaði mér ekki á jarðhæð.  Ég tók upp á því að raula íslensk dægurlög til að stytta mér stundir.  Þegar mínútur liðu og ekkert gerðist fór ég að ókyrrast.  Eftir 10 mínútur lokaður inni í lyftunni sljákkaði í söng mínum og ég fór að velta fyrir mér vandamálinu.  Enda kominn með leið á íslensku dægurlögunum sem ég raulaði.  Þá áttaði ég mig loks á að ég hafði aldrei ýtt á hnappinn í lyftunni sem átti að bera mig niður á jarðhæð.  Ég brá við skjótt og ýtti á þann hnapp.  Það var eins og við manninn mælt:  Ég var á augabragði kominn á jarðhæðina.

  Daginn eftir tók systurdóttir mín að sér að halda utan um dæmið.  Hún fylgdi mér í lyftuna,  ýtti á hnappinn fyrir jarðhæð og fylgdi mér alveg út að útidyrum blokkarinnar.  Þetta gekk hratt og vel fyrir sig.  Ég festist ekki í lyftunni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Til hamingju með systurdóttur þína, hún er skynsöm stúlka.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 30.6.2009 kl. 01:50

2 Smámynd: Jens Guð

  Jóna Kolbrún,  takk fyrir það.  Þessi 6 ára hnáta úr Svarvaðardal hafði það mikla ábyrgðartilfinningu að hún tók að sér að passa upp á að gamli frændinn sæti ekki fastur í lyftunni. 

Jens Guð, 30.6.2009 kl. 03:08

3 identicon

Sæll Jens Gvöð

 Í undirbúningi að dagskránni um Tómas Guðmundsson skáld frá EFri-Brú sem fram fór á hátíð Hollvina Grímsness, BRÚ TIL BORGAR, um síðustu helgi, þá heyrði eg flutning þinn á kvæðinu Fjallgöngu eftir Tómas.  Fannst mér nokkuð til þess koma, einkanlega vegna þess að eg hef alltaf talið að Fjallganga ásamt , Nú er frost á fróni, væru samin með rappaaðan söng í huga.

Á hvað plötu/geisladiski er þetta lag að finna?

kveðja og þakkir

 Guðmundur Guðmundssson

Guðmundur Guðmundsson (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 08:25

4 Smámynd: Júlíus Valsson

Við þessar aðstæður mæli ég með:

Einmana sveinn - Lag - texti: Paul Anka - Iðunn Steinsdóttir

Júlíus Valsson, 30.6.2009 kl. 13:24

5 Smámynd: Júlíus Valsson

ps
Syrpa VII með Silfurkórnum auðvitað

Júlíus Valsson, 30.6.2009 kl. 17:35

6 Smámynd: Hannes

Þú ert óborganlegur Jens. hahaha.

Hannes, 30.6.2009 kl. 18:17

7 Smámynd: Jens Guð

  Guðmundur,  bæði  Fjallgangan  og  Þorraþrællinn  eru í tónspilaranum hér til vinstri.  Þetta er ekki rapp heldur þulusöngur.  Fjallgangan  kom út á safnplötu sem heitir  Tyrkland.  Hún var gefin út til styrktar fórnarlömbum jarðskjálfta í Tyrklandi fyrir tæpum áratug.  Ég efast um að þessi plata sé ennþá til sölu einhversstaðar.  Hinsvegar mun  Fjallgangan  koma út á safnplötunni  World Music from the Cold Seas  síðar á árinu.

Jens Guð, 30.6.2009 kl. 21:00

8 Smámynd: Jens Guð

  Ísak,  maður á að sniðganga þær hvenær sem tækifæri gefst.

Jens Guð, 30.6.2009 kl. 21:03

9 Smámynd: Jens Guð

  Júlíus,  eflaust kannast ég við þetta lag ef ég heyri það þó ég kveiki ekki á perunni núna.  Ég geymi það með mér.

Jens Guð, 30.6.2009 kl. 21:11

10 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  gott að þú minnir mig á að grafa upp Marley diskana.

Jens Guð, 30.6.2009 kl. 21:12

11 Smámynd: Hannes

Gott að þú manst eftir því Jens.

Kveðja Hannes.

Hannes, 30.6.2009 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.