4 klukkutíma kynlíf á hverri nóttu

  Bresk frú,  hin næstum fimmtuga Karólína,  undrast tillits- og skilningsleysi nágranna sinna á kynlífi þeirra hjóna.  Hátt í 30 sinnum hefur lögregla verið send á vettvang og truflað leikinn.  Karólína segir þau hjón hafa fyrir venju að sofna út frá pizzum og sjónvarpinu á kvöldin.  Síðan vakna þau er líður á nóttu.  Þá vinda þau sér í kynmök sem standa yfir í 4 klukkutíma.  Af tillitssemi við nágranna hefur Karólína reynt að færa fjögurra tíma ástarleikinn nær morgni fremur en trufla svefnfrið um miðja nótt. 

  Hjónin eru þeim hæfileikum gædd að gleyma stund og stað í þessum skemmtilega leik.  Þau lifa sig inn í hann án þess að fá nokkuð við ráðið og - taka varla eftir því sjálf - öskra allan tímann,  emja,  rymja,  korra og urra.  Reyndar telja nágrannar að hljóðin séu nánast einvörðungu frá Karólínu komin en hún vill meina að kallinn tísti líka.   

  Karólína segist hafa reynt að koma til móts við kvartanir nágrannanna.  Meðal annars hafi hún fjarlægt höfuðgafl hjónarúmsins.  Fram að þeim tíma lamdi hún hausnum ótt og títt í gaflinn með tilheyrandi bankhljóðum.  Einnig hefur hún reynt að dúða höfuð sitt með koddum.  Það virkar ekki vegna þess að hún ýtir koddunum ósjálfrátt burtu í fjörinu.  

  Það er ekki nema áratugur síðan hjónin náðu tökum á að njóta kynlífs af slíkri innlifun og hömluleysi.  Karólínu grunar nágrannana um öfund í sinn garð.  Bíll þeirra hjóna hefur verið skemmdur og iðulega er - vel að merkja tómum - bjórdósum,  nýbökuðum pizzasneiðum og öðru lauslegu grýtt í svefnherbergisglugga þeirra á meðan leikar standa sem hæst.

  Lögregla og nágrannar hafa skipað þeim að loka gluggum og dyrum til að dempa hávaðann.  Karólína segir útilokað að fara eftir því.  Hún svitni svo svakalega á þessum 4 tímum og þurfa gífurlega mikið af súrefni.  Á síðasta áratug hafi hún grennst um næstum helming.  Og kann því vel að vera orðin grönn og spengileg.

  Nágrannar segja að til að byrja með hafi óhljóðin vakið kátínu í hverfinu.  Unglingar eiga það ennþá til að safnast flissandi saman fyrir utan glugga hjónanna.  Næstu nágrönnum þykir þetta ekki fyndið lengur.  Þetta heldur vöku fyrir þeim og ung börn eru eitt spurningamerki.  Ein kona,  sem þó er hálf heyrnalaus,  segist ekki hafa náð fullum svefni í 2 ár vegna hávaðans frá Karólínu.  Meðal þeirra sem kærðu hjónin var póstburðarmaðurinn.  Hann tapar einbeitingu við að koma pósti á réttan stað undir ópunum og gólinu.  Hefur ítrekað sett póst í ranga póstkassa vegna truflunar frá turtildúfunum. 

  Héraðsdómur hefur dæmt Karólínu í rösklega 100 þúsund króna sekt fyrir andfélagslega hegðun.  Kallinn var sýknaður af hávaðanum.  Enda ber nágrönnum saman um að hann sé bara dula í höndum Karólínu.  Hún stjórni heimilinu eins og einræðisherra.  Heilbrigðisfulltrúi staðarins bar vitni um að hafa hlustað á 23 segulbandsupptökur af kynlífsópum hjónanna.  Heilbrigðisfulltrúinn,  sem er kona,  staðhæfði að uppistaðan af hljóðunum kæmu frá konu.

  Nágrannakona fullyrðir hinsvegar að sá hluti hljóðanna sem hljómar líkastur sársaukaveini, löng ái, æji og óó,  séu óp frá kallinum. Þau hljóð bendi til þess að konan klípi um pung karls til að treina framvindu mála.  Nágrannakonan telur sig þekkja hljóðin betur en flestir því hún hefur ótal oft mætt of seint til vinnu eftir að hafa vakað í 4 tíma undir hávaðanum um nóttina.  Nágrannakonan lét mæla hávaðann eins og hann skilar sér inn til hennar.  Hávaðinn náði 47 db en var þó oftast nær 30 -40 db. 

  Karólína segir leiðindi og nöldur nágranna hafi valdið því að hún hafi hallast um of að áfengisflösku og læknadópi til að vinna gegn þunglyndi.  Það hafi síðan orsakað að hún hafi ekki taumhald á aðstæðum.  Hún kennir neikvæðni nágranna um að hún hafi ekki haft rænu til að leita sér menntunar.  En kallinn er í ágætri vinnu og mæti þangað vel sofinn eftir að hafa sofnað út frá pizzum og sjónvarpi áður en ástarleikur hefst.  Jafnframt hafi hún reynt sitt besta til að færa ástarleikinn frá nóttu yfir til snemmmorguns.  En ekki alltaf tekist þrátt fyrir einbeittan vilja.  Náttúran kallar og tekur ekki alltaf tillit til aðstæðna. 

bresku hjónin

Efri myndin af þeim hjónum er dálítið gömul og kella í holdum en sú neðri er nýleg og mörgum kílóum síðar.  Kallinn hefur líka horast á þessu tímabili.  En kominn með flott gleraugu.

bresku hjónin 1 


mbl.is Kærð fyrir kynlífsóhljóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekkert fútt í þessu nema að upptökurnar fylgi með fréttinni.

Ari (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 14:06

2 Smámynd: ThoR-E

Skil nágrannanna mjög vel.

Furðuleg árátta að þurfa að emja og öskra í þessum leikjum.

ThoR-E, 10.11.2009 kl. 15:32

3 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Er nokkuð annað hægt að gera í þessari stöðu en hljóðeinangra herbergið og setja inn kröftuga loftræstingu Betra að eyða peningunum í það en hávaðasektir.

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 10.11.2009 kl. 17:11

4 identicon

ég var að skoða skala við hljóð samkvæmt desibelum.. http://www.globalsecurity.org/wmd/library/report/enviro/eis-0225/f481-1.gif voðalega finnst mér þessi kona vera viðkvæm... er kannski bara einföld gipsplata á milli íbúðanna

Svenni (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 18:00

5 Smámynd: Riddarinn

Það er greynilega ekki mikil reynsla eða skilningur hérna af Skreamerum og sést það vél á spurningu AceR hér fyrir ofan.

Alvöru Skreemer getur einfaldlega ekki haldið aftur af þessum hljóðum og þó troðið sé kodda framan í fólk á meðan þá gengur það ekki til langs tíma því fólk þarf í fyrsta lagi að anda og í öðru lagi þá er það ekki ánægjulegt að vera að hamast við að troða púða framan í þann sem stendur í öllum hamaganginum með manni og hendurnar til margra annars hluta nýtanlegar þegar verið er að hamast eins og Gufuknúin Járnbrautarlest á yfirsnúning.

En mikið djö... hvað þetta kemur blóðrásinni af stað þegar maður lendir á svona skreamer !!!!!!!!!

Bara gaman :)

Riddarinn , 10.11.2009 kl. 19:52

6 Smámynd: Kama Sutra

Hva, hefur fólk ekki heyrt um eyrnatappa?  Hræódýrir og fást í næsta apóteki.  47 db eru nú engin ósköp.

Ég hef sterkan grun um að nágrannakellingin liggi með eyrað límt upp við vegginn til að missa örugglega ekki af neinu... 

Kama Sutra, 10.11.2009 kl. 21:46

7 Smámynd: Riddarinn

Mig grunar að aðal ástæðan fyrir kvörtunum kerlinganna í nágrenninu sé sú að kallarnir hafa verið liggjandi með eyrun á veggjum með bóner og slefandi útum við tilhugsunina að hafa eina stynjandi og emjandi í bólinu og þess vegna kvartað við kerlu sína yfir því að þær sýndu ekkert lífsmark þegar leikurinn stæði sem hæst.

þessar sem eru steindauðar í bólinu þola einfaldlega ekki svona æpandi samkeppni

Riddarinn , 10.11.2009 kl. 22:21

8 Smámynd: Hannes

Ekki myndi ég nenna að hlusta á þetta nótt eftir nótt þannig að ég er ekki hissa á að nágrannanir séu búnir að fá nóg.

Hannes, 10.11.2009 kl. 22:53

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Screaming British Caroline,
I'm happy she isn't mine,
four hour's fuck,
with this smuck,
she should pay a very big fine.

Þorsteinn Briem, 10.11.2009 kl. 22:54

10 Smámynd: Hjóla-Hrönn

47 desibel mældust í íbúð nágrannans, ekki hjá parinu sem var að skemmta sér.  Það er öskurmælir í vísindatjaldinu í Fjölskyldu og Húsdýragarðinum og ég fæ stundum útrás við að öskra í hann.  Minnir að ég hafi ekki náð mikið yfir 90, og þá eru það sko engar nautnastunur, heldur öskra ég eins hátt og lungun leyfa.  Ég held að það sé ekki verið að kvarta undan stöku ooohhhh og aaahhh, ætli þetta séu ekki frekar geðveikisleg öskur sem berast frá svefnherberginu.

Ég held að enginn átti sig á hvað það er leiðinlegt að hlusta á sama hljóðið klukkutímunum saman, hvort sem er á nóttu eða degi fyrr en hann reynir það á eigin eyrum.  Ég var einu sinni með nágranna sem vann á bar.  Hann kom heim kl 01 á virkum dögum og kl 03 um helgar.  Alltaf þegar hann kom heim var Rocky Horror Picture Show sett á fóninn og sú plata spiluð óslitið fram undir morgun.  Og allir partýgestirnir sungu hástöfum með.  Ég fæ ennþá æluna upp í kok þegar ég heyri þessa tónlist, 20 árum seinna.

Svo ég hef samúð með nágrönnunum í þessu máli.  Ég veit hins vegar hverjir verða nágrannar kynlífs-parsins í næsta lífi.  Það verður fólk með bilaðan áhuga á karaoki, þau munu þurfa að hlusta á rammfalskt fólk syngja sömu lögin daginn út og daginn inn....

Hjóla-Hrönn, 10.11.2009 kl. 23:24

11 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Pældíði kallinn minn að þessi maður er á svipuðum aldri og þú. Sé þetta einhvernvegin ekki gerast á öllum bæum. Þessi kall er örugglega ekki að smyrja sig með Banana Boat.

S. Lúther Gestsson, 10.11.2009 kl. 23:45

12 Smámynd: ThoR-E

Riddari:

Ég hef reyndar lent í einni stúlku sem hafði soldið hátt ;) hehe, en ekki samt þannig að nágrannarnir urðu fyrir ónæði. Vissulega hafa sumar konur og jafnvel menn soldið hátt.

En það sem mér skilst á þessu pari var að... þetta voru bara þvílíku öskurin sem heyrðust um allt hverfið. Það er nokkuð gróft ;) heeh.

ThoR-E, 10.11.2009 kl. 23:47

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þegar ég leigði eitt sinn íbúð á Baldursgötunni bjó ungt par fyrir ofan mig, sem gerði það alltaf á nákvæmlega sama tíma, frá klukkan 22 til 22:20 á sunnudags-, miðvikudags- og föstudagskvöldum. Brakið í lélegu rúminu barst um allt húsið og íbúarnir stilltu klukkuna sína eftir því. Sumum fannst þetta hins vegar óþægilegt þegar þeir voru með gesti.

Þetta atriði hafði því bæði kosti og galla í för með sér fyrir aðra íbúa hússins. En einhverra hluta vegna var þetta mál aldrei tekið upp á húsfundum, sumsé hvort meirihlutinn vildi að parið héldi þessu fyrirkomulagi eða breytti því á einhvern hátt, byrjaði til að mynda seinna, stytti tímann, fengi sér betra rúm, flytti úr húsinu eða sliti samvistir.

Þorsteinn Briem, 10.11.2009 kl. 23:49

14 Smámynd: Jens Guð

  Ari,  vissulega er sagan aðeins hálf á meðan upptökur vantar. 

Jens Guð, 11.11.2009 kl. 03:23

15 identicon

En vissulega er það víst að æpa júgurdýrin þegar sá gállinn er á þeim. Þú ættir kannski að þekkja það Jens?

Ari (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 15:20

16 Smámynd: Jens Guð

  AceR,  mér skilst að ólundin snúi að því hvað öskrin og ópin vara lengi hverja nótt.  20 - 30 mínútna pakki er sennilega ekki mjög truflandi.  En 4ra klukkutíma prógramm hverja nótt er nágrönnum til ama. 

Jens Guð, 12.11.2009 kl. 00:52

17 Smámynd: Jens Guð

  Sigrún,  það má ætla að ýmis ráð séu til að dempra hávaðann.  Af vitnisburði hjónanna og nágranna má ráða að hluti af skemmtunni sé að vitneskja um fjörið fari ekki hljótt. 

Jens Guð, 12.11.2009 kl. 00:56

18 Smámynd: Jens Guð

  Svenni,  samkvæmt þessum lista sem þú vísar til má ráða að ekki sé um yfirgnæfandi hávaða að ræða.

Jens Guð, 12.11.2009 kl. 00:58

19 Smámynd: Jens Guð

  Riddarinn,  þetta mál er allt hið broslegasta.  Nema kannski fyrir svefnvana nágranna.

Jens Guð, 12.11.2009 kl. 01:00

20 Smámynd: Jens Guð

  Kama Sutra,  þetta rifjar upp kæru frá konu í Breiðholti fyrir mörgum árum.  Hún kærði nágranna,  fullorðinn mann,  fyrir að særa blygðunarkennd sína.  Kallinn var nakinn heima hjá sér dag sem nótt.  Er lögreglan mætti á svæðið til að sinna kærunni kom í ljós að konan þurfti að fara upp á stól úti á svölum hjá sér og teygja sig glannalega út yfir svalirnar til að sjá bera kallinn. 

Jens Guð, 12.11.2009 kl. 01:03

21 Smámynd: Jens Guð

  Riddarinn (#7),  kannski er þetta rétt hjá þér.

Jens Guð, 12.11.2009 kl. 01:05

22 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  það er ljúfara að hlusta á Metallica en svona gól. 

Jens Guð, 12.11.2009 kl. 01:07

23 Smámynd: Jens Guð

  Steini,  takk fyrir limruna. 

Jens Guð, 12.11.2009 kl. 01:08

24 Smámynd: Jens Guð

  Hjóla-Hrönn,  æ,  nú fær ég smá móral yfir því þegar ég bjó á gistiheimili og vandi mig á að sofna út frá plötu Forgarðs helvítis og stillti á "repeat".  Þá setti ég allt á botn og sofnaði vært.  Aðrir á gistiheimilinu lömdu hurðina hjá mér sundur og saman.  En hávaðinn var svo mikill í músíkinni að ég heyrði ekki neitt nema músíkina.  Og/eða var sofnaður ljúfum svefni.  Ég dró þó úr þessu þegar vinnuveitandi nágrannakonu minnar hringdi í mig og sagði konuna mæta svefnvana í vinnuna dag eftir dag.  Konan var jafnvel farin að mæta grátandi í vinnuna úrvinda af svefnleysi.  Eftir það lækkaði ég í músíkinni og sofnaði út frá Bob Marley.

Jens Guð, 12.11.2009 kl. 01:22

25 Smámynd: Jens Guð

  Sigurður Lúther,  við erum að tala um barnlausa unglinga.  Ég er ráðsettur afi sem á fátt sameiginlegt með ofurgreddu unga fólksins.

Jens Guð, 12.11.2009 kl. 01:25

26 Smámynd: Jens Guð

  AceR,  það vill henda að konur hafi hátt.  En að öllu jöfnu er tekið tillit til nágranna.  Að minnsta kosti einstaka sinnum.

Jens Guð, 12.11.2009 kl. 01:28

27 Smámynd: Jens Guð

  Steini (#13),  þetta rifjar upp þegar vinafólk kunningja minna bjó á jarðhæð húss við hliðina á Þjóðleikhúsinu á Hverfisgötu.  Nánast á slaginu klukkan 11 að kvöldi hvern dag upphófst taktfastur hávaði,  brak í loftfjölum og ljósakróna í stofu fór að sveiflast til samræmis við taktinn.  Fólkinu á jarðhæð þótti þetta verulega óþægilegt og reyndi að koma gestum sínum úr húsi fyrir klukkan 11.

  Til gamans má geta að í þessu sama húsi kom upp sérkennilegt sakamál í upphafi síðustu aldar.  Karl sem leigði neðri hæðina bakbrotnaði.  Í kjölfar lenti húsaleiga í vanskil.  Karlinn gerði þá samning við leigendur um að í stað húsaleigu fengi hann óheftan aðgang að konunni.  Fyrir rétti sagði sá bakbrotni að hann hafi metið þetta sem góðan kost.  Kona hans fengi kynlíf sem hann var ófær um að veita henni.  Jafnframt var húseigandinn svo ljótur að engin hætta var á að konan fengi áhuga á honum umfram þetta leigugjald.

  Svo varð konan ólétt og eignaðist barn.  Húseigandinn þrætti fyrir barnið og þess vegna varð þetta opinbert dómsmál.  Fyrir rétti kom fram að húseigandinn rukkaði húsaleiguna ekki aðeins einu sinni á dag heldur mörgum sinnum á dag.  Jafnframt kom fram að konan var sammála eiginmanni sínum um að húseigandinn væri einstaklega ljótur.

Jens Guð, 12.11.2009 kl. 01:47

28 Smámynd: Jens Guð

  Ari,  vissulega er kynlíf ekki alltaf hávaðalaust.  En fyrr má dauðrota...

Jens Guð, 12.11.2009 kl. 01:49

29 identicon

Kerlingin er að soga lífskraftinn úr karlinum sýnist mér. :)

DoctorE (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 09:00

30 identicon

Mikið andsk er kallinn ljótur !!

Magga (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 12:27

31 Smámynd: Jens Guð

  DoctorE,  hún er að ganga dáldið vel á hann.  Kallinn vinnur langan vinnudag.  Þess vegna sofnar hann alltaf yfir pizzum og sjónvarpi á köldin.  Þegar ofan á bætist þessi 4 klukkutíma ástarleikur með kellu á nóttunni fer vökutími kauða nánast allur í streð.

  Konan er ekki útivinnandi. 

Jens Guð, 12.11.2009 kl. 15:30

32 Smámynd: Jens Guð

  Magga,  en hann á flott gleraugu.  Það telur. 

Jens Guð, 12.11.2009 kl. 15:31

33 Smámynd: Hannes

Jens ég kann betur við Demis roussos en Metalica nú til dags. Skemmtileg saga af leigjendunum og leigusalanum.

Hannes, 12.11.2009 kl. 21:21

34 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  það er hinsvegar ég sem kann betur við Metallica en Demis Roussos.  Ég er jafnframt svo fattlaus að ég átta mig ekki á hvaða sögu þú ert að vísa til um leigjanda og leigusala.

Jens Guð, 12.11.2009 kl. 21:51

35 Smámynd: Hannes

Jens lestu komment 27 Gamli.

Hannes, 12.11.2009 kl. 21:56

36 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  takk fyrir ábendinguna.  Ég skrifaði "kommentið" #27 klukkan 2 í gærnótt og var búinn að steingleyma því. 

Jens Guð, 13.11.2009 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband