Rosalega skemmtileg bók

islgamansogur3

  Ég var ađ lesa bókina  Íslenskar gamansögur 3.  Hún er nýkomin út.  Ég hef ekki lesiđ fyrri tvö heftin.  En ţessi #3 er virkilega skemmtileg og um margt fróđleg. Sögurnar eru sannar íslenskar gamansögur,  flestar um nafngreinda einstaklinga.  Fćstar eru sögurnar brandarar af ţví tagi sem enda međ "pöns-lćn" (endahnykk).  Ţetta eru frekar spaugilegar sögur af áhugaverđu fólki. 

  Margar söguhetjurnar eru kynntar rćkilega í formála ađ sögunum um ţćr.  Ţannig nćr lesandinn betur ađ skynja andrúmsloftiđ í atburđarrásinni og hugsunarhátt ţeirra sem fjallađ er um.  Sumar sögurnar spanna tvćr heilsíđur og allt upp í 3 síđur.  Inn á milli eru stuttir brandarar og gamanvísur.  Fjölbreytni er ţess vegna međ ágćtum.

  Svo skemmtilega vill til ađ einn kafli bókarinnar heitir Jens Guđ.  Hann samanstendur af sögum af blogginu mínu.   Mér ţótti gaman ađ lesa ţćr.  Var búinn ađ gleyma sumum ţeirra.  Einnig kannast ég viđ sögur af blogginu mínu sem "dúkka" upp í öđrum köflum án ţess ađ ţess sé getiđ sérstaklega.  Og bara gaman ađ ţví líka.   

  Bókin  Íslenskar gamansögur 3  er vel heppnuđ og kostar ađeins um 2000 kall.   Hún á eftir ađ lađa fram bros og hlátur hjá mörgum um jólin.  Ţetta verđur vinsćl jólagjöf.  


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.