Spilling og barátta gegn spillingu

  Ólafur F.  Magnússon,  fyrrverandi borgarstjóri,  hefur farið fremstur í flokki gegn spillingu í íslenskum stjórnmálum.  Fyrir þá sem misstu af verulega áhugaverðri umræðum í borgarstjórn í dag birti ég hér fundargerð dagsins (örlítið stytta.  Hlaupið yfir óþörf formlegheit): 

 Ár 2010, þriðjudaginn 2. febrúar, var haldinn reglulegur fundur í Borgarstjórn Reykjavíkur. Voru þá komnir til fundar, auk borgarstjóra, eftirtaldir borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Hermann Valsson, Þorleifur Gunnlaugsson, Dofri Hermannsson, Björk Vilhelmsdóttir, Oddný Sturludóttir, Dagur B. Eggertsson, Ólafur F. Magnússon, Júlíus Vífill Ingvarsson, Kjartan Magnússon, Sif Sigfúsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson, Óskar Bergsson og Marta Guðjónsdóttir.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

1. Í upphafi fundar kveður Ólafur F. Magnússon sér hljóðs og ræðir fundarsköp.

2. Lögð fram tillaga að hjólreiðaáætlun fyrir Reykjavík.  

        Borgarfulltrúar Framsóknarflokks, Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna óska bókað:

Með samþykkt fyrstu hjólreiðaáætlunar Reykjavíkurborgar, Hjólaborgin Reykjavík, eru stigin stór græn skref í átt að umhverfisvænni borg. Markmiðið er að gera fólki kleift að ferðast um borgina á þann hátt sem það kýs. Góð aðstaða til hjólreiða á að hvetja borgarbúa til að njóta útivistar jafnframt því að sinna erindum sínum á reiðhjólum. Þúsundir Reykvíkinga hjóla nú þegar á hverjum degi enda er Reykjavík að mörgu leyti mjög hentug hjólaborg. Reykjavíkurborg hefur það nú að leiðarljósi að huga að hjólreiðum við gerð allra umferðarmannvirkja. Það er eitt af Grænu skrefunum í Reykjavík að stórauka hlutdeild hjólreiða með því að leggja fleiri og betri hjólastíga og bæta aðstöðu fyrir hjólreiðafólk. Áætlunin Hjólaborgin Reykjavík leggur drög að framkvæmdum fyrir næstu ár. Borgarstjórn samþykkti í september 2007 tillögu Árna Þórs Sigurðssonar fyrrverandi borgarfulltrúa um að vinna ætti sérstaka hjólreiðaáætlun fyrir Reykjavík til að gera hjólreiðar að fullgildum og viðurkenndum samgöngumáta fyrir Reykvíkinga. Hjólaborgin Reykjavík er afrakstur vinnu starfshóps meiri- og minnihluta, sem vann að áætluninni í samráði við hagsmunaaðila og fagfólk.

        Ólafur F. Magnússon óskar bókað:

Tillaga um hjólreiðaáætlun í Reykjavík er í sjálfu sér hið besta mál. Um árabil hef ég barist einn á vettvangi Borgarstjórnar Reykjavíkur fyrir breyttri forgangsröðum, þar sem velferðar- og sérstaklega öryggismál eru höfð í öndvegi. Forgangsröðun fjórflokksins hefur ætíð verið önnur. Ég sit því hjá.

3. Fram fer umræða um fjárhagslega hagsmuni borgarfulltrúa.

        Ólafur F. Magnússon óskar bókað:

Að minni ósk fer hér fram umræða um fjárhagslega hagsmuni borgarfulltrúa, þar með talið eignastöðu þeirra og fjárhagsleg tengsl. Eins og segir í auglýsingu borgarmálafélags F-listans í Fréttablaðinu í dag þá mun ég gera ýtarlega grein fyrir eignastöðu minni á borgarstjórnarfundi í dag og krefjast þess að aðrir borgarfulltrúar geri slíkt hið sama. Mikill fjáraustur sumra sigursælla frambjóðenda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins rennir stoðum undir vísbendingar um að fjárhagsleg tengsl og eignastaða þeirra gerir þá vanhæfa til að gegna trúnaðarstörfum sem kjörnir fulltrúar Reykvíkinga. Um sl. áramót var eignastaða mín með eftirfarandi hætti:
1. Fasteignin Vogaland 5 í Reykjavík, helmingseignarhluti. Fasteignamat eignarinnar skv. mati sem tók gildi 31. desember sl. var kr. 71.250.000 og er helmingshluti þess 35.625.000. Á eigninni hvíla tvö lán, frá Lífeyrissjóði lækna annars vegar og frá Spron, síðar Kaupþing og Arionbanki hins vegar. Upphafleg staða lánanna við kaup á húsinu var kr. 3.800.000 en er nú um kr. 1.000.000 og verða lánin fullgreidd á þessu ári.
2. Bifreiðin KEK 56 sem er af gerðinni Toyota Rav 4, árgerð 2007. Kaupverð í nóvember 2007 var um kr. 3.300.000.
3. Launareikningur minn hjá Arionbanka nr. 554482 vegna borgarfulltrúastarfsins. inneign um sl áramót var kr. 583.000.
4. Viðskipta- og launareikningurinn hjá Arionbanka nr. 004482 vegna læknisstarfsins. Staða reikningsins um sl. áramót var kr. 277.000 að teknu tilliti til yfirdráttarheimildar, sem er kr. 1.500.000, þannig að raunstaða reikningsins var neikvæð um rösklega kr. 1.200.000.

        Ólafur F. Magnússon leggur fram svohljóðandi tillögu:

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkir að frambjóðendum til borgarstjórnar í vor ásamt sitjandi borgarfulltrúum sé gert skylt að gera grein fyrir eignastöðu sinni, bæði fasteignum, bifreiðaeign og bankainnistæðum.

        Samþykkt með samhljóða atkvæðum að taka tillöguna á dagskrá.
Tillögu Ólafs F. Magnússonar er vísað til forsætisnefndar með 15 samhljóða atkvæðum.

Að beiðni Ólafs F. Magnússonar ákveður forseti að fresta umræðu skv. 3. lið útsendrar dagskrár þar til í lok fundar og umræðu skv. 4. lið til næsta fundir.

4. Lagðar fram fundargerðir borgarráðs frá 22. og 28. janúar. 

5. Lagðar fram fundargerðir forsætisnefndar frá 29. janúar, framkvæmda- og eignaráðs frá 25. janúar.

6. Fram fer umræða um ráðstöfun styrkja til stjórnmálasamtaka og upplýsingaskyldu þar um.

        Ólafur F. Magnússon óskar bókað:

Árið 2007 lét fjórflokkurinn í Borgarstjórn Reykjavíkur hækka framlög til sín frá borginni úr kr. 13.900.000 í kr. 32.750.000 eða um 130% eða 2,3 földun. Á tímabilinu 2006-2010 ætlar fjórflokkurinn sér 90% af áætluðum framlögum borgarinnar til stjórnmálasamtaka, sem eru 90% af kr. 143.000.00 eða kr. 129.000.000. F-listinn í borgarstjórn hefur þegar lagt fram reikninga sína í borgarráði vegna einu greiðslunnar sem hann hefur fengið á kjörtímabilinu um kr. 3.400.000. Farið er fram á að önnur framboð taki borgarstjórnarflokk F-listans til fyrirmyndar á þessu sviði sem öðrum. F-listinn vill að framlög sem honum voru ætluð vegna árann 2009 og 2010 renni til líknar- og velferðarmála og skorar á hin framboðin að gera slíkt hið sama.

        Ólafur F. Magnússon leggur fram svohljóðandi tillögu:

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkir að öllum borgarstjórnarframboðum sé gert skylt að gera grein fyrir því hvernig framlögum borgarinnar til þeirra hefur verið varið á þessu kjörtímabili, nánar tiltekið framlög borgarinnar árin 2006-2009.

        Samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum að taka tillöguna á dagskrá.

        Borgarfulltrúar Vinstri grænna óska bókað:

Borgarfulltrúar VG lögðu það til við gerð fjárhagsáætlunar í desember að styrkir Reykjavíkurborgar til stjórnmálaflokka yrði lækkaðir um helming en þeir nema nú tæplega 30 milljónum. Tillagan er til afgreiðslu í forsætisnefnd. Fram hefur komið að greiðsla Reykjavíkurborgar til stjórnmálasamtaka hækkaði úr 13,9 milljónum króna árið 2006 í 32,75 milljónir árið 2007. Undanfari þessarar hækkunar var að árið 2006 var ákveðið að ýmis kostnaður sem áður féll á sveitarfélög við alþingis- og forsetakosningar skyldi framvegis greiddur af ríkissjóði en vafasamt er að réttlæta það að þessar breytingar leiddu af sér færslu fjármuna til stjórnmálaflokka í Reykjavík. Það hefur einnig komið fram að framlög Reykjavíkurborgar til stjórnmálasamtaka eru meira en helmingi hærri en framlög annarra sveitarfélaga, svo sem Kópavogs, Akureyrar og Garðabæjar ef miðað er við höfðatölu. Það er hinsvegar ljóst að Reykjavíkurborg er skylt skv. lögum að veita þeim stjórnmálasamtökum, sem uppfylla skilyrði ákvæðisins, fjárframlög til starfsemi sinnar, og skal heildarfjárhæðinni skipti milli þeirra í hlutfalli við atkvæðamagn í næstliðnum borgarstjórnarkosningum en í lögum er ekki getið um upphæð framlagsins. Færa má rök fyrir því að borgarstjórnaflokkar, sérstaklega þeir sem eru í minnihluta, þurfi á fjárframlögum að halda til þess að sækja sérfræðiaðstoð en sú mikla hækkun sem orðið hefur á framlögum undanfarin ár er langt umfram þá þörf. Lækkun framlaga til stjórnmálaflokka svarar kalli tímans þegar mikill niðurskurður kallar á forgangsröðun í þágu velferðarmála. Skerðing á fjármagni til stjórnmálaflokka, hvort sem það er frá einkafyrirtækjum eða opinberum aðilum, færir þá nær þeim tíma þegar starfsemin var fyrst og fremst byggð á félögunum í flokkunum sjálfum.


Tillögu Ólafs F. Magnússonar er vísað til forsætisnefndar með 15 samhljóða atkvæðum.

ólafurfmagnússon



mbl.is Vísar ásökunum um lygar á bug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Frábært hjá þér að vekja athygli á fundinum og þeim bókunum sem þar voru gerðar. Þeir þagga ekki niður í Ólafi. Það hefur verið fullreynt. Hann er eins manns her og hetja í mínum augum.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 3.2.2010 kl. 01:21

2 Smámynd: Jens Guð

  Helga Guðrún,  eins og stjórnmál eru í dag (og frábrugðin því sem við ólumst upp við í Skagafirði í gamla daga) er virkilegt gleðiefni að Ólafur F.  skuli standa heill með samvisku sinni á hverju sem gengur.  Vaða gegn spillingunni með heiðarleikann að vopni og láta yfir sig ganga allan þann óþverra sem því fylgir.   

Jens Guð, 3.2.2010 kl. 01:27

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ven minn er enda maður heill í zinni & í zínum verkum...

Steingrímur Helgason, 3.2.2010 kl. 01:32

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Flott færsla hjá þér Jens

Sigurður Þórðarson, 3.2.2010 kl. 04:02

5 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Spilling Sjálfstæðisflokksins kann sér engin takmörk.  Þetta eru grímulausir glæpamenn og afætur á þjóðfélaginu.

Eitt af mörgu sem Jónas Fr. Jónsson  hefur mjög lítið vit á er starfssemi banka og fjármálamarkaða.   Þess vegna var hann alveg upplagður kandidat Sjálfstæðisflokksins sem forstjóri fjármálaeftirlitsins.  Hann er svona þessi týpiski sjálfstæðissmaður, bæði gjörspilltur og heimskur.  Hann var náttúrlega algjörlega vanhæfur í þessu starfi eins og sýndi sig, en Sjálfstæðisflokknum var að sjálfsögðu slétt sama um það.

En það sama má segja um þá sem stjórnuðu og stjórna Glitni (núna Íslandsbanki) og Landsbankanum.  Þessir hálfvitar höfðu ekki hugmynd um bankarnir væru svo gott sem gjaldþrota eftir arfavitlausar lánveitingar árum saman.  Þeir héldu að allt væri í stakasta lagi og héldu það langt fram á síðasta ár.  Svona aular eiga náttúrlega ekki að koma nálægt stjórnun eða rekstri á bönkum, en samt sitja margir af þessum hálfvitum sem fastast við stjórnvölinn á nýju bönkunum, bæði sem bankastjórar og yfirmenn áhættustýringar, útlána og útlánaeftirlits .

Öðru máli gegnir með Kaupþing.  Þar voru bara hreinræktaðir glæpamenn við stjórnvölinn sem vissu fyrir löngu í hvað stefndi en hugsuðu um það eitt að græða sem mest á kostnað þjóðarinnar.

Allt er þetta sukk í boði Sjálfstæðisflokksins sem er svo gegnumsýrður af spillingu að hálfan væri nóg.

Í vor er lag að taka völdin af þessum spillingarflokki í Reykjavík.   Þeir dýrka Mammon og kætast mikið yfir eymd millistéttar Íslands og þeim sem minna meiga sín og eru  að missa heimili sín vegna gjörða Sjálfstæðisflokksins í gegnum tíðina. 

Þá er þeim skemmt og halda þeir þá kokteilboð þar sem dreypt er á dýrindis kampavíni sem almenningur borgar.

Sjálfstæðisflokkurinn þrífst á völdum og án þeirra eru þeir bara eins afdankaðar púrtkonur í Hamborg, eða eins og fyllibyttur á Austurvelli án víns.   Það er til mikils unnið fyrir íslenska þjóð ef hægt er að halda þessum sora frá völdum sem lengst, bæði hjá ríki og borg.  Viðbjóðurinn sem þeir hafa náð að skipa í embættismannastétt er svo annað mál sem þarf að taka á með öðrum hætti.

Sjálfstæðisflokkurinn er samansafn af heimskum og gjörspilltum landráðamönnum. 

Guðmundur Pétursson, 3.2.2010 kl. 04:19

6 identicon

Ég tek heilshugar undir allt það sem Guðmundur Pétursson skrifar og gæti bætt mörgu við það um spillingu Sjálfstæðisflokksins. Þar er um ótæmandi spillingarbrunn að ræða.

Stefán (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 08:33

7 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Vel gert Jens minn! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 3.2.2010 kl. 10:29

8 Smámynd: Jens Guð

  Steingrímur,  það er hverju orði sannara.

Jens Guð, 3.2.2010 kl. 11:54

9 Smámynd: Jens Guð

  Sigurður,  takk fyrir það.

Jens Guð, 3.2.2010 kl. 11:54

10 Smámynd: Jens Guð

  Guðmundur,  takk fyrir þessa fínu og fróðlegu samantekt.

Jens Guð, 3.2.2010 kl. 11:55

11 Smámynd: Jens Guð

  Stefán,  ég tek líka undir orð Guðmundar.

Jens Guð, 3.2.2010 kl. 11:57

12 Smámynd: Jens Guð

  Guðsteinn Haukur,  takk fyrir þau orð.  Ég vísa í leiðinni á góða bloggfærslu þína:  http://zeriaph.blog.is/blog/zeriaph/entry/1013772/

Jens Guð, 3.2.2010 kl. 12:00

13 identicon

Góð færlsa hjá þér Jens,  

það skal fagna allri viðleitni  til að sporna gegn spillingu sem er inngróið vandamál í íslensku samfélagi.

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 12:02

14 Smámynd: Jens Guð

  Ólafur,  það eru ekki allir sem fagna þegar spornað er gegn spillingu.  Þvert á móti er mörgum brugðið og óttast hag sinn þegar þátttaka þeirra í spillingu er dregin fram í dagsljósið.

Jens Guð, 3.2.2010 kl. 16:54

15 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég er farinn að hallast að því að Íslensk stjórnsýsla sé sú allra spilltasta í heimi og útrásarvíkingar eigi flest alla þingmenn, borgarstjórnarmenn og sveitastjórnir með húð og hári og hafi mokað í þá pening með ókeypis laxveiðitúrum, frítt að éta hér og þar, sólstrandarfrí, sér vildarkjaralán, kúlulán án veða og svo mætti lengi telja og meðan svo er verður enginn þeirra dreginn til ábyrgðar því þá missir þetta hyski spón úr aski sínum.

Sævar Einarsson, 6.2.2010 kl. 01:45

16 Smámynd: Jens Guð

  Sævarinn,  það hefur þegar verið staðfest að útrásarvillingarnir fjárfestu í stjórnmálamönnum og stjórnmálaflokkum. 

Jens Guð, 6.2.2010 kl. 15:08

17 Smámynd: Sævar Einarsson

Þetta þarf óháður erlendur aðili að rannsaka, svo sem Europol og Interpol, ég treysti engum hér á landi að rannsaka efnahafshrunið vegna vinatengsla, ættingjatengsla og kunningjatengsla, við erum og mikið skyld.

Sævar Einarsson, 8.2.2010 kl. 01:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband